Hróshringur Snæfellsness farinn í gang

Hópur fólks og þar á meðal Svæðisgarðurinn Snæfellsness hefur hrundið af stað áhugaverðu verkefni sem nefnist Hróshringur Snæfellsness. Verkefnið er framhald af öðru verkefni hjá svæðisgarðinum sem nefnist Góðar fréttir. Verkefnið er ekki flókið og kostar lítið, en því er ætlað að bera hlýja strauma þvert á sveitarfélagamörk. Íbúar hrósa þannig íbúum í nágrannasveitarfélagi sínu…Lesa meira

Bækur og spil eru jólagjöf ársins

Flugmiði raftæki og fatnaður í næstu sætum Eitt af árlegum verkefnum Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) er val á jólagjöf ársins. Tilgangur verkefnisins er að greina hluta af neysluhegðun landans í aðdraganda jóla og vekja athygli á verslun í landinu. Verkefnið fór þannig fram í ár að upplýsinga var aflað frá neytendum og verslunum um vinsælar sérvörur…Lesa meira

Pólverjar nú 6% landsmanna

Alls voru 63.757 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi 1. nóvember síðastliðinn og fjölgaði þeim um 8.780 frá 1. desember 2021 eða um 16%. Erlendir ríkisborgarar hér á landi eru nú 16,5% landsmanna. Úkraínskum ríkisborgurum hefur fjölgað um 784% frá 1. desember sl. og voru í byrjun mánaðarins 2.114 úkraínskir ríkisborgarar skráðir til…Lesa meira

Um jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness

Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness fer fram fimmtudaginn 15. desember frá klukkan 12-16 í húsi Rauða krossins við Kirkjubraut 12. Tekið er á móti umsóknum daganna 1. 2. og 5. desember í síma 859-3000 og 859-3200 frá kl. 11-13 og á netfanginu maedrastyrkurakranes@gmail.com „Allir umsækjendur þurfa að skila inn staðgreiðsluskrá (ekki skattframtali). Hana má nálgast á vef…Lesa meira

Dýralækni vantar í Dölum og á Ströndum

Matvælastofnun hefur nú auglýst eftir sjálfstætt starfandi dýralækni til að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu í Dölum og á Ströndum. Þjónustusvæðið nær yfir Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Árneshrepp, Kaldrananeshrepp og Bæjarhrepp. „Markmiðið er að tryggja dýraeigendum nauðsynlega almenna þjónustu og bráðaþjónustu við dýr á landssvæðum þar sem fjöldi dýra er takmarkaður og/eða verkefni dýralækna…Lesa meira

Tæplega 90 doktorar brautskráðir frá HÍ á árinu

Háskóli Íslands fagnaði á fullveldisdeginum í gær með 86 doktorum sem brautskráðst hafa frá skólanum á síðustu 12 mánuðum. Þetta er næstmesti fjöldi doktora sem skólinn hefur brautskráð á einu ári. Nýir doktorar tóku við gullmerki Háskóla Íslands. Doktorarnir koma af öllum fimm fræðasviðum skólans og í hópnum eru 40 karlar og 46 konur. Sameiginlegar…Lesa meira

Málstofa sjúkraliða í Fjölbraut

Heilabilun, lífslokameðferð og fleira Fimmtudaginn 24. nóvember héldu útskriftarnemar á sjúkraliðabraut í FVA málstofu þar sem áhugaverð sérvalin efni voru kynnt. Málstofan er hluti af námsmati en 17. desember næstkomandi ljúka 16 sjúkraliðar náminu og eru öll komin með vinnu eftir áramót. Meðal efnis sem fjallað var um á málstofunni má nefna heilabilun og meðferð…Lesa meira

Varað við hálku á vegum

Vegagerðin bendir á að víða sé hætt við myndun lúmskrar hálku sunnan- og vestanlands, einkum seinnipartinn og í kvöld. Þá mun stytta upp, lægja og létta til. Hálkan getur myndast jafnvel þó lofthiti haldist í þremur til fjórum stigum. Ökumenn eru hvattir til að hafa varann á sér.Lesa meira

Samhugur í Borgarbyggð

Hópurinn Samhugur í Borgarbyggð samanstendur af íbúum sem hafa síðustu þrjú ár tekið höndum saman og safnað jólagjöfum, skógjöfum, gjafakortum og matvælum fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin. Verkefnið er komið í gang fyrir þessi jól og þeir einstaklingar sem vilja gefa til verkefnisins eru beðnir um að koma með gjafir á skrifstofu…Lesa meira