Fréttir

true

Spurningar vakna um gjaldtöku að nýju í Hvalfjarðargöngum

Á kynningarfundi Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra um nýja samgönguáætlun voru einnig Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. Á fundinum var kynnt stofnun nýs innviðafélags í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að auka fjárfestingu í samgöngum. Tilgangur hins nýja félags er að koma á nýju skipulagi fjármögnunar við framkvæmd stórra samgöngumannvirkja og tryggja…Lesa meira

true

Helstu vegaframkvæmdir á Vesturlandi seint á tímabili áætlunar

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnti í morgun nýja samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 og stofnun innviðafélags um stærri samgönguframkvæmdir. Hlutverk innviðafélags verður að hraða fjárfestingum í þjóðhagslega mikilvægum samgöngumannvirkjum meðal annars jarðgöngum en stefnt er að því að undirbúningur við næstu jarðgöng hefjist á þessu ári og líkt og kom fram í frétt Skessuhorns fyrr í dag…Lesa meira

true

Elín Þóra Geirsdóttir er listamaður mánaðarins

Það er myndlistarkonan Elín Þóra Geirsdóttir á Akranesi sem er listamaður desembermánaðar hjá Listfélagi Akraness. Málverk eftir hana eru nú sýnd í Kallabakaríi við Innnesveg og verða þar út mánuðinn. Blaðamaður Skessuhorns hitti Elínu Þóru þegar hún var að hengja upp myndir sínar í morgun, en formleg opnun sýningarinnar er á laugardaginn. Listfélag Akraness var…Lesa meira

true

Pinninn kitlaður

Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af 30 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í liðinni viku. Auk þess voru yfir 700 ökumenn myndaðir með færanlegri hraðamyndavél embættisins. Einn ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og tveir grunaðir um ölvun við akstur. Tíu voru kærðir fyrir símanotkun við aksturinn.Lesa meira

true

Skipan raflínunefndar kærð til úrskurðarnefndar

Hópur landeigenda í Borgarfirði hefur kært til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þá ákvörðun félags- og húsnæðismálaráðherra að heimila samkvæmt beiðni Landsnets að skipa raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1. Flestir eru þeir eigendur jarða og fasteigna á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði fyrirhugaðrar línulagnar. Krefjast landeigendur þess að ákvörðunin verði felld úr gildi. Landsnet óskaði eftir skipan nefndarinnar í júní…Lesa meira

true

Hvalfjarðargöng II í biðflokk

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra tilkynnti rétt í þessu forgangsröðun í jarðgangagerð á næstu árum. Fljótagöng eru nú efst í forgangsröð jarðganga. Í öðru til þriðja sæti eru Fjarðagöng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og þaðan til Norðfjarðar og Súðavíkurgöng á milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar. Í fjórða sæti eru göng um Mikladal og Hálfdán sem tengja saman Patreksfjörð,…Lesa meira

true

Þekkt hús til sölu á Akranesi

Á dögunum var Vesturgata 57 á Akranesi auglýst til sölu. Nú ganga hús á Akranesi kaupum og sölum á hverjum degi án þess að það rati í fjölmiðla. En Vesturgata 57 er ekkert venjulegt hús ekki síst vegna stærðarinnar og miklu heldur vegna þess að þar hefur verið rekin rakarastofa samfellt frá árinu 1937 eða…Lesa meira

true

Líf og fjör í Jólakirkjuskóla

Sunnudaginn 30. nóvember var mikið líf og fjör í Grundarfjarðarkirkju en þá stóðu Setbergsprestakall og Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall fyrir Jólakirkjuskóla þar sem jólasveinarnir kíktu í heimsókn með góðgæti fyrir börnin.Lesa meira

true

Varasöm skilyrði á Snæfellsjökli

Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ hefur gefið frá sér tilkynningu vegna varasamra aðstæðna á Snæfellsjökli. Bæjarblaðið Jökull greindi frá. Þar kemur fram að ferðalög um jökulinn geta verið varsöm allan ársins hring vegna margvíslegrar hættu sem þar má finna. „Þegar styttist í jólafrí er viðbúið að umferð vélsleða, jeppa og annarra tækja um jökulinn fari vaxandi.…Lesa meira

true

Mikið fjör á aðventudegi Kvenfélagsins – myndasyrpa

Kvenfélagið Gleym mér ei stóð fyrir hinum árlega aðventudegi á fyrsta sunnudegi í aðventu. Þar var dregið úr jólahappdrættinu, úrslit kynnt úr ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar, tónlistaratriði, sölubásar og gómsætar veitingar. Eftir aðventudaginn í Samkomuhúsinu var haldið í miðbæinn þar sem kveikt var á jólatrénu sem vaskir Lionsmenn voru búnir að setja upp. Jólasveinarnir kíktu í heimsókn…Lesa meira