
Það var sannkölluð jólastemning í Grundarfjarðarkirkju miðvikudaginn 3. desember þegar Tónlistarskóli Grundarfjarðar hlóð í nokkur vel valin jólalög. Yngstu iðkendurnir byrjuðu dagskrána og svo kom hvert glæsilega atriðið á fætur öðru á meðan aldur flytjenda hækkaði. Tónleikarnir enduðu svo á frábærum jólalögum allra söngnemenda við undirleik kennara og nemenda sem sendi tónleikagesti heim í jólagír.Lesa meira








