Nýjustu fréttir

Danskara verður það ekki í Stykkishólmi

Danskara verður það ekki í Stykkishólmi

Smørrebrød pop-up, er viðburður sem Sjávarborg í Stykkishólmi gengst fyrir helgina 5.-7. desember næstkomandi. „Þriðja árið í röð mun Sjávarborg umturnast í Smørreborg og í þetta skiptið er það fyrstu helgina í desember. Markmiðið er göfugt og viðeigandi; að færa danska smurbrauðs jólastemningu til Stykkishólms,“ segir Steinar Skarphéðinsson og bætir við: „Þessu fylgir að sjálfsögðu…

Pólverjar flestir erlendra ríkisborgara

Erlendir ríkisborgarar sem skráðir eru með búsetu á Íslandi voru 83.766 þann 1. nóvember. Hafði þeim þá fjölgað um 4% frá 1. desember 2024. Flestir erlendra ríkisborgara eru Pólverjar sem voru 26.600 um síðustu mánaðamót. Næstir koma Litháar 6.278, þá Rúmenar 5.446, 5203 eru frá Úkraínu, Lettar 3.430, Spánverjar 2.458, Portúgalir 2.195 og Þjóðverjar 2.113.…

Kolbeinn Tumi orðinn Víkingur

Lið Víkings í Ólafsvík í knattspyrnu fékk liðsauka í gær þegar Kolbeinn Tumi Sveinsson skrifaði undir samning um að spila með liðinu næsta sumar. Þessi tvítugi framherji er Skagamaður en hélt á slóðir forfeðra sinna í vor og lék með Tindastóli. Með þeim skoraði hann 16 mörk í 21 leik. Í gær var jafnframt gengið…

Stofnuðu Þörungakjarna á Breið

Síðdegis í gær var skrifað undir viljayfirlýsingu um stofnun Þörungakjarna í húsnæði Breiðar þróunarfélags á Akranesi. „Markmið verkefnisins er að byggja upp Þörungakjarna, miðlægan vettvang fyrir þörungarannsóknir, þróun og nýsköpun, þar sem vísindamenn, fyrirtæki og frumkvöðlar vinna saman að því að efla þekkingu og verðmætasköpun á sviði þörunga,“ segir í kynningu um verkefnið. Til undirbúnings…

Grásleppuútgerðir leggjast gegn grásleppufrumvarpi

Landssamband grásleppuútgerða leggt alfarið gegn frumvarpi um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands sem í daglegu tali er nefnt grásleppufrumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur. Í frumvarpi Lilju Rafneyjar og félaga er lagt til að horfið verði frá notkun aflamarks við stjórnun veiða á grásleppu. Undir umsögnina rita nafn sitt 82 útgerðarmenn og grásleppuverkendur í 22 verstöðvum á landinu.…

Raungreinakennarar koma nú saman í Borgarnesi

Í morgun hófst tveggja daga ráðstefna í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi sem nefnist Lært 2025. Það eru um hundrað kennarar á öllum skólastigum, víðsvegar af landinu, í raunvísinda- og tæknigreinum sem sitja ráðstefnuna. Allir eiga það sameiginlegt að brenna fyrir raun- og tæknimennt. Gestir gista á Hótel Vesturlandi en saman fer gleði og lærdómur handan…

Slökkvistarfi í Tungu lauk um miðja nótt

Eins og við sögðum frá í frétt hér á vefnum í gærkvöldi var Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar kallað að bænum Tungu í Svínadal kl. 20. Eldur logaði þá í húsi sem fyrir margt löngu var nýtt sem sumarbúðir fyrir börn. Húsið var mannlaust og engan sakaði. Ekki hefur verið dvalið í húsinu til fjölda ára,…

Nýjasta blaðið