Nýjustu fréttir
Stjórnarslit og boðað til þingkosninga í lok nóvember
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra boðaði í dag til blaðamannafundar í Stjórnarráðinu við Lækjartorg og stendur fundurinn enn yfir. Þar upplýsti hann að hann hefur lagt fyrir forseta Íslands tillögu um þingrof. Líklegt er að boðað verði til þingkosninga í nóvember, þ.e. laugardaginn 30. nóvember. Lýkur nú sjö ára samstarfi núverandi stjórnarflokka í ríkisstjórn.
Bjarki Pétursson ráðinn framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness
„Okkur er það mikil ánægja að tilkynna að Bjarki Pétursson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness,“ segir í tilkynningu frá klúbbnum. Tekur hann við af Gunnhildi Lind Hansdóttur sem frá því í vor gegndi framkvæmdastjórninni í hlutastarfi. Bjarki Pétursson er mörgum félagsmönnum GB og landsmönnum vel kunnur. Hann er uppalinn á Hamarsvelli og hefur…
Slapp með skrekkinn þegar bíll hans rann í hálku og valt
Bílvelta varð í Ólafsvík á sjöunda tímanum í gærkvöldi og má rekja orsök hennar til hálku. Ökumaðurinn var á leið niður Skálholtið og missti stjórn á bíl sínum og fór út af við Mýrarholt og fór bíllinn eina veltu. Ökumann sakaði ekki og var kranabíll kallaður til og fjarlægði bifreiðina sem er talin ónýt. Nokkrir…
Vestlendingar sigursælir á uppskeruhátíð LH
Uppskeruhátíð Landsambands hestamannafélaga og deildar hrossabænda innan BÍ var haldin í gær í Gullhömrum í Reykjavík. Að vanda voru ýmis verðlaun veitt fyrir góðan árangur á árinu, auk heiðursverðlauna. Knapi ársins 2024 var Árni Björn Pálsson, skeiðknapi ársins Konráð Valur Sveinsson og gæðingaknapi ársins Sigurður Vignir Matthíasson. Efnilegasti knapi ársins er Matthías Sigurðsson og Íþróttaknapi…
Minningarstund Englaforeldra í Akraneskirkju á þriðjudagskvöldið
Í tilefni af alþjóðlegum degi barnsmissis verður minningarstund í Akraneskirkju þriðjudagskvöldið 15. október nk. klukkan 20:00. Séra Þráinn Haraldsson leiðir stundina og Guðrún Árný syngur. „Við ætlum að minnast allra þeirra barna sem létust í móðurkviði, í og eftir fæðingu. Stundin er opin öllum óháð því hvort fólk hafi misst barn eða ekki. Stundinni verður…
Fjallað um hinsegin lífsgæði í framhaldsskólum
„Hvernig byggjum við upp öruggara skólaumhverfi fyrir hinsegin ungmenni á landsbyggðinni? Hvernig getum við bætt skólaumhverfið, unnið gegn jaðarsetningu og stuðlað að meiri inngildingu hinsegin nemenda? Hvernig getum við aukið þann stuðning sem hinsegin nemendur og fjölskyldur þurfa á að halda í skólanum á landsbyggðinni?“ Þetta voru þrjár grundvallarspurningar sem velt var upp á málþingi…