Nýjustu fréttir

Taka við rekstri sundlaugarinnar að Hlöðum

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sl. miðvikudag var lagt fram tilboð frá Guðmundi Júlíussyni og Valdimar Inga Brynjarssyni í rekstur sundlaugarinnar að Hlöðum sumrin 2025 og 2026. Helga Harðardóttir varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu á fundinum: „Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að verksamningi og að gengið verði til samninga við Guðmund og Valdimar um rekstur sundlaugarinnar á…

Nostalgíu takturinn sló alla sýninguna

Leikhópurinn Kopar í Menntaskóla Borgarfjarðar frumsýndi í gærkvöldi söngleikinn Með allt á hreinu í Hjálmakletti. Þéttsetið var í salnum og fylgdust áhorfendur með þegar taktóða hljómsveitin steig fyrst upp á svið og náði að heilla gesti. Á milli atriða, þegar sviðsmenn hreyfðu til ýmsa leikmuni, spilaði hljómsveitin við hvern sinn fingur og var ávallt klappað…

Við fylgdum okkar tilfinningu

Rætt við Ulrike Taylor í Miklaholtsseli í Eyja- og Miklaholtshrepp um lífið í sveitinni Tignarlegt Hafursfellið er eitt af einkennisfjöllum Eyja- og Miklaholtshrepps en bærinn Miklaholtssel er staðsettur á milli grösugra brekkna, mýra og holts upp við fjallið og er útsýni yfir fjallgarð Snæfellsness og út að Snæfellsjökli. Hjónin Ulrike Taylor dýralæknir og Henning Lehmann…

Rafmagn tekið af í Brákarey á föstudaginn

Vegna fyrirhugaðs niðurrifs á hluta húsnæðis Borgarbyggðar í Brákarey verður rafmagn tekið af tengdum byggingum á svæðinu frá og með föstudeginum 28. mars kl. 13. „Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og hvetjum alla viðkomandi aðila til að gera nauðsynlegar ráðstafanir varðandi muni í húsnæði Borgarbyggðar. Ef fyrirhugað er að…

Hvetur áhugasama til náms í lögreglufræði

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hvetur alla áhugasama um fjölbreytt og krefjandi starf í þágu samfélagsins til að sækja um nám í lögreglufræði. Nýverið var ákveðið að fjölga bæði stöðugildum innan lögreglunnar um land allt og þeim sem komast inn í lögreglunám. „Lögreglan er ein okkar mikilvægasta stétt. Hún sinnir margvíslegum verkefnum, allt frá því að…

Hafna erindi Félags eldri borgara um húsnæði leikskólans Skýjaborgar

Eins og fram kom í síðasta tölublaði Skessuhorns þá sendi Félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit, FEBHV, erindi til sveitarstjórnar um miðjan mars þess efnis að sveitarfélagið tryggi félaginu húsnæði leikskólans Skýjaborgar þegar leikskólinn verður fluttur í nýtt húsnæði í Melahverfi. Þá óskaði stjórn FEBGV eftir fundi við fyrsta tækifæri um húsnæðismál félagsins. Á fundi sveitarstjórnar…

Aðalfundur SSV ályktaði um neyðarfjárveitingu til vegamála

Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í gær var samþykkt ályktun um vegamál. Þar skora samtökin á ríkisstjórn Íslands að samþykkja neyðarfjárveitingu til viðhalds og endurbóta vega á Vesturlandi. „Þrátt fyrir ítrekaðar ályktanir og ábendingar undanfarin ár um ástand þessara vega hefur lítið áunnist og í febrúar sl. keyrði um þverbak þegar tilteknir vegarkaflar urðu…

Fréttir úr víðri veröld

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið