Fréttir

true

Lokakveðja frá Lionsklúbbnum Öglu

Við Lionskonur ákváðum í vor að hætta störfum og leggja klúbbinn okkar niður. Þetta var ekki auðveld ákvörðun, eftir að hafa starfað saman í samfleytt 37 ár. En í breyttu samfélagi, þar sem áhugi á félagsstarfi fer minnkandi, var orðið erfitt að yngja okkur upp. Við Öglukonur vorum frábær klúbbur sem samanstóð af dugmiklum, hugmyndaríkum…Lesa meira

true

Jákvæð rekstrarafkoma Stykkishólms

Fjárhagsáætlun A og B hluta Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2026 gerir ráð fyrir að rekstrarafkoma ársins verði jákvæð um tæpar 123 milljónir króna sem eru rúmlega 4,6% af tekjum. Fjárhagsáætlunin var til fyrri umræðu í bæjarstjórn 30. október. Gert er ráð fyrir að tekjur bæjarfélagsins verði rúmar 2.643 milljónir króna. Þar af vega þyngst útsvar…Lesa meira

true

Norðurál tilkynnir Landsvirkjun um greiðslufall

Norðurál á Grundartanga hefur tilkynnt Landsvirkjun að fyrirtækið meti það svo að bilunin sem varð fyrir skömmu í rafbúnaði fyrirtækisins falli undir svokallað force majeure ákvæði í raforkusamningi  fyrirtækjanna. Þar með virkjast slíkt ákvæði í samningnum og kaupskylda á raforku samkvæmt samningi fyrirtækjanna fellur niður.  Þetta staðfestir Ragnhildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi  Landsvirkjunar í samtali við Skessuhorn.…Lesa meira

true

Ljósin tendruð á jólatrénu í Hólmgarði

Framundan er fyrsti sunnudagur í aðventu en þá er almennt kveikt á jólatrjám í bæjum og þorpum landsins. Hólmarar voru þeir fyrstu að þessu sinni því í gær voru ljósin á jólatrénu í Hólmgarði í Stykkishólmi tendruð við hátíðlega athöfn. Kvenfélagið seldi heitt súkkulaði og smákökur, nemendur fyrsta bekkjar kveiktu á ljósunum og rauðklæddir glaðklakkalegir…Lesa meira

true

Vegagerðin varar við hálku þegar líður á daginn

„Framundan eru krefjandi aðstæður með ísingu og hálku. Nú eru skil með bleytu á leið austur yfir landið og í kjölfar þeirra léttir til og kólnar þá vegyfirborð vega aftur niður að frostmarki með glæraísingu enn og aftur. Vestantil á landinu eftir miðjan daginn, og austantil í kvöld og nótt,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.Lesa meira

true

Lokun 2G og 3G getur torveldað samband við 112

Fjarskiptastofa hefur gerið út leiðbeiningar til fjarskiptafyrirtækja til þess að koma í veg fyrir hugsanlega hnökra á því að almenningur geti hringt í Neyðarlínuna 112 þegar slökkt er á 2G og 3G farsímakerfunum. Fjarskiptastofa hefur umsjón með fjarskiptum á Íslandi og gegnir lykilhlutverki í því að tryggja að fjarskiptakerfi landsins séu örugg, áreiðanleg og tilbúin…Lesa meira

true

Bæjarstjórn Stykkishólms krefst forgangs Skógarstrandarvegar

Bæjarstjórn Stykkishólms ítrekaði á fundi sínum á dögunum mikilvægi þess að uppbygging Snæfellsnesvegar 54 um Skógarströnd verði sett í forgang í nýrri samgönguáætlun. Í drögum að samgönguáætlun 2024-2038 og fimm ára aðgerðaráætlun 2024-2024 var gert ráð fyrir lagfæringum á tilteknum köflum vegarins. Eins og kunnugt er, er þess nú beðið að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra leggi…Lesa meira

true

Borgarbyggð vill skoða útgreiðslu eigin fjár Sorpurðunar Vesturlands

Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum í síðustu viku að beina því til stjórnar Sorpurðunar Vesturlands að skoða möguleika þess að greiða umfram eigið fé fyrirtækisins til eigenda þess og/eða móta stefnu í þá veruna. Samþykktin kom í kjölfar umfjöllunar ráðsins um rekstraráætlun Sorpurðunar Vesturlands fyrir árin 2025-2027 ásamt gjaldskrá fyrirtækisins fyrir árið 2026.…Lesa meira

true

Gylfi og Magnús sigurvegarar í aðaltvímenningi BB

Í gærkvöldi lauk aðaltvímenningi Bridgefélags Borgarfjarðar í Logalandi. Keppnin var fjögurra kvölda en árangur þriggja bestu kvölda gilti til verðlauna. Eftir drengilega baráttu urðu úrslit þau að Gylfi Sveinsson og Magnús Magnússon báru sigur úr býtum með 62,11% skori. Í öðru sæti urðu Jón Eyjólfsson og Heiðar Árni Baldursson með 57,35%, í þriðja sæti Gísli…Lesa meira

true

Norðurál tilkynnir Orkuveitunni um greiðslufall raforkureikninga

Norðurál á Grundartanga hefur tilkynnt Orkuveitu Reykjavíkur um að greiðslufall verði af hálfu fyrirtækisins vegna endurtekinna bilana í álveri þess á Grundartanga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Orkuveitan hefur sent frá sér. Í kjölfarið hefur Orkuveitan breytt fjárhagsspá fyrirtækisins á þann veg að reiknað er með um einum milljarði lægri rekstrarhagnaði á yfirstandandi ári…Lesa meira