Nýjustu fréttir

Rökkurdagar í Grundarfirði fóru af stað með krafti

Rökkurdagar í Grundarfirði fóru af stað með krafti

Rökkurdagar í Grundarfirði standa yfir dagana 18. október til 5. nóvember og hófust þeir með alvöru krafti síðastliðið laugardagskvöld. Þá var boðið uppá þungarokksveislu í Samkomuhúsi Grundarfjarðar þegar hljómsveitirnar Duft, Patronian og Bergmenn spiluðu af hjartans lyst. Bergmenn riðu á vaðið en hún er skipuð ungum heimamönnum sem stóðu sig frábærlega. Það voru svo liðsmenn…

Pottormar á haustfagnaði

Pottormar í heita pottinum á Jaðarsbökkum á Akranesi komu saman til árlegs haustfagnaðar á föstudaginn. Þetta er hópurinn sem mætir í sund stundvíslega klukkan 6:30 á morgnana. Að þessu sinni var sest að snæðingi og notið stundarinnar, ásamt starfsfólki í lauginni, áður en íbúar fóru almennt á stjá eftir nóttina.

Kona verður orðlaus

Birna Guðrún Konráðsdóttir rithöfundur á Hvanneyri hefur í gegnum útgáfufyrirtæki sitt, Huldar – textasmiðju, gefið út bókina „Kona verður orðlaus – Lygilega sönn reynslusaga.“ Í bókinni er fjallað um afdrifarík örlög, ævintýralega sjúkrahússvist og annað skondið og skrýtið sem höfundur hefur reynt um ævina. Eins og Birna lýsti sjálf í ítarlegu viðtali sem hún gaf…

Lilja Rannveig kosin ritari Framsóknarflokksins

Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins var haldinn í gær. Fundurinn var sá fjölmennasti í sögu Framsóknar, en um þrjú hundruð fulltrúar og gestir víðs vegar að af landinu tóku þátt í honum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, greindi á fundinum frá því að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður á næsta flokksþingi…

Vökudagar á Akranesi hafa aldrei verið með þéttari dagskrá

Vökudagar er menningarhátíð Akraneskaupstaðar og hefur frá upphafi verið haldin í lok október ár hvert, eða allar götur frá 2002. Að þessu sinni verður hátíðin dagana 23. október til 2. nóvember. Þær Vera Líndal Guðnadóttir menningarfulltrúi og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir upplýsingafulltrúi Akraneskaupstaðar komu við á ritstjórn Skessuhorns og sögðu blaðamanni stuttlega frá því sem framundan…

Óbreytt stjórnun grásleppuveiða forsenda endurheimtar MSC-vottunar

Í bréfi sem Kristinn Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Icelandic Sustainable Fisheries ehf., sendi atvinnuveganefnd Alþingis kemur fram að veiðistjórn með kvótasetningu grásleppuveiða sé forsenda þess að hægt verði að endurheimta MSC-vottun veiðanna sem hefur verið afturkölluð tímabundið vegna of mikils meðafla af teistu í grásleppunetum. Bréfið er sent nefndinni sem umsögn um frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur sem…

Borað eftir köldu vatni í landi Geldingaár

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar hefur lagt til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að veitt verði framkvæmdaleyfi til borunar eftir köldu neysluvatni í landi Geldingaár. Baríum ehf, Hafsteinn Daníelsson og Hafsteinn Daníelsson ehf. sóttu um umrætt framkvæmdaleyfi. Áætlað er að bora allt að fjórar átta tommu rannsóknarholur og er óskað eftir að leyfið gildi til 31.…

Nýjasta blaðið