
Vökudögum lýkur 2. nóvember
Vökudagar á Akranesi hófust 23. október og lýkur sunnudaginn 2. nóvember. Þessi menningar- og listahátíð hefur fest sig rækilega í sessi í vetrarbyrjun og þátttaka íbúa verið góð. Um 90 dagskrárliði má finna á hátíðinni að þessu sinni. Meðal þátttakenda er Ljósmyndafélagið Vitinn sem opnaði síðastliðinn fimmtudag 15 ára afmælissýningu í bílasöluhúsinu við Innnesveg 1.…







