Skógarstrandarvegur ekinn í sumarblíðunni

Skessuhorni barst ábending þess efni að vegurinn á milli Dala og Stykkishólms, Skógarstrandarvegur, væri orðinn vel akfær, ný heflaður og fínn. Blaðamaður sem ekur dags daglega um á þokklegum Kia Sportage, vildi staðreyna þessar upplýsingar. Nýja brúin yfir Skraumu og nýtt bílastæði við ánna hefur greinilega mikið aðdráttarafl, því þar voru fjölmargir bílar en frábært…Lesa meira

Klassart með tónleika í Hallgrímskirkju á sunnudaginn

Á sumartónleikum í Hallgrímskirkju í Saurbæ sunnudaginn 28. júlí kl. 16.00 verður það systkinasveitin Klassart sem kemur fram. Flutt verður fjölbreytt efnisskrá, m.a. lög við kvæði Hallgríms Péturssonar, en þau hafa lagt sig sérstaklega eftir að flytja kveðskap Hallgríms. Það eru Friða Dís, Pálmar og Smári Guðmundarbörn sem skipa Klassart. Þau eru uppalin á Suðurnesjum…Lesa meira

Skátafélagið Örninn fór á landsmót

Landsmót skáta fór fram dagana 12.-19. júlí og segja má að krakkarnir hafi fengið allskonar veður á þessu móti. Landsmót skáta hafði ekki verið haldið síðan 2016 þar sem ekki var hægt að halda mót árið 2020 vegna heimsfaraldurs. Það var því mikil eftirvænting hjá hópnum sem mörg hver voru að fara í fyrsta sinn.…Lesa meira

Vítaverður framúrakstur

Í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi kom í vikunni sem leið tilkynning um vítaverðan akstur á Holtavörðuheiði. Myndskeið af athæfinu rataði í fjölmiðla en þar sést vítaverður framúrakstur með þeim afleiðingum að bíllinn rétt sleppur milli tveggja bíla sem eru að mætast. Í liðinni viku voru um 60 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu.…Lesa meira

Allt frá saumnálum til hjólastóla til í Dísubúð

Blaðamaður Skessuhorns tók eftir nýlegri verslun á ferð sinni um Búðardal. Þar hefur nú verið opnuð verslun sem systurnar Edda Heiða og Inga Margrét Guðmundsdóttir sjá um. Edda býr á Hvammstanga en Inga býr í Reykjavík. „Við leigjum okkur íbúðarhúsnæði hér í Búðardal og leggjum þetta á okkur til að lífga upp á mannlífið hér…Lesa meira

Tveir árekstrar í vikunni

Tvö umferðarslys voru skráð í dagbók Lögreglunnar á Vesturlandi í vikunni. Árekstur varð á gatnamótum Grundargötu og Fagurhólstúns í Grundarfirði en minni háttar meiðsl voru á fólki en annar bíllinn var óökufær. Annar árekstur varð í Árnabrekku á Snæfellsnesvegi en tengivagn með timbri á losnaði aftan úr bifreið og fór framan á bifreið sem kom…Lesa meira

Styrktar- og minningarsjóður Þorkels og Kristínar leystur upp

Miðvikudaginn 17. júlí var síðasti stjórnarfundur í Styrktar- og minningarsjóði Þorkels og Kristínar haldinn á Dvalarheimilinu Fellaskjóli í Grundarfirði. Styrktarsjóðurinn var stofnaður í minningu Þorkels J. Sigurðssonar og Kristínar Kristjánsdóttur sem voru búsett í Grundarfirði á síðustu öld. Það var ákvörðun Þorkels, þegar sjóðurinn var stofnaður, að útdeila vöxtum einu sinni á ári á milli…Lesa meira

Skessuhorn komið í tveggja vikna fríi

Eftir blaðið sem kom út í gær fór starfsfólk Skessuhorns í tveggja vikna sumarleyfi. Það koma því EKKI út blöð miðvikudagana 31. júlí og 7. ágúst. Starfsfólk kemur úr sumarleyfi miðvikudaginn 7. ágúst og undirbýr blað sem gefið verður út 14. ágúst. Fréttaþjónusta verður á skessuhorn.is þessa frídaga og skal senda tilkynningar á netfangið skessuhorn@skessuhorn.isLesa meira

Ragnar aftur í starf byggingafulltrúa

Ragnar Már Ragnarsson hefur snúið aftur til starfa sem byggingarfulltrúi hjá Snæfellsbæ. Hann þekkir vel til hjá sveitarfélaginu eftir að hafa starfað sem byggingarfulltrúi þar frá júnímánuði 2021 til 31. mars 2024. Ragnar er ráðinn sem verktaki og verður með fasta viðveru á skrifstofu tæknideildar á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Frá þessu var greint á…Lesa meira

Fyrst og fremst að þjónusta Borgfirðinga

Farið á rúntinn með Eggerti Emil Ólafssyni á Borgarnes skutlunni Sendibílaþjónustan Borgarnes skutlan hóf rekstur í desember 2019 og var púlsinn tekin á Eggert á þeim tíma í blaði Skessuhorns. Eggert nefndi þá að viðtökurnar hafi farið fram úr sínum björtustu vonum og hann vonaðist til að geta farið að stækka við sig í náinni…Lesa meira