Veðrinu tekur að slota eftir miðnætti við Breiðafjörð og á Vestfjörðum

Appelsínugul viðvörun er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjókomu, hvassviðris og hættu á snjóflóðum. Gildir hún í allan dag og til klukkan 6 í fyrramálið. Til miðnættis í kvöld gildir gul viðvörun fyrir Breiðafjörð vegna norðaustan 15-23 m/s og snjókomu. „Búast má við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir…Lesa meira

Hanna Ágústa Olgeirsdóttir valin Rödd ársins

Úrslitakeppni söngkeppninnar Vox Domini 2024 var haldin í Salnum í Kópavogi í gærkvöldi. Þar var Hanna Ágústa Olgeirsdóttir sópransöngkona úr Borgarnesi valin Rödd ársins, en hún lenti einnig í fyrsta sæti í Opnum flokki keppninnar. Ellert Blær Guðjónsson barítón hlaut áheyrendaverðlaun og Vera Hjördís Matsdóttir sópran hlaut svo sérstök verðlaun fyrir besta flutning á lagi…Lesa meira

Ýmsar breytingar til skoðunar á skólastarfi á Varmalandi

Á vettvangi fræðslunefndar og sveitarstjórnar Borgarbyggðar hefur síðustu misserin verið unnið að mótun tillagna um framtíð skólahalds á Varmalandi í Stafholtstungum. Þar er nú rekinn grunnskóli fyrir börn í 1.-10 bekk og eru nemendur 54 í vetur. Fjöldi barna við skólann hefur verið afar mismunandi á liðnum árum og sveiflur í nemendafjölda einkum verið í…Lesa meira

Mottumessa var haldin í Borgarneskirkju

Í gærkvöldi var Mottumessa haldin í Borgarneskirkju og var margt um manninn. Séra Heiðrún Helga Bjarnadóttir leiddi stundina og voru hennar áherslumál um samstöðu og stuðning við þá sem greinst hafa með krabbamein. Gísli Einarsson flutti hugvekju um mikilvægi hreyfingar áður en hann bað alla viðstadda kirkjugesti að standa upp og hreyfa á sér útlimi.…Lesa meira

Verslunin Sóley saumar opnuð í Ólafsvík

Síðastliðinn föstudag opnaði Sóley Jónsdóttir nýja verslun, Sóley saumar, að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík. Að sögn Sóleyjar er hún með ýmsar vörur á boðstólum eins og prjónagarn,- og merki, tölur, skilti til að merkja póstkassa og fleiri vörur sem hún sker út í lazer prentara. „Einnig er ég með útsaumsvél þar sem ég get merkt…Lesa meira

Búið á Stóra Kálfalæk valið framfarabú ársins

Félag sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhéraði hélt aðalfund sinn 13. mars síðastliðinn. Á fundinum var að venju valið það sem kallað er framfarabú ársins. Efst að þessu sinni var bú Unnar Sigurðardóttur, Boga Helgasonar og barna þeirra á Stóra-Kálfalæk á Mýrum. Á búinu hafa afurðir og frjósemi verið gríðarlega góðar undanfarin ár og hefur búið verið á…Lesa meira

Bjarkarhlíð þjónustar Vesturland og Vestfirði

Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dómsmálaráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar. Bjarkarhlíð tók formlega til starfa 1. febrúar 2017 en síðan hafa þolendur ofbeldis af öllum kynjum átt kost á að sækja þjónustu þeim að kostnaðarlausu. Nú er í gangi verkefni þar sem fulltrúi frá Bjarkarhlíð fer…Lesa meira

Frestun á fundi

Fyrirhuguðum fundi um framtíðarmöguleika Breiðafjarðar, sem vera átti á Laugum í Sælingsdal á morgun, hefur verið frestað vegna veðurs og slæmrar spár. „Fundurinn verður þess í stað haldinn mánudaginn 25. mars nk. kl. 17 – 19.30,“ segir í tilkynningu.Lesa meira

Viðvaranir í gildi vegna veðurs – snjóflóðahætta á Vestfjörðum

Í gildi eru viðvaranir vegna lægðar sem gengur yfir landið. Gul viðvörun er fyrir Faxaflóasvæðið til klukkan 10 í fyrramálið, mánudag: „Norðaustan 15-23 m/s og snjókomu til fjalla, einkum norðantil á svæðinu. Búast má við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar, lokanir á vegum. Fólki er bent á…Lesa meira

Eldgos á milli Hagafells og Stóra-Skógfells

Klukkan 20:23 í gærkvöldi hófst eldgos norðan við Grindavík. Upptökin voru nær Stóra-Skógfelli, á svipuðum stað og eldgosið sem varð 8. febrúar sl. Í upphafi þess gaus kröftuglega úr 3,5 kílómetra langri sprungu. Mjög hefur nú dregið úr krafti gossins, en það er þó virkt ennþá. Í nótt rann hraun yfir Grindavíkurveg nærri Bláa lóninu…Lesa meira