Nýjustu fréttir

Frumkvöðlar heimsóttu Kviku

Frumkvöðlar sem saman voru komnir á ráðstefnuna Nýsköpun í vestri, sem haldin var í Hjálmakletti í Borgarnesi í gær, fengu kynningu á Kviku, skapandi rými í Menntaskóla Borgarfjarðar. Voru það Bragi Þór Svavarsson skólameistari, Valdís Sigurjónsdóttir umsjónaraðili Kviku og Signý Óskarsdóttir sem sýndu Kviku og kynntu þá námsþróun sem Menntaskóli Borgarfjarðar hefur unnið að undanfarin…

Tóku samtal um stöðu og stefnu Háskólans á Bifröst

Byggðarráð Borgarbyggðar ræddi á síðasta fundi sínum framtíðaráform Háskólans á Bifröst. Umræðan var að beiðni Thelmu Harðardóttur VG, áheyrnarfulltrúa í byggðarráði. Til fundarins mætti í gegnum fjarfundabúnað Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst. Byggðarráð þakkaði henni fyrir gott samtal og samþykkti í kjölfarið eftirfarandi ályktun: „Enginn háskóli á Íslandi er jafn ódýr í rekstri…

Matarsóun hér er á landi er einkum í sjávarútvegi og á heimilum fólks

Matarsóun á Íslandi jafngildir 160 kílóum á hvern íbúa á ári. Þetta sýna niðurstöður nýrra mælinga sem Umhverfisstofnun framkvæmdi. Tæpur helmingur allrar matarsóunar átti sér stað í frumframleiðslu matvæla, en um 40% á heimilum og hefur umhverfisráðuneytið nú falið Umhverfisstofnun að hefja framkvæmd tveggja mikilvægra aðgerða úr aðgerðaáætlun stjórnvalda sem nefnist einfaldlega; Minni matarsóun. Mælingarnar…

Bændur fá 2,8% hækkun mjólkurverðs frá morgundeginum

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur 1. október til bænda og heildsöluverðs á ógerilsneyddri mjólk í lausu máli. Lágmarksverð til bænda hækkar um 2,82%, fer úr 126,20 kr./ltr í 129,76 kr./ltr. Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar almennt um 2,3% 9. október nk. „Hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda er til…

Bjóða sókninni líkhúsið að gjöf

Á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar síðastliðinn fimmtudag var lögð fram ályktun aðalsafnaðarnefndarfundar Ólafsvíkurkirkju varðandi líkhúsið í Ólafsvík. Bæjarfélagið á eins og kunnugt er húsið en sóknirnar hafa rekið það. Nú er umsjónaraðili hússins á förum úr bæjarfélaginu og ekki hefur fengist aðili í hans stað. Þá er fyrirsjáanlegt viðhald á húsinu. Var bókað á fundi bæjarstjórnar:…

Ingi Þór lætur af störfum

Ingi Þór Guðmundsson vann sinn síðasta vinnudag í Netagerð G.Run í Grundarfirði í gær, föstudaginn 29. september. Af því tilefni var blásið til veislu og kappinn kvaddur eftir áratuga starf. Ingi er einn af eigendum G.Run og hefur starfað við fjölskyldufyrirtækið frá barnsaldri. Hann var mörg ár á sjó áður en hann kom í land…

Ráðstefnan Nýsköpun í vestri fór fram í Borgarnesi – myndasyrpa

Ráðstefnan Nýsköpun í vestri er samstarfsverkefni Gleipnis, nýsköpunar- og þróunarseturs á Vesturlandi, Nývest og SSV en verkefnið er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands. Ráðstefnan fór í dag fram í Hjálmakletti í Borgarnesi en um fimmtíu manns taka þátt í ráðstefnunni sem fer nú fram í fyrsta skipti. Bjargey Anna Guðbrandsdóttir er framkvæmdastjóri Gleipnis sem stóð fyrir…

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið