Nýjustu fréttir

„Nú reynir á að halda áfram að taka réttu skrefin“

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA tekinn tali um tímabilið í sumar Skagamenn léku í sumar í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir að hafa komist upp úr Lengjudeildinni á síðasta ári eftir eins árs dvöl. ÍA lauk leik í sumar í 5. sæti sem er besti árangur liðins í efstu deild síðan árið 2007 þegar…

Íbúafundir um Gott að eldast voru haldnir á Vesturlandi

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi voru í liðinni viku með íbúafundi á Vesturlandi um verkefnið Gott að eldast, vitundarvakning Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um félagslega einangrun. Um var að ræða kynningu á þeirri þjónustu sem veitt er í sveitarfélaginu og stendur eldra fólki til boða. Það gengur út á að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk…

Mæla blóðsykur og selja happdrættismiða í Borgarnesi

Alþjóðadagur sykursjúkra er á morgun, 14. nóvember. Af því tilefni býður Lionsklúbburinn Agla í Borgarnesi fólki að mæla í því blóðsykurinn í dag og næstu tvo daga einnig. „Það er heilmikið fjör á Hyrnutorgi hjá okkur Lionskonum í Öglu en við bjóðum ókeypis blóðsykurmælingu til að greina áhættu sykursýki. Markmið blóðsykursmælinga er að greina hugsanlega…

Skilaboðin eru einföld – við gerum það sem við segjum

Rætt við Ingibjörgu Davíðsdóttur oddvita Miðflokksins í NV kjördæmi Skessuhorn hefur á síðustu vikum birt viðtöl við oddvita þeirra flokka sem bjóða fram í Norðvesturkjördæmi. Alls eru tíu listar í kjöri. Næst í röðinni er Ingibjörg Davíðsdóttir oddviti Miðflokksins. Fyrst er hún spurð um bakgrunn og uppvöxt, skólagöngu og fjölskyldu. Sveitastelpa og mikið á heimavist…

Högni Bæringsson gerður að heiðursborgara í Stykkishólmi

Högni Bæringsson var gerður að heiðursborgara Stykkishólms við hátíðlega athöfn sl. laugardag. Tilkynnt var um valið á afmælistónleikum kórs Stykkishólmskirkju, að viðstöddu fjölmenni. Jakob Björgvin S. Jakobsson, bæjarstjóri ávarpaði salinn og stiklaði á stóru á langri og merkilegri ævi Högna, en óhætt er að segja að hann hafi sett svip sinn á samfélagið í Hólminum.…

Yfirlitssýningar á bestu lambhrútum á Vesturlandi haustið 2024 – Jón Viðar skrifar

Haustið 2023 skrifaði ég yfirlit um sauðfjársýningahaldið á Vesturlandi 2023. Vart var við að hjá einhverjum lesendum Skessuhorns féll þetta í góðan jarðveg þannig að hér geri ég aðra tilraun vegna þess að ekki var síður margt frásagnarvert í haust. Bændur á svæðinu sýna áfram þann menningarlega þrótt að halda uppi slíkum yfirlitssýningum. Þær voru…

Nokkuð mikið um hraðakstur í umdæminu

Í liðinni viku voru höfð afskipti af um 60 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Sá sem hraðast ók mældist á 141 km/klst þar sem hámarkshraði er 90 km. Þrír ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur og einn til viðbótar grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Eitt fíkniefnamál kom upp…

Fréttir úr víðri veröld

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið