Vel mætt á vinnufund um Jaðarsbakkasvæðið

Síðasta fimmtudag var haldinn vinnufundur með íbúum Akraneskaupstaðar á vegum skipulags- og umhverfisráðs varðandi Jaðarsbakkasvæðið og mættu yfir 50 manns á fundinn. Dagskráin hófst með upprifjun á stefnu sem var gerð fyrir svæðið og ætlunin er að endurspeglist í skipulagi þess. Basalt arkitektar fóru síðan yfir frumhönnun sína fyrir svæðið, ásamt nánari útfærslu eins og…Lesa meira

Kallað eftir skýringum á að óviðunandi ástand skapaðist

“Það er óviðunandi að öryggi í fjarskiptum standi á slíkum brauðfótum að nokkurra klukkustunda rafmagnsleysi í góðu veðri valdi langvarandi þjónusturofi í byggð,“ segir í fundargerð byggðarráðs Borgarbyggðar frá því í síðustu viku. Þar er vísað til að dagana 15. – 16. febrúar varð langvinnt og víðfeðmt rafmagnsleysi í stórum hluta sveitarfélagsins. „Svo langvinn bilun…Lesa meira

Keppt í tölti á KB mótaröðinni

Keppt var í tölti á KB mótaröðinni í hestaíþróttum sl. sunnudag. Það er hestamannafélagið Borgfirðingur sem heldur mótið í Faxaborg og voru ágætar skráningar á það, góð stemning og sömuleiðis vel mætt á pallana. „KB mótaröðin er styrkt af Kaupfélagi Borgfirðinga og þökkum við þeim enn og aftur fyrir stuðningin því þessi mótaröð væri ekki…Lesa meira

Markaðsstofur landshlutanna í heimsókn á Vesturlandi

Í síðustu viku var skipulagður samstarfsfundur milli markaðsstofa landshluta og sá Markaðsstofa Vesturlands um að skipuleggja fundinn. Vinnufundur var haldinn með Íslandsstofu í Hvammsvík, þar sem farið var yfir áherslur fyrir næstkomandi ár, en síðan var haldið í Borgarnes og fengin kynning á viðburðastarfi Landnámsseturs Íslands. Áður hafði Gísli Einarsson kynnt sýningu sína Ferðabók Gísla…Lesa meira

Manni bjargað af flæðiskeri

Laust fyrir klukkan 18 í gærkvöldi var björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ kölluð út á hæsta forgangi vegna ferðamanns sem lent hafði á flæðiskeri undan bænum Ytri Tungu í Staðarsveit. Þar er vinsæll staður til selaskoðunar og hafði maðurinn gengið fram fjöruna, en svo flæddi að honum og lokaði sjórinn leið hans í land. Þrír björgunarsveitarmenn…Lesa meira

Vaxandi áhugi fyrir félagsvist hjá FEBAN

Í vetur hefur þátttaka í félagsvist farið vaxandi á vegum Félags eldri borgara á Akranesi og í nágrenni. Að jafnaði er spilað á 11 til 15 borðum eftir hádegi á mánudögum. Spilað er í sal FEBAN við Dalbraut 4 og er Jóhann Magnús Hafliðason keppnisstjóri. Hann beitti sér fyrir því að félagið festi síðasta vor…Lesa meira

Dalabyggð sendir frá sér beittar athugasemdir við reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur sent ítrekaða umsögn við tillögu Matvælaráðuneytisins um framkomin reglugerðardrög um sjálfbæra landnýtingu. Einnig hefur Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri vakið athygli á ýmsum vanköntum málsins í greinaskrifum. Hvetur hann til þess að Matvælaráðuneytið hugsi sinn gang og dragi áform sín til baka.  Drögin birtust fyrst í samráðsgátt stjórnvalda í september 2021 og barst…Lesa meira

Gaui Þórðar fékk gullmerki ÍA

Á aðalfundi Knattspyrnufélags ÍA síðasta þriðjudag hlaut Guðjón Þórðarson gullmerki ÍA fyrir frábært framlag hans til knattspyrnunnar á Akranesi. Guðjón er margfaldur Íslands- og bikarmeistari með ÍA sem leikmaður og þjálfari. Hann lék 392 leiki og skoraði 16 mörk með félaginu ásamt því að þjálfa liðið til margra ára. Á FB síðu KFÍA segir: „Eins…Lesa meira

Áslaug Áka fékk heiðursviðurkenningu KFÍA

Á aðalfundi Knattspyrnufélags ÍA síðasta þriðjudag var Áslaugu Rögnu Ákadóttur veitt heiðursviðurkenning félagsins. Fram kemur á FB síðu KFÍA að Áslaug hóf ung að leika knattspyrnu fyrir ÍA og varð síðar einn af lykil leikmönnum liðsins um árabil. Hún sýndi snemma mikla knattspyrnuhæfileika og var áberandi upp alla yngri flokkana. Áslaug varð Íslandsmeistari með 2.…Lesa meira

Salsa námskeið í Sögumiðstöðinni

Fimmtudaginn 22. febrúar gafst Grundfirðingum kostur á að dilla sér við seiðandi salsa tónlist í Sögumiðstöðinni. Þá voru þær Sandy Gomez og Diana Arcila með námskeið í suðrænum dönsum en þær eru báðar frá Suður Ameríku; Sandy frá Kólumbíu og Diana frá Venezuela. Góð mæting var á námskeiðið og voru ungir sem aldnir mættir til…Lesa meira