
Nýjustu fréttir


Eldur kom upp í mannlausu húsi á Akranesi
Á tólfta tímanum í dag var Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar kallað út á hæsta forgangi. Mikill eldur logaði þá í húsi við Akurgerði 13, á mótum Heiðargerðis og Akurgerðis. Slökkvilið var afar fljótt á staðinn og var fljótlega ráðist til inngöngu í húsið. Í ljós kom að húsið var mannlaust, en þrátt fyrir bágt ástand…

Malbikunarframkvæmdir á Vesturlandsvegi og í Borgarnesi næstu tvö kvöld
Malbikunarfyrirtækið Colas mun dagana 10.-11. ágúst vinna við malbiksviðgerðir á Vesturlandsvegi á milli Hvalfjarðarvegar og Borgarness ásamt viðgerðum innan þéttbýlisins í Borgarnesi. Unnið verður á kvöldin og nóttunni og hefjast framkvæmdir kl. 20:00 í kvöld sunnudag og á mánudagskvöld. Framkvæmdum lýkur kl. 06:00 báða morgnana. „Framkvæmdasvæðin eru stutt og verður umferð stýrt framhjá þeim. Búast…

Margir ætla að nýta flæsuna um helgina
Fram á mánudag má búast við þurru veðri um allt vestanvert landið. Bændur hafa um hríð beðið eftir þurrki til að ráðast í annan slátt. Sprettutíð hefur verið góð í sumar og víða er háarsprettan orðin betri en í fyrsta slætti. Margir bænur eru því búnir að slá af miklum móð síðan í gær og…

Mest umferðaraukning á Vesturlandi í júlí
Umferð á Vesturlandi í nýliðnum júlí jókst um 6,4% ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Vegagerðinni. Samdráttur varð á landinu öllu um 0,1% á milli mánaða á sama tíma og munar þar mestu um 5,8% samdrátt sem varð í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Í öðrum landshlutum jókst…

Víkingur Ólafsvík mætir Gróttu í undanúrslitum bikarkeppninnar
Víkingur Ólafsvík mætir Gróttu í undanúrslitum Fótbolti.net bikarsins í knattspyrnu. Leikurinn verður 20. september á heimavelli Gróttu, Vivaldivellinum, á Seltjarnarnesi. Hinn undanúrslitaleikurinn verður viðureign Tindastóls og Kormáks/Hvatar og fer hann fram á Sauðárkróki. Dregið var í undanúrslitaleikina í gær. Lið Víkings Ólafsvík og Gróttu spila bæði í annarri deildinni í knattspyrnu og mættust í níundu…

Sex hundruð unglingar á nýju knattspyrnumóti um helgina
Gatorademótið, nýtt knattspyrnumót fyrir 13–14 ára drengi og stúlkur, hófst klukkan 11 í dag á íþróttasvæðinu á Jaðarsbökkum á Akranesi. Knattspyrnufélag ÍA heldur mótið með stuðningi Ölgerðarinnar. Þátttakendur eru tæplega 600 talsins. Spilað er á fimm völlum í dag, morgun en mótinu lýkur svo á sunnudaginn með úrslitaleikjum. Í fyrstu leikjum mótsins í dag tóku…

Samtal þjóðar
Jóhannes Finnur Halldórsson

Jöfnuður er lykilorðið
Sjö framkvæmdastjórar sveitarfélaga á landsbyggðinni

Mikilvægara en veiðigjöldin
Hjörtur J. Guðmundsson

Lýðræðið í skötulíki
Lilja Rafney Magnúsdóttir

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson

Getur þú bætt í þekkingarbrunn um íslenska náttúru?
Jóhann Helgi Stefánsson
Nýjasta blaðið

16. júní 2025 fæddist stulka

17. júlí 2025 fæddist drengur

20. júlí 2025 fæddist stulka
