Nýjustu fréttir

Frábær félagsskapur til að styrkja tengslanetið

Frábær félagsskapur til að styrkja tengslanetið

Rætt við Valdísi Ósk Margrétardóttur formann FKA á Vesturlandi Félag kvenna í atvinnulífinu á Vesturlandi (FKA) er vettvangur fyrir konur í landshlutanum, er sjálfstæð deild frá FKA á landsvísu. Starfsemi FKA Vesturlands hófst árið 2018 og var stofnfundur haldinn í Stykkishólmi. Aðalfundur FKA var haldinn á Hótel Vesturlandi í Borgarnesi í ágúst síðastliðnum. Þar var…

Landsæfing björgunarsveita verður á laugardaginn á Borgarfjarðarsvæðinu

Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir landsæfingu björgunarsveita næstkomandi laugardag. Áætlað er að æfingin standi frá klukkan 07 til 18. Hún mun fara fram í Hvalfjarðarsveit, á Akranesi og í uppsveitum Borgarfjarðar. Að stærstum hluta verður þó æfingin inn Hvalfjarðarströndina; inn við Vatnaskóg, Glym og mögulega upp við Akrafjall. „Þátttakendur verða af öllu landinu, áætlað að um…

Fá óhöpp í vikunni

Fá umferðaróhöpp urðu í vikunni sem leið á Vesturlandi. Bifreið hafnaði ofan í skurði á Akrafjallsvegi. Fram kom hjá ökumanni að hann hafi sofnað við aksturinn með þessum afleiðingum en var ómeiddur. Einhverjar skemmdir urðu á bifreiðinni. Þriggja bíla árekstur varð í Hvalfjarðargöngum, án slysa á fólki. Loks var minniháttar árekstur í Borgarnesi, án slysa…

Komið saman í Akraneskirkju í kvöld á alþjóðlegum degi barnsmissis

Minningarathöfn verður í Akraneskirkju í kvöld klukkan 20. Þar verður minnst barna sem létust í móðurkviði, í eða eftir fæðingu. Ásta Marý Stefánsdóttir syngur, Heiðar Eyjólfsson leikur á gítar og séra Þóra Björg Sigurðardóttir leiðir stundina. Að athöfn lokinni verður farið að minningarreit látinna barna í Akraneskirkjugarði. Allir eru velkomnir.

Mestum afla landað í Rifi

Rifshöfn var sú höfn á Vesturlandi þar sem mestum sjávarafla var landað í september. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni. Alls var landað í Rifi tæpum 1.347 tonnum af sjávarfangi. Í Grundartangahöfn var landað tæpum 1.196 tonnum, í Ólafsvíkurhöfn var landað rúmum 383 tonnum, í höfninni á Arnarstapa var landað rúmum 272 tonnum og…

Eldri borgarar kenni innflytjendum íslensku gegn skattaafslætti

Halla Hrund Logadóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Er þar lagt til að Alþingi álykti að fela fjármála- og efnahagsráðherra, í samvinnu við mennta- og barnamálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga, að útfæra fjárhagslega hvata á borð við skattfrelsi eða aðrar ívilnanir…

Stigabíllinn mátaður við nýjasta háhýsið

Í morgun mættu forsvarsmenn Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar; þeir Jens Heiðar Ragnarsson og Sigurður Þór Elísson, á stigabíl slökkviliðsins að Garðabraut 1. Umferð um götuna var stöðvuð á meðan. Að sögn Jens Heiðars voru þeir að kanna aðgengi fyrir stigabílinn að húsinu. Það er meðal annars gert áður en lokahönnun á lóð við húsið verður…

Nýjasta blaðið