Nýjustu fréttir

Keilir með langlægsta tilboð í viðhald gatna og stíga

Akraneskaupstaður bauð út á dögunum framkvæmdir vegna viðhalds gatna og stíga í bæjarfélaginu. Um er að ræða ýmis konar framkvæmdir allt frá uppbroti til hellulagnar gönguþverana. Verklok skulu vera eigi síðar en 1. desember nk. Alls bárust sex tilboð í verkið og voru fimm þeirra undir kostnaðaráætlun. Langlægsta tilboðið barst frá Keili ehf. á Akranesi…

Óður til Írlands sunginn í kvöld

 Hópur valinkunnra listamanna á Akranesi syngur í kvöld óð til Írlands en nú fara Írskir dagar óðum í hönd á Akranesi. Það verður kl. 20 í kvöld í Guinnestjaldinu við Akraneshöfn sem tónleikarnir fara fram. Söngdætur Akraness stíga á svið auk þess sem Fiðlusveitin Slitnir strengir strjúka bogum sínum um strengi hljóðfæra sinna. Þá mun…

Meint varasjóðsframlag hefur ekki skilað sér til Vegagerðarinnar

Í gærkvöldi birtist frétt á vef Ríkisútvarpsins þar sem haft var eftir Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra; „að þriggja milljarða króna aukafjárveiting til vegagerðar á Vesturlandi og Vestfjörðum sé í höfn og Vegagerðinni sé ekkert að vanbúnaði að hefja framkvæmdir.“ Þá var einnig haft eftir ráðherranum í fréttinni: „Ég fékk samþykkt frá fjármálaráðherra í gær að þessi…

Fjöldi Íslendinga á byrjunarleik Íslands móti Finnlandi

Evrópumót kvenna í knattspyrnu hefst síðdegis í dag í borginni Thun í Sviss. Opnunarleikur mótsins verður einmitt landsleikur Íslands og Finnlands sem hefst klukkan 16 að íslenskum tíma. Fyrirfram er sagt að þetta verði mikilvægasti leikur íslenska liðsins í ljósi þess að Finnar eru kannski auðveldasti andstæðingur Íslands í riðlinum. Sigur er líklega forsenda þess…

Fjórðungsmót hestamanna hafið í Borgarnesi

Vallarsvæði hestamannafélagsins Borgfirðings í Borgarnesi er komið í hátíðarbúning. Í morgun hófst þar Fjórðungsmót Vesturlands sem mun standa fram á sunnudag. Dagskrá þessa fyrsta dags mótsins hófst með undankeppni í unglingaflokki klukkan 10 í morgun en eftir hádegið hófust sýningar í B flokki og verður þeim fram haldið í dag. Að sögn Magnúsar Benediktssonar framkvæmdastjóra…

Gera út á gluggaþvott og garðslátt

Þeir Benjamín Örn Birkisson og Úlfar Orri Sigurjónsson, sem báðir eru 13 ára Skagamenn, hafa stofnað gluggaþvottafyrirtæki. Bjóða þeir húseigendum á Akranesi að þvo glugga gegn gjaldi. Þeir segjast hafa verið að þessu í sumar og að viðtökur hafi verið góðar. Einnig hafa þeir tekið að sér garðslátt en þó ekki í stórum stíl. Meðfylgjandi…

Eigendaskipti að Blikksmiðju Guðmundar á Akranesi

Gengið hefur verið frá eigendaskiptum að hinni fimmtíu ára gömlu Blikksmiðju Guðmundar ehf. á Akranesi. Sævar Jónsson hefur nú selt fyrirtækið syni sínum og einum starfsmanna, en kaupendurnir eru þeir Emil Kristmann Sævarsson framkvæmdastjóri og Ingi Björn Róbertsson blikksmíðameistari. Ingi Björn Róbertsson segir í samtali við Skessuhorn að þessi eigendaskipti hafi haft talsverðan aðdraganda og…

Fréttir úr víðri veröld

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið