
Nýjustu fréttir


Árétta að formlegt samstarf hafi ekki verið komið á um skammtímavistun
Vegna fréttar hér á vef Skessuhorns í gær, þar sem fjallað var um skammtímadvöl fatlaðra barna, vilja bæjarfulltrúarnir Kristinn Halldur Sveinsson og Einar Brandsson á Akranesi, sem jafnframt eru formaður og varaformaður velferðar- og mannréttindaráðs, koma eftirfarandi á framfæri: „Fulltrúar í velferðar- og mannréttindaráði Akraneskaupstaðar hafa um nokkurt skeið haft það að markmiði að koma…

Nýliðið ár það hlýjasta frá upphafi mælinga
Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig sem er 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020, og hefur aldrei verið hærri. Áður var árið 2014 hlýjasta árið á landsvísu. Það var Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna, sem tók þessar upplýsingar saman. Árið…

Fasteignamat eigna á Vesturlandi 870 milljarðar króna
Nýtt fasteignamat tók gildi um áramótin og urðu þar nokkrar breytingar eftir gerð og staðsetningu eigna. Að meðaltali hækkar fasteignamat á landinu öllu um 9,2% frá fyrra mati. Áætlað heildarvirði fasteigna á landinu öllu er 17.300 milljarðar króna eða með öðrum orðum 17,3 billjónir króna. Af sveitarfélögum á Vesturlandi er fasteignamatið hæst á Akranesi rúmir…

Vilja að Akraneskaupstaður hætti við samstarf um skammtímadvöl fatlaðra barna
Meirihluti velferðar- og mannréttindaráðs Akraneskaupstaðar hefur hafnað að skrifa undir viljayfirlýsingu um samstarf sveitarfélaga á Vesturlandi um rekstur skammtímadvalar fyrir fötluð börn sem hefur verið í undirbúningi undanfarna mánuði. Áður hafði ráðið lýst jákvæðni gagnvart samstarfi um málið. Formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og bæjarfulltrúi á Akranesi trúir því að bæjarstjórn snúi ákvörðun ráðsins…

Óku um Borgarnes og söfnuðu upp flugeldaleifum
Nokkrir félagar í Björgunarsveitinni Brák og Unglingadeildinni Glanna í Borgarnesi fóru í árlega hreinsunarferð um Borgarnes á nýársdag til að hreinsa upp leifarnar af skottertum og flugeldum kvöldsins áður. Þetta er í fimmta eða sjötta skiptið sem þetta er gert eftir hádegið á nýársdag. Að þessu sinni gekk hreinsunarstarfið vel enda veðrið með björgunarsveitarfólki í…

Íbúum í Hvalfjarðarsveit fjölgað mest á fjórum árum
Íbúum í Hvalfjarðarsveit hefur fjölgað hlutfallslega mest af sveitarfélögum á Vesturlandi á undanförnum fjórum árum eða frá 1. desember 2021 til 1. desember 2025. Fjölgunin á þessu tímabili í Hvalfjarðarsveit var 23,29%, eða úr 687 íbúum árið 2021 í 847 íbúa árið 2025. Næst mest var fjölgunin í Skorradalshreppi 21,67%, Í Eyja- og Miklaholtshreppi var…

Gleðilegt nýtt ár!
Haraldur Benediktsson

Nýártónleikar með Kór Akraneskirkju og Kalman tónlistarfélagi Akraness
Ingibjörg Ólafsdóttir

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025
Björn Snæbjörnsson

Dásamlegur aðalfundur – Látum verkin tala!
Katrín Oddsdóttir

Fimm vaxtalækkanir á einu ári
Arna Lára Jónsdóttir




