Teigasel á Akranesi og Leikskóli Snæfellsbæjar á leið í verkfall

Á vef Kennarasambands Íslands var sett tilkynning í gær þess efnis að niðurstaða atkvæðagreiðslna um boðun verkfalls í tíu leikskólum í landinu liggur nú fyrir. Aðgerðirnar voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Verkföll eru boðuð þriðjudaginn 10. desember næstkomandi í tíu leikskólum hafi samningar ekki náðst. „Þetta eru leikskólarnir Hulduheimar á Akureyri, Höfðaberg í Mosfellsbæ,…Lesa meira

Borgarnes dagatalið 2025 er komið út

Borgarnes dagatal Þorleifs Geirssonar prýða 13 myndir úr Borgarnesi, sem teknar eru í öllum 12 mánuðum ársins. Þetta er í 15. skipti sem það er gefið út. Dagatalið kostar 2.900 krónur en veittur er 15% afsláttur ef keypt eru fimm stykki eða fleiri. Myndirnar á dagatalinu má skoða og fá nánari upplýsingar á slóðinni: www.hvitatravel.is/dagatal…Lesa meira

Snæfell náði loks sigri eftir sex tapleiki í röð

KFG og Snæfell áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og var viðureignin í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Gengi Snæfells hafði ekki verið gott undanfarið því þeir voru með sex töp í röð á breiðu bakinu og eflaust staðráðnir í að ná sínum fyrsta sigri eftir allan þennan tíma sem varð svo raunin…Lesa meira

Samráðsfundur stjórnenda í velferðarþjónustu

Nýlega tóku stjórnendur í velferðarþjónustu á Vesturlandi ákvörðun um að stofna formlegan vettvang fyrir samráð og samstarf í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. „Tilgangur reglulegra samráðsfunda er að búa til sameiginlegan vettvang velferðarsviða sveitarfélaga á Vesturlandi með það að meginmarkmiði að stuðla að aukinni farsæld íbúa svæðisins og standa vörð um hagsmuni þeirra,“ segir…Lesa meira

Lionsklúbbur Grundarfjarðar bauð upp á blóðsykursmælingu

Í gær bauð Lionsklúbbur Grundarfjarðar upp á blóðsykursmælingu í Kjörbúðinni í Grundarfirði. Mælingin fór fram á milli 16:00 og 18:00 þegar flestir bæjarbúar leggja leið sína í búðina. Vel var mætt og höfðu sjúkraflutningamennirnir Þorkell Máni og Tómas Freyr í nógu að snúast á meðan þeir mældu bæjarbúa. Það er afskaplega mikilvægt að fylgjast með…Lesa meira

Leirulækur er ræktunarbú Borgfirðings 2024

Uppskeruhátíð hestamannafélagsins Borgfirðings var haldin í gær. Þar voru afhent verðlaun fyrir efstu kynbótahross í hverjum flokki og efstu knapa. Ræktunarbú ársins á félagssvæðinu er Leirulækur á Mýrum. Íþróttamaður Borgfirðings 2024 er Flosi Ólafsson. Stigahæstu knapar Barnaflokkur: Svandís Svava Halldórsdóttir Unglingaflokkur: Kristín Eir Holaker Hauksdóttir Ungmennaflokkur: Katrín Einarsdóttir Áhugamannaflokkur: Ámundi Sigurðsson Opinn flokkur: Flosi Ólafsson…Lesa meira

Fjölmenni á baráttufundi kennara

Síðdegis í gær komu kennarar á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit saman til baráttufundar í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Vildu þeir með fundinum sýna samstöðu og þétta hópinn í kjarabaráttu sinni. Eins og kunnugt er hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum Kennarasambandsins við fulltrúa ríkis og sveitarfélaga. Verkfallsaðgerðir hafa staðið í nokkrum skólum frá því í lok…Lesa meira

Ljósakrossar Lionsklúbbsins á aðventunni

„Ágætu Akurnesingar og aðrir velunnarar Lionsklúbbs Akraness! Nú fer að líða að aðventunni og þá hefjumst við Lionsmenn handa í kirkjugarðinum. Að þessu sinni byrjum við laugardaginn 30. nóvember og verðum í garðinum frá kl. 11 til 15.30.  Því næst sunnudaginn 1. desember frá kl. 13.00 til 15.30. Við verðum síðan laugardaginn 7. desember frá…Lesa meira

Kuldinn truflar merkingar á sorptunnum

Eins og kom fram í Skessuhorni á dögunum hófst dreifing á sorptunnum á heimili á Akranesi um miðjan nóvember og tók Björgunarfélag Akraness að sér það verk. Fram kemur á vef Akraneskaupstaðar að Björgunarfélagið hefur lokið við að dreifa tunnum í fjórum af sex hverfum bæjarins og stefnir á að ljúka dreifingu í næstu viku…Lesa meira

Koma skemmtiferðaskipa til landsins í góðu jafnvægi

Ferðamálastofa hefur aflað upplýsinga um komur skemmtiferðaskipa til sex stærstu hafna landsins, áætlaðar tekjur af þeim fyrir þetta ár og áætlað tekjur fyrir það næsta. Grundarfjarðarhöfn tók á móti 64 skemmtiferðaskipum á þessu ári og voru farþegar 47.776. Tekjur Grundarfjarðarhafnar voru 83 milljónir króna. Faxaflóahafnir höfðu mestar tekjur af skipum; 1.699 milljónir króna fyrir árið…Lesa meira