Nýjustu fréttir
Íbúafundir um Gott að eldast voru haldnir á Vesturlandi
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi voru í liðinni viku með íbúafundi á Vesturlandi um verkefnið Gott að eldast, vitundarvakning Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um félagslega einangrun. Um var að ræða kynningu á þeirri þjónustu sem veitt er í sveitarfélaginu og stendur eldra fólki til boða. Það gengur út á að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk…
Mæla blóðsykur og selja happdrættismiða í Borgarnesi
Alþjóðadagur sykursjúkra er á morgun, 14. nóvember. Af því tilefni býður Lionsklúbburinn Agla í Borgarnesi fólki að mæla í því blóðsykurinn í dag og næstu tvo daga einnig. „Það er heilmikið fjör á Hyrnutorgi hjá okkur Lionskonum í Öglu en við bjóðum ókeypis blóðsykurmælingu til að greina áhættu sykursýki. Markmið blóðsykursmælinga er að greina hugsanlega…
Skilaboðin eru einföld – við gerum það sem við segjum
Rætt við Ingibjörgu Davíðsdóttur oddvita Miðflokksins í NV kjördæmi Skessuhorn hefur á síðustu vikum birt viðtöl við oddvita þeirra flokka sem bjóða fram í Norðvesturkjördæmi. Alls eru tíu listar í kjöri. Næst í röðinni er Ingibjörg Davíðsdóttir oddviti Miðflokksins. Fyrst er hún spurð um bakgrunn og uppvöxt, skólagöngu og fjölskyldu. Sveitastelpa og mikið á heimavist…
Högni Bæringsson gerður að heiðursborgara í Stykkishólmi
Högni Bæringsson var gerður að heiðursborgara Stykkishólms við hátíðlega athöfn sl. laugardag. Tilkynnt var um valið á afmælistónleikum kórs Stykkishólmskirkju, að viðstöddu fjölmenni. Jakob Björgvin S. Jakobsson, bæjarstjóri ávarpaði salinn og stiklaði á stóru á langri og merkilegri ævi Högna, en óhætt er að segja að hann hafi sett svip sinn á samfélagið í Hólminum.…
Yfirlitssýningar á bestu lambhrútum á Vesturlandi haustið 2024 – Jón Viðar skrifar
Haustið 2023 skrifaði ég yfirlit um sauðfjársýningahaldið á Vesturlandi 2023. Vart var við að hjá einhverjum lesendum Skessuhorns féll þetta í góðan jarðveg þannig að hér geri ég aðra tilraun vegna þess að ekki var síður margt frásagnarvert í haust. Bændur á svæðinu sýna áfram þann menningarlega þrótt að halda uppi slíkum yfirlitssýningum. Þær voru…
Nokkuð mikið um hraðakstur í umdæminu
Í liðinni viku voru höfð afskipti af um 60 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Sá sem hraðast ók mældist á 141 km/klst þar sem hámarkshraði er 90 km. Þrír ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur og einn til viðbótar grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Eitt fíkniefnamál kom upp…