Nýjustu fréttir

Þyrluflug yfir Akranesi er æfing

Þyrluflug yfir Akranesi er æfing

Frá því klukkan 20 í kvöld hefur þyrla verið á flugi yfir Akranesi, höfninni og sjónum við bæinn. Um er að ræða æfingu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og Björgunarfélags Akraness. Því er engin hætta á ferðum. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hefur íbúum verið brugðið og dæmi um að börn hafi orðið hrædd. Ekki var send út tilkynning fyrir…

Árekstur og útafkeyrslur

Nokkur óhöpp urðu í umferðinni á Vesturlandi í vikunni sem leið. Rúta fór út af og hafnaði á hliðinni með 44 innanborðs. Ekki urðu alvarleg slys á fólki, en fjallað var um slysið í fréttum Skessuhorns. Þá lenti fólksbifreið í árekstri við rútu á Snæfellsnesi í vikunni. Þrennt var flutt af vettvangi með sjúkrabifreið en…

Íbúar í fyrrum Skógarstrandarhreppi vilja sameinast Stykkishólmi

Á síðunni Ísland.is er nú í gangi undirskriftalisti með áskorun fólks til sveitarfélagsins Dalabyggðar. „Við undirrituð skorum á Dalabyggð að hlusta á óskir íbúa um að ef til sameiningar Dalabyggðar og Húnaþings vestra kemur, að styðja vilja Skógstrendinga að horfa í vesturátt og styðja sameiningu þeirra við Stykkishólm.“ Fram kemur að ábyrgðarmaður listans er Bjarni…

Samið um ræstingar

Á fundi bæjarráðs Akraness 25. september síðastliðinn var kynnt niðurstaða útboðs um ræstingar stofnana fyrir árið 2026. Fimm tilboð bárust og voru tvö þeirra undir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 135,9 milljónir króna. Ákvað bæjarráð að taka lægsta boði sem fyrirtækið iClean ehf. átti. Það var upp á 122,7 milljónir króna.

Býsna greitt ekið

Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af rúmlega 60 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í vikunni sem leið. Sá sem hraðast ók mældist á 160 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Tveir voru teknir á um tvöföldum hámarkshraða innanbæjar þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Rúmlega 400 ökumenn voru myndaðir með færanlegri hraðamyndavél embættisins…

Mamma það er þoka úti!

„Mamma, það er þoka úti,“ hrópaði lítill drengur á Akranesi í morgun þegar hann leit út um gluggann áður en haldið var í leikskólann. Sú var þó ekki raunin en hins vegar var allt þakið seltu eftir hvassa suðvestan átt í gær samhliða hárri sjávarstöðu. Í dag verður því verkefni margra við sjávarsíðuna vestanlands að…

Barnó – Best Mest Vest 2025 er hafin

Ávarp framkvæmdastjóra SSV vegna Barnamenningarhátíðar Það er mér sönn ánægja að kynna Barnó! – Barnamenningarhátíð á Vesturlandi, sem í ár er haldin í fyrsta sinn sem sameiginlegt verkefni allra sveitarfélaga í landshlutanum. Með þessu framtaki er stigið mikilvægt skref í átt að markvissari eflingu menningarstarfs fyrir börn og með börnum á Vesturlandi. Á undanförnum árum…

Nýjasta blaðið