Ráðherranefnd um verndun íslenskrar tungu kynnir aðgerðaáætlun

Aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu verður lögð fram sem þingsályktunartillaga á Alþingi á næstu dögum. Ráðherranefnd um málefni íslenskrar tungu kynnti í dag tillögur sínar að alls 19 aðgerðum sem miða að því að styrkja stöðu tungumálsins til framtíðar. Nefndin var sett á laggirnar í nóvember 2022, að tillögu forsætisráðherra. Henni er ætlað að efla…Lesa meira

Halda Landvættablót í Grundarfirði á föstudaginn

Landvættablót verður haldið í Grundarfirði föstudaginn 1. desember klukkan 18:00. Það verður við Víkingaskálann á móti Sögusetrinu. Jónína K. Berg Þórsnessgoði helgar blótið. Hún segir í tilkynningu að blótið sé öllum opið og öllum velkomið að mæta. „Lyftum horni til heilla landi og þjóð! Að blóti loknu verður boðið upp á heita súpu,“ segir Jónína.Lesa meira

Slökkviliðið mannar vaktir í Grindavík

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar hefur mannað vaktir í þrjá daga í Grindavík með öðrum viðbragðsaðilum víða af landinu. Síðastliðinn laugardag fór slökkviliðið í sína þriðju ferð á svæðið að veita aðstoð. Þau verkefni sem Slökkviliðið hefur sinnt á svæðinu eru til dæmis verðmætabjörgun af heimilum fólks og fyrirtækjum ásamt því að sinna vakt slökkviliðs á…Lesa meira

Dagssektir lagðar á Skógræktina verði ekki bætt úr óleyfisframkvæmdum

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar Skorradalshrepps í gær var lögð fram ítarleg greinargerð Landgræðslunnar þar sem farið er yfir umfang og leiðir til úrbóta vegna óleyfisframkvæmda Skógræktarinnar sumarið 2022 í landi tveggja jarða í Skorradal. Annars vegar Stóru Drageyrar og hins vegar Bakkakots. Svæðin sem um ræðir eru þrjú: Vegslóði var ruddur norðvestan til í…Lesa meira

Jólamarkaður og stemning á Akratorgi tvær næstu helgar

Miðbæjarsamtökin Akratorg og Akraneskaupstaður ætla að blása í hátíðarlúðra næstu tvær helgar á Akratorgi og vera með jólamarkað fyrir íbúa Akraness og nágrennis. Opið verður á milli klukkan 13-18 bæði laugardag og sunnudag. Í tilkynningu vegna viðburðarins segir: „Hvar er betra að láta jólaandann hellast yfir sig en í heimabyggð? Hvernig hljómar rölt niður í…Lesa meira

Niðurgreiða sæði hrúta með verndandi arfgerðir

Samkvæmt tillögum sérfræðingahóps, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði í vor, munu sæðingar á fengitíðinni sem er að hefjast á vegum sauðfjársæðingastöðvanna á Suðurlandi og Vesturlandi, verða niðurgreiddar ef sætt er með hrútum sem bera verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðuveiki skv. útgefinni hrútaskrá 2023-24. „Þeir bændur sem skrá sæðingar í Fjárvís ekki síðar en…Lesa meira

Jólagleði á Hvanneyri á LAUGARDAGINN

Íbúasamtökin á Hvanneyri standa á laugardaginn fyrir árlegri jólagleði í þorpinu á fyrsta helgi í aðventu. Það skal áréttað hér að í frétt sem birt er í Skessuhorni, sem kom út í dag, er missagt að jólagleðin sé á sunnudaginn, en hún verður semsé laugardaginn 2. desember kl. 13-17. Auglýsingu um viðburðinn er jafnframt að…Lesa meira

„Komdu í bingó vinan“ gekk framar vonum

Föstudagskvöldið 24. nóvember síðastliðið var þétt setið í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Þá var búið að bjóða öllum konum á Snæfellsnesi í bingó. Það var Valgerður Helga Ísleifsdóttir sem stóð fyrir viðburðinum og rann allur ágóði til Krabbameinsfélags Snæfellsness. „Hugmyndin kom eitt októberkvöld þegar ég var að spila bingó með fjölskyldunni minni,“ segir Valgerður í stuttu spjalli…Lesa meira

Hjúkrunarfræðingur sem breytti um stefnu með því að flytja til Íslands og hefja nám á Hólum

Rætt við knapann, reiðkennarann, dómarann og verkefnastjórann Randi Holaker Randi Holaker er fædd og uppalin í Noregi en kom til Íslands fyrst árið 2000 til að sækja Landsmót hestamanna sem þá var haldið í Reykjavík. Fimm árum síðar hóf hún nám við Háskólann á Hólum þar sem hún kynntist eiginmanni sínum Hauki Bjarnasyni frá Skáney…Lesa meira

Rjómabúið á Erpsstöðum komið á söluskrá

Bjóða til sölu búrekstur á tveimur samliggjandi jörðum Athygli vekur að undanfarið hefur fjölgað talsvert bújörðum á söluskrá. Ástæður geta verið margþættar. Meðal þeirra jarða sem nýverið komu á söluskrá hjá Magnúsi Leópoldssyni hjá Fasteignamiðstöðinni eru samliggjandi jarðirnar Erpsstaðir og Þórólfsstaðir í Dalasýslu. Þar er nú rekið myndarlegt kúabú, heimavinnsla á mjólk og móttaka ferðafólks.…Lesa meira