Fréttir

true

Gistinóttum fjölgaði minnst á Vesturlandi og Vestfjörðum

Gistinóttum á hótelum á landinu fjölgaði um 9,6% í ágúst á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Alls voru gistinæturnar rúmlega 667 þúsund á landinu öllu í ágúst en til samanburðar voru þær tæplega 609 þúsund í sama mánuði í fyrra. Mest varð fjölgunin á Suðurlandi…Lesa meira

true

Þórbergur kemur í Borgarnes

Einleikur byggður á bókinni Sálmurinn um blómið var frumsýndur á fjölum Söguloftsins í Landnámssetrinu síðastliðinn laugardag í túlkun Jóns Hjartarsonar leikara. Bókin kom út fyrir um 70 árum. Þar spjallar skáldið Þórbergur við litlu stúlkuna Lillu-Heggu og það er enginn annar en Guð sjálfur sem á hugmyndina að verkinu, sem er einstakt í sinni röð…Lesa meira

true

Minnist bróður síns og frænda sem fórust vegna sama bílsins

Bjarni Kristinn Þorsteinsson í Borgarnesi rifjar upp á FB síðu sinni að í dag, 5. október, hefði ástkær bróðir hans Unnsteinn Þorsteinsson eldri, orðið 80 ára hefði hann lifað. Unnsteinn lést af slysförum aðeins tvítugur að aldri 11. desember 1965. „Þá daga voru og grúfðu yfir Borgarnesi og í hugum fólks dimmir dagar því tveir…Lesa meira

true

Snæfellskonur með sigur í fyrsta leik

KV tók á móti Snæfelli á Meistaravöllum í fyrstu umferð 1. deildar kvenna í körfuknattleik á laugardaginn. Leikar fóru þannig að Snæfell knúði fram nauman sigur; 64-62.  Þær Anna Soffía Lárusdóttir og Valdís Helga Alexandersdóttir voru atkvæðamestar hjá Snæfelli, gerðu báðar 22 stig fyrir gestina, Adda Sigríður Ásmundsdóttir setti tíu stig, Natalía Mist Þráinsdóttir 6,…Lesa meira

true

Sporið með opna æfingu í Miðgarði í kvöld

Þjóðdansahópurinn Sporið heldur í kvöld kl. 19 opna æfingu í félagsheimilinu Miðgarði í Hvalfjarðarsveit. Þar mun Ásrún Kristjánsdóttir danskennari og félagi í Sporinu veita gestum innsýn í íslenska þjóðdansahefð. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Fyrirhugað er að halda aðra opna æfingu sunnudagskvöldið 12. október á sama stað og tíma. Sjá nánar um félagið á…Lesa meira

true

Fimmti sigurinn í röð og Skagamenn nálgast markmiðið

Karlalið ÍA í Bestu deildinni í knattspyrnu hélt til Eyja í gær og spilaði þýðingarmikinn leik í þræsingsvindi á Hásteinsvelli gegn ÍBV. Ferðin var til fjár í ljósi 2-0 sigurs gestanna sem með þessum úrslitum eru langt komnir með að tryggja veru sína í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Þetta er þó engan veginn…Lesa meira

true

Frumvarp til umsagnar um snjalltæki í skólum

Frumvarp um breytingu á lögum um grunnskóla hefur verið lagt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpið felur í sér að mennta- og barnamálaráðherra fái skýra heimild til að setja reglugerð um notkun síma og snjalltækja í skóla- og frístundastarfi. Markmið slíkra reglna er að tryggja jafnræði milli skóla og stuðla að jákvæðu og öruggu skólaumhverfi.…Lesa meira

true

Löng bið barna eftir sálfræðiþjónustu á Vesturlandi

Umboðsmaður barna hefur í áttunda sinn birt upplýsingar um bið barna eftir þjónustu. Í tilkynningu kemur fram að löng bið eftir þjónustu við börn hafi verið viðvarandi vandamál til margra ára. Með það að markmiði að varpa ljósi á raunverulega stöðu barna hafi Umboðsmaður barna frá því árið 2021 staðið fyrir reglulegri upplýsingaöflun um þann…Lesa meira

true

Dalamenn undirbúa almyrkva á sólu

Almyrkvi á sólu verður sjáanlegur frá Íslandi í fyrsta sinn frá árinu 1954 miðvikudaginn 12. ágúst 2026 og mun almyrkvaslóðin liggja yfir Vestfirði, Snæfellsnes, höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaga. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar ræddi málið á fundi sínum á dögunum en almyrkvinn mun sjást frá Skógarströnd, Fellsströnd og Skarðsströnd. Nefndin fékk til fundarins Sævar Helga Bragason stjörnufræðing. Á fundi…Lesa meira

true

Stemning á Starfamessa í FVA – myndasyrpa

Önnur af þremur Starfamessum á Vesturlandi fór fram í dag í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Um 40 fyrirtæki og stofnanir sýndu þar nemendum elstu bekkja grunnskólanna hvað þau standa fyrir. Um hádegið var síðan almenningi boðið að líta við. Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum…Lesa meira