Kannabisrækt í gangi

Í liðinni viku hafði lögregla afskipti af um 32 ökumönnum vegna of hraðs aksturs. Jafnframt eru tveir ökumenn grunaðir um ölvun við akstur. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku á Snæfellsnesvegi með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði utan vegar og valt. Ökumaðurinn var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi en meiðsli…Lesa meira

Árshátíð í Heiðarskóla

Síðasta fimmtudag var árshátíð Heiðarskóla haldin í skólanum og voru fjölbreytt atriði frá nemendum í 3. til 7. bekk. Nemendur í 3. og 4. bekk fluttu Skólarapp, nemendur í 5. til 7. bekk sýndu leikritið Strumpavináttuhátíðin og þá var vinningsatriðið úr hæfileikakeppni skólans flutt. „Nemendur stóðu sig með stakri prýði í öllum þeim fjölbreyttu verkefnum…Lesa meira

Góð steinbítsveiði en lágt verð

Mokveiði hefur að undanförnu verið af steinbít við Látrabjarg. Línubáturinn Tryggvi Eðvarðs SH hefur mokfiskað þar síðustu vikur, eða upp í 38 tonn. Ekki er hægt að segja að sjómenn á beitningarvélarbátum séu hrifnir af steinbítsveiðum þar sem steinbíturinn slítur alla króka af og þurfa sjómenn að bæta nýjum krókum á línuna sem telur í…Lesa meira

Ásþungatakmörkunum aflétt í dag

Þeim sérstöku ásþungatakmörkunum sem gilt hafa á Innstrandavegi 68, Laxárdalsheiði 59, Snæfellsnesvegi 54 um Skógarströnd og Heydalsvegi 55 verður aflétt í dag mánudaginn 14. apríl kl. 12:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.Lesa meira

Eigendur fjölbýlishúss fá galla bætta og málskostnað að auki

Náðst hefur niðurstaða í máli sem Borgarbraut 57-59 húsfélag í Borgarnesi höfðaði gegn byggingar- og söluaðilum hússins vegna galla á fasteigninni. Gluggar í húsinu voru gallaðir og hafa frá upphafi lekið. Þá hefur auk þess komið fram galli í gólfdúk í öllu húsinu. Niðurstaða málsins, sem höfðað var í Héraðsdómi Vesturlands, varð sú að dómssátt…Lesa meira

Stjórnvaldssekt á veiðifélag vegna ólöglegs eldis

Matvælastofnun hefur á grundvelli laga um fiskeldi tekið stjórnvaldsákvörðun um að gera veiðifélagi að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð þrjár milljónir króna fyrir að hafa flutt 150.000 seiði í eldisstöð sem hvorki er með rekstrar- né starfsleyfi til fiskeldis. Telst brotið varða við 2. mgr. 11. gr. laga um fiskeldi nr. 71/2008. Matvælastofnun vinnur jafnframt að…Lesa meira

Nóg að gera á höfninni í Stykkishólmi

Höfnin í Stykkishólmi iðar af lífi öll sumur og er mikið aðdráttarafl fyrir gesti bæjarins. Þessa dagana er nóg um að vera á höfninni en hafnarvörður ásamt starfsmönnum áhaldahúss vinna að viðhaldsverkefnum til að gera klárt fyrir sumarið. Fram kemur á vef Sveitarfélagsins Stykkishólms að þá hafa framkvæmdir einnig staðið yfir við Baldursbryggju á meðan…Lesa meira

Látinn er Diðrik Vilhjálmsson frá Helgavatni – viðtal úr sarpi Skessuhorns

Látinn er 97 ára að aldri Diðrik Vilhjálmsson fyrrum bóndi á Helgavatni í Þverárhlíð. Diðrik rak í áratugi, ásamt Guðfinnu eiginkonu sinni, eitt stærsta kúabú Vesturlands. Synir hans og nú sonarsynir hafa haldið rekstrinum áfram og í gangi er enn frekari uppbygging á jörðinni. Sumarið 2018 tók Kristján Gauti Karlsson blaðamaður á Skessuhorni ítarlegt og…Lesa meira

Hríðarveður norðanlands og hvasst á Snæfellsnesi í fyrramálið

Vegagerðin bendir á að vaxandi hríðarveðri er spáð norðaustan- og síðar norðanlands og á Vestfjörðum. Stendur það til morguns. Eftir að þjónustutíma lýkur í kvöld geta vegir hæglega orðið ófærir og eins fram eftir morgni. Á það ekki síst við um fjallvegi. Þá má í fyrramálið og fram eftir degi, á sunnanverðu Snæfellsnesi, reikna með…Lesa meira

Páskabingó UMFG gefur

Ungmennafélag Grundarfjarðar stóð fyrir árlegu páskabingói í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga miðvikudaginn 9. apríl. Það voru krakkarnir í blakinu sem sáu um bingóið og rann allur ágóðinn í ferðasjóð blaksins enda nokkur löng ferðalög framundan í maí. Það voru Kaffi 59, Kjörbúðin og Þjónustustofan ehf sem lögðu til vinningana og var frábær mæting. Alls söfnuðust um…Lesa meira