Fréttir

true

Sveitarstjórn Borgarbyggðar segir Veitur getulausar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt harðorða bókun vegna stöðu vatnsmála í Grábrókarveitu í Borgarbyggð. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns á dögunum var haldinn fundur með notendum veitunnar þar sem fram kom að óhreinindi í vatni veitunnar eru slík að það er með öllu ónothæft til þeirra hluta sem því er ætlað alla jafnan. Á…Lesa meira

true

Mandla vitavörður gekk sem nemur einu maraþoni

Heimilisköttur einn á Akranesi hefur vakið talsverða athygli á íbúasíðu bæjarbúa á FB. Læðan Mandla, í eigu þeirra Finnboga Rafns Guðmundssonar og Birgittu Þuru Birgisdóttur á Bárugötu 20, hefur tekið sér það hlutverk að vera til aðstoðar Hilmari Sigvaldasyni vitaverði á Breið. Mætir Mandla vitavörður reglulega til hans í vitavarðarskúrinn til skrafs og ráðagerða. Á…Lesa meira

true

Staðfesta breytingu skipulags Litla-Botnslands

Skipulagsstofnun staðfesti í síðustu viku breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sem samþykkt var í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar 26. nóvember sl. Í breytingunni felst að marka stefnu um nýtt 13,9 hektara verslunar- og þjónustusvæði að Litla-Botnslandi 1 og minnka þannig frístundabyggð sem því nemur. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns er gert ráð fyrir uppbyggingu…Lesa meira

true

Sætir sigrar hjá Vesturlandsliðunum í 1. deild

Fjórtánda umferð 1. deildar karla í körfuknattleik hófst á föstudaginn. Lið Snæfells hélt til Akureyrar þar sem það mætti Þór í Höllinni. Leikurinn var afar jafn frá upphafi til enda og liðin skiptust á forystunni nánast allan leikinn. Eftir fyrsta leikhluta höfðu Snæfellingar yfirhöndina 16-18 en á hálfleik voru það heimamenn sem leiddu 36-33. Að…Lesa meira

true

Blóðsöfnun á Akranesi á morgun

Blóðbankabíllinn verður staddur við Stillholt 16-18 á Akranesi á morgun, þriðjudaginn 20. janúar frá kl. 10:00 – 17:00. Þangað eru allir sem mega gefa blóð hvattir til að mæta.Lesa meira

true

Endurtaka grenndarkynningu

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar 13. janúar sl. var ákveðið að endurtaka grenndarkynningu vegna umsóknar til skipulagsfulltrúa um að breyta húsnæði við Kirkjubraut 4-6 þannig að í hluta þess verði rekið gistiheimili, en í hluta verslunar- og skrifstofurými. Stefnt er að því að opna gistiheimili með allt að átta herbergjum í húsnæðinu og verður…Lesa meira

true

Matsáætlun magnesíumverksmiðju í Hvalfirði birt í skipulagsgátt

Njörður holding ehf. hefur birt í Skipulagsgátt matsáætlun vegna byggingar verksmiðju á Gundartanga þar sem ætlunin er að vinna um 50.000 tonn af magnesíum úr sjó. Í framleiðsluferli myndast klór sem aukaafurð sem einnig verður nýtt. Matsáætlunin er verkáætlun komandi umhverfismats vegna byggingar verksmiðjunnar og er hún nú kynnt almenningi, hagsmunaaðilum og lögbundnum umsagnaraðilum um…Lesa meira

true

Selfyssingurinn sterki gengur til liðs við ÍA

Guðmundur Þórarinsson hefur skrifað undir samning við Knattspyrnufélag ÍA til næstu tveggja ára. Guðmundur hefur um þrettán ára skeið leikið sem atvinnumaður erlendis, nú síðast með armenska félaginu FC Noah. Hann hefur leikið á undanförnum árum í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Bandaríkjunum og Grikklandi. Á ferlinum hefur hann orðið deildar- og bikarmeistari í Noregi, meistari í…Lesa meira

true

ÍA tapaði gegn Njarðvík og vermir botnsætið

Lið ÍA og Njarðvíkur mættust í Bónus deild karla í körfuknattleik í IceMar-höllinni í Njarðvík á föstudagskvöldið. Bæði liðin hafa átt erfitt uppdráttar í vetur. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og að honum loknum höfðu heimamenn yfir 19-17. Í öðrum leikhluta jókst forskot Njarðvíkur og í hálfleik var staðan 44-36. Enn jókst munurinn…Lesa meira

true

Aukin vatnstaka á Steindórsstöðum þarf ekki í umhverfismat

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að áform Veitna um aukna vatnstöku og borholur á Steindórsstöðum í Reykholtsdal í Borgarfirði sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun barst tilkynning um framkvæmdirnar frá Veitum og er um að ræða framkvæmdir á verndarsvæði.…Lesa meira