Sindratorfæran fór fram um helgina

Dalamaðurinn Bjarki á Dýrinu sigurvegari í götubílaflokknum Á laugardaginn fór Sindratorfæran fram á Hellu að viðstöddum 6500 gestum í blíðskaparveðri. 29 keppendur voru mættir til leiks í þessa fyrstu umferð Íslandsmótsins. Keppnin var einnig sýnd í beinni útsendingu á RUV-2 og Youtube þar sem tugþúsundir fylgdust með að auki. Strax í fyrstu brautunum sem voru…Lesa meira

Brim styrkir Fab Lab smiðju Vesturlands

Útgerðarfyrirtækið Brim færði nýverið Fab Lab smiðju Vesturlands á Breiðinni á Akranesi tíu tölvur að gjöf. Á myndinni eru þeir Daníel Haraldsson frá Brimi og Jens Róbertsson forstöðumaður Fab Lab smiðju Vesturlands.Lesa meira

Bræla einkennir veðurspána fyrstu strandveiðivikuna

Strandveiðitímabilið hófst á miðnætti. Veðurspáin fyrir næstu daga er fremur óhagstæð til veiða á smábátum. Fyrir hádegi í dag og út vikuna er spáð sunnan- og suðvestan þræsingi en eftir hádegið í dag verður veður skaplegra. Fjölmargir smábátar hafa engu að síður haldið til veiða og t.a.m. eru um 40 bátar á miðunum norðan við…Lesa meira

Sóttu í nótt vélarvana bát

Upp úr klukkan fjögur í nótt barst sjóbjörgunarflokki Björgunarfélags Akraness útkall vegna vélarvana báts sem staddur var um þrjár sjómílur vestan við Akranes. Farið var á björgunarskipinu Jóni Gunnlaugssyni og báturinn dreginn að landi. Að sögn Ásgeirs Kristinssonar, hjá Björgunarfélagi Akraness, gekk aðgerðin vel. Hann gat þess jafnframt að þetta var tíunda útkallið sem félaginu…Lesa meira

Sundlaugin lokuð í þrjá daga vegna undirbúnings nýrra potta

Vegna framkvæmda verður útisvæðið við Sundlaug Stykkishólms lokað í dag og næstu tvo daga að auki, en innilaugin verður opin. „Eins og kunnugt er stendur til að endurnýja heitu pottana og þarf að loka þessa daga vegna lagnavinnu. Frá og með 8. maí verður sundlaug, vaðlaug og innilaug opin en pottasvæði lokað vegna framkvæmda. Opnað…Lesa meira

Skúrinn trésmíðaverkstæði settur upp á Breið

Byrjað er að undirbúa að setja upp trésmíðaverkstæði á Akranesi, nærri Fab Lab Smiðju Vesturlands í nýsköpunarsetrinu Breið. Verkefnið er kallað Skúrinn. „Þar verður í boði aðstaða fyrir þennan hóp sem og aðra til að koma í Breið nýsköpunarsetur og vinna að trésmíðaverkefnum sínum í góðum félagsskap. Að auki verður boðið upp á kennslu í…Lesa meira

Kostuleg klassík með Sinfóníuhljómsveit Westmont-háskóla

Sinfóníuhljómsveit Westmont-háskóla í Kaliforníu er komin til landsins. Hún leikur á þrennum tónleikum næstu daga. Aðgangur er ókeypis á þá alla en sækja þarf miða á tix.is. Tónleikar verða m.a. í Reykholtskirkju miðvikudaginn 7. maí klukkan 20. „Bandarísk verk eru fyrirferðamikil á efnisskránni og það er óhætt að segja að hún sé bráðskemmtileg og í…Lesa meira

„Langar ekki til að taka þátt í þessari tilraun“

Segir íbúi í næsta nágrenni við væntanlegar tilraunir með sleppingu vítissóta í Hvalfjörð Arnheiður Hjörleifsdóttir á Bjarteyjarsandi í Hvalfjarðarsveit skrifaði síðastliðinn fimmtudag pistil á FB síðu sína þar sem hún mótmælir væntanlegum tilraunum með sleppingu vítissóta í Hvalfjörð, ekki fjarri bæ hennar. Meðal atvinnu hennar er móttaka skólahópa sem fara í fjöruferðir og kynnast lífríkinu…Lesa meira

Sjósettu Elluna í blíðskaparveðri í gærmorgun

Í gær var hátíðisdagur í Borgarnesi. Þá var Ellan sjósett og siglt inn á Brákarsundið þar sem hún verður bundin við ból sitt í sumar. Fyrir marga heimamenn í Borgarnesi markar koma Ellunnar upphaf sumars. Líklega er svo báturinn myndaður hlutfallslega jafn mikið af ferðamönnum og Kirkjufellið í Grundarfirði. Þessi litli en fallegi bátur er…Lesa meira

Sóttu vélarvana bát á Faxaflóa

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var sjóbjörgunarflokkur Björgunarfélags Akraness kallaður út. Þá glímdi skipstjórinn á bátnum Öldu Maríu BA-71 við vélarbilun í báti sínum. Hann var þá staddur á miðjum Faxaflóa um 20 sjómílur vestur af Akranesi. Björgunarfélagsmenn sigldu á fullu stími til móts við bátinn á björgunarbátunum Jóni Gunnlaugssyni og Margréti Guðbrandsdóttur. Laust eftir…Lesa meira