Fréttir

true

Fjórar fuglategundir metnar í bráðri útrýmingarhættu á Íslandi

Fjórar fuglategundir eru að mati Náttúrufræðistofnunar í bráðri útrýmingarhættu á Íslandi. Þetta kemur fram nýju riti Náttúrufræðistofnunar, Válisti fugla 2025, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar. Megintilgangur með útgáfunni er að draga fram hvaða tegundir eru í útrýmingarhættu hér á landi og veita upplýsingar sem styðja við aðgerðir til verndar náttúrunni. Válistinn er unninn…Lesa meira

true

Mestum afla landað í Rifi á liðnu ári

Á nýliðnu ári var 60.630 tonnum af sjávarfangi landað í höfnum á Vesturlandi. Er það 1,7% aukning í magní frá árinu 2024 þegar 59.570 tonnum var landað. Mestum afla var landað í Rifi; 21.083 tonnum sem er 9,5% aukning frá árinu á undan. Í Grundarfirði var landað 16.518 tonnum sem er 5,4% aukning á milli…Lesa meira

true

Opinber þjónusta vegur þyngst á Vesturlandi

Líkt og í öðrum landshlutum vegur stjórnsýsla, fræðsla, heilbrigðis- og félagsþjónusta þyngst í hlutdeild atvinnugreina í atvinnutekjum ársins 2024. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Byggðastofnunar. Hlutfallið var 32%. Þar á eftir kemur framleiðsla án fiskvinnslu með 18%, fiskveiðar og -vinnsla skila 12%, byggingastarfsemi 8%, verslun og viðgerðir skila 7%, gisti- og veitingarekstur er með…Lesa meira

true

Hefja átak í bólusetningu drengja fæddir 2008-2010

Sóttvarnalæknir er að hefja átak um bólusetningu drengja hér á landi sem fæddir eru árin 2008-2010 og verður bólusetning þessara árganga gjaldfrjáls í vetur. Í tilkynningu kemur fram að sýnt hafi verið fram á að HPV bólusetning er mikilvæg leið til að fækka krabbameinstilfellum. „Bólusetning gegn HPV veirunni hófst hér á landi árið 2011, fyrst…Lesa meira

true

Breytingar í yfirstjórn Kapp

Freyr Friðriksson stofnandi og eigandi Kapp ehf hefur ákveðið að hætta sem forstjóri félagsins og verður stjórnarformaður þess. Ólafur Karl Sigurðarson, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarforstjóra KAPP, síðastliðið rúmt ár, tekur við sem forstjóri. Kapp er íslenskt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, framleiðslu, sölu og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi, kjúklingaframleiðslu, smávöruverslanir og…Lesa meira

true

Fá stærri fisk á línuveiðum með stokkum

Línubáturinn Kristinn SH er eini báturinn sem rær frá Snæfellsbæ með svokallaða stokka. Þá er línan stokkuð upp í landi, en lögð úr stokkum úti á sjó. Í hverjum stokk eru 400 krókar. Kristinn SH rær með 60 stokka í róðri. Þegar beitt var á hefðbundinn máta voru níu menn að vinna við beitningu, en…Lesa meira

true

Misjafnt gengi bjargfugla á Snæfellsnesi

Bjargfugli einstakra tegunda reiddi misjafnlega af á Snæfellsnesi á liðnu ári. Þetta kemur fram í framvinduskýrslu Náttúrustofu Norðausturlands um vöktun bjargfugla árið 2025 en hún vinnur að vöktuninni á öllu landinu í umboði Umhverfisstofnunar en með aðstoð annarra náttúrustofa. Vöktun fer að stórum hluta fram með vöktunarmyndavélum. Hvað ritu varðar hefur hreiðrum hennar fjölgað í…Lesa meira

true

Einar Margeir er Íþróttamanneskja Akraness 2025

Í kvöld voru tilkynnt úrslit í kjöri á Íþróttamanneskju Akraness árið 2025 og var viðburðurinn haldinn í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll og sýndur auk þess beint á ÍATV. Það var sundmaðurinn Einar Margeir Ágústsson sem hlaut flest stig. Þetta er þriðja árið í röð sem hann hlýtur þessi verðlaun. Hlaut hann að launum Helga Dan bikarinn…Lesa meira

true

Útköllum slökkviliða á Vesturlandi fækkaði milli ára

Útköll slökkviliða á Vesturlandi voru 174 á nýliðnu ári. Er það nokkur fækkun frá árinu á undan þegar þau voru 185. Eldútköllum fækkaði úr 105 árið 2024 í 84 árið 2025. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Nú eru starfandi sex slökkvilið á Vesturlandi sem reka 12 slökkviliðsstöðvar. Auk Vesturlands er brunavörnum…Lesa meira