Stuðst við gervigreind til að spá fyrir um fjölda ferðamanna

Ferðamálastofa hefur nú fyrsta skipti birt spá um fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll þar sem gervigreind er nýtt til spágerðarinnar. Það er ráðgjafarfyrirtækið Sumo Analytics sem vinnur þessar spár fyrir stofnunina. Ferðamenn á síðasta ári voru 2,261 milljónir en því er nú spáð að á næstu árum fjölgi þeim lítillega, verði 2,337 milljónir árið 2025…Lesa meira

Árleg vitundarvakning Krafts að hefjst

Yfirskrift herferðarinnar er: „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“ Fjáröflunar – og vitundarvakning Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein er að hefjast. Vitundarvakningin er árleg og er ein stærsta fjáröflun félagsins. Markmið átaksins er að vekja athygli á mikilvægi starfsemi Krafts og veita fólki innsýn inn í þær…Lesa meira

Að breyta áfalli í sóknarfæri

Rætt við Sigurð Arnar Sigurðsson skólastjóra um uppbyggingu Grundaskóla á Akranesi Það hefur vart farið fram hjá nokkrum manni sem fer um Jaðarsbakkasvæðið á Akranesi að mikil uppbygging hefur átt sér stað á skólahúsnæði Grundaskóla. Skólinn er einn fjölmennasti grunnskóli landsins með um 700 nemendur og um 130 starfsmenn í misstórum stöðugildum. Það má áætla…Lesa meira

Verulegur samdráttur í úthlutuðum byggðakvóta

Almennum byggðakvóta er úthlutað til 42 byggðarlaga í 25 sveitarfélögum landsins á fiskveiðiárinu 2024-2025. Atvinnuvegaráðherra er heimilt að ráðstafa aflamagni í óslægðum botnfiski til að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og mæta áföllum sem fyrirsjáanleg eru vegna verulegra breytinga á aflamarki einstaka tegunda. Heildarráðstöfun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu…Lesa meira

Líklega sá eini sem hefur stjórnun briddsmóta að aðalstarfi

Litið við á móti undir stjórn Þórðar Ingólfssonar Í okkar fámenna landi er enn hægt að finna starfsstéttir þar sem einungis má telja örfáa eða einn sem gegnir þeim. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er einungis einn sem hefur að meginstarfi stjórnun briddsmóta hér á landi. Snæfellingurinn Þórður Ingólfsson hefur frá árinu 2019 ekki sinnt öðru en…Lesa meira

Vestlendingar fjölmennir á Mannamóti landshlutanna – 40 mynda syrpa

Frábær mæting og rífandi stemning var á árlegu Mannamóti landshlutanna sem haldið var í Kórnum í Kópavogi síðastliðinn fimmtudag. Það eru markaðsstofur landshlutanna sem standa fyrir Mannamóti, en þangað er m.a. boðið starfsfólki ferðaskrifstofa, hótela, ráðamanna, fjölmiðla og annarra sem vilja kynna sér það sem efst er á baugi og nýjungar á vettvangi ferðaþjónustu á…Lesa meira

Opna brátt fyrir styrkumsóknir í Matvælasjóð

Matvælasjóður mun opna fyrir umsóknir 1. febrúar næstkomandi vegna sjöttu úthlutunar sjóðsins, hægt verður að sækja um til miðnættis 28. febrúar. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu. Til úthlutunar úr sjóðnum í ár eru rúmar 477 milljónir króna.…Lesa meira

Garðfuglahelgin er framundan

Hin árlega garðfuglahelgi að vetri verður dagana 24.-27. janúar að öllum fjórum dögum meðtöldum.  Um er að ræða helgi þegar fuglaáhugafólk um land allt telur fuglategundir í görðum. „Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakendur þurfa að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma einn dag. Fjórir dagar koma til greina og…Lesa meira

Bjóða út endurbyggingu vegar að Ólafsdal

Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í endurbyggingu á um 6,6 km vegarkafla á Steinadalsvegi í Dölum. Um er að ræða endurbætur á núverandi vegi ásamt vegtengingum og frágangi frá gatnamótum Vestfjarðavegar að Ólafsdal. Steinadalsheiði liggur síðan milli Gilsfjarðar og Kollafjarðar í Strandasýslu. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. ágúst 2026. Ef marka…Lesa meira

Nokkrar bifreiðar hafa hafnað utan vegar

Fram kemur í dagbók lögreglu úr liðinni viku að ekið var á gangandi vegfaranda á Akranesi sem við það féll við, hlaut hann minniháttar eymsli af og var ekki talinn alvarlega slasaður. Bifreið hafnaði utan vegar á norðanverðri Holtavörðuheiði í kjölfar þess að ökumaður sofnaði við aksturinn, minniháttar tjón varð á bifreiðinni og engin slys…Lesa meira