Fréttir

true

Mestum afla landað á Akranesi í október

Akraneshöfn var sú höfn á Vesturlandi þar sem mestum afla var landað í október eða tæpum 1.297 tonnum. Í Grundarfirði var á sama tíma landað rúmum 1,106 tonnum, í Rifi var landað 1.010 tonnum, í Ólafsvík var landað rúmum 485 tonnum, í Stykkishólmi var landað rúmum 63 tonnum og á Arnarstapa var landað 61 tonni.…Lesa meira

true

Engin ný forgangsröðun ljós þrátt fyrir útboð hönnunar Fljótaganga

Mikla athygli vakti á föstudaginn þegar Vegagerðin tilkynnti á vef sínum útboð á for- og verkhönnun Fljótaganga, vegagerðar á Siglufjarðarvegi milli Stafár í Fljótum og tengingu við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 kílómetra löng jarðgöng. Í ljósi þess að innviðaráðherra vinnur nú að nýrri Samgönguáætlun og…Lesa meira

true

Borgarnes dagatalið komið út

Þorleifur Geirsson ljósmyndari hefur nú gefið út Borgarnes dagatalið 2026, en þetta er sextándi árgangur. Dagatalið prýða 13 ljósmyndir úr Borgarnesi, úr öllum mánuðum árs. Til að skoða myndirnar á dagatalinu er slóðin: www.hvitatravel.is/dagatal. Dagatalið kostar 3000 krónur og fæst hjá útgefanda og er einnig selt í Olís Borgarnesi. Meðfylgjandi er septembermynd dagatalsins.Lesa meira

true

Engar frekari viðræður í bili um sameiningu á Snæfellsnesi

Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum Snæfellsbæjar og Grundarfjarðarbæjar eru sammála um að engar viðræður fari fram það sem eftir lifir yfirstandandi kjörtímabils um hugsanlega sameiningu og/eða nánara samstarf sveitarfélaganna. Möguleiki er hins vegar á því að nýjar sveitarstjórnir taki málið upp að afloknum sveitarstjórnarkosningum á næsta ári og þá yrði byrjað á því að kanna áhuga…Lesa meira

true

Veitur boða til íbúafundar á Akranesi

Næstkomandi miðvikudag halda Veitur íbúafund á Akranesi. Fyrirtækið vill eiga samtal við bæjarbúa um þjónustu fyrirtækisins í sveitarfélaginu. Fundurinn verður í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll miðvikudaginn 19. nóvember kl. 19.30-21.30. Fram kemur í tilkynningu að Haraldur Benediktsson bæjarstjóri mun opna fundinn og Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna fer yfir starfsemi fyrirtækisins í bænum. Sólrún mun meðal annars…Lesa meira

true

Öruggur sigur Snæfells á Njarðvík

Lið Snæfells fékk lið Njarðvíkur b í heimsókn í leik 1. deild kvenna í körfuknattleik á föstudagskvöldið. Það var aðeins í fyrsta leikhluta sem segja má að jafnræði hafi verið með liðunum því í lok hans var staðan 18-17. Eftir það var leikurinn Snæfells. Staðan í hálfleik var 35-25 og leiknum lauk með öruggum sigri…Lesa meira

true

Misjafnt gengi Vesturlandsliðanna í fyrstu deild

Sjötta umferð 1. deildar karla í körfuknattleik hófst á föstudagskvöldið með fjórum leikjum. Lið Snæfells fékk lið KV í heimsókn í Stykkishólm. Leikurinn var í járnum í fyrsta leikhluta en honum lauk 27-26. Sömu sögu var að segja í öðrum leikhluta því í hálfleik var staðan jöfn 51-51. Í þriðja leikhluta náðu gestirnir að sigla…Lesa meira

true

Afgangur verður af rekstri Borgarbyggðar

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Borgarbyggðar fyrir árið 2026 var lögð fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar sl. fimmtudag og samþykkt til síðari umræðu. Fram kemur að gert er ráð fyrir 234 milljóna króna rekstrarafgangi af A-hluta og 178 milljóna króna afgangi af rekstri samstæðu. Tekjur ársins 2026 í A-hluta eru áætlaðar 7.441 m.kr. sem er hækkun…Lesa meira

true

Borgarbyggð og Dalabyggð greiða mest í helmingamokstur

Sveitarfélög greiddu rúmar 123 milljónir króna í helmingamokstur á landinu öllu á síðasta ári. Þetta kemur fram í svari innviðaráðherra við fyrirspurn Ingvars Þóroddssonar þingmanns Viðreisnar um helmingamokstur á árunum 2022-2024. Vegagerðin hefur skilgreint þá vegi þar sem heimilt er að beita helmingamokstureglu. Þessa vegi er heimilt að moka með þátttöku Vegagerðarinnar þrisvar í viku…Lesa meira

true

Bílabjörgun í göngunum í útboð

Vegagerðin hefur auglýst útboð á bílabjörgun í Hvalfjarðargöngum fyrir árin 2026-2028. Í útboðslýsingu er gert ráð fyrir að bjarga þurfi um 300 minni bifreiðum með bílaflutningi úr göngunum á ári. Einnig að vinna þurfi um 60 klukkustundir á ári við björgun stærri bifreiða, einnig 20 klukkustundir með dráttarbifreið og 20 klukkustundir með kranabifreið. Skila þarf…Lesa meira