Það var óvenjulega milt veður í síðustu viku í Grundarfirði og ekki að sjá að Þorrinn væri enn. Það er vorlegt um að litast eins og myndirnar frá höfninni bera með sér.Lesa meira
Fjölmenni á opnum fundi í Borgarnesi Mörgum er í fersku minni þegar Kristrún Frostadóttir, þá óbreyttur þingmaður Samfylkingarinnar, hóf fundaröð um landið í febrúar 2022. Þá þegar var hún farin að skipuleggja framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar. Landsmenn þekkja svo framhaldið og nú í desember var hún orðin forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og…Lesa meira
Þeir voru duglegir strákarnir hjá Vegagerðinni við að fylla upp í holur rétt austan við Grundarfjörð í gær. Eins og fram hefur komið undanfarna daga er ástand veganna í skelfilegu ástandi. Mikið af holum, brotnum köntum og skemmdum eftir tjörublæðingar.Lesa meira
Á hádegi í dag varð ljóst að Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafnaði tillögu Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara til lausnar kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Kennarar samþykktu tillöguna í gærkvöldi fyrir sitt leyti. Fram kom í hádeginu að ríkið hafi ekki séð ástæðu til að taka afstöðu til tillögunnar í ljósi þess að sveitarfélögin hafi hafnað…Lesa meira
Á lóðinni Skógarlundi 42 á Akranesi hefur undanfarna mánuði verið í gangi bygging sex íbúða kjarna fyrir fólk með fötlun. Húsið stendur nú ríflega fokhelt næst þjóðveginum og er það fyrsta sem rís í nýju íbúðahverfi. Verkefnið er í höndum einkaaðila undir merkjum Leigufélagsins Brúar hses. Það þýðir að byggingarformið er svokallað húsnæðissamvinnufélag og er…Lesa meira
Forsvarsmenn sveitarfélaga á Vesturlandi afhentu í gærkvöldi Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra beiðni sveitarstjórna á Vesturlandi um neyðarfund og skipan viðbragðshóps vegna ástands í vegamálum í landshlutanum. Þar óska sveitarfélögin eftir fundi hið fyrsta með oddvitum ríkisstjórnarinnar og viðkomandi fagráðherrum, um skipan viðbragðshóps stjórnarráðsins um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa á Vesturlandi og annarra vegfarenda, svo…Lesa meira
Vinna er hafin að nýju við uppbyggingu fjögurra hæða fjölbýlishúss við Borgarbraut 63 í Borgarnesi, sem reist er í samvinnu Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar og Brákarhlíðar fasteignafélags. Fram kemur á upplýsingasíðu Borgarbyggðar að nú stendur yfir jarðvinna og unnið er að smíði ramps niður í væntanlegan bílakjallara. Ljóst er að framkvæmdirnar hafa áhrif á aðkomu að…Lesa meira
Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa hafa undirritað samrunasamning sem byggir á samkomulagi sem félögin undirrituðu 18. desember síðastliðinn um helstu skilmála vegna samruna félaganna. „Áreiðanleikakönnun er lokið og er undirritun samnings bindandi. Samruni félaganna er enn háður fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og endanlegt samþykki hluthafafunda beggja aðila. Samrunatilkynning hefur verið send til Samkeppniseftirlitsins. Samkaup er yfirtökufélagið…Lesa meira
Síðdegis í gær lagði Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari fram innanhússtillögu til lausna kjaradeilu kennara á öllum skólastigum við ríki og sveitarfélög. Kennarar samþykktu tillöguna en sáttasemjari gaf hinu opinbera frest til klukkan tíu í gærkvöldi til að taka afstöðu til tillögunnar. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga óskaði svo í gærkvöldi eftir fresti til hádegis í dag og…Lesa meira
Húsnæðisáætlun Reykhólahrepps fyrir árið 2025 hefur verið birt á vef sveitarfélagsins. Í skýrslunni er samantekt um atvinnu- og húsnæðismál í sveitarfélaginu. Þar kemur fram að flest ársverk eru í landbúnaði í sveitarfélaginu. Störf við opinbera þjónustu, einkum Reykhólaskóla og Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð hafa mikið vægi í atvinnulífinu. Tæp 60 manns starfa hjá sveitarfélaginu. Aðrir…Lesa meira