
Nýjustu fréttir


Jóla-Gústi mættur við slökkvistöðina á Akranesi
Á hverju ári endurnýja Veitur fjölda brunahana víðsvegar á starfssvæði sínu. Sumir hafa lent í tjóni á meðan aðrir eru að eldast og þarf að skipta út. Í góðu samstarfi við viðkomandi slökkvilið vinna Veitur að markvissri uppbyggingu og endurnýjun brunahana, ekki síst þar sem nauðsynlegt er að fjölga þeim. Mikilvægt er að brunahanar séu…

Stjarnan skein skært á Akranesi
Íslandsmeistarar Stjörnunnar í körfuknattleik mættu nýliðum Skagamanna í gærkvöldi í Bónus-deildinni í körfuknattleik í AvAir höllinni á Jaðarsbökkum. Lið ÍA skoraði fyrstu tvö stig leiksins en síðan var leikurinn í stuttu máli sagt Stjörnunnar. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 19-36 og í hálfleik var staðan 43-67. Leiknum lauk svo með sigri Stjörnunnar sem skoraði…

Kynningarfundur um niðurstöður umhverfismats landeldis á Grundartanga
Aurora fiskeldi og verkfræðistofan Efla halda í næstu viku kynningarfund um niðurstöður umhverfismats sem unnið hefur verið vegna fyrirhugaðs landeldis á laxi á Grundartanga í Hvalfirði. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns á dögunum hefur Skipulagsstofnun birt umhverfismatsskýrsluna á skipulagsgátt og getur hver sem telur sig málið varða skilað inn umsögn eigi síðar en…

Ingibjörg Gréta ráðin í viðburðastjórnun
Sveitarstjórn Dalabyggðar ákvað á fundi sínum í vikunni sem leið að ráða Ingibjörgu Grétu Gísladóttur í tímabundið hlutastarf verkefnastjóra hátíðarhalda næsta árs í Dalabyggð. Er þar einkum horft til hátíðarhalda 17. júní og bæjarhátíðarinnar Heim í Búðardal. Ingibjörg Gréta hefur talsverða reynslu af viðburðastjórnun og hefur meðal annars sinnt sambærilegum verkefnum hjá Kópavogsbæ.

Leitað að jólahúsi Snæfellsbæjar
Menningarnefnd Snæfellsbæjar leitar nú logandi ljósi að jólahúsi Snæfellsbæjar 2025. Nefndin hefur líkt og undanfarin ár leitað eftir tillögum frá íbúum og er hægt að senda inn tilnefningar á heimasíðu Snæfellsbæjar til miðnættis 21. desember. Að þeim tíma loknum fer nefndin yfir tilnefningarnar og verður sagt frá niðurstöðu valsins á Þorláksmessu. Fyrir síðustu jól var…

Hvalfjarðarsveit hvetur til tvöföldunar Hvalfjarðarganga
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær ályktun þar sem hvatt er til þess að sem allra fyrst verði hafist handa við tvöföldun Hvafjarðarganga. Jafnframt áréttaði sveitarstjórnin mikilvægi þess að fyrir liggi sem fyrst hvar gangamunni hinna væntanlegu ganga verði staðsettur í Hvalfjarðarsveit vegna yfirstandandi skipulagsvinnu sveitarfélagsins. Á fundi sveitarstjórnarinnar voru rædd drög…

Framfarir og áskoranir í velferðarþjónustu Borgarbyggðar
Guðveig Lind Eyglóardóttir

Göfug orkuskipti í orði – öfug orkuskipti í verki
Þrándur Sigurjón Ólafsson

Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir
Hannes S Jónsson

Heilsársstörfum fórnað í pólitískum leik
Ólafur Adolfsson

Sterkari saman – sameiningin skiptir máli
Eyjólfur Ingvi Bjarnason




