Fréttir

true

Venus landaði fullfermi af kolmunna á Akranesi

Venus NS kom til hafnar á Akranesi á sunnudaginn með fullfermi, eða 2.480 tonn af kolmunna af Færeyjamiðum. Aflinn fór til vinnslu í verksmiðju Brims á Akranesi. Þetta er í þriðja skipti sem kolmunna er landað á Akranesi á þessu fiskveiðiári því í október landaði Venus ásamt Svani RE samtals 1.268 tonnum.Lesa meira

true

Tveir nemendur í Grundaskóla með verk á mjólkurfernum

Tveir drengir í 10. bekk Grundaskóla á Akranesi hefur hlotnast sá heiður að fá verk sín birt á mjólkurfernum MS á næsta ári í svokölluðu Fernuflugi. Þetta eru þeir Andri Snorrason og Birgir Viktor Kristinsson sem skrifuðu texta undir yfirskriftinni; „Hvað er að vera ég?“ Alls bárust rúmlega 1200 textar í keppnina frá nemendum í…Lesa meira

true

Kosningaþátttaka sambærileg í báðum sveitarfélögum

Íbúakosning um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur nú staðið yfir frá 28. nóvember, en henni lýkur laugardaginn 13. desember nk. Þann dag verða kjörstaðir opnir í Félagsheimilinu Hvammstanga og í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar frá kl. 09:00-17:00. Kosningaþátttaka nú er mjög áþekk í sveitarfélögunum tveimur m.v. stöðuna nú í upphafi lokaviku kosninganna. „Þegar þetta…Lesa meira

true

Ferðaþjónusta án leyfa

Hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi starfar sérstakt umferðareftirlit sem hefur eftirlit með akstri stærri bifreiða og akstri bifreiða hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Almenn deild lögreglunnar hefur einnig eftirlit með ferðaþjónustuaðilum. „Töluvert hefur verið um það að undanförnu að lögreglan hafi afskipti af ferðaþjónustuaðilum sem hafa ekki tilskilin leyfi til reksturs eða þá að starfsmenn ferðaþjónustunnar hafi ekki leyfi…Lesa meira

true

Greiðslur úr Ferðasjóði íþróttafélaga halda ekki í við verðlag

Greiðslur úr Ferðasjóði íþróttafélaga halda ekki í við aukinn ferðaskostnað á árunum 2018-2024. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Mennta- og barnamálaráðuneytið lét vinna og hefur kynnt. Ferðasjóðurinn hefur frá árinu 2007 veitt styrki til íþrótta- og ungmennafélaga í landinu vegna keppnisferða innanlands. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hafa…Lesa meira

true

Gamlársdagur ekki lengur bankadagur

Samkvæmt ákvörðun Seðlabankans verður 31. desember framvegis ekki lengur bankadagur. Þetta hefur áhrif á fyrirtæki, stofnanir og alla aðra, sem gefa út kröfur, greiða laun og framkvæma aðrar greiðslur. Þetta þýðir að þær kröfur, sem eiga að greiðast á árinu 2025, þurfa að hafa eindaga í síðasta lagi þriðjudaginn 30. desember. Þá þarf að ljúka…Lesa meira

true

Torkennilega lykt skal tilkynna lögreglu

Af og til koma tilkynningar um að fólk finni kannabislykt í sínu nágrenni og fær þá lögreglan tilkynningar í gegnum neyðarlínuna um slíkt. „Yfirleitt er um að ræða fjölbýlishús þar sem fólk finnur kannabislykt í stigagangi eða öðru sameiginlegu rými. Við viljum hvetja fólk til þess að láta vita ef það verður vart við slíka…Lesa meira

true

Snæfellingar fá Hattarmenn í heimsókn í kvöld

Lið Hattar á Egilsstöðum leggur aldeilis land undir fót í dag þegar þeir fara þvert yfir landið og mæta liði Snæfells í 1. deild karla í körfuknattleik í Stykkishólmi. Hefst leikurinn kl. 18:45. Þetta er níundi leikur beggja liða í deildinni. Sem stendur er lið Hattar eitt af fimm efstu liðum deildarinnar með 14 stig…Lesa meira

true

Gert ráð fyrir hagnaði hjá Eyja- og Miklaholtshreppi

Fjárhagsáætlun Eyja- og Miklaholtshrepps fyrir árið 2026 gerir ráð fyrir að rekstarafkoma ársins verði jákvæð um tæpar 60 milljónir króna sem er um 22,8% af tekjum. Fjárhagsáætlunin var til fyrri umræðu í sveitarstjórn á dögunum. Gert er ráð fyrir að tekjur sveitarfélagsins verði rúmar 263 milljónir króna. Þar vega þyngst framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að fjárhæð…Lesa meira

true

Fjölmenni fagnaði með fimmtugum Berserkjum

Í ár fagnar Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi 50 ára afmæli. Af því tilefni var opið hús og kaffisamsæti í gær í húsi sveitarinnar að Nesvegi 1a. Fjöldi manns mætti til að samfagna með félaginu. Því bárust einnig gjafir. Lionsklúbbur Stykkishólms gaf sveitinni höfðinglega peningagjöf og Sveitarfélagið Stykkishólmur gerði það sömuleiðis en það hefur frá upphafi…Lesa meira