Nýjustu fréttir

Hólmfríður Friðjónsdóttir er Vestlendingur ársins 2025 – ítarlegt viðtal

Hólmfríður Friðjónsdóttir er Vestlendingur ársins 2025 – ítarlegt viðtal

Ötull kórstjórnandi sem laðar fram það besta í hverjum og einum Snemma í desember auglýsti Skessuhorn eftir tilnefningum frá íbúum um hver skyldi hljóta sæmdarheitið Vestlendingur ársins 2025; hver væri sá íbúi sem hefði á einhvern hátt skarað fram úr á árinu. Þetta er í 28. skipti sem Skessuhorn gengst fyrir þessari útnefningu og í…

Breytingar í yfirstjórn Kapp

Freyr Friðriksson stofnandi og eigandi Kapp ehf hefur ákveðið að hætta sem forstjóri félagsins og verður stjórnarformaður þess. Ólafur Karl Sigurðarson, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarforstjóra KAPP, síðastliðið rúmt ár, tekur við sem forstjóri. Kapp er íslenskt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, framleiðslu, sölu og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi, kjúklingaframleiðslu, smávöruverslanir og…

Fá stærri fisk á línuveiðum með stokkum

Línubáturinn Kristinn SH er eini báturinn sem rær frá Snæfellsbæ með svokallaða stokka. Þá er línan stokkuð upp í landi, en lögð úr stokkum úti á sjó. Í hverjum stokk eru 400 krókar. Kristinn SH rær með 60 stokka í róðri. Þegar beitt var á hefðbundinn máta voru níu menn að vinna við beitningu, en…

Misjafnt gengi bjargfugla á Snæfellsnesi

Bjargfugli einstakra tegunda reiddi misjafnlega af á Snæfellsnesi á liðnu ári. Þetta kemur fram í framvinduskýrslu Náttúrustofu Norðausturlands um vöktun bjargfugla árið 2025 en hún vinnur að vöktuninni á öllu landinu í umboði Umhverfisstofnunar en með aðstoð annarra náttúrustofa. Vöktun fer að stórum hluta fram með vöktunarmyndavélum. Hvað ritu varðar hefur hreiðrum hennar fjölgað í…

Einar Margeir er Íþróttamanneskja Akraness 2025

Í kvöld voru tilkynnt úrslit í kjöri á Íþróttamanneskju Akraness árið 2025 og var viðburðurinn haldinn í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll og sýndur auk þess beint á ÍATV. Það var sundmaðurinn Einar Margeir Ágústsson sem hlaut flest stig. Þetta er þriðja árið í röð sem hann hlýtur þessi verðlaun. Hlaut hann að launum Helga Dan bikarinn…

Útköllum slökkviliða á Vesturlandi fækkaði milli ára

Útköll slökkviliða á Vesturlandi voru 174 á nýliðnu ári. Er það nokkur fækkun frá árinu á undan þegar þau voru 185. Eldútköllum fækkaði úr 105 árið 2024 í 84 árið 2025. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Nú eru starfandi sex slökkvilið á Vesturlandi sem reka 12 slökkviliðsstöðvar. Auk Vesturlands er brunavörnum…

Tóku nýbyggingu við skólann í notkun í dag – myndir

Framkvæmdir við nýbyggingu Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum eru nú á lokametrunum. Í dag var hluti nýbyggingarinnar tekin í notkun þegar nemendur miðstigs skólans fluttu inn í nýja skólastofu. Síðastliðið haust fóru nemendur yngsta stigs í bygginguna og voru því frumbyggjar í henni. Að sögn Helgu Jensínu Svavarsdóttur skólastjóra er nú beðið eftir búnaði í eldhús…

Nýjasta blaðið