Fréttir

true

Kjósa um uppstillingu eða leiðtogakjör

Framsóknarfélag Borgarbyggðar mun funda halda almennan félagsfund í næstu viku þar sem til stendur að ákveða fyrirkomulag við val á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Stjórn mun leggja fram tvær tillögur og verður kosið um hvort fram fari leiðtogakjör eða uppstilling. Þetta staðfestir Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir formaður félagsins í samtali við Skessuhorn. Framsóknarflokkurinn í…Lesa meira

true

Íbúar í Snæfellsbæ fögnuðu nýju ári

Fastur liður um áramót er að íbúar í Snæfellsbæ fjölmenna á árlega brennu sem er haldin á Breiðinni, milli Ólafsvíkur og Rifs. Þar kveður fólk gamla árið. Á gamlársdag voru nokkur hundruð manns saman komin á veglegri brennu. Eins og síðustu áratugi var Hjálmar Kristjánsson brennustjóri og í lokin bauð björgunarsveitin Lífsbjörg upp á magnaða…Lesa meira

true

Skatturinn dregur Grundarfjarðarbæ svara svo mánuðum skiptir

Skatturinn hefur dregið Grundarfjarðarbæ á svörum við fyrirspurn svo mánuðum skiptir þrátt fyrir ítrekanir af hálfu bæjarstjóra. Forsaga málsins er sú að 23. júní 2025 sendi Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri erindi á skrifstofu Skattsins þar sem óskað var gagna frá embættinu vegna greiningarvinnu sem er í gangi hjá bæjarfélaginu. Í erindi bæjarstjóra kemur fram að greiningarvinnan…Lesa meira

true

Vel fiskast í öll veiðarfæri í byrjun árs

Bátar frá Snæfellsbæ voru ekki lengi að koma sér á sjó eftir áramót enda vertíðin að byrja og fiskverð mjög gott um þessar mundir. Góður afli hefur verið í öll veiðarfæri og sjómenn ánægðir með fyrstu dagana og eru bjartsýnir á komandi vikur og mánuði. Línubáturinn Brynja SH kom að landi á sunnudag með sex…Lesa meira

true

Skallagrímsmenn stóðu í toppliði Hattar – Snæfell með sigur

Það var sannkallaður spennuleikur þegar lið Skallagríms og Hattar mættust í Borgarnesi í 1. deild körfuknattleiksins í gær. Í stuttu máli má segja að leikurinn hafi verið jafn frá upphafi til enda. Eftir fyrsta leikhluta var jafnt 22-22. Í öðrum leikhluta náðu Hattarmenn örlitlu forskoti og leiddu í hálfleik 44-47. Í þriðja leikhluta náðu Skallagrímsmenn…Lesa meira

true

Syrtir í álinn hjá ÍA og mannabreytingar í kjölfarið

Eftir þokkalega byrjun nýliða ÍA í Bónus-deild karla í körfuknattleik hefur heldur sigið á ógæfuhliðina hjá liðinu eftir því sem liðið hefur á veturinn. Liðið tapaði fjórða leik sínum í röð þegar það mætti Þór í Þorlákshöfn á laugardaginn. Í upphafsleik mótsins unnu Skagamenn Þór á Vesturgötunni. Fyrir leikinn nú á laugardaginn var búist við…Lesa meira

true

Flugeldur frá Breiðabólsstað fæddist á nýársdag

Eftirköst eftir flugeldaskothríð á gamlárskvöld í hitteðfyrra komu sannarlega í ljós á Breiðabólsstað í Reykholtsdal á nýársdag. Þá kastaði hryssa hjá Ólafi Flosasyni bónda. „Þessi óvenjulegi köstunartími átti sér mjög einfalda skýringu. Við flugeldaskothríðina á gamlárskvöld um næstsíðustu áramót fældust og sluppu úr girðingu hjá mér fimm folar og fóru saman við annað stóð. Ég…Lesa meira

true

Jólin kvödd á Þyrlupallinum

Þrettándabrenna verður haldin á Þyrlupallinum á Akranesi annað kvöld, á þrettándanum. Blysför á vegum Þorpsins Þjóðbraut 13 hefst klukkan 17:30. „Búast má við Grýlu, Leppalúða, jólasveinum, tröllum, álfum og öðrum kynjaverum sem sameinast og kveðja hátíðirnar með okkur,“ segir í tilkynningu frá Akraneskaupstað. Björgunarfélag Akraness sér um brennuna að venju og flugeldasýningu sem hefst klukkan…Lesa meira

true

Öryggisforrit í síma lét vita af bílslysi

Þrír karlmenn á þrítugsaldri voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík í nótt eftir bílveltu í Dölum. Fréttavefur RUV greindi frá og vitnar þar til Ásmundar Kristins Ásmundssonar yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Hann segir mildi að ekki hafi farið verr. Bíllinn valt og endaði á hvolfi utan vegar. Þremenningarnir héldu af stað fótgangandi til byggða…Lesa meira

true

Sveit Guðmundar Vesturlandsmeistari í bridds

Vesturlandsmótið í sveitakeppni í bridds var spilað í frístundamiðstöðinni við Garðavöll í gær. Það var sem fyrr Bridgesamband Vesturlands sem stóð að mótinu. Þátttaka var góð, 20 sveitir, en gestasveitir komu af höfuðborgarsvæðinu og af Ströndum. Mótið er því tvískipt. Í fyrsta sæti varð gestasveit Málningar með 93,18 stig af 120 mögulegum. Sveitina skipuðu þeir…Lesa meira