Fréttir

true

Jólakveðja úr Hvalfjarðarsveit

Hefðirnar lifa Ég hef alltaf verið mikið jólabarn, en í mínum huga eru jólin líka fyrst og fremst hátíð barnanna, bæði þeirra sem eru á barnsaldri og barnanna innra með okkur sem erum orðin fullorðin í árum talið. Í minningunni voru jólin hjá mömmu og pabba alltaf svo dásamleg. Það var bara einhver jólaandi sem…Lesa meira

true

Jólakveðja úr Snæfellsbæ

Í aðdraganda aðventu Þegar þetta er skrifað er úti hávaðarok að suðaustan, skýjað og lítilsháttar rigning. Það er sjö stiga hiti úti og lítið, veðurfarslega séð, sem minnir á að fyrsta helgi í aðventu sé eftir rétt rúma viku. Rökkrið minnir samt á að jólahátíðin nálgast. Jólaljósin í húsum bæjarins minna líka á aðventuna, þeim…Lesa meira

true

Jólakveðja úr Stykkishólmi

Stærsta jólagjöfin Jólin eru hátíð ljóssins, og á tímum þegar stríð og óvissa ríkir víða um heim er gott að staldra við, stilla hugann og minna sig á það sem skiptir máli. Sem lítil stúlka upplifði ég mikla tilhlökkun fyrir jólunum. Í Hafnarfirði fengum við systur að opna einn pakka strax eftir matinn – og…Lesa meira

true

Jólakveðja frá Grundarfirði

Mikilvæga jóladagatalið Þar sem þetta er jólakveðja úr héraði verð ég að koma hreint fram með að mitt hérað er ekki Grundarfjörður, heldur lítill hreppur í Flóanum, nefnilega Villingaholtshreppur, sem liggur að Þjórsá í um það bil tíu mínútna akstursfjarlægð frá Selfossi. Ég er langyngst minna systkina og pabbi sá um að ég fengi alltaf…Lesa meira

true

Jólakveðja úr Eyja- og Miklaholtshreppi

Það kemur ljós með nýju lífi Á jólunum fögnum við fæðingu Jesú. Einnig er þetta hátíð ljóss og friðar. Nýtt líf kemur í heiminn með boðskap um frið á jörðu. Það væri sannarlega óskandi að friður væri á jörðu og engin stríð væru háð, mörg hver tilgangslaus með öllu og oft á tíðum heimatilbúinn vandi…Lesa meira

true

Jólakveðja úr Dölunum

Jólin eru ævintýri Þegar þetta er skrifað eru fastir liðir tilverunnar farnir að minna á tíðina fram undan. Jólatónleikarnir Er líða fer að jólum eru orðin árleg hefð hér í Dölunum en þar koma heimamenn saman fyrir stútfullu húsi og syngja vel valin jólalög. Jólamarkaðurinn var aðra helgi í aðventu, þar sem afurðir úr héraði…Lesa meira

true

Jólakveðja frá Borgarnesi

Það er alltaf val „Borgarnes er bærinn minn,“ er leikskólalag sem við fjölskyldan lærðum fljótlega eftir að við fluttum í Borgarnes fyrir nokkrum áratugum síðan. Þá þekktum við enga í bænum og það sem dró okkur hingað var ákveðin ævintýraþrá og staðsetning bæjarins. Hér höfum við alið upp dætur okkar, tekið þátt í samfélaginu og…Lesa meira

true

Jólakveðja úr Borgarfirði

Gleðileg jól í fjósinu Jólaundirbúningurinn hefur breyst á þessari hálfu öld sem við hjónin höfum haldið saman jól. Það skiptir ekki höfuðmáli að allt sé tekið í gegn og þrifið hátt og lágt svo hvergi sjáist blettur né hrukka. Ég heyrði einu sinni málshátt sem er svona: My home is clean enough to be healthy…Lesa meira

true

Jólakveðja frá Akranesi

Það er gamall og góður siður að senda jólabréf, en þau voru fyrr á dögum hugsuð sem nokkurs konar ítarefni með jólakveðjum. Í jólabréfum voru, auk þess að senda kveðju til heimilisfólks, sagðar fréttir úr sveitinni. Skessuhorn leitaði nú sem fyrr til nokkurra valinkunnra kvenna víðsvegar á Vesturlandi og voru þær beðnar að senda lesendum…Lesa meira

true

Kílómetragjald verður tekið upp um áramótin

Alþingi samþykkti nú fyrir jól lög um kílómetragjald og taka þau gildi um áramót. Með lögunum verða olíu- og bensíngjöld felld niður og í staðinn tekið upp gjald sem miðast við hvern ekinn kílómetra. Kílómetragjald var fyrst tekið upp fyrir rafmagnsbíla 1. janúar 2024 en með nýju lögunum nær það til allra bíla. Lögin gera…Lesa meira