Nýjustu fréttir

Séra Ursula ráðin prestur í Borgarfjarðarprestakalli

Séra Ursula ráðin prestur í Borgarfjarðarprestakalli

Sr. Ursula Árnadóttir hefur verið ráðin prestur í hið sameinaða prestakalli í Borgarfirði með aðsetur í Stafholti. Frá þessu er greint á vef Þjóðkirkjunnar. Ursula er fædd 19. janúar árið 1957 á Akranesi. Hún vígðist til Skagastrandarprestakalls 14. desember árið 2008 en hefur m.a. starfað í Austur-Húnavatnssýslu, í Skagafirði og Vestmannaeyjum, en einnig sem prestur…

Gaf mynd af síðasta haustskipinu

Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri Grundarfjarðarhafnar kom færandi hendi á skrifstofu Cruise Iceland í Húsi Atvinnulífsins í vikunni. Kom hann með útprentaða mynd af heimsókn seinasta skemmtiferðaskips ársins til Grundarfjarðar. Tómas Freyr Kristjánsson ljósmyndari tók myndina. Vasco da Gama lá við bryggju í Grundarfirði 28. október síðastliðinn og er glæsilegur vitnisburður um að það öfluga starf sem…

Ekki öruggt að sigla um Borgarfjörð og til Borgarneshafnar

Yfirhafnsögumaður Faxaflóahafna hefur lagt til óskað verði heimilda til að leggja niður tvo hafnarvita og tvö leiðarmerki við bryggjuna í Borgarnesi. Í bréfi sem Faxaflóahafnir hafa sent sveitarstjórn Borgarbyggðar kemur fram að fyrirtækið sjái um rekstur og viðhald siglingamerkja á sínum hafnarsvæðum. Í því felist ábyrgð samkvæmt lögum um vitamál og vart þurfi að taka…

Stofnvísitala þorsks lækkaði eftir litlar breytingar síðustu ára

Stofnmælingar botnfiska að haustlagi fór á vegum Hafrannsóknastofnunar í þrítugasta sinn dagana 27. september til 17. október 2025. Togararnir Breki VE-61 og Þórunn Sveinsdóttir VE-401 tóku þátt í verkefninu í ár ásamt rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti frá árinu 1996. Nú kom í ljós að stofnvísitala þorsks lækkar eftir litlar…

Aukinn stuðningur við fyrstu kaupendur

Alþingi samþykkti í gær frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra um hlutdeildarlán en með þeim er stuðningur aukinn við fyrstu kaupendur við að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Hlutdeildarlán eru vaxta- og afborgunarlaus lán frá ríkinu fyrir hluta af verði fyrstu fasteignar. Með þeim þarf fólk lægra fasteignalán og lægri útborgun. Þeir sem eru að koma…

Davíð vill leiða lista Framsóknar í Borgarbyggð

Davíð Sigurðsson, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar og skipulags- og byggingarnefnar, hefur birt tilkynningu þess efnis að hann muni sækjast eftir að leiða lista Framsóknarflokks í Borgarbyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 16. maí. Fram hefur komið að Guðveig Lind Eyglóardóttir núverandi oddviti listans sækist ekki eftir endurkjöri. Davíð kveðst hafa tekið þessa ákvörðun eftir fjölda áskorana að undanförnu og…

Fyrstu parhúsin á Hvanneyri frá hruni

HIG húsasmíði ehf. er nú að ljúka frágangi að utan við nýbyggingu parhúss við Ugluflöt 1-3 á Hvanneyri. Hafsteinn Ingi Gunnarsson húsasmíðameistari segist hafa ákveðið að halda áfram uppbyggingu á Hvanneyri og brátt bætist við annað hús með tveimur nýjum og glæsilegum 138 fermetra íbúðum sem verða tilbúnar til afhendingar næsta vor. Íbúðirnar fara í…

Nýjasta blaðið