Nýjustu fréttir

Vel mætt á vinnufund um Jaðarsbakkasvæðið

Síðasta fimmtudag var haldinn vinnufundur með íbúum Akraneskaupstaðar á vegum skipulags- og umhverfisráðs varðandi Jaðarsbakkasvæðið og mættu yfir 50 manns á fundinn. Dagskráin hófst með upprifjun á stefnu sem var gerð fyrir svæðið og ætlunin er að endurspeglist í skipulagi þess. Basalt arkitektar fóru síðan yfir frumhönnun sína fyrir svæðið, ásamt nánari útfærslu eins og…

Kallað eftir skýringum á að óviðunandi ástand skapaðist

“Það er óviðunandi að öryggi í fjarskiptum standi á slíkum brauðfótum að nokkurra klukkustunda rafmagnsleysi í góðu veðri valdi langvarandi þjónusturofi í byggð,“ segir í fundargerð byggðarráðs Borgarbyggðar frá því í síðustu viku. Þar er vísað til að dagana 15. – 16. febrúar varð langvinnt og víðfeðmt rafmagnsleysi í stórum hluta sveitarfélagsins. „Svo langvinn bilun…

Keppt í tölti á KB mótaröðinni

Keppt var í tölti á KB mótaröðinni í hestaíþróttum sl. sunnudag. Það er hestamannafélagið Borgfirðingur sem heldur mótið í Faxaborg og voru ágætar skráningar á það, góð stemning og sömuleiðis vel mætt á pallana. „KB mótaröðin er styrkt af Kaupfélagi Borgfirðinga og þökkum við þeim enn og aftur fyrir stuðningin því þessi mótaröð væri ekki…

Snæfell tapaði í sveiflukenndum leik

Selfoss og Snæfell tókust á í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og úr varð leikur mikilla sviptinga. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir gestina úr Stykkishólmi því þeir þurftu nauðsynlega tvö stig til að koma sér upp að hlið Hrunamanna í 11. og 12. sæti og reyna að ná að sleppa við fall. Leikurinn…

Markaðsstofur landshlutanna í heimsókn á Vesturlandi

Í síðustu viku var skipulagður samstarfsfundur milli markaðsstofa landshluta og sá Markaðsstofa Vesturlands um að skipuleggja fundinn. Vinnufundur var haldinn með Íslandsstofu í Hvammsvík, þar sem farið var yfir áherslur fyrir næstkomandi ár, en síðan var haldið í Borgarnes og fengin kynning á viðburðastarfi Landnámsseturs Íslands. Áður hafði Gísli Einarsson kynnt sýningu sína Ferðabók Gísla…

Manni bjargað af flæðiskeri

Laust fyrir klukkan 18 í gærkvöldi var björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ kölluð út á hæsta forgangi vegna ferðamanns sem lent hafði á flæðiskeri undan bænum Ytri Tungu í Staðarsveit. Þar er vinsæll staður til selaskoðunar og hafði maðurinn gengið fram fjöruna, en svo flæddi að honum og lokaði sjórinn leið hans í land. Þrír björgunarsveitarmenn…

Vaxandi áhugi fyrir félagsvist hjá FEBAN

Í vetur hefur þátttaka í félagsvist farið vaxandi á vegum Félags eldri borgara á Akranesi og í nágrenni. Að jafnaði er spilað á 11 til 15 borðum eftir hádegi á mánudögum. Spilað er í sal FEBAN við Dalbraut 4 og er Jóhann Magnús Hafliðason keppnisstjóri. Hann beitti sér fyrir því að félagið festi síðasta vor…

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið