
Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á fundi sínum á dögunum samning við Ungmennafélagið Íslending um afhendingu á 40% eignarhlut Skorradalshrepp í Laugarbúð við Hreppslaug í Skorradal. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns á sínum tíma samþykkti hreppnefndin að heimila afsal til ungmennafélagsins á þessum eignarhlut án endurgjalds. Bókfært verð eignarhlutarins var þá um 36,6 milljónir króna.…Lesa meira








