Fréttir

true

Jólablað Skessuhorns kemur út í næstu viku

Athygli er vakin á því að í næstu viku, miðvikudaginn 17. desember, verður Jólablað Skessuhorns gefið út. Að venju er stefnt að áhugaverðum og fjölbreyttum efnistökum. Skilafrestur efnis og auglýsinga í blaðið er föstudaginn 12. desember nk. Pantanir auglýsinga þurfa að berast á: anita@skessuhorn.is en efni, myndir og greinar óskast sent á: skessuhorn@skessuhorn.is Jólablað verður…Lesa meira

true

Breytt tekjuáætlun Skorradalshrepps

Sveitarstjórn Skorradalshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær fjárhagsáætlun fyrir árið 2026. Gangi sameining við Borgarbyggð eftir verður þetta síðasta fjárhagsáætlun hreppsins. Tekjuáætlun endurspeglar það sem í vændum er fyrir íbúa þar sem álagning útsvars og fasteignagjalda hefur verið samræmd álagningarstuðlum Borgarbyggðar. Tekjur af útsvari hækka um tæp 29% á milli ára en tekjur…Lesa meira

true

Dagur sjálfboðaliðans – Takk sjálfboðaliðar á Vesturlandi!

Á Íslandi er fjölbreytt starfsemi borin uppi af eljusömu fólki sem gefur tíma sinn, kraft og þekkingu í formi sjálfboðaliðastarfs. Sjálfboðaliðar eru burðarliðir í góðgerðarfélögum, björgunarsveitum, ýmsu menningarstarfi, félagasamtökum og íþróttastarfi og án þeirra myndi margt sem við eigum það til að taka sem gefnu einfaldlega ekki verða að veruleika. Dagur sjálfboðaliðans, sem er 5.…Lesa meira

true

Kornuppskera var með allra mesta móti

LANDIÐ: Atvinnuvegaráðherra hefur úthlutað styrkjum sem nema 76,7 milljónum króna til kornbænda. Stuðningurinn er veittur til framleiðslu á þurrkuðu korni sem uppfyllir tilteknar gæðakröfur og er einn þáttur aðgerðaáætlunarinnar „Bleikir akrar“ þar sem gert er ráð fyrir að verja um tveimur milljörðum króna til átaks í kornrækt á árunum 2024-2028. Þetta er í fyrsta sinn…Lesa meira

true

Umboðsmaður Alþingis vill úrbætur í fangageymslum á Vesturlandi

Í nýrri skýrslu Umboðsmanns Alþingis vegna eftirlits með fangageymslum á Vesturlandi er bent á ýmislegt sem færa þurfi til betri vegar. Þetta er fimmta heimsókn umboðsmanns í fangageyslur lögreglu og eru ábendingarnar nú og tilmæli áþekkar því sem komið hefur fram í fyrri skýrslum umboðsmanns vegna heimsókna í fangageymslur. Fangaklefar á lögreglustöðinni í Borgarnesi henta…Lesa meira

true

Framlengja afslátt af gatnagerðargjöldum

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar ákvað á fundi sínum á dögunum að framlengja afslátt þann sem veittur hefur verið af gatnagerðargjöldum í sveitarfélaginu. Afslátturinn nemur 80% af gatnagerðargjöldum íbúðarhúsnæðis í þéttbýli sveitarfélagsins og 50% af gatnagerðargjöldum iðnaðarhúsnæðis í þéttbýli. Í samþykkt bæjarstjórnarinnar segir að lækkun gatnagerðargjaldsins feli í sér mikinn sparnað fyrir húsbyggjendur og standi vonir til að…Lesa meira

true

Héldu Jólamót í pútti

Pútthópur eldri borgara í Borgarbyggð hélt jólamót í pútti í morgun í aðstöðu sinni í kjallara Menntaskóla Borgarfjarðar, sem kölluð er Púttheimar. Til leiks mættu 12 konur og 13 karlar. Keppnin var jöfn og spennandi. Í kvennaflokki varð Guðrún Helga Andrésdóttir hlutskörpust á 58 höggum. Önnur varð Rannveig Finnsdóttir á 59 höggum og þriðja Ásdís…Lesa meira

true

Ný útgáfa örnefnagrunns Náttúrufræðistofnunar

Náttúrufræðistofnun hefur nýverið uppfært gagnagrunn sinn yfir örnefni Íslands. Þar er nú að finna rúmlega 193.000 staðsett örnefni. Um er að ræða fjórðu útgáfu ársins því stöðugt bætast ný og yfirlesin örnefni við grunninn. Í frétt frá stofnuninni segir að þrátt fyrir þetta sé mikið verk óunnið og er kallað eftir aðstoð staðkunnnugra við að…Lesa meira

true

Styrkja með og á móti samtök um sitthvorar tíu milljónirnar

„Til að efla umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu (ESB) og tryggja greiðan aðgang almennings að upplýsingum í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við ESB, hyggjast íslensk stjórnvöld veita Evrópuhreyfingunni og Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fjárstyrk sem nemur tíu milljónum króna hvor,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Evrópuhreyfingin, sem hefur…Lesa meira

true

Starfandi fólki fækkaði á milli mánaða

Alls voru 9.674 manns, sem eiga lögheimili á Vesturlandi, starfandi í október samkvæmt staðgreiðsluskrám. Er það fækkun um rúmlega 1,21% frá því í september. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands. Starfandi íbúum á Vesturlandi með erlendan bakgrunn fækkaði um 1,24% í október en 1,2% með íslenskan bakgrunn. Af einstökum sveitarfélögum má nefna að…Lesa meira