Veröld

Skinkuhorn – Hlédís Sveinsdóttir

Að sníða sér stakk eftir vexti Verkefnastjórinn Hlédís Sveinsdóttir hefur víða komið við á Vesturlandi. Hún er uppalin að Fossi í Staðarsveit, bjó á unglingsárunum í Stykkishólmi og settist að á Akranesi upp úr þrítugu, með nýfædda dóttur sína. Hún var háseti á bát sem gerður var út frá Arnarstapa, var framkvæmdastjóri Sauðamessu í Borgarnesi…Lesa meira

Skinkuhorn – Sigursteinn Sigurðsson

Var ungur byrjaður að hanna hús fyrir huldufólk Sigursteinn Sigurðsson starfar í dag sem arkítekt og er menningar- og velferðarfulltrúi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Hann er fæddur á Akranesi en ólst upp í Borgarnesi. Uppeldisárunum eyddi hann þó að mestu á ættaróðalinu að Álftártungu á Mýrum. ,,Ég bjó aldrei á Mýrunum en segist alltaf vera…Lesa meira

Skinkuhorn – Jörgen Nilsson

Jörgen Nilsson er fæddur og uppalinn í Danmörku en flutti til Íslands árið 1999, með eiginkonu sinni Önnu Margréti Tómasdóttur. Þau kynntust í Danmörku og ætluðu einungis að dvelja á Íslandi að meðan þau væru í fæðingarorlofi með son sinn sem fæddist það sumar. Árið leið, og svo næsta og það næsta og eru árin…Lesa meira

Skinkuhorn – Sigrún Sjöfn Ámundadóttir

Í Skinkuhorninu þessa vikuna er Borgnesingurinn Sigrún Sjöfn Ámundadóttir sem varð á dögunum leikjahæst í efstu deild kvenna í körfubolta á Íslandi frá upphafi. Metið sló hún í leik með Haukum á móti Keflavík í 24. umferð Subway deildar kvenna og var það 376. leikur hennar í efstu deild en fyrra leikjamet átti Birna Valgarðsdóttir…Lesa meira

Skinkuhorn – Hanna Dóra Sturludóttir

Þakklát fyrir tækifærin í óperuheiminum Hanna Dóra Sturludóttir er ein þekktasta óperusöngkona landsins en hún er fædd og uppalin á Sunnubraut í Búðardal. Tónlistaráhuginn kviknaði í Tónlistarskóla Dalasýslu en hún fór síðar í söngnám við listaháskóla í Berlín. Hún bjó og starfaði í Þýskalandi í tuttugu ár en flutti aftur heim til Íslands árið 2013.…Lesa meira

Skinkuhorn – James Einar Becker

James Einar Becker er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Skinkuhorns. Hann er markaðsstjóri Háskólans á Bifröst og bílaþáttaframleiðandi James Einar Becker ólst upp í Biskupstungum á Suðurlandi á tvítyngdu heimili en móðir hans er íslensk og faðir hans írskur. Bernskuskónum sleit hann m.a. í gróðurhúsum foreldra sinna í Laugarási þar sem ræktaðar eru gúrkur. Gúrkuræktin höfðaði þó…Lesa meira

Skinkuhorn – Eva Björg Ægisdóttir

„Ég var bara með þá hugmynd að skrifa bók“ Viðmælandi vikunnar í hlaðvarpsþættinum Skinkuhorni er metsöluhöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir. Í lok síðasta árs kom út fimmta skáldsaga hennar en hún hefur getið sér gott orð sem glæpasagnahöfundur. Bækur hennar hafa komið út í fimmtán löndum, nú síðast í Eþíópíu og þar með hafa komið út…Lesa meira

Skinkuhorn – Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson

Langlundargeð og dass af nördisma mikilvægir eiginleikar í háskólastarfinu Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson er frá bænum Brekku í Norðurárdal í Borgarfirði og gekk því í grunnskóla í Varmalandi og hélt þaðan til náms við Menntaskóla Borgarfjarðar. Í framhaldinu tók við nám í sálfræði við Háskólann í Reykjavík ásamt meistara- og doktorsgráðu við University of Kent…Lesa meira

Skinkuhorn – Svana Hrönn Jóhannsdóttir

Féll fyrir glímunni Dalakonan Svana Hrönn Jóhannsdóttir hefur búið í Borgarnesi undanfarin ár ásamt eiginmanni sínum og dætrum þeirra tveimur. Þau fluttu frá Búðardal fljótlega eftir að Svana tók við starfi framkvæmdastjóra Glímusambands Íslands árið 2018. Svana ólst upp á bænum Hlíð í Hörðudal og gekk í Grunnskólann í Búðardal, sem þá var og hét.…Lesa meira

Skinkuhorn – Lilja Hrund Jóhannsdóttir

„Það eina sem ég kunni var að elda en svo heppnaðist bara allt lygilega vel“ Lilja Hrund Jóhannsdóttir er viðmælandi Skinkuhornsins þessa vikuna. Hún er Rifsari í húð og hár og hefur búið þar allt sitt líf, að frátöldum námsárum í Reykjavík. Nú á síðasta ári keyptu hún og maður hennar, Benedikt Gunnar Jensson, hins…Lesa meira