Vegfarendur um Gilsfjarðarbrú tóku eftir því síðdegis í dag að háhyrningur hafði orðið innlyksa í grynningum við minni fjarðarins þegar fjaraði út. Steinþór Logi Arnarson sendi Skessuhorni meðfylgjandi mynd.Lesa meira
Reykjavíkurborg hefur nú auglýst fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 vegna væntanlegrar Sundabrautar. Vegurinn er stofnbraut og nýr þjóðvegur í Reykjavík, en mun eins og kunnugt er tengjast Vesturlandsvegi um Kjalarnes og því verður hann mikilvæg samgöngubót fyrir alla íbúa norðan Kollafjarðar, þ.m.t. íbúa Vesturlands, Vestfjarða og Norðurlands. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti 14. september sl. verkefnalýsingu…Lesa meira
Opnað var fyrir útboð á innanhússfrágangi við nýja íþróttahúsið á Jaðarsbökkum á Akranesi í síðustu viku og verða tilboðin opnuð 19. október næstkomandi. Samkvæmt útboðsgögnum á að afhenda kjallararými mannvirkisins 30. janúar árið 2025 og allt húsið í lok maí sama ár. Að sögn Ásbjörns Egilssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og skipulagssviði Akraneskaupstaðar, varðandi frágang á…Lesa meira
Kór Keflavíkurkirkju ásamt hljómsveit var með tónleika í Akraneskirkju á laugardaginn þar sem flutt voru lög írsku hljómsveitarinnar U2 og voru allir textar sungnir á íslensku. Textarnir eru eftir fjóra meðlimi kórsins og á Ómar Ólafsson fimm þeirra, Sólmundur Friðriksson samdi fjóra texta og kórstjórinn Arnór B. Vilbergsson og Freydís Kneif Kolbeinsdóttir sömdu bæði einn…Lesa meira
Á forsíðu auglýsingablaðsins Póstsins, sem kom út í dag, er tilkynnt að útgáfunni hafi nú verið hætt. „Tekin hefur verið sú ákvörðun að hætta útgáfu Póstsins. Er þetta því okkar síðasta tölublað.“ Blaðinu hefur undanfarin ár verið dreift í 3.900 eintökum í hús á Akranesi en auk þess legið frammi í verslunum í Borgarnesi. Prentverk…Lesa meira
Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa og sauðfjár hjá MAST, segir til um það í tilkynningu hvernig bregðast skuli við komi línubrjótar sauðfjár fram í haustréttum. „Vangaveltur hafa vaknað varðandi það hvernig eigi að bregðast við ef línubrjótar reynast vera af ARR/x-arfgerð. Það er niðurstaða Matvælastofnunar að túlka megi 1. mgr 25.gr laga nr 25/1993 um…Lesa meira
Ferjan Röst, sem Vegagerðin hefur keypt frá Noregi til að taka við ferjusiglingum yfir Breiðafjörð af Baldri, kom til heimahafnar í Stykkishólmi í gær. Röst hafði þá verið á siglingu frá því um helgina frá Noregi. Eftir stutta viðkomu í Stykkishólmi var einnig siglt til Brjánslækjar til að kanna hvort þörf væri á að breyta…Lesa meira
Fjögur umferðaróhöpp komu inn á borð í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku en öll voru þau án teljandi meiðsla og þar af var ein bílvelta þar sem bifreið skemmdist nokkuð. Í einu þessara óhappa var ökumaður að leggja bifreið sinni fyrir utan verslun og varð fyrir því óhappi að ruglast á bremsum og…Lesa meira
Rætt við Atla Björn Levy verkefnastjóra hjá Orku náttúrunnar Framundan eru viðhalds- og endurbótaframkvæmdir við Andakílsárvirkjun í Borgarfirði, en virkjunin var byggð árið 1947. Virkjunin virkjar fall Andakílsár úr Andakílsárlóni sem rennur úr Skorradalsvatni, en er hún í eigu Orku náttúrunnar. Heildarframleiðslugeta er 8 MW. Neðan við virkjunina fer fram veiði í Andakílsá en umhverfisslys…Lesa meira
Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að stuðningur við innlenda kornrækt til fóðurs og manneldis verði aukinn um tæplega 200 milljónir króna. Áætlað er að verja um tveimur milljörðum króna til verkefnisins á næstu fimm árum. Þessi fjármunir á næsta ári munu skiptast milli fjárfestingarverkefna til uppbyggingar innviða og kynbótastarfs. Samkvæmt gildandi fjármálaáætlun…Lesa meira