Nýjustu fréttir

Mun leiða vinnu við nýja búvörusamninga

Mun leiða vinnu við nýja búvörusamninga

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur í samráði við fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að ráða Jarþrúði Ásmundsdóttur til að leiða samningaviðræður við Bændasamtök Íslands vegna endurskoðunar stuðningskerfis landbúnaðarins. Núverandi búvörusamningar renna út í lok þessa árs. „Mikilvægt er að skýr stefna verði mörkuð um framhaldið og hafa stjórnvöld átt í undirbúningsviðræðum við Bændasamtökin á síðustu mánuðum.…

Fasteignagjöld hækka mun meira en laun

Í kjölfar mikillar hækkunar fasteignamats hafa fasteignagjöld hækkað víða um land. Þetta gerist þrátt fyrir að mörg sveitarfélög hafi lækkað álagningarprósentu til að koma til móts við hærra fasteignamat. Þetta kemur fram í nýrri útttekt Verðlagseftirlits ASÍ á fasteignagjöldum 53 sveitarfélaga. Gjöldin samanstanda af fasteignasköttum, vatnsgjöldum, fráveitugjöldum og lóðarleigu. Af 53 stærstu sveitarfélögunum lækkaði álagningarprósentan…

Mikil fjárútlát og sóun fylgir niðurlagningu eldri farsímakerfa

Eins og fram hefur komið í fréttum vinna fjarskiptafyrirtækin hér á landi að lokun eldri farsímakerfa. Búið er að loka öllum 2G sendum og nú er komið að því að slökkva á 3G-sendunum. Þetta gera fjarskiptafyrirtækin til að rýma fyrir nýrri og öflugri tækni. Breytingin þýðir að búnaður sem aðeins styður 3G mun hætta með…

Frumvarpi ætlað að stytta bótatímabil atvinnuleysistrygginga

Ragnar Þór Ingólfsson félags- og húsnæðismálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi sem felur í sér breytingar á atvinnuleysistryggingakerfinu. Markmiðið er að grípa fólk fyrr en áður og stuðla að aukinni virkni hjá þeim hópi sem er útsettur fyrir langtímaatvinnuleysi. Hvergi á Norðurlöndum er bótatímabil atvinnuleysistrygginga jafn langt og á Íslandi, eða 30 mánuðir. Lagt er til…

Slá lán

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti formlega á dögunum lántöku sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga að útgreiðslufjárhæð samtals 600 milljónir króna. Lánið er verðtryggt til átta ára með 3,85% vöxtum sem eru fastir allan lánstímann.  Lánið er tekið til fjármögnunar á endurbyggingu húsnæðis Gunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum.

Vofa gjaldtöku í gömlu Hvalfjarðargöngin svífur yfir vötnum

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um stofnun innviðafélags; „sem heldur utan um fjármögnun og uppbyggingu tiltekinna samgöngumannvirkja,“ eins og segir í kynningu á frumvarpinu í samráðsgátt stjórnvalda. Líkt og lesendur Skessuhorns muna var stofnun þessa félags kynnt þegar innviðaráðherra lagði fram drög að Samgönguáætlun 2026-2040 í byrjun desember. Fram…

Tveir voru fluttir til í starfi

Á árunum 2018-2025 voru gerðir 29 starfslokasamningar innan dómsmálaráðuneytisins og undirstofnana þess. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn frá Karli Gauta Hjaltasyni þingmanni Miðflokksins um kostnað við starfslokasamninga. Undir ráðuneyti dómsmála starfa 40 stofnanir. Samtals var kostnaður við þessa starfslokasamninga um 400 milljónir króna. Engin stofnun á Vesturlandi gerði á þessu…

Nýjasta blaðið