Nýjustu fréttir

Sextíu ár við rakarastólinn

Sextíu ár við rakarastólinn

Í dag var slegið upp afmælisveislu á Rakarastofu Hinriks við Vesturgötu 57 á Akranesi. Haldið var upp á að 1. október voru rétt 60 ár frá því Hinrik Haraldsson hóf rekstur á stofu sinni. Hinni sjálfur mætir að vísu ekki nema einu sinni í viku nú orðið, á fimmtudögum, en Haraldur sonur hann hefur tekið…

Enn ein kæra vegna mælimasturs á Grjóthálsi

Eigendur 20 jarða í Norðurárdal og Þverárhlíð í Borgarfirði sendu nýlega kæru til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem þess er krafist að framkvæmdir vegna mælimasturs á Grjóthálsi verði stöðvaðar og ógilt verði ákvörðun byggingafulltrúa Borgarbyggðar að heimila uppsetningu mastursins á Sigmundarstöðum við Grjótháls. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns kærðu sömu landeigendur…

Sálmurinn um blómið í flutningi Jóns Hjartarsonar

Leikgerð af bók Þórbergs Þórðarsonar; Sálminum um blómið, verður frumsýnd á fjölum Sögulofts Landnámssetursins í Borgarnesi laugardaginn 4. október í túlkun Jóns Hjartarsonar leikara og rithöfundar. Jón hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2021 fyrir handrit sitt að ljóðabókinni Troðningar. En hann er einna þekktastur sem leikari og hefur leikið í kringum eitt hundrað hlutverk á…

Ráðist verður í auknar sjóvarnir á Akranesi

Vegagerðin hefur auglýst útboð á sjóvörnum á Akranesi. Um er að ræða sjóvarnir á tveimur stöðum. Annars vegar 30 metra lenging sjóvarnar við dæluhús Veitna við Ægisbraut og hins vegar hækkun og styrking sjóvarnar á 200 metra löngum kafla á sjóvörn við Krókalón. Um nokkurra ára skeið hefur legið ljóst fyrir að bæta hafi þurft…

Sextán veghefilstjórar lærðu réttu handtökin

Um sjö þúsund kílómetrar af íslenska þjóðvegakerfinu, eða um 54% þess, eru malarvegir. Því er mikilvægt að viðhaldi þeirra sé sinnt af fagmennsku og þekkingu. Vegagerðin stendur reglulega fyrir námskeiðum fyrir veghefilstjóra og var eitt slíkt haldið í byrjun júní á Hótel Varmalandi í Borgarfirði. Í nýjasta tölublaði Framkvæmdafrétta Vegagerðarinnar er sagt frá því. Á…

Atvinnuleysi minnkaði lítillega í ágúst

Atvinnuleysi minnkaði lítillega á milli mánaða á Vesturlandi í ágúst samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun. Í ágúst var atvinnuleysi á Vesturlandi 2,3%. Hjá körlum var atvinnuleysið 2,4% en hjá konum 2,1%. Eru þetta sömu hlutfallstölur og í júlí. Í lok ágúst voru 227 manns án atvinnu á Vesturlandi en voru 245 í lok júlí. Flestir voru…

Stofnsamningur Farsældarráðs Vesturlands undirritaður

Sveitarstjórnarmenn og forsvarsmenn stofnana og félaga á Vesturlandi undirrituðu í gær á Akranesi samning um stofnun Farsældarráðs Vesturlands. Það var 17. maí 2024 sem Páll Snævar Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Ásmundur Einar Daðason þáverandi mennta- og barnamálaráðherra undirrituðu samning um svæðisbundið farsældarráð á Vesturlandi. Var Vesturland þá fyrsti landshlutinn til að sameinast…

Nýjasta blaðið