Nýjustu fréttir

Skammhlaup í Fjölbrautaskóla Vesturlands – myndasyrpa

Skammhlaup í Fjölbrautaskóla Vesturlands – myndasyrpa

Í dag fer árlegt Skammhlaup fram í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þá er hefbundið skólahald brotið upp síðari hluta dags. Í hádeginu var boðið upp á pylsur og gos en eftir það var gengið fylktu liði niður í Íþróttahúsið við Vesturgötu þar sem keppni fór fram í ýmsum óhefðbundnum íþróttagreinum. Blaðamaður Skessuhorns leit við og…

Heilbrigðiseftirlit vill aðstoða við hreinsanir lóða

Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2026, sem Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur sent sveitarfélögum á starfssvæði sínu til umsagnar, er gerð tillaga um ráðningu nýs starfsmanns, sem greiddur verður af sveitarfélögunum í hlutfalli við íbúatölu og mun sinna tiltektum á lóðum og lendum á Vesturlandi og í Kjósarhreppi. Málið var rætt á aðalfundi Heilbrigðiseftirlitsins fyrr á þessu ári.…

Tilkynningum til barnaverndar fjölgar

Á fyrstu sex mánuðum ársins bárust barnavernd á landinu öllu 9.610 tilkynningar en þær voru 8.515 á sama tíma á síðasta ári. Er því um að ræða 12,9% fjölgun tilkynninga á milli ára. Fjölgun tilkynninga á milli ára var mest í nágrenni Reykjavíkur um 19,4% og á landsbyggðinni um 17,8%. Fjölgunin var minni í Reykjavík…

Íbúum fjölgaði hlutfallslega mest í Hvalfjarðarsveit

Íbúum á Vesturlandi hefur fjölgað um 107 frá 1. desember 2024 til 1. nóvember 2025, eða um 0,6%. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá Íslands. Á sama tíma hefur landsmönnum í heild fjölgað um 1,3% eða úr 406.046 í 411.159 manns. Á þessu tímabili hefur Akraneskaupstaður bætt við sig 114 íbúum, fer úr 8.463…

Fara fram á almenna kosningu um aðalskipulag

Stjórn náttúrverndarsamtakanna Sólar óskaði með bréfi í gær eftir því við sveitarstjórn Borgarbyggðar að fram fari söfnun undirskrifta þar sem íbúar geti mótmælt ákvörðun sveitarstjórnar að samþykkja aðalskipulag 2025-2037. Fram kemur í tilkynningu til félagsmanna í Sól til framtíðar að kaflinn um vindorku í aðalskipulagi sveitarfélagsins standi helst í fólki. „Það er kaflinn um vindorku…

Fengu leiðsögn um hvernig háskólastyrkir virka

Í gær fengu nemendur á Afreksíþróttasviði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi áhugaverða heimsókn. Til þeirra mætti Maximilian Hagberg, fulltrúi frá ASM Sports. Fyrirtækið er bandarískt og gerir út á að aðstoða ungt íþróttafólk við að tengjast háskólum í Bandaríkjunum, afla námsstyrkja og þannig auka möguleikana á að fá tækifæri til að stunda bæði nám og íþróttir…

Veita akstursstyrki vegna tómstundastarfs

Snæfellsbær hefur undanfarin ár veitt akstursstyrki til foreldra og forráðamanna barna sem eiga lögheimili í skólahverfi Lýsudeildar Grunnskóla Snæfellsbæjar, það er Breiðuvík, Staðarsveit, Arnarstapa eða Hellnum, og aka börnum sínum á norðanvert Snæfellsnes á íþróttaæfingar eða skipulagt félagslíf. Markmið þessa styrks er að stuðla að jöfnun aðstöðumunar íbúa sveitarfélagsins. Bæjarfélagið hefur nú vakið athygli foreldra…

Nýjasta blaðið