Fréttir

true

Hefur samið þúsundir krossgátna en rifar nú seglin

Rætt við Erlu Guðmundsdóttur krossgátuhöfund Allt frá haustinu 2014 hefur reglulega tvisvar í mánuði birst krossgáta á síðum Skessuhorns mörgum til afþreyingar og ánægju. Þær hefur samið Erla Guðmundsdóttir sem kemur úr Reykjavík en hefur frá aldamótum búið á Vesturlandi, fyrst í Hvalfjarðarsveit en síðar á Akranesi. Erla varð 93 ára í maí á þessu…Lesa meira

true

Flestir brottfluttir til höfuðborgarsvæðisins

Í nóvembermánuði fluttu 160 íbúar á Vesturlandi lögheimili sitt. Af þeim fluttu flestir á milli lögheimila innan landshlutans, eða 100. Til höfuðborgarinnar fluttu 45, á Suðurnes fluttu fjórir, til Vestfjarða flutti einn, til Norðurlands vestra flutti einn, til Norðurlands eystra fluttu tveir og á Suðurland fluttu sjö. Enginn flutti til Austurlands. Þetta kemur fram í…Lesa meira

true

Íbúar í Eyja- og Miklaholtshreppi eru gjafmildastir landsmanna

Íbúar í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi eru þeir Íslendingar sem eyða hlutfallslega mestu af sínum ráðstöfunartekjum í jólagjafir. Þetta kemur fram í jólakorti norrænu rannsóknastofnunarinnar Nordregio. Þar má greina hversu háu hlutfalli af ráðstöfunartekjum sínum íbúar í hverju sveitarfélagi á Norðurlöndunum eyða í jólagjafir. Þetta er fengið með að keyra saman niðurstöður könnunar YouGov…Lesa meira

true

Vilja kaupa hlut í hóteli

Hreppsnefnd Skorradalshrepps barst á dögunum tilboð í hlut hreppsins í Hótel Borgarnesi hf. Tilboðsgjafar eru þau Lína Móey Bjarnadóttir og Sigurður Karlsson sem nýverið keyptu meirihluta í félaginu og tóku við rekstri hótelsins. Hreppurinn á 0,07% af hlutafé félagsins og var tilboðið að fjárhæð 100.000 krónur. Samkvæmt tilboðinu er félagið í heild metið á tæpar…Lesa meira

true

Sameining opinberra öryggisfyrirtækja

Ákveðið hefur verið að sameina Farice ehf., Öryggisfjarskipti ehf. og tæknihluta Neyðarlínunnar ohf. Félögin þrjú, sem öll eru í eigu ríkisins, sinna hvert um sig lykilhlutverkum í rekstri alþjóðlegra og innlendra fjarskipta, neyðarsamskipta, öryggiskerfa og þjónustu við almenning, viðbragðsaðila og viðskiptavini. „Með því að sameina rekstur, sérhæfða tækniþekkingu og stoðkerfi verður til sterkari og skilvirkari…Lesa meira

true

Átta börn á tólf árum og því enginn tími fyrir húsmæðraskólanám

Jónína Guðrún Kristjánsdóttir í Grundarfirði tekur virkan þátt í því sem býðst Jónína Guðrún Kristjánsdóttir fæddist á bænum Eiði í Grundarfirði 19. maí 1937 og er næst yngst átta systkina. Yngri systir hennar, Kristný Lóa, dó í fæðingu árið 1940 en hin systkinin komust öll á legg en svo bættist Jóhanna Kristín Kristjánsdóttir við systkinahópinn…Lesa meira

true

Allar eyjar og sker innan tveggja kílómetra eru eignarlönd

Óbyggðanefnd kvað í gær upp úrskurði í þjóðlendumálum á eyjum og skerjum umhverfis landið, á svonefndu svæði 12 við málsmeðferð nefndarinnar. Um er að ræða síðustu úrskurði nefndarinnar. „Nú að lokinni málsmeðferð vegna eyja og skerja hefur óbyggðanefnd fjallað um mörk þjóðlendna og eignarlanda á landinu öllu. Þar með hefur nefndin lokið hlutverki sínu samkvæmt…Lesa meira

true

Hafa keypt rakarastofuna af Hinna

Hjónin Haraldur Valtýr Hinriksson og Elísabet Sæmundsdóttir hafa fest kaup á hinu sögufræga húsi við Vesturgötu 57 á Akranesi, sem undanfarna áratugi hefur hýst elstu rakarastofu landsins. Þar ætlar Haraldur að halda áfram starfsemi en hann hefur síðustu árin verið í rekstri stofunnar ásamt Hinrik Haraldssyni föður sínum sem hefur mundað skærin í sex áratugi.…Lesa meira

true

Hvassviðri og blaut jól – aukin hætta á skriðuföllum

Það er sunnanveður í kortunum fram yfir jólin, með talsverðri rigningu á Suður- og Vesturlandi og hvössum vindi norðanlands. Hvassasti kaflinn í þessari lægð verður væntanlegur fyrri part aðfangadags, þegar stormur eða rok getur gengið yfir Vestfirði og Norðurland, og hafa appelsínugular viðvaranir verið gefnar út. Í hugleiðingum veðurfræðinga segir að við slíkan vindstyrk er…Lesa meira

true

Tóm vitleysa, en skemmtilegt

Rætt við Höllu í Fagradal um fiðu og strý, geitaosta, kiðlingakjöt og þjóðgarð Engum er í kot vísað sem kemur við á Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. Þar búa þau Halla Sigríður Steinólfsdóttir og maður hennar Guðmundur Gíslason. Óhætt er að segja að Halla sé ekki einhöm, auk hefðbundins sauðfjárbúskapar heldur hún geitur og hefur í gegnum…Lesa meira