
Nýjustu fréttir


Malbiksframkvæmdir á Akranesvegi á morgun
Vegagerðin hefur gefið Colas heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir: „Miðvikudaginn 12. nóvember er stefnt á malbikunarframkvæmdir á Akranesvegi. Veginum verður lokað á milli Innnesvegar og Akrafjallsvegar. Hjáleið verður um Innnesveg. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdri merkingaráætlun. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 09:00 til kl. 17:00 miðvikudaginn 12.…

Veitur segjast vera að vinna að lausn vegna Grábrókarveitu
Skessuhorni barst í dag skriflegt svar frá samskiptastýru Veitna vegna fréttar hér á vefnum í gær um neysluvatnsmál í Grábrókarveitu. Þar segir: „Veitum þykir miður að erindi Vilhjálms Hjörleifssonar, íbúa á Varmalandi í Borgarfirði, frá 20. október hafi ekki verið svarað. Það voru mistök af okkar hálfu og okkur þykir það leitt. Við höfum verið…

Afrekssjóður leitar umsókna
Afrekssjóður Hvalfjarðarsveitar leitar nú umsækjenda um styrki úr sjóðnum. Afreksstyrkirnir eru ætlaðir til þess að styðja við bakið á afreksfólki sem lögheimili í Hvalfjarðarsveit. Í reglum sjóðsins segir að umsækjandi þurfi að hafa skarað fram úr og/eða hafa fengið viðurkenningu fyrir störf eða afrek á sviði íþrótta. Þá veitir sjóðurinn einnig styrki vegna þátttöku í…

Atvinnuleysi jókst í október
Atvinnuleysi á Vesturlandi í október var um 2,6% og hafði því aukist um 8,33% á milli mánaða, en það var 2,2% í september. Atvinnuleysi á landinu öllu var í október 3,9% en var 3,5% í september. Alls voru 274 manns atvinnulausir á Vesturlandi í október þar af 151 karl og 123 konur en mánuðinn á…

Ný húsaleigulög eiga að bæta réttarvernd leigjenda
Alþingi samþykkti í gær frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingu á húsaleigulögum. Lögunum er ætlað að auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda með því að stuðla að aukinni langtímaleigu og fyrirsjáanleika um breytingar á leigufjárhæð. Þeim er einnig ætlað að bæta upplýsingar um leigumarkaðinn með almennri skráningu leigusamninga og auknu gagnsæi um upplýsingar í…

Skagamenn ofarlega í tvímenningi í keilu
Íslandsmeistaramótinu í tvímenningi í keilu lauk á sunnudaginn í Egilshöll. Hafþór Harðarson (ÍR) og Gunnar Þór Ásgeirsson (ÍR) urðu Íslandsmeistarar. Þeir voru efstir eftir undankeppni laugardagsins og héldu forustunni í gegnum undanúrslitin. Mikael Aron Wilhelmsson (ÍR) og Ásgeir Karl Gústafsson (KFR) urðu í öðru sæti. Í þriðja sæti urðu feðgar frá Akranesi, þeir Sigurður Þorsteinn…

Tákn um trú á framtíðina
Guðveig Lind Eyglóardóttir

Krónan er góð – spurningin er bara, fyrir hverja?
Guðsteinn Einarsson

Nýr kafli í skólasögu Akraness – Grundaskóli fær glæsilegt kennsluhúsnæði
Sigurður Arnar Sigurðsson

Ríkisvald – Fylki – Sveitarfélög
Jóhannes Finnur Halldórsson

Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi
Björn Bjarki Þorsteinsson

Krónan býr sig ekki til sjálf
Hjörtur J. Guðmundsson
Nýjasta blaðið

7. október 2025 fæddist drengur

20. október 2025 fæddist drengur

8. október 2025 fæddist drengur




