Skallagrímur vann nauman sigur í nágrannaslagnum

Skallagrímur og ÍA áttust við í alvöru Vesturlandsslag í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Fjósinu í Borgarnesi. Um 150 manns mættu til að hvetja sín lið ef áhorfendatölur ljúga ekki og urðu vitni að hörkuleik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Það var jafnt á…Lesa meira

Ljósmæður á Akranesi – Frumkvöðlar í fæðingahjálp

Vorið 1997 hafði Jónína Ingólfsdóttir yfirljósmóðirin á fæðingadeild Sjúkrahúss Akraness samband við forstjóra Haraldar Böðvarssonar & Co, Harald Sturlaugsson, og innti hann eftir því hvort fyrirtæki hans gæti útvegað fæðingadeildinni fiskikar, en þau voru mikið notuð hjá útgerðinni. Ljósmæðurnar á fæðingadeildinni höfðu hugsað sér að nota karið vegna væntanlegra vatnsfæðinga sem fyrirhugað var að bjóða…Lesa meira

N4 komið í þrot

Sjónvarpsstöðin N4 hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur. Þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu hins 15 ára fyrirtækis. „Fólkið í landinu hefur verið í brennidepli í allri framleiðslu efnis. N4 hefur varðveitt sögu þjóðarinnar. Þessum kafla í sögu fjölmiðla á Íslandi er…Lesa meira

Bjóða Grímshús til leigu en með fyrirvörum

Í auglýsingu í Skessuhorni vikunnar óskar Borgarbyggð eftir umsækjendum um rekstur á Grímshúsi í Brákarey til skemmri eða lengri tíma. Þó er vakin athygli á því að nú stendur yfir vinna við nýtt rammaskipulag fyrir Brákarey sem gæti leitt af sér umbreytingu á skipulagi umhverfis Grímshús og rasks ef til framkvæmda kemur. Það var Grímshússfélagið…Lesa meira

Jafningjahittingur krabbameinsgreindra í Snæfellsbæ

Fram kemur á heimasíðu Snæfellsbæjar að nú sé í bígerð á vegum Krabbameinsfélagsins að koma á fót í Snæfellsbæ fundi með þeim sem fengið hafa krabbamein og aðstandendum þeirra. Það er stórt mál að fá krabbamein og það er mjög margt sem kemur upp hjá þeim sem það fær. Meginmarkmið með svona fundi/hittingi er að…Lesa meira

Erfið færð meðan lægð gengur yfir

Mjög hvasst er við Hafnarfjall og fer vindhraði í hviðum upp í 40 m/sek. Því þarf að aka með gát. Mun hægari vindur er á Kjalarnesi. Hálka er nú á Bröttubrekku. Snjóþekja eða hálka er víða. Krapi er á Heydalsvegi og á Skógarströnd. Flughált er í Skorradal, Lundarreykjadal og á Ferstikluhálsi í Borgarfirði. Vegna veðurspár…Lesa meira

Skráning hafin í Hæfileikakeppni Arnardals

Hæfileikakeppni Arnardals og grunnskóla Akraneskaupstaðar verður haldin hátíðlega miðvikudaginn 22. febrúar næstkomandi í Bíóhöllinni á Akranesi og hefst klukkan 19.30. Keppnin er með breyttu sniði í ár og hefur sú ákvörðun verið tekin að opna dyrnar fyrir fleiri en undanfarin ár. Hæfileikakeppnin verður áfram nýtt sem undankeppni Söngkeppni Samfés og verða því sér sætum úthlutað…Lesa meira

Leikskólinn Skýjaborg gefur út handbók

Starfsmenn leikskólans Skýjaborgar við Innrimel í Hvalfjarðarsveit hafa síðastliðið ár unnið þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun í mál og læsi í samstarfi við Menntamálastofnun. Afrakstur þróunarverkefnisins er útgáfa handbókar: „Handbók Skýjaborgar: Leikur, mál og læsi.“ Verkefnið leiddu Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingur og faglegur ráðgjafi verkefnisins og Halldóra Guðlaug Helgadóttir, leikskólaráðgjafi og verkefnastjóri hjá Menntamálastofnun. Í stýrihóp verkefnisins…Lesa meira

ASÍ telur stjórnvöld hafa misst sambandið við líf almennings

„Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir þungum áhyggjum af þróun verðbólgunnar. Miðstjórn telur gagnrýnivert að stjórnvöld hafi kosið að leiða hjá sér ábendingar og varnaðarorð um að hækkun ýmissa skatta og gjalda um áramót myndu koma af fullum þunga niður á almenningi í formi minni kaupmáttar, verðbólgu og vaxtahækkana. Sú spurning gerist sífellt áleitnari hvort…Lesa meira

Hafrannsóknastofnun leggur til 276 þúsund tonna loðnukvóta

Lagt er til að loðnuafli á yfirstandandi vertíð verði ekki meiri en 275.705 tonn, sem þýðir ríflega 57 þúsund tonna hækkun frá þeirri ráðgjöf sem gefin var út 4. október síðastliðinn. Ráðgjöf Hafró byggir á samanteknum niðurstöðum á mælingum á stærð veiðistofns í haustleiðangri (763 þús. tonn) og leiðangri sem fór fram dagana 23.-30. janúar…Lesa meira