Nýjustu fréttir

Inniveður í fyrramálið!

Í fyrramálið verður sunnan stormur á landinu; rok og sums staðar ofsaveður, 20-30 m/s. samhliða slyddu eða snjókomu. Snýst í suðvestan hvassviðri með éljum, fyrst vestantil en eftir hádegi austanlands. Hiti víða í kringum frostmark en allt að 5 stigum við suðurströndina framan af degi. Vægt frost annað kvöld. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir…

Grundarfjörður í undanúrslit í Krakkakvissi

Þriðja viðureignin í átta liða úrslitum Krakkakviss var sýnd á Stöð 2 síðasta laugardagskvöld. Þar áttust við Grundarfjörður og Stjarnan og óhætt að segja að um afar skemmtilega og spennandi viðureign hafi verið að ræða. Lið Grundarfjarðar var skipað þeim Kristu Rún Þrastardóttur, Hauki Orra Heiðarssyni og Hans Bjarna Sigurbjörnssyni. Þau eru þau öll nemendur…

Norðurá flæðir upp að þjóðvegi

Gríðarleg klakastífla er í Norðurá núna samhliða leysingum síðustu daga. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig áin flæðir yfir tún og engi, alveg upp að þjóðvegi. Rennsli árinnar mælist nú 120 rúmmetrar á sekúndu en venjulegt rennsli telst á bilinu 25-75 rúmmetrar á sekúndu, samkvæmt tölum Veðurstofu Íslands. Vænta má staðbundinna flóða víðsvegar um landið…

Ráðherra heimsótti Erró á vinnustofu sína

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, heimsótti Erró á vinnustofu listamannsins í París í síðustu viku. Heimsóknin var hluti af ferð ráðherrans til Frakklands þar sem hún fundaði með fulltrúum alþjóðastofnana á sviði menningar, viðskipta og ferðaþjónustu. Erró tók á móti ráðherra á vinnustofu sinni, sýndi ný og eldri verk og sagði frá nýjustu sýningum…

Stífla í Norðurá

Samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar hefur nú myndast stífla í Norðurá við Brekku í Norðurárdal en stíflan gæti orsakað flóð í ánni. Ár víða um land eru að hluta eða öllu leyti ísi lagðar eftir frosthörkur undanfarna mánuði, en mikil rigning og leysingar um liðna helgi auka möguleiki á staðbundnum flóðum. ,,Veðurstofan fylgist vel með breytingum næstu…

Éljagangur í dag og enn verra veður í fyrramálið

Síðdegis og í kvöld ganga suðvestanlands yfir þétt og dimm él. Á Hellisheiði og í Þrengslum sem og á Mosfellsheiði verður skafrenningskóf og blint með köflum. Sama á við um Holtavörðuheiði og Bröttubrekku, segir í viðvörun Vegagerðarinnar. Í fyrramálið gengur svo enn ein lægðin yfir landið og eru meira eða minna appelsínugular viðvaranir í gildi…

Aukið svigrúm við endurgreiðslur stuðningslána

Lánastofnunum verður heimilt að hliðra endurgreiðslutíma stuðningslána í allt að sex mánuði til viðbótar við þann frest sem áður var gefinn. Lánastofnunum verður einnig heimilt að lengja endurgreiðslutíma stuðningslána með fullri ábyrgð ríkissjóðs úr tólf mánuðum í allt að átján mánuði. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð fjármála- og efnahagsráðherra. Stuðningslán voru veitt til að aðstoða…

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið