Nýjustu fréttir

Malíbó opnar á Aggapalli

Í morgun opnaði á Aggapalli við Langasand á Akranesi staðurinn Malíbó þar sem boðið er upp á boozt, skálar og beyglur til sölu og auk þess kaffi, gosdrykki og svaladrykki. Rakel Mirra Njálsdóttir er eigandi Malíbó og segist spennt fyrir sumrinu. „Ég vona bara að þetta gangi vel. Ég er að bjóða upp á hollan…

„Það líður ekki sú nótt að mig dreymi ekki að ég sé fyrir norðan“

Guðmundur Gísli Jónsson frá Munaðarnesi í Árneshreppi hefur alltaf elskað að vera á sjó. En hann man líka mannlíf og tímana tvenna í íslenskri sveit. Blaðamaður Skessuhorns heimsótti Guðmund og Sólveigu konu hans á fallegt heimili þeirra í Grundarfirði. Mannlífið Talið berst að sveitinni fyrir norðan. „Þegar ég var að alast upp voru þarna sex…

Kvikmyndahátíð á vordögum Grundaskóla

Kvikmyndahátíð Grundaskóla á Akranesi verður haldin á vordögum skólans, 3. til 4.júní næstkomandi. Á kvöldhátíðinni, sem verður þriðjudaginn 4. júní og hefst klukkan 19.30, verða í allt 13 stuttmyndir eftir nemendur sýndar á skjánum og dómnefnd veitir verðlaun og viðurkenningu í lok sýningar fyrir góðan árangur. Nemendafélagið sér um sjoppu og skemmtun. Kvikmyndahátíðin er í…

Kynntist grásleppuveiðum ungur

Rætt við Guðmund Jón Amlín, fyrrverandi útgerðarmann og nú yfirkokk um borð í Farsæli SH Guðmundur Jón Amlin er giftur Silju Sigurjónsdóttur og eiga þau tvo unga og spræka stráka; Alexander og Ísak en þau eru búsett í Stykkishólmi. Guðmundur hefur verið viðloðandi sjóinn alla sína ævi en til að fylgjast vel með umferð hafnarinnar…

Fótboltabúðir fyrir stelpur í byrjun júní á Akranesi

Sameiginleg lið ÍA, Skallagríms og Víkings Ólafsvíkur í 3. flokki kvenna í knattspyrnu taka höndum saman í sumar og halda til keppni á USA Cup í Bandaríkjunum um miðjan júlí. Alls eru þetta 26 stelpur sem keppa sem tvö blönduð lið og eru þær skráðar með lið í árgöngum 2008 og 2009. Flestar koma frá…

Veiddu eldislax í Haukadalsvatni

„Við bræður vorum á ferð í Efri Haukadalsá á mánudaginn og áttum þá leið niður að Haukadalsvatni og tókum nokkur köst í vatnið,“ sagði Þröstur Reynisson sem var á ferð í Dölunum með bróður sínum Úlfari. „Það kom strax fiskur á hjá okkur en það reyndist vera eldislax. Við köstum aftur og sáum líf en…

Byrjaði á gamla grásleppubát afa síns

Rætt við Kjartan Pál Sveinsson, trillukarl og formann Strandveiðifélags Íslands Ungur fékk Kjartan Páll Sveinsson mikinn áhuga á sjómannslífinu en afi hans, Kjartan í Jónsnesi, var trillukarl og fékk Kjartan Páll ungur góðan skóla hjá afa sínum. „Ég var mættur til hans um leið og skólinn var búinn á vorin og var þá hjá honum…

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið