Grásleppan er nú kvótasett

Frumvarp til laga um kvótasetningu á grásleppu var samþykkt á lokadegi Alþingis í gær. Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar, sem flutti frumvarpið, segir: „Megin tilgangur frumvarpsins er að auka fyrirsjáanleika við grásleppuveiðar og að tryggja betur sjálfbærar og markvissar veiðar.“ Segir þar að á undanförnum árum hafi veiðistjórn grásleppu sætt gagnrýni fyrir þær sakir að vera…Lesa meira

Varaþingmaður segir úr VG

Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri, fyrrum þingkona Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi og varaþingmaður, hefur sagt sig úr flokknum eftir að þingmenn VG greiddu atkvæði með frumvarpi um kvótasetningar á grásleppu. Í aðsendri grein hér á vef Skessuhorns sem nefndist „Verbúðin í boði VG,“ útskýrir hún ástæður uppsagnar sinnar. Þar skrifar hún m.a: „VG er að…Lesa meira

Verkar og selur fisk, sinnir knattspyrnunni og safnar og birtir sögulegar ljósmyndir úr heimabyggð

Viðtal úr safni Skessuhorns við Helga Kristjánsson frá Ólafsvík frá árinu 2013 Maðurinn sem við tölum við rekur litla fiskverkun í Hafnarfirði ásamt bróður sínum. Þeir eru í harkinu. Kaupa fisk á mörkuðum og verka fyrir svipula markaði erlendis. Síðan er hann mikill áhugamaður um knattspyrnu og heldur þá að sjálfsögðu með liði úr heimabænum.…Lesa meira

„Búddisminn hjálpaði mér að vinna bug á þunglyndinu“

Viðtal við Erling Antonsson sálfræðiráðgjafa frá Bakka á Akranesi sem birtist í Skessuhorni árið 2013 Erling Antonsson fæddist árið 1965 á Akranesi og ólst þar upp hjá afa sínum og ömmu. Fyrir 21 ári flutti hann frá Íslandi til að leggja stund á sálfræðinám við bandarískan háskóla. Síðan hefur ýmislegt drifið á daga hans. Erling…Lesa meira

Silja ráðin verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ

Silja Úlfarsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fer í Borgarnesi um verslunarmannahelgina í samstarfi við Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB) og Borgarbyggð. Silja mun vinna með Ómari Braga Stefánssyni, framkvæmdastjóra móta UMFÍ, að skipulagningu mótsins. Fram kemur á vef UMFÍ að Silja er Hafnfirðingur í húð og hár og landsþekkt sem afrekskona í frjálsum…Lesa meira

Skreyttu með traktor jafn gömlu lýðveldinu

Hátíðahöld í Reykhólahreppi á þjóðhátíðardaginn voru í Hvanngarðabrekkunni. Dagskrá var í höndum Kvenfélagsins Kötlu, hófst hún með skrúðgöngu og síðan flutti fjallkonan ávarp. Í hennar hlutverki var að þessu sinni Birna Björt Hjaltadóttir, sem skilaði því með miklum sóma. Að því loknu voru leikir hjá ungu kynslóðinni. Pylsur voru grillaðar ofan í mannskapinn og svo…Lesa meira

Fyrsti formaður Grundapol félagsins heiðraður

Marie Madeleine Geffroy var fyrsti formaður Grundapol félagsins í Paimpol frá árinu 2003 til 2013. Hún á stóran þátt í að koma á vinabæjartengslum á milli bæjanna Grundarfjarðar og Paimpol og kom ófáar ferðir hingað til lands. Nú segist hún vera að heimsækja Grundarfjörð í síðasta sinn en hún er á ferð hérna ásamt eiginmanni…Lesa meira

Varðskipið Þór kom til viðgerðar

Þór, hið stæðilega skip Landhelgisgæslunnar, kom inn til Grundarfjarðar miðvikudaginn 19. júní síðastliðinn. Þá þurfti aðeins að lappa upp á ljósavél skipsins og komu viðgerðarmenn úr Reykjavík með varahluti og löguðu það sem þurfti að laga. Að viðgerð lokinni hélt skipið út á miðin á ný að sinna sínum verkefnum eftir nokkurra klukkustunda stopp í…Lesa meira

Vegagerðin varar við bikblæðingum á vegum landsins

Vegagerðin hefur gefið út fréttatilkynningu vegna bikblæðinga en talsvert er um þær á vegum nú þegar hlýnað hefur í veðri. Vegfarendur eru beðnir um að aka með gát. Vegagerðin hefur látið sanda vegi þar sem mikið er um bikblæðingar til að reyna að draga úr þeim. Varað er við ástandinu með skiltum og víða hefur…Lesa meira

Þrír rampar settir upp í Búðardal

Starfsmenn frá Römpum upp Ísland hafa unnið í Búðardal síðustu daga og luku fyrr í vikunni við uppsetningu rampa sem koma í þessari atrennu. Settir voru upp þrír rampar, tveir við leikskóla Auðarskóla og einn við Vínlandssetrið. Átakið „Römpum upp Ísland“ stefnir að því að byggja fimmtán hundruð rampa í þágu hreyfihamlaðra fyrir miðjan mars…Lesa meira