Nýjustu fréttir

Gistinóttum fækkaði á Vesturlandi í október

Gistinóttum fækkaði á Vesturlandi í október

Gistinóttum á hótelum á Íslandi fækkaði um 2,3% í október í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Alls voru gistinætur í október 505.000 á landinu öllu en voru 517.000 á sama tíma í fyrra. Á Vesturlandi og Vestfjörðum fækkaði gístinóttum í október um 2,9% á milli…

Styrkur veittur til stuðnings þolendum ofbeldis á Vesturlandi og Vestfjörðum

Bjarkarhlíð hlaut á dögunum styrk að fjárhæð sjö milljónir króna frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu til að veita þolendum ofbeldis á Vesturlandi og Vestfjörðum stuðning og ráðgjöf. Ráðuneytið auglýsti í haust eftir umsóknum um styrki til verkefna á þessu sviði en styrkirnir voru einn liður í aðgerðum stjórnvalda árin 2023-2025 til þess að bregðast við afleiðingum…

Grundfirðingar á Gran Canaria

Á eyjunni Gran Canaria hafa nokkrir vaskir Grundfirðingar viðveru yfir veturinn. Sumir í nokkrar vikur, aðrir í marga mánuði. Flestir eru á ensku ströndinni því þar er mesta Íslendingafélagslífið. Nóg er af afþreyingu þar því það þarf að spila minigolf og spila félagsvist og bridge og Kínaskák og bingó og fara í keilu og dansa…

Veðrið áhrifaþáttur á bókhneigð Dalamanna

Á fundi menningarmálanefndar Dalabyggðar á dögunum var lagt fram ársyfirlit Héraðsbókasafns Dalasýslu. Þar kennir að vonum ýmissa grasa. Má þar nefna fróðlegar niðurstöður vegna talningar gesta er sóttu safnið mánuðina janúar til mars. Fram kemur að meðalfjöldi gesta á dag á tímabilinu hafi verið 13,56 manns. Aðsóknarmesti dagurinn færði safninu 28 gesti. Veðrið hefur hins…

Sameiningarkosning hefst á morgun

Á morgun hefst íbúakosning sú sem ræður því hvort sveitarfélögin Dalabyggð og Húnaþing vestra verða sameinuð líkt og samstarfsnefnd sveitarfélaganna mælir með. Virka daga frá 28. nóvember til 12. desember verður kosið á skrifstofum sveitarfélaganna á opnunartíma þeirra, en að auki verða kjörstaðir opnir tvo laugardaga á kosningatímabilinu í hvoru sveitarfélagi fyrir sig þar á…

Jólabókaflóðið sló í gegn í Grundarfirði – myndasyrpa

Jólabókaflóðið 2025 var haldið í Samkomuhúsinu í Grundarfirði í gær. Þá mættu rithöfundarnir Gunnar Helgason, Gunnar Theodór Eggertsson, Kári Valtýsson og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og spjölluðu við gesti ásamt því að lesa upp úr verkum sínum. Fullt var út úr dyrum í Samkomuhúsinu en hvort sem það var nýbökuðum vöfflum 9. bekkjar að þakka, eða…

Fjölmenni á fundi Miðflokksins á Akranesi

Miðflokkurinn hélt opinn stjórnmálafund á Útgerðinni við Stillholt á Akranesi í gærkvöldi. Þar voru meðal annarra mætt þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins, Snorri Másson varaformaður og Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi. Að auki voru aðrir þingmenn flokksins mættir til fundarins. Róbert Ketilsson, nýkjörinn formaður Miðflokksdeildar Akraness, stjórnaði fundinum. Forysta flokksins auk Ingibjargar fluttu…

Nýjasta blaðið