Nýjustu fréttir

Fjölmenni fagnaði með fimmtugum Berserkjum

Fjölmenni fagnaði með fimmtugum Berserkjum

Í ár fagnar Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi 50 ára afmæli. Af því tilefni var opið hús og kaffisamsæti í gær í húsi sveitarinnar að Nesvegi 1a. Fjöldi manns mætti til að samfagna með félaginu. Því bárust einnig gjafir. Lionsklúbbur Stykkishólms gaf sveitinni höfðinglega peningagjöf og Sveitarfélagið Stykkishólmur gerði það sömuleiðis en það hefur frá upphafi…

Snæfell beið lægri hlut gegn ÍR

Lið Snæfells í 1. deild körfuknattleiks kvenna mætti ÍR í Skógarseli í Breiðholti á laugardaginn. Leikurinn var nokkuð jafn á köflum en frumkvæðið var oftar í höndum leikmanna ÍR. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 16-11 og í hálfleik var staðan 28-21 og leiknum lauk með sigri ÍR sem skoraði 64 stig gegn 57 stigum…

Svikapóstur sendur út í morgun í nafni starfsmanns Skessuhorns

Nýlega var brotist inn í tölvupóst hjá einum starfsmanni Skessuhorns. Í morgun voru síðan sendir út tæplega 700 svikapóstar í nafni Anítu Lísu Svansdóttur auglýsingastjóra Skessuhorns með viðfestri skrá. Viðtakendum er bent á að opna þessar skrár ALLS EKKI. Ráðlagt er að eyða þessum póstum og tilkynna jafnframt atvikið til tæknideildar hjá móttakanda eða viðkomandi…

Björgunarfélag Akraness kannar kaup á Gísla Jóns ÍS

Björgunarfélag Akraness vinnur nú að kaupum á björgunarskipinu Gísla Jóns ÍS frá Ísafirði. Skipið er smíðað úr áli í Noregi árið 1990. Það er búið tveimur MAN aðalvélum 662kW hvor og nær skipið rúmlega 27 hnúta hraða. Togkraftur þess er rúmlega fimm tonn. Skipið er mjög vel búið til björgunarstarfa enda hefur það verið nýtt…

Fyrsta kvennamót Pílufélags Akraness

Fyrsta 501 kvennamót Pílufélags Akraness fór fram í gær í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu. Sautján konur tóku þátt en spilað var í fjórum riðlum og útsláttarkeppni. „Viktoría stóð uppi sem sigurvegari og hlaut ekki bara glæsilegan verðlaunagrip heldur einnig gjafabréf í Kallabakaríi. Dísa tók annað sætið, ásamt silfurpening og gjafabréfi í Kallabakaríi. Það var svo…

Tæknideild lögreglunnar mætti í FSN

Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður hjá Tæknideild lögreglunnar kom í heimsókn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga síðastliðinn fimmtudag. Hélt hann kynningu fyrir nemendur í Sakamálaáfanganum LÍFF2SA05 sem kenndur er við skólann. Í þeim áfanga eiga nemendur að kynnast grunnatriðum réttarvísinda og eru settar upp verklegar æfingar þar sem nemendur eiga að rannsaka glæpavettvang og afla sönnunargagna. Ragnar er þrautreyndur…

Elín, Eva og Ævar tilnefnd fyrir bækur sína

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans, íslensku glæpasagnaverðlaunanna, voru kynntar í Eddu – húsi íslenskunnar, í síðustu viku. Verðlaun þessi eru í fjórum flokkum og kemur í ljós í febrúar hverjir hreppa hnossið. Nefna má að meðal tilnefninga til Blóðdropans er bók Evu Bjargar Ægisdóttur, Allar litlu lygarnar. Þá er í flokki barna- og ungmennabóka…

Nýjasta blaðið