
Venus NS kom til hafnar á Akranesi á sunnudaginn með fullfermi, eða 2.480 tonn af kolmunna af Færeyjamiðum. Aflinn fór til vinnslu í verksmiðju Brims á Akranesi. Þetta er í þriðja skipti sem kolmunna er landað á Akranesi á þessu fiskveiðiári því í október landaði Venus ásamt Svani RE samtals 1.268 tonnum.Lesa meira








