Nýjustu fréttir

Grundaskóli í fyrsta sæti í Hjólað í vinnuna

Átakið Hjólað í vinnuna 2023 fór fram dagana 3. – 23. maí síðastliðinn en það er landskeppni fyrirtækja og stofnana í átakinu. Voru verðlaun veitt fyrir þrjá efstu vinnustaðina í öllum flokkum sem hlutfall þátttökudaga miðað við fjölda starfsmanna. Starfsfólk Grundaskóla á Akranesi hefur til fjölda ára tekið þátt í keppninni og sýnt í verki…

Er á strandveiðum á trillu ömmu sinnar

Viktor Brimir Ásmundsson býr á Helgafelli 2 í Helgafellssveit þar sem er sauðfjárbú. Viktor er 22 ára og hefur stundað sjómennsku í um sjö ár og er nú í námi við Skipstjórnarskólann. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til Viktors að Helgafelli og spjallaði um sjómannslífið. Allir á sjó Hvenær byrjaðiru að vinna á sjó og…

Leikið sér á Langasandi – myndasyrpa

Í morgun fóru nemendur og kennarar í 1. til 6. bekk í Brekkubæjarskóla á Akranesi á Langasandinn og voru skóflur, fötur og góða skapið með í för. Þau gerðu sér glaðan dag í góða veðrinu, bjuggu til alls konar listaverk í sandinum, trítluðu út í sjó, kíktu upp í kletta og snæddu nestið sitt. Blaðamaður…

Úrkomumet var kyrfilega slegið á Brekku í maí

Á Brekku í Norðurárdal féll meiri úrkoma í nýliðnum maímánuði en allar götur aftur til þess tíma sem mælingar hófust, árið 1969. Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi greinir frá því á FB síðu sinni að 198,9 mm úrkoma hafi mælst í mánuðinum, ýmist sem rigning, slydda eða snjór. Þetta jafngildir því að rétt um tveggja metra úrkoma…

Fjör á slökkvistöðinni í morgun – MYNDSKEIÐ

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar tók í morgun á móti öllum útskriftarárgöngum úr leikskólum á starfssvæðinu, Akranesi og Hvalfjarðarsveit, á slökkvistöðinni að Kalmannsvöllum 2 á Akranesi. Um er að ræða leikskólana Akrasel, Garðasel, Teigasel og Vallarsel á Akranesi og Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit. Tilefnið er lok á verkefninu „Aðstoðarmaður slökkviliðsins“ sem börnin hafa unnið að í leikskólanum…

Vandamál fylgja notkun E10 bensíns á eldri tæki

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum í vor ákváðu íslensku olíufélögin öll að hætta sölu á 95 oktana bensíni, en setja þess í stað í tankana svokallað E10 bensín. „Enginn aðdragandi var að þessum breytingum á vöruvali og engin kynning fór fram til að upplýsa neytendur,“ segir í frétt á síðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda,…

Er 84 ára og á fullu í ræktinni

Magnús Ólafsson er fæddur 14. mars 1939 og ólst upp á Efra Skarði í Svínadal sem tilheyrir í dag Hvalfjarðarsveit. Þar bjó hann til ársins 2006 og flutti þá í Melahverfi en kom á Akranes árið 2019 þar sem hann hefur búið síðan. Magnús stundaði búskap á sínum yngri árum á Efra Skarði með konu…

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið