Í Samráðsgátt stjórnvalda er komið frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald. Frumvarpið var unnið í samvinnu tveggja ráðuneyta, en auk Hönnu Katrínar kynnti Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra frumvarpið fyrr i dag. Fram kom að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á réttlát auðlindagjöld sem renna skuli að hluta til nærsamfélagsins.…Lesa meira
Heilbrigðisráðherra hefur heimilað sóttvarnalækni að ganga til kaupa á mótefni við RS-veiru (Beyfortus) til tveggja ára. Bólusetning með efninu verður boðin fyrir 4.500 ungbörn næsta vetur og einnig 2026-2027. RS-veiran er algeng öndunarfæraveira sem gengur í stórum faröldrum yfir vetrartímann og leggst einkum þungt á börn á fyrsta aldursári. Hingað til hafa aðeins fyrirburar og…Lesa meira
Í haust byrjaði 7. bekkur í Grundaskóla á Akranesi að læra um fiska og aðrar sjávarlífverur. Í verkefnavinnunni var lögð rík áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og leitarvinnu þar sem krakkarnir þurftu meðal annars að leita sér upplýsinga um fiska með skrýtna lögun, bera saman tvo fiska frá ólíkum búsvæðum og segja frá sínum uppáhalds fiski.…Lesa meira
Slökkvilið Snæfellsbæjar var kallað út á ellefta tímanum í morgun vegna elds sem hafði kviknað í svefnherbergi í húsi við Ennisbraut í Ólafsvík. Að sögn Matthíasar Páls Gunnarssonar slökkviliðstjóra gekk greiðlega að slökkva eldinn og reykræsta íbúðina. „Þetta fór vel að lokum,“ sagði Matthías í samtali við Skessuhorn. Að hans sögn urðu einhverjar skemmdir á…Lesa meira
Föstudaginn 21. mars heimsóttu rafvirkjanemar í Fjölbrautaskóla Vesturlands af 6. önn Rarik í Borgarnesi þar sem þeir fengu að kynnast búnaði í dreifikerfum landsmanna undir styrkri leiðsögn starfsmanna Rarik á Vesturlandi. Vel var tekið á móti nemendunum og gáfu starfsmenn þeim óskertan tíma þar sem fróðleiksfúsir nemendur nýttu tímann vel. Eftir um þriggja tíma fræðslu,…Lesa meira
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur úthlutað rúmlega 54 milljónum króna í rekstrarstyrki til 25 frjálsra félagasamtaka sem starfa á málefnasviði ráðuneytisins á grundvelli umsókna og er það tæplega 4% heildarhækkun frá úthlutun síðasta árs. Hækkun almennra styrkja til félagssamtaka, án tillits til starfa þeirra í starfshópum, nemur 6,7%. Markmið styrkjanna er að stuðla að opnum…Lesa meira
Á aðalfundi í Sundfélagi Akraness, sem haldinn var síðastliðinn mánudag, var samþykkt ályktun vegna nýrrar innisundlaugar. Í henni skorar félagið á bæjarstjórn Akraneskaupstaðar að setja hönnun og framkvæmdir við nýja innisundlaug strax í skýran forgang í áætlunum sveitarfélagsins og að staðið verði við loforð um tímasetningar sem gefin hafa verið. Fram kemur að ný sundlaug…Lesa meira
Blóðbankabíllinn verður við Stillholt 16-18 á Akranesi í dag, þriðjudaginn 25. mars frá kl. 10:00 – 17:00. Þangað eru allir sem mega gefa blóð hvattir til að mæta.Lesa meira
Borja González Vicente afreksstjóri Blaksambands Íslands kom til Grundarfjarðar helgina 22.-23. mars og var með æfingar fyrir unga blakspilara í bæjarfélaginu. Borja hefur verið á ferð um landið til að kenna blak og kynna íþróttina. Frábær mæting var um helgina en boðið var upp á þrjár æfingar fyrir yngri hópinn og þrjár æfingar fyrir þann…Lesa meira
Nemendur í miðdeild Lýsudeildar Grunnskóla Snæfellsbæjar hlutu nýverið verðlaun fyrir jöklaverkefni. Sameinuðu þjóðirnar hafa valið 21. mars ár hvert sem alþjóðadag jökla og helguðu árið 2025 jöklum á hverfanda hveli. Markmiðið er að auka áhuga fólks og þekkingu á jöklum og aðgerðum til að sporna við bráðnun þeirra sem hefur verið alvarleg á síðustu áratugum.…Lesa meira