Afhentu bæjarstjóra undirskriftalista

Í dag hittu þrír stjórnarmeðlimir úr Miðbæjarsamtökum Akratorgs á Akranesi Harald Benediktsson bæjarstjóra Akraneskaupstaðar á Akratorgi og afhentu honum formlega undirskriftarlistann úr átakinu „Fyrsta hjálp og hjartahnoð fyrir miðbæinn”. Á eftir áttu þau gott spjall við Harald um miðbæinn og möguleg skammtíma- og langtímamarkmið. „Áskorunin snerist um að það hvetja bæjaryfirvöld til að skoða af…Lesa meira

Menningarferð FaB um Lundarreykjadal

Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum fór síðastliðinn miðvikudag í menningar- og skemmtiferð um Lundarreykjadal og tóku þátt í ferðinni rétt rúmlega fjörutíu félagar. Undirbúningur ferðarinnar var í höndum ferðanefndar FaB, en hana skipa þeir Þórólfur Sveinsson, Guðmundur Sigurðsson og Gísli Jónsson. Þegar þátttakendur voru komnir í rútuna, sem Gísli Jónsson ók, tók við leiðsögu Guðmundur Þorsteinsson…Lesa meira

Fjölgað í húsvarðateymi sveitarfélagsins

Jón Eric Halliwell hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri húsvörslu hjá Borgarbyggð. Einnig hefur Aðalsteinn Símonarson verið ráðinn í húsvarðarteymi sveitarfélagsins. Þeir hefja störf 2. maí næstkomandi. Í húsvarðateymi eru nú fjórir starfsmenn sem sjá um viðhald og viðgerðir á flest öllum fasteignum sveitarfélagsins. Fjórir húsverðir verða nú að störfum hjá Borgarbyggð, en auk Jóns og…Lesa meira

Ólafsvíkurvöllur og Skallagrímsvöllur á lista topp tíu valla landsins

Íþróttadeild Ríkisútvarpsins fór nýverið í skemmtilegan samkvæmisleik og fékk nokkra álitsgjafa í lið með sér til að kveða úr um hvaða knattspyrnuvellir hér á landi væru í fremstu röð. „Hvaða fótboltavöllur er sá flottasti á landinu,“ var einfaldlega spurt, en álitsgjafarnir voru fengnir til að skera úr um hvaða vallarstæði bæru af. Niðurstaðan varð knattspyrnuvöllum…Lesa meira

Tólf skiluðu inn framboðum til forseta

Frestur til að skila inn framboðum til embættis forseta Íslands rann út á hádegi í dag. Landskjörstjórn fer nú yfir meðmælendalista og gefur út 2. maí næstkomandi hverjir verða í framboði. Þeir sem skiluðu inn framboðum voru: Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Eiríkur Ingi Jóhannsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir,…Lesa meira

Skagamenn fengu Keflavík í Mjólkurbikarnum

Dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í hádeginu í dag og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Eins og alltaf var mikil spenna í loftinu áður en athöfnin hófst og voru fulltrúar liðanna mættir til að vera viðstaddir dráttinn. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, tók fyrstur til máls og kynnti inn þau Willum…Lesa meira

Andlát og minning – Bogga á Báreksstöðum

Sigurborg Ágústa Jónsdóttir á Báreksstöðum í Andakíl er látin, 93 ára að aldri. Síðustu árin bjó hún á Brákarhlíð í Borgarnesi. Hún var jarðsett frá Guðríðarkirkju í gær, en athöfnin fór fram í kyrrþey. Árið 2015 birtist í Skessuhorni opnuviðtal við Boggu á Báreksstöðum þar sem hún leit yfir farinn veg; allt frá erfiðri æsku…Lesa meira

Skagamenn í 16-liða úrslit í Mjólkurbikarnum – Dregið í hádeginu

ÍA og Tindastóll mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla um miðjan dag í gær á sumardaginn fyrsta og var leikurinn í Akraneshöllinni. Skagamenn gerðu átta breytingar á byrjunarliði sínu frá sigurleiknum gegn Fylki um síðustu helgi enda fjórar deildir á milli þessara liða en Tindastólsmenn leika í 4. deild í sumar. Norðanmenn börðust eins og…Lesa meira

Veturinn kvaddi með þunga og skemmdum á þakköntum

Gríðarleg snjókoma var í Grundarfirði fyrri hluta aprílmánaðar. Margir nutu góðs af þessu mikla snjóskoti eins og skíðaiðkendur en mjög langt er síðan skíðalyftan var opin í svona marga daga. Sólin er farin að hækka á lofti og snjórinn bráðnaði yfir daginn og frysti aftur á nóttunni. Þessi þyngsli fóru þó ekki vel með þök…Lesa meira

Lýðheilsuverðlaunin afhent á Bessastöðum

Grunnskólinn á Ísafirði og Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fagstjóri Sorgarmiðstöðvar, eru handhafar Íslensku lýðheilsuverðlaunanna 2024. Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Íslensku lýðheilsuverðlaunin eru samstarfsverkefni embættis forseta Íslands í samstarfi við Geðhjálp, embætti landlæknis, heilbrigðisráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Í febrúar var kallað eftir tillögum…Lesa meira