Nýjustu fréttir

Akranesmeistarar í tvímenningi í pílu

Akranesmeistaramótið í 501 Tvímenningi í pílu fór fram á laugardaginn í aðstöðu Pílufélags Akraness við Vesturgötu. Sjö pör voru skráð til leiks og var spilað í riðli þar sem fjögur efstu pörin fóru í útsláttarkeppni. Í fyrri undanúrslitaleiknum sigruðu þeir Gunni Hó og Davíð Búason þá Steinar Berg Sævarsson og Ólaf Má Jónsson og í…

Arna Lára býður sig fram til forystu

„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til að leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum,“ segir í tilkynningu frá Örnu Láru Jónsdóttur bæjarstjóra á Ísafirði. „Ég hef verið lengi virk í Samfylkingu og verið hluti af forystu flokksins síðustu ár. Saman höfum við breytt Samfylkingunni og fært hana nær fólkinu í landinu.…

Ný þrektæki í Heiðarborg

Ný líkamsræktartæki hafa verið keypt og tekin til notkunar í íþróttamiðstöðinni Heiðarborg í Hvalfjarðarsveit. Fram kemur á vef sveitarfélagsins að vonast sé til þess að tækin munu nýtast vel og séu góð viðbót við þau tæki sem fyrir eru. Með þessum tækjum má gera fjölbreyttar æfingar sem reyna á þol og styrk.

Banna lagningu öðrum megin í þremur götum í Jörundarholti

Ábendingar hafa borist um að í þröngum götum í Jörundarholti á Akranesi sé bifreiðum lagt upp á gangstéttir. Með slíkri lagningu beggja vegna getur akbraut fyrir bílaumferð orðið mjög þröng. Afleiðingin er hætta fyrir gangandi og óþægindi fyrir akandi umferð. Með því að banna lagningu öðru megin í götum er tryggð opin akbraut um götuna.…

Nýr þjónustufulltrúi í Snæfellsjökulsþjóðgarði

Björg Viktoría Guðmundsdóttir hefur verið ráðin þjónustufulltrúi í Snæfellsjökulsþjóðgarði. Hún er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og fjallaði lokaverkefni hennar um umhverfisvottað ferðaþjónustusvæði á Snæfellsnesi. Björg hefur sinnt fjölbreyttum störfum í gegnum árin, þar á meðal verið afgreiðslustjóri Póstsins í Snæfellsbæ, skrifstofustjóri í Smiðjunni Fönix ásamt ýmsum þjónustustörfum en megin hlutverk þjónustufulltrúa…

Skagamenn unnu stóran sigur á Þór

ÍA og Þór Akureyri mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í nýuppgerða íþróttahúsinu við Vesturgötu. Vel var mætt á leikinn eða um 200 manns og mikil stemning í húsinu. Gestirnir að norðan settu niður fyrstu fjögur stigin en heimamenn fóru síðan í gang og voru komnir með örugga forystu,…

Naglbítur þegar Snæfell heimsótti Selfoss

Snæfell frá Stykkishólmi heimsótti Selfoss í þriðju umferð 1. deildar karla í körfubolta á föstudaginn. Leikurinn var hnífjafn í fyrri hálfleik en heimamenn á Selfossi náðu ágætis áhlaupi í enda fyrri hálfleiks og gengu liðin til búningsklefa í stöðunni, 50-45 fyrir Selfossi. Áfram var jafnræði með liðunum í seinni hálfleik en heimamenn þó skrefinu framar.…

Fréttir úr víðri veröld

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið