Nýjustu fréttir

Fleiri vildu kaupa mjólkurkvóta en selja

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn í gær, 1. apríl. Atvinnuvegaráðuneytinu bárust 27 gild tilboð um kaup og sölutilboð reyndust 23. Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 411 kr. fyrir hvern lítra. Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverðið 250 kr./ltr. Greiðslumark sem boðið…

2800 jarðskjálftar á sólarhring og stysta gos sögunnar

Ekki hefur sést virkni á gossprungunni norðan við Grindavík frá því eftirmiðdaginn í gær en glóð er enn í nýja hrauninu og svæðið því óstöðugt og varasamt. Að líkindum er gosið sem hófst á tíunda tímanum í gærmorgun það stysta í sögunni. Upp úr klukkan 21 í gærkvöldi fór að draga úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga…

Útgáfudagar Skessuhorns í apríl

Skessuhorn kom út í dag, 2. apríl. Framundan í mánuðinum eru páskar og sumardagurinn fyrsti er 24. apríl. Að vanda færa rauðir dagar hefðbundna útgáfu blaðsins úr skorðum. Skessuhorn kemur næst út miðvikudaginn 9. apríl á venjulegum útgáfudegi. Blaðið þar á eftir verður Páska- og sumarblað, og prentað degi fyrr en venjulega, þ.e. á mánudagskvöldi…

Við erum fyrst og fremst að vinna í því að finna stöðugleika í félaginu“

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA tekinn tali um komandi tímabil Skagamenn léku í Bestu deildinni á síðasta tímabili eftir að hafa komið upp úr Lengjudeildinni árið á undan og enduðu í 4.-5. sæti eftir 22 leiki ásamt Stjörnunni með 34 stig. Þar með komust þeir í úrslitakeppni efri hluta deildarinnar og luku leik í 5.…

Rétt skal vera rétt

Tvær fréttir sem við birtum hér á vefnum í gær, 1. apríl, áttu ekki við rök að styðjast. Frétt þess efnis að ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja skatt á erlenda samfélagsmiðla og streymisveitur, ellegar að þeim yrði lokað, var röng. Þá hefur Hringur SH í Grundarfirði ekki verið seldur til Rútuferða ehf.

Rýnt í ferðalög landsmanna innanlands

Ferðamálastofa hefur kynnt nýja könnun, sem unnin var af Gallup, um ferðalög landsmanna árið 2024 og hver séu áform landsmanna um ferðalög á þessu ári. Könnunin var framkvæmd í byrjun árs og sýnir að 85% landsmanna ferðuðust innanlands á síðasta ári en 93% hafa áform um að ferðast ýmist innanlands eða utanlands á þessu ári.…

Ný viðbygging á Krílakoti opnuð

Fyrir helgi var nýja viðbyggingin á leikskólanum Krílakoti í Ólafsvík formlega opnuð. Viðbyggingin hefur þegar verið tekin í notkun og hafa kampakát börn sem tilheyra eldri deildum leikskólans komið sér haganlega fyrir í nýjum húsakynnum. Framkvæmdin hefur í för með sér að leikskólinn stækkar að heild um 115 fermetra og stórbætir aðstöðu fyrir starfsfólk og…

Fréttir úr víðri veröld

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið