Fréttir

true

Sigur í lokaleik fyrri hluta mótsins

Karlalið ÍA tók síðdegis í dag á móti Aftureldingu í sínum síðasta leik í fyrri hluta Bestu deildarinnar. Var þetta viðureign botnliðanna. Gestirnir úr Mosfellsbæ byrjuðu leikinn betur og komust nálægt því að skora á upphafsmínútunum, ef ekki hefði komið til glæsilegar markvörslur Árna Marinós Einarssonar. Afturelding var sterkari aðilinn lengsta hluta fyrri hálfleiks en…Lesa meira

true

Bleika slaufan fær hverja krónu af uppboði á bleikri gröfu

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér,“ segir Arnar Logi Ólafsson Hólm, framkvæmdastjóri Ljárdals, fyrirtækis sem sérhæfir sig í sölu á alls konar vinnuvélum, m.a. smærri gröfum. „Þegar ég var að leita leiða til að gefa til baka eftir góða byrjun hjá fyrirtækinu fæddist sú hugmynd að sérpanta fagurbleika gröfu frá framleiðandanum okkar og bjóða…Lesa meira

true

Lágur þrýstingur á heita vatninu á miðvikudag

Miðvikudaginn 17. september munu Veitur vinna við tengingu á nýrri aðveitulögn fyrir hitaveituna við Hafnarfjall. Vinna hefst kl. 07.00 að morgni og áætluð verklok eru um kl. 03:00 aðfararnótt fimmtudagsins. Þrýstingur á heitu vatni verður því lægri en venjulega á þessu tímabili. „Notendur eru hvattir til að spara heita vatnið á umræddu tímabili. Við biðjumst…Lesa meira

true

Starf briddsfélagsins hefst eftir hálfan mánuð

Hefð er fyrir því að forkólfar í Bridgefélagi Borgarfjarðar ákveði upphaf starfsveturs félagsins á örstuttum fundi undir réttarvegg. Ekki brást það nú og segja þeir Jón Eyjólfsson og Ingimundur Jónsson að komið verði saman við spilaborðið í Logalandi mánudagskvöldið 29. september klukkan 19:30 stundvíslega. Eins og fyrr eru allir áhugasamir spilarar velkomnir og starfssvæðið engan…Lesa meira

true

Oddur jöklafræðingur hlaut viðurkenningu Sigríðar í Brattholti

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, veitti í dag Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Afhendingin fór fram á Umhverfisþingi sem nú stendur yfir í Hörpu. Viðurkenninguna hlaut jarð- og jöklafræðingurinn Oddur Sigurðsson. Í tilkynningu segir að Oddur hefur helgað líf sitt rannsóknum og fræðslu varðandi íslenska jökla og breytingar á þeim vegna hlýnandi loftslags. „Það…Lesa meira

true

Opnað fyrir umsóknir í Nýsköpunarsjóðinn Kríu

Nýsköpunarsjóðurinn Kría (NSK) hefur opnað fyrir umsóknir í nýtt fjárfestingaátak sem miðar að því að fjárfesta í sprotafyrirtækjum snemma á þróunarferli þeirra. „Viðskiptahugmyndin sem félagið byggir á þarf að vera vænleg til vaxtar og útflutnings, félagið íslenskt og með starfsemi á Íslandi. Þá er það til framdráttar að lykilteymi félagsins skipi fjölbreyttur hópur með bakgrunn,…Lesa meira

true

Starfsárið að hefjast hjá Kalman tónlistarfélagi

Halli Guðmunds og Club Cubano verða á fyrstu tónleikum haustsins hjá Kalman – tónlistarfélagi Akraness og flytja lög af nýútkominni plötu „Live at Mengi.“  Tónleikarnir verða fimmtudagskvöldið 25. september. Haraldur Ægir Guðmundsson, eða Halli Guðmunds, er mörgum Skagamönnum kunnur en hann bjó á Akranesi um tíma og hóf sinn atvinnutónlistarferil þar. Halli hefur gefið út…Lesa meira

true

Stelpurnar í UMFG sigruðu í fyrsta leik

Blaktímabilið hófst sunnudaginn 14. september þegar kvennalið UMFG tók á móti b-liði HK í íþróttahúsinu í Grundarfirði. Leikurinn var fyrsti leikurinn í fyrstu deild kvenna þetta tímabilið og mættu heimakonur í UMFG ákveðnar til leiks. Þær höfðu töluverða yfirburði í fyrstu hrinunni og sigruðu hana 25-13 og komust í 1-0. Svipað var uppi á teningnum…Lesa meira

true

Ofið landslag í Akranesvita

Laugardaginn 20. september verður opnuð ný myndlistarsýning í Akranesvita og verður hún opin kl. 13.00 – 16.00 á opnunardaginn. Sýningin ber heitið Ofið landslag, og sýnendur eru Antonía Berg leirkerasmiður, Íris María Leifsdóttir málari og Sarah Frinkle veflistakona. Sýningin er styrkt af Akraneskaupstað. Í tilkynningu frá sýnendum segir að þær vefi í landslagið við rætur…Lesa meira

true

Umhverfisþing hefst í dag

Umhverfisþing hefst í dag í Silfurbergi í Hörpu og stendur í tvo daga. Meginþemu að þessu sinni verða líffræðileg fjölbreytni, loftslagsmál og hafið. Boðað er til þingsins af Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Þinginu verður að hluta til streymt og skráningu hefur verið öllum opin, en fullbókað var fyrir nokkru í vinnustofurnar Verndum líffræðilega…Lesa meira