
Nýjustu fréttir


Ráðherra farinn í veikindaleyfi
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, fer í tímabundið veikindaleyfi frá og með deginum í dag. Guðmundur Ingi hefur undanfarið farið í læknisrannsóknir á Landspítalanum og þarf að gangast undir hjartaaðgerð snemma á næsta ári. „Gert er ráð fyrir að aðgerðin tryggi ráðherra fullan bata til lengri tíma og að hann snúi aftur til starfa…

Greitt ekið innanbæjar
Í liðinni viku voru 28 ökumenn stöðvaðir og kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Veður var gott og hafa vegir meira og minna verið auðir í landshlutanum og því aksturskilyrði með besta móti. 108 ökumenn voru myndaðir af hraðamyndavélabifreið embættisins. Að þessu sinni voru allir þessir ökumenn að aka of hratt…

Venus landaði fullfermi af kolmunna á Akranesi
Venus NS kom til hafnar á Akranesi á sunnudaginn með fullfermi, eða 2.480 tonn af kolmunna af Færeyjamiðum. Aflinn fór til vinnslu í verksmiðju Brims á Akranesi. Þetta er í þriðja skipti sem kolmunna er landað á Akranesi á þessu fiskveiðiári því í október landaði Venus ásamt Svani RE samtals 1.268 tonnum.

Tveir nemendur í Grundaskóla með verk á mjólkurfernum
Tveir drengir í 10. bekk Grundaskóla á Akranesi hefur hlotnast sá heiður að fá verk sín birt á mjólkurfernum MS á næsta ári í svokölluðu Fernuflugi. Þetta eru þeir Andri Snorrason og Birgir Viktor Kristinsson sem skrifuðu texta undir yfirskriftinni; „Hvað er að vera ég?“ Alls bárust rúmlega 1200 textar í keppnina frá nemendum í…

Kosningaþátttaka sambærileg í báðum sveitarfélögum
Íbúakosning um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur nú staðið yfir frá 28. nóvember, en henni lýkur laugardaginn 13. desember nk. Þann dag verða kjörstaðir opnir í Félagsheimilinu Hvammstanga og í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar frá kl. 09:00-17:00. Kosningaþátttaka nú er mjög áþekk í sveitarfélögunum tveimur m.v. stöðuna nú í upphafi lokaviku kosninganna. „Þegar þetta…

Ferðaþjónusta án leyfa
Hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi starfar sérstakt umferðareftirlit sem hefur eftirlit með akstri stærri bifreiða og akstri bifreiða hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Almenn deild lögreglunnar hefur einnig eftirlit með ferðaþjónustuaðilum. „Töluvert hefur verið um það að undanförnu að lögreglan hafi afskipti af ferðaþjónustuaðilum sem hafa ekki tilskilin leyfi til reksturs eða þá að starfsmenn ferðaþjónustunnar hafi ekki leyfi…

Göfug orkuskipti í orði – öfug orkuskipti í verki
Þrándur Sigurjón Ólafsson

Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir
Hannes S Jónsson

Heilsársstörfum fórnað í pólitískum leik
Ólafur Adolfsson

Sterkari saman – sameiningin skiptir máli
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands
Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir




