
Nýjustu fréttir


Landsæfing björgunarsveita verður á laugardaginn á Borgarfjarðarsvæðinu
Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir landsæfingu björgunarsveita næstkomandi laugardag. Áætlað er að æfingin standi frá klukkan 07 til 18. Hún mun fara fram í Hvalfjarðarsveit, á Akranesi og í uppsveitum Borgarfjarðar. Að stærstum hluta verður þó æfingin inn Hvalfjarðarströndina; inn við Vatnaskóg, Glym og mögulega upp við Akrafjall. „Þátttakendur verða af öllu landinu, áætlað að um…

Fá óhöpp í vikunni
Fá umferðaróhöpp urðu í vikunni sem leið á Vesturlandi. Bifreið hafnaði ofan í skurði á Akrafjallsvegi. Fram kom hjá ökumanni að hann hafi sofnað við aksturinn með þessum afleiðingum en var ómeiddur. Einhverjar skemmdir urðu á bifreiðinni. Þriggja bíla árekstur varð í Hvalfjarðargöngum, án slysa á fólki. Loks var minniháttar árekstur í Borgarnesi, án slysa…

Komið saman í Akraneskirkju í kvöld á alþjóðlegum degi barnsmissis
Minningarathöfn verður í Akraneskirkju í kvöld klukkan 20. Þar verður minnst barna sem létust í móðurkviði, í eða eftir fæðingu. Ásta Marý Stefánsdóttir syngur, Heiðar Eyjólfsson leikur á gítar og séra Þóra Björg Sigurðardóttir leiðir stundina. Að athöfn lokinni verður farið að minningarreit látinna barna í Akraneskirkjugarði. Allir eru velkomnir.

Mestum afla landað í Rifi
Rifshöfn var sú höfn á Vesturlandi þar sem mestum sjávarafla var landað í september. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni. Alls var landað í Rifi tæpum 1.347 tonnum af sjávarfangi. Í Grundartangahöfn var landað tæpum 1.196 tonnum, í Ólafsvíkurhöfn var landað rúmum 383 tonnum, í höfninni á Arnarstapa var landað rúmum 272 tonnum og…

Eldri borgarar kenni innflytjendum íslensku gegn skattaafslætti
Halla Hrund Logadóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Er þar lagt til að Alþingi álykti að fela fjármála- og efnahagsráðherra, í samvinnu við mennta- og barnamálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga, að útfæra fjárhagslega hvata á borð við skattfrelsi eða aðrar ívilnanir…

Stigabíllinn mátaður við nýjasta háhýsið
Í morgun mættu forsvarsmenn Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar; þeir Jens Heiðar Ragnarsson og Sigurður Þór Elísson, á stigabíl slökkviliðsins að Garðabraut 1. Umferð um götuna var stöðvuð á meðan. Að sögn Jens Heiðars voru þeir að kanna aðgengi fyrir stigabílinn að húsinu. Það er meðal annars gert áður en lokahönnun á lóð við húsið verður…

Öryggi íbúa og varnir landsins
Jóhannes Finnur Halldórsson

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fær ábendingar og tillögur vegna fjárhagsáætlunar
Anna Guðrún, Áskell og Jóhanna

Ófyrirsjáanleiki sem skapar óvissu
Ólafur Adolfsson

Er rétt að fella dauðadóm yfir hrútlömbum sem koma í líflambaskoðun?
Jón Viðar Jónmundsson

Aðgengi Akurnesinga að Jaðarsbakkalaug
Hallbera Fríður Jóhannesdóttir

Baulárvellir eru í eigu Stykkishólmskirkju
Magndís Alexandersdóttir
Nýjasta blaðið

8. október 2025 fæddist stulka

5. október 2025 fæddist stulka

25. júní 2025 fæddist drengur
