Nýjustu fréttir

Pattstaða í sameiningu vegna kærumála

Pattstaða í sameiningu vegna kærumála

Á fundi Byggðarráðs Borgarbyggðar í gær voru kynntar kostnaðartölur vegna undirbúningsvinnu við nýsamþykkta sameiningu sveitarfélagsins við Skorradalshrepp. Kostnaðurinn er nú kominn í um 35 milljónir króna. Áætlað er að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga standi straum af þeim kostnaði. Þá kom einnig fram að kostnaður sveitarfélagsins vegna kærumála í kjölfar sameiningarkosninga sé nú kominn í 5,3 milljónir króna.…

Skallagrímur vann Vesturlandsslaginn stórt

Skallagrímur og Snæfell mættust í sannkölluðum Vesturlandsslag í 1. deild körfuknattleiks karla í Borgarnesi í gærkvöldi. Heimamenn sýndu gestunum úr Stykkishólmi enga miskunn og voru mun sterkari stærstan hluta leiksins. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 34-20 og í hálfleik leiddu heimamenn með 56 stigum gegn 37 stigum gestanna. Forskot heimamanna jókst enn frekar í…

Páll á Húsafelli tilnefndur til heiðurslauna listamanna

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur tilnefnt Pál Guðmundsson á Húsafelli til heiðurslauna listamanna. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis auglýsti á dögunum eftir tilnefningum til heiðurlaunanna. Páll fæddist árið 1959 á Húsafelli. Hann lauk námi frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1981 og nam höggmyndalist við Listaháskólann í Köln 1985-1986. Í tilnefningu ráðsins kemur fram að Páll hafi alist…

Keila fyrir alla

Hvatasjóður styrkir Keilufélag Akraness til að kynna íþróttina fyrir fötluðum Meðal styrkþega í síðustu úthlutun Hvatasjóðs ÍSÍ og UMFÍ er Keilufélag Akraness. Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar er nýr sjóður sem úthlutað hefur verið úr í þrígang. „Sjóðurinn styrkir verkefni sem miða að útbreiðslu íþrótta og aukinni þátttöku barna í íþróttum með áherslu á þátttöku barna með fötlun,…

Talsverðar hafnar- og sjóvarnaframkvæmdir samkvæmt nýrri Samgönguáætlun

Í drögum að samgönguáætlun sem Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnti í gær er gert ráð fyrir talsverðum hafnarframkvæmdum á Snæfellsnesi með framlögum úr Hafnabótasjóði. Í Ólafsvík verður Norðurbakki lengdur um 105 metra, innsigling verður dýpkuð og einnig verður dýpkað við nýju trébryggjuna. Í Rifshöfn verður stálþil og þekja Austurkants endurnýjuð ásamt dýpkun innsiglingar. Í Grundarfirði verður…

Unnið að uppbyggingu skammtímadvalar fyrir fötluð börn

Samráðshópur stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi hefur að undanförnu kannað möguleika á sameiginlegum rekstri á skammtímadvöl fyrir börn og ungmenni með fötlun á Vesturlandi. Þroskahjálp hefur lýst yfir vilja til að koma að slíkri uppbyggingu. Málið var til umræðu hjá félagsmálanefnd Dalabyggðar í gær. Á fundinum voru lögð fram drög að viljayfirlýsingu um  uppbygginguna. Í…

Tónlistarskólinn kom Grundfirðingum í jólagír

Það var sannkölluð jólastemning í Grundarfjarðarkirkju miðvikudaginn 3. desember þegar Tónlistarskóli Grundarfjarðar hlóð í nokkur vel valin jólalög. Yngstu iðkendurnir byrjuðu dagskrána og svo kom hvert glæsilega atriðið á fætur öðru á meðan aldur flytjenda hækkaði. Tónleikarnir enduðu svo á frábærum jólalögum allra söngnemenda við undirleik kennara og nemenda sem sendi tónleikagesti heim í jólagír.

Nýjasta blaðið