Fréttir

true

Sameining Dala og Húnaþings vestra felld

Kosningu íbúa í Dalabyggð og Húnaþingi vestra lauk síðdegis í dag og hafa atkvæði verið talin. Skemmst er frá því að segja að tillaga um sameiningu var felld í báðum sveitarfélögunum með afgerandi mun. Í Dalabyggð voru 541 íbúar á kjörskrá. 326 kjósendur greiddu atkvæði. „Já“ sögðu 125 (38,34%) og „nei“ sögðu 196 (60,12%). Auðir…Lesa meira

true

Jólahúsið slær alltaf í gegn

Jólahefðirnar eru mismunandi eins og þær eru margar. Jólahúsið í Grundarfirði er ein af þeim en þar hefur fjölskyldan sem býr á Grundargötu 86 boðið Grundfirðingum að eiga notalega stund saman. Jólahúsið hefur verið á hverju ári frá árinu 2011 að undanskildu einu ári þegar veiran skæða truflaði stemninguna árið 2020. Guðmundur Smári Guðmundsson og…Lesa meira

true

Jólasveinar briddsfélagsins

Áratuga hefð er fyrir því hjá Bridgefélagi Borgarfjarðar að koma saman á föstudagskvöldi á aðventu og spila jólasveinatvímenning. Þá gerir fólk jafnan vel við sig í mat og drykk. Jón bóndi á Kópareykjum og formaður leggur meðal annars til tvíreykt, furukryddað sauðalæri auk þess sem kökur og kruðerí er á borðum. Kerfið er brotið upp…Lesa meira

true

Sameining Borgarbyggðar og Skorradalshrepps stendur

Innviðaráðuneytið hefur með tveimur úrskurðum í dag hafnað kærum sem ráðuneytinu bárust um að íbúakosningar um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar yrðu felldar úr gildi. Íbúakosningin þar sem sameiningin var samþykkt með talsverðum meirihluta atkvæða stendur því og sveitarfélögin sameinast því formlega að loknum sveitarstjórnarkosningum 16. maí. Eins og áður sagði bárust innviðaráðuneytinu tvær kærur. Annars…Lesa meira

true

Jóla-Gústi mættur við slökkvistöðina á Akranesi

Á hverju ári endurnýja Veitur fjölda brunahana víðsvegar á starfssvæði sínu. Sumir hafa lent í tjóni á meðan aðrir eru að eldast og þarf að skipta út. Í góðu samstarfi við viðkomandi slökkvilið vinna Veitur að markvissri uppbyggingu og endurnýjun brunahana, ekki síst þar sem nauðsynlegt er að fjölga þeim. Mikilvægt er að brunahanar séu…Lesa meira

true

Stjarnan skein skært á Akranesi

Íslandsmeistarar Stjörnunnar í körfuknattleik mættu nýliðum Skagamanna í gærkvöldi í Bónus-deildinni í körfuknattleik í AvAir höllinni á Jaðarsbökkum. Lið ÍA skoraði fyrstu tvö stig leiksins en síðan var leikurinn í stuttu máli sagt Stjörnunnar. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 19-36 og í hálfleik var staðan 43-67. Leiknum lauk svo með sigri Stjörnunnar sem skoraði…Lesa meira

true

Kynningarfundur um niðurstöður umhverfismats landeldis á Grundartanga

Aurora fiskeldi og verkfræðistofan Efla halda í næstu viku kynningarfund um niðurstöður umhverfismats sem unnið hefur verið vegna fyrirhugaðs landeldis á laxi á Grundartanga í Hvalfirði. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns á dögunum hefur Skipulagsstofnun birt umhverfismatsskýrsluna á skipulagsgátt og getur hver sem telur sig málið varða skilað inn umsögn eigi síðar en…Lesa meira

true

Ingibjörg Gréta ráðin í viðburðastjórnun

Sveitarstjórn Dalabyggðar ákvað á fundi sínum í vikunni sem leið að ráða Ingibjörgu Grétu Gísladóttur í tímabundið hlutastarf verkefnastjóra hátíðarhalda næsta árs í Dalabyggð. Er þar einkum horft til hátíðarhalda 17. júní og bæjarhátíðarinnar Heim í Búðardal. Ingibjörg Gréta hefur talsverða reynslu af viðburðastjórnun og hefur meðal annars sinnt sambærilegum verkefnum hjá Kópavogsbæ.Lesa meira

true

Leitað að jólahúsi Snæfellsbæjar

Menningarnefnd Snæfellsbæjar leitar nú logandi ljósi að jólahúsi Snæfellsbæjar 2025. Nefndin hefur líkt og undanfarin ár leitað eftir tillögum frá íbúum og er hægt að senda inn tilnefningar á heimasíðu Snæfellsbæjar til miðnættis 21. desember. Að þeim tíma loknum fer nefndin yfir tilnefningarnar og verður sagt frá niðurstöðu valsins á Þorláksmessu. Fyrir síðustu jól var…Lesa meira

true

Hvalfjarðarsveit hvetur til tvöföldunar Hvalfjarðarganga

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær ályktun þar sem hvatt er til þess að sem allra fyrst verði hafist handa við tvöföldun Hvafjarðarganga. Jafnframt áréttaði sveitarstjórnin mikilvægi þess að fyrir liggi sem fyrst hvar gangamunni hinna væntanlegu ganga verði staðsettur í Hvalfjarðarsveit vegna yfirstandandi skipulagsvinnu sveitarfélagsins. Á fundi sveitarstjórnarinnar voru rædd drög…Lesa meira