Fjórðungsmót Vesturlands sem nú fer fram á svæði Hestamannafélagins Borgfirðings í Borgarnesi fer vel af stað. Veður í dag hefur verið með miklum ágætum. Hitinn hefur farið hátt í 20 gráður og sólarglenna á köflum. Nokkur fjöldi fólks og hesta er kominn til mótsins og mun eflaust fjölga þegar líður að kvöldi. Nú er langt…Lesa meira
Á fundi í byggðarráði Borgarbyggðar í gær var farið yfir niðurstöðu útboðs á vetrarþjónustu fyrir Borgarbyggð sem auglýst var í lok maí. Um er að ræða snjómokstur á sveitavegum og heimreiðum sem eru í umsjón sveitarfélagsins ásamt bílastæðum og plönum við stofnanir sveitarfélagsins og snjómokstur á helmingamokstursvegum. Opnunarskýrsla var lögð fram og samþykkti byggðarráð samhljóða…Lesa meira
Hlutfall erlendra ríkisborgara í Borgarbyggð hefur næstu tvöfaldast á undanförnum árum. Hlutfallið er engu að síður hærra í öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi. Líkt og kom fram í frétt Skessuhorns á dögunum hvatti Byggðarráð Borgarbyggðar stjórn Háskólans á Bifröst til þess að breyta um stefnu í útleigu húsnæðis á Bifröst þannig að samfélagið þar verði sjálfbært…Lesa meira
Sjötíu og níu menningarfélag á Akranesi stóð eins og kunnugt er í stafni Þorrablóts Skagamanna. Hefð er fyrir því að úthluta hagnaði af samkomunni og renna styrkir til þeirra íþrótta- og björgunarfélaga sem koma að störfum á blótinu, í hlutfalli við vinnuframlag þeirra. Var það gert í Guinnes tjaldinu á hafnarsvæðinu í gærkvöldi, þar sem…Lesa meira
Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi þar sem unnið að því að skipta um parket á íþróttasalnum. Í fréttabréfi Stykkishólmsbæjar, Helstu fréttum, kemur fram að framkvæmdir gangi vel, en nú er unnið við að grinda salinn áður en ullinni verður komið fyrir. Að lokum verður svo parketlagt með nýju og glæsilegu parketi.…Lesa meira
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að auglýst verði skipulagslýsing sem m.a. gerir kleift að ráðast í byggingu 28.000 tonna laxeldis á Grundartanga. Forsaga málsins er sú að á sínum tíma fékk Aurora fiskeldi ehf. úthlutað 15 hektara lóð í Kataneslandi við Grundartanga fyrir landeldi á laxi. Að fyrirtækinu stendur hópur fagfólks og…Lesa meira
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar samþykkti fyrir sitt leyti á fundi sínum á miðvikudaginn að auglýst yrði tillaga að nýju aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir nýrri höfn í landi Galtarlækjar í Hvalfirði. Endanleg ákvörðun um auglýsinguna bíður sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Líkt og kom fram í fréttum Skessuhorns í febrúar og mars ákvað sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að…Lesa meira
Í auglýsingu er nú tillaga að aðalskipulagi Borgarbyggðar fyrir árin 2025-2037. Nær aðalskipulag eðli málsins samkvæmt yfir allt land innan sveitarfélagsins. Við endurskoðun þess var yfirfarin og endurskoðuð stefna um heimildir til orkuöflunar, í ljósi þess að ýmsir hugsa sér gott til glóðarinnar að beisla vindorkuna. Stefnumótun um nýtingu vindorku er í drögum að aðalskipulagi…Lesa meira
Fjölgun ferðamanna af skemmtiferðaskipum í höfnum víðs vegar á landsbyggðinni á undanförnum árum hafa reynt mjög á ýmsa þá frægu og margnefndu innviði þeirra bæjarfélaga er skipin hafa haft viðkomu í. Einn af oftast nefndum innviðum, sem ekki er hægt að komast af með, eru almenningssalerni. Þau eru eðli málsins samkvæmt ekki á hverju strái…Lesa meira
Að líkindum verður komandi helgi ein sú stærsta í umferðinni hérlendis. Margir landsmenn eru nú að hefja sumarleyfi og leggja þá gjarnan land undir fót. Um helgina eru fjölmörg mannamót skipulögð. Hér á Vesturlandi má nefna Írska daga á Akranesi, Ólafsvíkurvöku og Fjórðungsmót Vesturlands í Borgarnesi. Búast má við fjölmenni á alla þessa staði. Auk…Lesa meira