
Nýjustu fréttir


Lýsa alvarlegum áhyggjum vegna byggðakvóta
Stjórn Sóknarhóps Vestfjarðastofu hefur sent frá sér harða gagnrýni á nýja reglugerð stjórnvalda um ráðstöfun byggðakvóta og varar við alvarlegum afleiðingum hennar fyrir atvinnulíf í fjórðungnum. Í minnisblaði til þingmanna og sveitarstjórnarfólks kemur fram að breytingarnar kippa stoðunum undan litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum, ógna heilsársstörfum og grafa undan byggðafestu á Vestfjörðum. „Reglugerðin, sem kynnt var…

Gul viðvörun á Vesturlandi á morgun
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Vesturlandi á morgun. Við Faxaflóa er gul viðvörun og varasamt ferðaveður frá kl. 10-14 á morgun. Þá er gert ráð fyrir austa 15-23 m/s og vindhviðum staðbundið yfir 35 m/s, hvassast í vindstrengjum við fjöll t.d. við Hafnarfjall og á Kjalarnesi. Við Breiðafjörð er spáð norðaustan 18-23 m/s…

Jólablað Skessuhorns kemur út í næstu viku
Athygli er vakin á því að í næstu viku, miðvikudaginn 17. desember, verður Jólablað Skessuhorns gefið út. Að venju er stefnt að áhugaverðum og fjölbreyttum efnistökum. Skilafrestur efnis og auglýsinga í blaðið er föstudaginn 12. desember nk. Pantanir auglýsinga þurfa að berast á: anita@skessuhorn.is en efni, myndir og greinar óskast sent á: skessuhorn@skessuhorn.is Jólablað verður…

Dvalarheimilið Fellaskjól fær veglega gjöf
Forsvarsmenn Kvenfélagsins Gleym mér ei og Lionsklúbbs Grundarfjarðar komu færandi hendi á Dvalarheimilið Fellaskjól í gær. Þá fékk dvalarheimilið nýjan Carendo rafknúinn sturtustól að gjöf. Hann leysir af hólmi eldri stól sem kominn var til ára sinna. Nýi stóllinn er mikil búbót fyrir heimilismenn og starfsmenn. Hægt er að hækka hann upp þannig að ekki…

Breytt tekjuáætlun Skorradalshrepps
Sveitarstjórn Skorradalshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær fjárhagsáætlun fyrir árið 2026. Gangi sameining við Borgarbyggð eftir verður þetta síðasta fjárhagsáætlun hreppsins. Tekjuáætlun endurspeglar það sem í vændum er fyrir íbúa þar sem álagning útsvars og fasteignagjalda hefur verið samræmd álagningarstuðlum Borgarbyggðar. Tekjur af útsvari hækka um tæp 29% á milli ára en tekjur…

Dagur sjálfboðaliðans – Takk sjálfboðaliðar á Vesturlandi!
Á Íslandi er fjölbreytt starfsemi borin uppi af eljusömu fólki sem gefur tíma sinn, kraft og þekkingu í formi sjálfboðaliðastarfs. Sjálfboðaliðar eru burðarliðir í góðgerðarfélögum, björgunarsveitum, ýmsu menningarstarfi, félagasamtökum og íþróttastarfi og án þeirra myndi margt sem við eigum það til að taka sem gefnu einfaldlega ekki verða að veruleika. Dagur sjálfboðaliðans, sem er 5.…

Göfug orkuskipti í orði – öfug orkuskipti í verki
Þrándur Sigurjón Ólafsson

Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir
Hannes S Jónsson

Heilsársstörfum fórnað í pólitískum leik
Ólafur Adolfsson

Sterkari saman – sameiningin skiptir máli
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands
Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir




