Nýjustu fréttir

Skagamenn töpuðu á Álftanesi

Skagamenn töpuðu á Álftanesi

Lið ÍA í Bónus deild karla í körfuknattleik hélt á Álftanes í gærkvöldi þar sem það mætti heimamönnum í Kaldalónshöllinni. Skagamenn hófu leikinn af krafti og höfðu frumkvæðið nánast allan fyrsta leikhlutann. Höfðu þegar best lét 13 stiga forystu en í lok leikhlutans var staðan Skagamönnum í vil 22-28. Leikmenn Álftaness snéru taflinu við í…

Kvenfélagið Fjóla gefur til búnaðarkaupa í íþróttahúsið

Fulltrúar frá Kvenfélaginu Fjólu í Suðurdölum komu færandi hendi síðastliðinn fimmtudag og afhentu Bjarka Þorsteinssyni sveitarstjóra Dalabyggðar og Ísaki Sigfússyni lýðheilsufulltrúa sveitarfélagsins höfðinglegan styrk frá félaginu. Peningagjöf þessi er til kaupa á búnaði í nýju íþróttamannvirkin í Búðardal. „Það er ómetanlegt að finna þann stuðning sem uppbygging Íþróttamiðstöðvarinnar nýtur í samfélaginu hér í Dölum eins…

Kristín Eir valin í landsliðshóp U21 í hestaíþróttum

Sigvaldi Lárus Guðmundsson landsliðsþjálfari U21 landsliðs Íslands í hestaíþróttum hefur valið 19 manna landsliðshóp sinn fyrir næsta starfsár. Verkefni hópsins er m.a. Norðurlandamót í Svíþjóð í ágúst. Þar gefst ungum landsliðknöpum tækifæri til að ná sér í gríðarlega mikilvæga reynslu á alþjóðlegu móti, en svo verður markið sett á Heimsmeistaramót 2027 sem verður haldið í…

Tvær munu berjast um formennsku í Framsókn

Talsverð tíðindu bárust úr herbúðum Framsóknarflokksins í gærkvöldi. Þá lýsti Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ og fv. ráðherra, því yfir að hann muni ekki sækjast eftir formennsku í flokknum. Skorað hafði verið á hann til að taka slaginn. Jafnframt lýsti Willum Þór yfir stuðningi við framboð Lilju Daggar Alfreðsdóttur, varaformanns flokksins, í embættið. Í sömu…

Fagleg þrif er alhliða hreingerningafyrirtæki á Akranesi

Fyrirtækið Fagleg þrif hefur verið starfrækt á Akranesi frá 2021. Í lítilli frétt í Skessuhorni í október það ár var sagt frá því þegar Oskar Dobrzyski var nýbúinn að stofna fyrirtækið og var að þvo gluggana á ritstjórnarskrifstofu Skessuhorn. Eftir að fréttin birtist á miðlum Skessuhorns tók verkefnum mjög að fjölga, að hans sögn. Í…

Stjörnuleikar á sunnudaginn

Stjörnuleikar verkefnisins „Allir með“ verða haldnir í íþróttahúsinu á Vesturgötu í samstarfi við ÍA næstkomandi sunnudag, klukkan 11:00–13:00. Viðburðurinn er ætlaður börnum og ungmennum allt að 18 ára aldri sem hafa sérþarfir, sem og þeim sem ekki hafa fundið sig innan hefðbundins íþróttastarfs. „Lögð er áhersla á jákvætt, öruggt og styðjandi umhverfi þar sem allir…

Atvinnuleysi nú í sögulegu ljósi

Í framhaldi af frétt Skessuhorns í síðustu viku um aukið atvinnuleysi á Vesturlandi, ekki síst í Borgarbyggð og á Akranesi, er ekki úr vegi að skoða atvinnuleysistölur í sögulegu samhengi. Vinnumálastofnun birtir tölur mánaðarlega fyrir Vesturland í heild og einnig fyrir stærstu sveitarfélögin tvö; Akranes og Borgarbyggð. Eins og fram kom í áðurnefndri frétt jókst…

Nýjasta blaðið