Nýjustu fréttir

Hringveginum norðan Borgarness lokað á fimmtudaginn

Hringveginum norðan Borgarness lokað á fimmtudaginn

Vegna malbikunarframkvæmda verður Hringvegur 1 norðan við Borgarnes lokaður fimmtudaginn 16. október frá klukkan 08:00 til 18:00. Hjáleið verður um Borgarfjarðarbraut (50-01) sunnan við Borgarfjarðarbrú og Borgarfjarðarbraut (50-05) gatnamót við Baulu. Sjá nánar meðfylgjandi kort. Verktaki í framkvæmdinni er Malbikunarstöðin Höfði.

Á sjötta hundrað óku of hratt

Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af um 70 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í vikunni sem leið. Sá sem hraðast ók mældist á 143 km/klst. Einnig voru meint hraðabrot mynduð hjá rúmlega 500 ökumönnum með færanlegri hraðamyndavél embættisins. Nokkrir ökumenn voru staðnir að því að nota símann við aksturinn. Þá er einn ökumaður grunaður um…

Fangelsi fyrir akstur án ökuréttinda

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt mann í sjö mánaða fangelsi fyrir akstur án ökuréttinda. Maðurinn var stöðvaður þar sem hann ók bifreið sinni um Akranesveg við Smiðjuvelli á Akranesi í maí á þessu ári. Í dómi héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi fyrir dómi skýlaust játað brot sitt. Fram kemur í dómnum að frá árinu 2014…

Íbúar á Skógarströnd sendu sveitarstjórn Dalabyggðar áskorun

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar í síðustu viku var lögð fram áskorun frá íbúum Skógarstrandar og eigendum jarða á Skógarströnd vegna sameiningarviðræðna sveitarfélagsins við Húnaþing vestra. Eins og áður hefur komið fram í Skessuhorni munu íbúakosningar um áðurnefnda sameiningu fara fram 28.nóvember til 13.desember n..k. Í áskorun íbúanna er rifjuð upp forsaga þess að Skógarstrandarhreppur sameinaðist…

Fjögur sveitarfélög fá tekjujöfnunarframlög

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga ársins 2025. Heildarfjárhæð framlaganna er 1.400 milljónir króna. Við útreikning framlaganna er gengið út frá hámarkstekjumöguleikum sveitarfélaga af útsvari og fasteignaskatti. Framlagið er einungis greitt hafi sveitarfélög fullnýtt heimild sína til álagningar útsvars. Fjögur sveitarfélög á Vesturlandi eru undir tekjuviðmiðum og standast…

Pílufélagið í Grundarfirði fær húsnæði

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur ákveðið að leigja pílufélagi Umf. Grundarfjarðar húsnæði i kjallara Grundargötu 30 undir starfsemi félagsins. Félagið sendi bæjarfélaginu erindi fyrir nokkru þar sem óskað var liðsinnis í útvegun húsnæðis. Bæjarráð fól bæjarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa að afla upplýsinga og vinna málið frekar. Í framhaldinu kom fram sú tillaga að leigja félaginu áðurnefnt…

177 milljónir greiddar í nýliðunarstuðning

Atvinnuvegaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2025. Markmiðið með stuðningnum er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði. Styrkur til einstakra nýliða gat numið allt að 20% af fjárfestingakostnaði, þó að hámarki níu milljónir króna. Heimilt er að veita stuðning til sömu fjárfestingar í allt að þrjú ár…

Nýjasta blaðið