Nýjustu fréttir

Skallagrímur tapaði naumlega fyrir Þór

Þriðji leikur Þórs Akureyrar og Skallagríms í úrslitakeppni fyrstu deildar karla í körfuknattleik fór fram í Höllinni á Akureyri á laugardagskvöldið. Þór náði að jafna metin í síðustu viku í 1-1 eftir sigur í Fjósinu í Borgarnesi og því var ansi mikið undir í þessari viðureign en þrjá sigra þarf til að komast áfram í…

Grímutölt Borgfirðings fór fram á laugardaginn

Mikið var um flott tilþrif og glæsilega búninga þegar grímutölt hestamannafélagsins Borgfirðings fór fram í Faxaborg á laugardaginn. Veitt voru verðlaun fyrir bestu búningana í eldri og yngri flokkum. Í yngri flokkum var það hún Svandís Svava sem var Lína Langsokkur sem hlaut búningaverðlaun og í eldra flokkum var það Björg María Þórsdóttir, en hún…

Viktor með þrennu í stórsigri Skagamanna

HK og ÍA mættust í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn í Kórnum í Kópavogi. Rétt tæplega þúsund manns mættu í hlýjuna í Kórinn og eftir frekar bragðdaufan fyrri hálfleik þá fóru hlutirnir að gerast undir lok hans. Þá fékk HK-ingurinn Þorsteinn Aron Antonsson beint rautt spjald eftir að…

Nýtt póstbox tekið í notkun í Búðardal

Eins og fram hefur komið í auglýsingu hefur nýju póstboxi verið komið fyrir við Krambúðina í Búðardal. Pósturinn hefur síðastliðin ár verið að bæta við póstboxum um allt land og er þetta númer 91 í röðinni. Þau mynda þétt net hringinn í kringum landið og stefnt er að því í árslok að þau verði 120…

Borgfirðingabók komin á Storytel

Borgfirðingabók hefur verið meginverkefni Sögufélags Borgarfjarðar um árabil. Hún kemur út einu sinni á ári í formi prentaðrar bókar. „Til þess að fjölga í lesendahópnum var hafin birting bókarinnar á timarit.is á síðasta ári. Á aðalfundinum 2023 var ákveðið að koma völdum greinum bókarinnar á Storytel. Þær sem halda utan um þessa framkvæmd og bera…

Hvalfjörður – efnaverksmiðja í bígerð

Fyrirtækið Qair á Íslandi boðaði til opins fundar á Hótel Laxárbakka í Leirársveit þriðjudaginn 9. apríl sl. Tilgangur fundarins var að kynna fyrirhuguð áform um svokallað Katanesverkefni; uppsetningu verksmiðju á Grundartanga sem framleiða á rafeldsneyti og umhverfismat henni tengt. Þetta er efnaverksmiðja sem framleiða á ammoníak, en mikil eftirspurn er í heiminum eftir vistvænu ammoníaki…

Úrslit í stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi

Föstudaginn 15. mars var stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi haldin í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Metfjöldi þátttakenda var að þessu sinni eða 180 nemendur frá sjö grunnskólum á Vesturlandi. Veittar voru viðurkenningar fyrir tíu efstu sætin og verðlaun fyrir þrjú efstu á sal skólans. Mikil eftirvænting var meðal nemenda og gesta þegar úrslit voru kynnt í…

Fréttir úr víðri veröld

Aðsendar greinar

1500 fræ

Sigríður Hrund Pétursdóttir

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið