Nýjustu fréttir

Halló-Ringó ´24 á Akureyri

Áhugafólk um ringó lagði um síðustu helgi leið sína á Akureyri. Þar fór fram vormót þeirra er ringóíþróttina stunda. Til leiks voru skráð níu lið frá fimm félögum. Leikið var í Akureyrarhöllinni, glæsileg aðstaða og samtímis var spilað á þremur völlum. Allur undirbúningur, framkvæmd og veitingar voru Akureyringum til fyrirmyndar. Við mótssetningu sagði Héðinn Svarfdal…

Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista

Í dag hittu þrír stjórnarmeðlimir úr Miðbæjarsamtökum Akratorgs á Akranesi Harald Benediktsson bæjarstjóra Akraneskaupstaðar á Akratorgi og afhentu honum formlega undirskriftarlistann úr átakinu „Fyrsta hjálp og hjartahnoð fyrir miðbæinn”. Á eftir áttu þau gott spjall við Harald um miðbæinn og möguleg skammtíma- og langtímamarkmið. „Áskorunin snerist um að það hvetja bæjaryfirvöld til að skoða af…

Menningarferð FaB um Lundarreykjadal

Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum fór síðastliðinn miðvikudag í menningar- og skemmtiferð um Lundarreykjadal og tóku þátt í ferðinni rétt rúmlega fjörutíu félagar. Undirbúningur ferðarinnar var í höndum ferðanefndar FaB, en hana skipa þeir Þórólfur Sveinsson, Guðmundur Sigurðsson og Gísli Jónsson. Þegar þátttakendur voru komnir í rútuna, sem Gísli Jónsson ók, tók við leiðsögu Guðmundur Þorsteinsson…

Valentin vann gull á Mjölni Open fimmta árið í röð

Stærsta uppgjafarglímumót á Íslandi, Mjölnir Open, var haldið laugardaginn 20. apríl hjá íþróttafélaginu Mjölni í Öskjuhlíðinni en þetta var í 18. skiptið sem þetta mót var haldið. Alls voru rúmlega níutíu keppendur skráðir til leiks frá átta félögum víðs vegar um landið. Keppt var í tíu þyngdarflokkum í brasilísku jiu jitsu, sex hjá körlum og…

Fjölgað í húsvarðateymi sveitarfélagsins

Jón Eric Halliwell hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri húsvörslu hjá Borgarbyggð. Einnig hefur Aðalsteinn Símonarson verið ráðinn í húsvarðarteymi sveitarfélagsins. Þeir hefja störf 2. maí næstkomandi. Í húsvarðateymi eru nú fjórir starfsmenn sem sjá um viðhald og viðgerðir á flest öllum fasteignum sveitarfélagsins. Fjórir húsverðir verða nú að störfum hjá Borgarbyggð, en auk Jóns og…

Ólafsvíkurvöllur og Skallagrímsvöllur á lista topp tíu valla landsins

Íþróttadeild Ríkisútvarpsins fór nýverið í skemmtilegan samkvæmisleik og fékk nokkra álitsgjafa í lið með sér til að kveða úr um hvaða knattspyrnuvellir hér á landi væru í fremstu röð. „Hvaða fótboltavöllur er sá flottasti á landinu,“ var einfaldlega spurt, en álitsgjafarnir voru fengnir til að skera úr um hvaða vallarstæði bæru af. Niðurstaðan varð knattspyrnuvöllum…

Tólf skiluðu inn framboðum til forseta

Frestur til að skila inn framboðum til embættis forseta Íslands rann út á hádegi í dag. Landskjörstjórn fer nú yfir meðmælendalista og gefur út 2. maí næstkomandi hverjir verða í framboði. Þeir sem skiluðu inn framboðum voru: Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Eiríkur Ingi Jóhannsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir,…

Aðsendar greinar

Lán

Finnbogi Rögnvaldsson

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið