Nýjustu fréttir

Vísbendingar um efnistöku umfram heimildir í Hvalfjarðarsveit

Vísbendingar um efnistöku umfram heimildir í Hvalfjarðarsveit

Hvalfjarðarsveit hefur ráðið Erlu Bryndísi Kristjánsdóttur starfsmann Verkís sem verkefnaráðgjafa sveitarfélagsins og er hennar verkefni að leggja mat á stöðu efnisnáma í sveitarfélaginu og skipuleggja í samstarfi við landeigendur og námuréttarhöfum hvernig best verður háttað námuvinnslu í sveitarfélaginu á komandi árum. Námavinnsla í Hvalfjarðarsveit hefur á undanförnum misserum verið í brennidepli líkt og komið hefur…

Fjárbjörgun í Vesturárdal

Síðastliðið þriðjudagskvöld barst björgunarsveitinni Húnum á Hvammstanga aðstoðarbeiðni vegna lambs sem hafði komið sér í vandræði í Vesturárdal, en áin rennur í Miðfjarðará nokkuð fyrir sunnan Laugarbakka. Bóndi hafði verið með fé í úthaga og var að reka það heim að bæ þegar eitt lambið stökk frá hópnum og kom sér í sjálfheldu í litlu…

Öruggur sigur Þórs í Stykkishólmi

Snæfell tók á móti Þór Akureyri í gær í leik í fyrstu deild kvenna í körfunni. Fyrirfram var búist við erfiðum leik en Þór er langefst í deildinni með 18 stig, en Snæfell í sjötta sæti með 8 stig. Það var því í takti við stöðuna í deildinni að Þór sigraði næsta örugglega, með 97…

Veita áfram afslátt af gatnagerðargjöldum

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar ákvað á fundi sínum á dögunum að framlengja tímabundinn 50% afslátt af gatnagerðargjöldum tiltekinna byggingarlóða íbúðarhúsa til ársloka 2026. Í samþykkt bæjarstjórnar kemur fram að tilgangurinn með afslættinum sé sá að stuðla að aukinni uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu. Nefnt er að síðustu ár hafi verið skortur á húsnæði og líkindi séu fyrir því…

Sítengd en aldrei aftengdari

Rætt við frú Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, um áhrif snjallsíma og samfélagsmiðla Það er notalegt andrúmsloft á Bessastöðum, þegar blaðamann Skessuhorns ber að garði. Fallegt húsið tekur vel á móti þér og ekki síður húsráðandinn; frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Tilefni heimsóknarinnar er að ræða málefni sem forsetinn hefur látið sig miklu varða; sífellt meiri…

Að klára matinn var eina reglan

Margir kannast við bræðurna Hallgrím og Gunnar Hafstein Ólafssyni, þótt þeir séu líklega betur þekktir sem Halli Melló og Gunni Hó Hallgrímur hefur lengi starfað sem leikari og er í dag fastráðinn í Þjóðleikhúsinu. Gunnar er kominn í fremstu röð í píluíþróttinni á Íslandi, en starfar einnig sem kokkur. Bræðurnir eru bornir og barnfæddir á…

Tilboð í akstursþjónustu margfalt hærra en kostnaðaráætlun

Akraneskaupstaður bauð í nóvember út akstursþjónustu fyrir kaupstaðinn og Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili. Í tilkynningu um útboðið á sínum tíma segir að því sé skipt í tvo samningshluta til að stuðla að aukinni samkeppni og næðu samningshlutarnir yfir samþætta akstursþjónustu og akstur máltíða í samræmi við skilmála útboðslýsingarinnar. Annars vegar var það A hluti þar…

Nýjasta blaðið