Nýjustu fréttir
Amma Andrea og Flotinn hlutu viðurkenningu Barnaheilla
Fyrr í dag afhentu Barnaheill – Save the Children á Íslandi, árlega viðurkenningu samtakanna. Hana hlutu tveir að þessu sinni. Annars vegar Andrea Þórunn Björnsdóttir á Akranesi og hins vegar Flotinn – flakkandi félagsmiðstöð. Þetta var í 23. sinn sem Barnaheill veita einstaklingum, verkefnum eða öðrum viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda…
Fjórða tap Snæfells í röð kom á móti Fjölni
Fjölnir og Snæfell mættust í fyrstu deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og var viðureignin í Dalhúsum í Grafarvogi. Leikurinn byrjaði alls ekki vel fyrir gestina því þær skoruðu ekki stig á fyrstu þremur mínútunum og misstu boltann frá sér fimm sinnum á meðan Fjölnir setti niður fyrstu níu stigin. Carlotta Ellenrieder kom þeim síðan…
Mikil eftirspurn eftir greiðslumarki í sauðfé
Innlausnarmarkaður þessa árs með greiðslumark í sauðfé var haldinn 15. nóvember. Matvælaráðuneytinu bárust 131 umsókn um kaup og 24 umsóknir um sölu. Innlausnarverð ársins jafngildir beingreiðslum næstu tveggja ára og er 10.762 krónur á ærgildi. Sama verð gildir fyrir kaup og sölu. Alls var óskað eftir 32.000 ærgildum til kaups. Til ráðstöfunar voru 4.266 ærgildi,…
Allnokkrir ökumenn í símanum við aksturinn
Í liðinni viku voru höfð afskipti af 27 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Einnig voru allnokkrir ökumenn stöðvaðir vegna símanotkunar við aksturinn eða þeir voru ekki með öryggisbelti spennt. Tveir ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og einn ökumaður til grunaður um ölvun við akstur. Tvö…
Stýrivextir ögn niður
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun um lækkun stýrivaxta um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 8,5%. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að verðbólga hafi hjaðnað undanfarið og mældist 5,1% í október. „Hjöðnun verðbólgu er á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað. Þá hafa verðbólguvæntingar almennt lækkað…
Kortleggja allt ræktunarland í landinu
Bjarni Benediktsson matvælaráðherra hefur samþykkt að ráðist verði í kortlagningu á gæðum ræktunarlands. Markmið kortlagningarinnar er að meta gæði þess út frá bestu fáanlegu gögnum og nýtist þannig við skipulagsgerð og aðra stefnumótun um landnotkun til að tryggja megi m.a. fæðuöryggi í landinu. Verkefnið er í samræmi við landsskipulagsstefnu 2024-2038 sem samþykkt var á Alþingi…