Hildur SH komin til heimahafnar í Rifi

Nýr bátur Hraðfrystihúss Hellissands; Hildur SH 777, kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Rifi í gær, en báturinn hafði verið í Hafnarfirði í nokkra daga vegna lagfæringa. Margir gestir mættu til þess að fagna nýju skipi og skoða það. Mun báturinn fara á dragnótarveiðar eftir áramót.Lesa meira

Slæmt ferðaveður frá klukkan 20 á aðfangadagskvöld

Fyrripartinn í dag snýst í suðvestan 10-18 m/s með skúrum, fyrst á suðvesturhorninu. Hiti verður á bilinu 2 til 7 stig. Hvessir síðdegis, suðvestan 13-23 m/sek undir kvöld, hvassast á Norðurlandi og Vestfjörðum. Slydduél eða él á vesturhelmingi landsins og kólnandi veður. Á morgun, aðfangadag, verður í fyrstu sunnan 8-15 m/s og slydda eða snjókoma,…Lesa meira

Ráðuneyti samgöngu- og sveitarstjórnarmála að nýju

Eyjólfur Ármannsson, annar af tveimur þingmönnum Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, tók í gær við lyklavöldunum af Sigurði Inga Jóhannssyni í innviðaráðuneytingu, en ráðuneytið fær frá og með 1. mars að nýju nafnið samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. „Það er tilhlökkunarefni að hefjast handa við fjölmörg mikilvæg verkefni í ráðuneytinu og kynnast starfsfólki hér. Ég færi fráfarandi ráðherra…Lesa meira

Bókagjöf til Grunnskóla Snæfellsbæjar

Í liðinni viku færði Sjómannadagsráð Ólafsvíkur Grunnskóla Snæfellsbæjar að gjöf fimm bækur af innbundnum sjómannadagsblöðum. Blöðin eru alls 32 í fallegu bandi. Fyrstu tvö blöðin hétu Sjómannadagurinn í Ólafsvík og eru frá 1987 og 1991 en frá árinu 1995 til 2024 hefur blaðið heitið Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar. Blöðin hafa að geyma margvíslegan fróðleik um sjómennsku og…Lesa meira

Engan sakaði þegar bíll lenti á hliðinni

Lítil rúta valt á hliðina út af Snæfellsnesvegi skammt frá afleggjaranum að Hítardal á Mýrum undir kvöld í gær. Vegurinn var lokaður um tíma meðan slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar voru að störfum á vettvangi. Engan sakaði og komust allir sem í bílnum voru út úr honum af sjálfsdáðum. Talsverð hálka var þegar óhappið varð.Lesa meira

Óskum gæludýrum gleðilegra jóla!

Góð rútína, réttur matur og jafnvægi milli hreyfingar og hvíldar gerir jólahátíðina gleðilega, bæði fyrir dýr og menn Jólahátíðin er tími gleði og samveru, en fyrir gæludýrin okkar getur þessi tími verið áskorun. Hefðbundið lífsmunstur breytist oft mikið, meira er um heimsóknir og matarræði mikið breytt, sem getur valdið meiri vandamálum en gleði fyrir ferfætlingana…Lesa meira

Ljósum prýddur Þór í Akraneshöfn

Það var kyrrlátt við Akraneshöfn í birtingu í morgun. Kannski var þetta lognið á undan storminum, í ljósi lægðar sem ganga mun yfir landið í nótt og fyrramálið. Auk báta og skipa í höfninni er varðskipið Þór nú bundinn við Sementsbryggjuna, ljósum prýddur.Lesa meira

Varasamt veður í nótt og fyrramálið

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt vestanvert landið frá því um miðja nótt og þar til í fyrramálið. Á spásvæðunum Faxaflóa og Breiðafirði verður suðaustan 15-23 m/s með vindhviðum að 35-40 m/s við fjöll. Varasamt veður til ferðalaga. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir: „Gengur í suðaustan storm í nótt með snjókomu og hlýnar…Lesa meira

Ný ríkisstjórn tekin við

Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók formlega við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær, laugardaginn 21. desember. Í ljósi dagsins verður að telja líklegt að hún fái nafnið Sólstöðustjórnin. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar er forsætisráðherra Íslands. Hún er yngsti forsætisráðherra Íslandssögunnar og yngsti starfandi forsætisráðherra í heiminum. Ríkisstjórnin kynnti stefnuskrá sína á…Lesa meira

Fjölbrautaskóli Vesturlands brautskráði 57 nemendur

Síðastliðinn föstudag voru 57 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Verðlaun fyrir bestan námsárangur hlaut Ellert Kári Samúelsson. Stór hluti útskriftarnemanna hefur lokið dreifnámi í húsasmíði eða 19 af þessum hópi. Samtals 26 hafa lokið burtfararprófi í húsasmíði, þrír nemendur eru að ljúka bæði burtfararprófi í húsasmíði og viðbótarnámi til stúdentsprófs, einn nemandi lýkur…Lesa meira