Fréttir

true

Sítengd en aldrei aftengdari

Rætt við frú Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, um áhrif snjallsíma og samfélagsmiðla Það er notalegt andrúmsloft á Bessastöðum, þegar blaðamann Skessuhorns ber að garði. Fallegt húsið tekur vel á móti þér og ekki síður húsráðandinn; frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Tilefni heimsóknarinnar er að ræða málefni sem forsetinn hefur látið sig miklu varða; sífellt meiri…Lesa meira

true

Ýmsar skattabreytingar taka gildi á nýju ári

Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar sem snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Tekið verður upp kílómetragjald á öll ökutæki, samhliða því að olíu- og bensíngjöld verða felld niður. Þá verða gerðar ýmsar verðlagsuppfærslur á gjöldum auk þess sem vörugjöld af ökutækjum breytast talsvert. Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu er fjallað um helstu efnisatriði breytinganna…Lesa meira

true

Gleðileg jól!

Starfsfólk Skessuhorns – fréttaveitu Vesturlands, óskar lesendum sínum og öðrum viðskiptavinum gleðilegrar hátíðar. Hafið kæra þökk fyrir þétt samstarf og samskipti á árinu sem er að líða.Lesa meira

true

Sagnaritari samtímans 2025 – myndasyrpa

Ljósi brugðið á ljósmyndir og áhugamál Guðmundar Bjarka Halldórssonar Mjög víða stunda áhugaljósmyndarar ómetanlega samtímaskráningu fyrir sín byggðarlög; fanga m.a. atvinnulíf, menningu, mannlíf eða náttúru. Samtímaskráning af þessu tagi er mikilvæg þótt vissulega sé nú almennara að fólk taki myndir, einkum á síma. Hér á Vesturlandi eru fjölmargir sem stunda áhugaljósmyndun af kappi. Í jólablöðum…Lesa meira

true

Tengivagn fór á hliðina

Bálhvasst var í Borgarfirði í gærkvöldi. Á tíunda tímanum fengu björgunarsveitir beiðni frá lögreglu um að aðstoða við að losa flutningabíl frá tengivagni sem hafnað hafði á hliðinni utan vegar skammt frá afleggjaranum að Bröttubrekku í Norðurárdal. Sjálfur flutningabíllinn valt þó ekki en þveraði veginn. Engan sakaði.Lesa meira

true

Hefur samið þúsundir krossgátna en rifar nú seglin

Rætt við Erlu Guðmundsdóttur krossgátuhöfund Allt frá haustinu 2014 hefur reglulega tvisvar í mánuði birst krossgáta á síðum Skessuhorns mörgum til afþreyingar og ánægju. Þær hefur samið Erla Guðmundsdóttir sem kemur úr Reykjavík en hefur frá aldamótum búið á Vesturlandi, fyrst í Hvalfjarðarsveit en síðar á Akranesi. Erla varð 93 ára í maí á þessu…Lesa meira

true

Flestir brottfluttir til höfuðborgarsvæðisins

Í nóvembermánuði fluttu 160 íbúar á Vesturlandi lögheimili sitt. Af þeim fluttu flestir á milli lögheimila innan landshlutans, eða 100. Til höfuðborgarinnar fluttu 45, á Suðurnes fluttu fjórir, til Vestfjarða flutti einn, til Norðurlands vestra flutti einn, til Norðurlands eystra fluttu tveir og á Suðurland fluttu sjö. Enginn flutti til Austurlands. Þetta kemur fram í…Lesa meira

true

Íbúar í Eyja- og Miklaholtshreppi eru gjafmildastir landsmanna

Íbúar í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi eru þeir Íslendingar sem eyða hlutfallslega mestu af sínum ráðstöfunartekjum í jólagjafir. Þetta kemur fram í jólakorti norrænu rannsóknastofnunarinnar Nordregio. Þar má greina hversu háu hlutfalli af ráðstöfunartekjum sínum íbúar í hverju sveitarfélagi á Norðurlöndunum eyða í jólagjafir. Þetta er fengið með að keyra saman niðurstöður könnunar YouGov…Lesa meira

true

Vilja kaupa hlut í hóteli

Hreppsnefnd Skorradalshrepps barst á dögunum tilboð í hlut hreppsins í Hótel Borgarnesi hf. Tilboðsgjafar eru þau Lína Móey Bjarnadóttir og Sigurður Karlsson sem nýverið keyptu meirihluta í félaginu og tóku við rekstri hótelsins. Hreppurinn á 0,07% af hlutafé félagsins og var tilboðið að fjárhæð 100.000 krónur. Samkvæmt tilboðinu er félagið í heild metið á tæpar…Lesa meira