Nýjustu fréttir
Vökunótt Arnardals sló í gegn
Föstudagskvöldið 17. janúar var sögulegt í félagsmiðstöðinni Arnardal á Akranesi þegar Vökunótt fór fram með pompi og prakt. Þessi árlegi viðburður er verðlaun fyrir unglinga í 8.–10. bekk sem tóku þátt í Þrettándabrennunni á vegum Akraneskaupstaðar. Í ár voru 172 unglingar sem lögðu sitt af mörkum við Þrettándabrennuna, og af þeim mættu 153 á Vökunóttina…
Pabbar og afar í Bóndadagskaffi á Akraseli
Í tilefni bóndadagsins var pöbbum og öfum og öðrum mönnum í lífi barnanna á leikskólanum Akraseli á Akranesi boðið í kaffi á milli kl. 8 og 10 í morgun. Þar var boðið upp á kaffi og nýbakað brauð auk þess sem hægt var að gæða sér á hákarli. Pabbar og afar létu sig ekki vanta…
Karlarnir i skúrnum opna í Borgarnesi
Margt var um manninn í gær þegar opnuð var aðstaða fyrir félagsstarf eldri borgara á Sólbakka 4 í Borgarnesi. Í sama húsnæði er Aldan með vinnustofu og virkniþjálfun fyrir fólk með skerta starfsgetu, en Aldan miðar að því að auka hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi og á almennum vinnumarkaði. Boðið var upp…
Vatnsbúskapur Landsvirkjunar heldur að vænkast
Þrír blotakaflar í vetur og þær vatnssparandi aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa bætt vatnsbúskap Landsvirkjunar. Í tilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að nú er svo komið að staða Þórisvatns er ívið betri en á sama tíma í fyrra, en vatnsárið byrjaði í sögulegu lágmarki. Staðan er enn vel undir meðallagi, en hefur þó…
Fundur vegna sameiningarviðræðna Skorradals og Borgarbyggðar
Í gærkvöldi fór fram í Hjálmakletti í Borgarnesi íbúafundur vegna þeirrar vinnu sem er í gangi til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Borgarbyggðar og Skorradalshrepps. Það var samstarfsnefnd um sameininguna sem boðaði til fundarins og fundarstjóri var Páll S Brynjarsson. Um nýliðin áramót voru 4.355 íbúar í Borgarbyggð og 75 í Skorradal. Ef af sameiningu verður munu…
Lions færði leikskólanum spjaldtölvur að gjöf
Í síðustu viku afhentu Lionsklúbbarnir í Stykkishólmi Sigrúnu Þórsteinsdóttur spjaldtölvur að gjöf fyrir leikskólann í Stykkishólmi. Frá vinstri á mynd er Nadine Walter formaður Lionsklúbbsins Hörpu, Þorsteinn Kúld formaður Lionsklúbbs Stykkishólms og Sigrún Þórsteinsdóttir leikskólastjóri.