
„Magnús Ketilsson, nýsköpun og upplýsing á 18. öld,“ nefnist málþing sem haldið verður að Nýp á Skarðsströnd í Dölum sunnudaginn 24. ágúst kl. 14:00 til 16:00. Fyrirlesarar verða Hrafnkell Lárusson sagnfræðingur og Sigurbjörn Einarsson jarðvegsfræðingur. Magnús Ketilsson (1732-1803) í Búðardal á Skarðsströnd var sýslumaður Dalasýslu, frumkvöðull í ræktun, einn helsti forsvarsmaður Hrappseyjarprentsmiðju, rithöfundur og upplýsingarmaður.…Lesa meira