Nýjustu fréttir

Bar sigur úr býtum með Öfönd

Undanfarnar vikur hefur farið fram æsispennandi keppni í Breið nýsköpunarsetri á Akranesi þar sem týndar endur hafa verið á sveimi um allt húsið. Sá sem fann önd fékk að nefna hana og veitt voru stig fyrir frumlegasta nafnið. Margar skemmtilegar tillögur komu fram og má þar nefna nöfn eins og Fjaðrafok, Appelsínu Rjóma Önd, Innönd,…

Góð afkoma Borgarbyggðar og fjárfest á liðnu ári án lántöku

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í morgun voru lögð fram drög að ársreikningi sveitarfélagsins 2024 og samþykkt að vísa ársreikningi til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Fram kemur að rekstur A-hluta sveitarsjóðs var gerður upp með 319 milljóna króna afgangi en samstæða A- og B- hluta skilaði afgangi upp á 440 milljónir. Rekstrartekjur A-hluta námu 6.556 m.kr.…

Nemendur í áttunda bekk reistu 36 herbergja hótel

Í gærmorgun var tekið í notkun nýtt 36 herbergja fuglahótel við Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi. Hörður Rafnsson smíðakennari sagði í samtali við Skessuhorn að þetta hafi verið vetrarverkefni 8. bekkjar og smíðuðu börnin og máluðu hótelherbergin sjálf og festu á staur sem er tíu metra hár. Þar geta fuglar nú komið, notið og gist að…

Rekstraraðilum í Grindavík býðst stuðningslán með ríkisábyrgð

Íslenska ríkið hefur gengið frá samningi við Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankann um að annast stuðningslán til rekstraraðila í Grindavík. Samningurinn er í samræmi við lög um stuðningslán sem Alþingi samþykkti fyrir áramót. Rekstraraðilar sem uppfylla skilyrði laganna geta óskað eftir stuðningsláni fyrir allt að 49 m.kr. sem er með 90% ríkisábyrgð. Stuðningslán er óverðtryggt…

Í frumvarpi að lögum um útlendinga er alþjóðleg vernd afturkölluð

Ríkisstjórnin hefur afgreitt fyrir sitt leyti frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um útlendinga nr. 80/2016 (afturköllun alþjóðlegrar verndar). Frumvarpið, sem nú verður lagt fyrir Alþingi, er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta samræmis við reglur nágrannaríkja og Evrópusambandsins á sviði útlendingamála og að heimilt verði að afturkalla alþjóðlega vernd og brottvísa einstaklingum…

Vestlenskar útgerðir greiddu 3,34 milljarða í veiðigjöld á fjórum árum

Útgerðir, með heimilisfesti á Vesturlandi, greiddu á árunum 2021-24 samtals tæpa 3,4 milljarða króna í veiðigjöld. Lögð er til umtalsverð hækkun á uppsjávarafla, einkum makríl, í tillögum ríkisstjórnarinnar að breytingum á gjaldheimtunni. Þá er lagt til að við ákvörðun veiðigjalda í bolfiski verði miðað við markaðsverð á fiskmörkuðum. Fiskistofa heldur utan um upplýsingar um veiðigjöldin.…

SFS tilkynna að þau veiti ekki umsögn um frumvarp um veiðigjöld innan frests

Í tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) kemur fram að þau telja rétt að tilkynna sérstaklega að þau munu ekki veita umsögn í dag, innan tilskilins frests, um frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórfellda hækkun á veiðigjaldi. Ástæðurnar eru eftirfarandi: „Í fyrsta lagi er óforsvaranlegt að veita vikufrest til umsagnar um svo veigamikið og afdrifaríkt mál…

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið