Nýjustu fréttir

Einar Margeir er Íþróttamanneskja Akraness 2025

Einar Margeir er Íþróttamanneskja Akraness 2025

Í kvöld voru tilkynnt úrslit í kjöri á Íþróttamanneskju Akraness árið 2025 og var viðburðurinn haldinn í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll og sýndur auk þess beint á ÍATV. Það var sundmaðurinn Einar Margeir Ágústsson sem hlaut flest stig. Þetta er þriðja árið í röð sem hann hlýtur þessi verðlaun. Hlaut hann að launum Helga Dan bikarinn…

Útköllum slökkviliða á Vesturlandi fækkaði milli ára

Útköll slökkviliða á Vesturlandi voru 174 á nýliðnu ári. Er það nokkur fækkun frá árinu á undan þegar þau voru 185. Eldútköllum fækkaði úr 105 árið 2024 í 84 árið 2025. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Nú eru starfandi sex slökkvilið á Vesturlandi sem reka 12 slökkviliðsstöðvar. Auk Vesturlands er brunavörnum…

Tóku nýbyggingu við skólann í notkun í dag – myndir

Framkvæmdir við nýbyggingu Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum eru nú á lokametrunum. Í dag var hluti nýbyggingarinnar tekin í notkun þegar nemendur miðstigs skólans fluttu inn í nýja skólastofu. Síðastliðið haust fóru nemendur yngsta stigs í bygginguna og voru því frumbyggjar í henni. Að sögn Helgu Jensínu Svavarsdóttur skólastjóra er nú beðið eftir búnaði í eldhús…

Mannamót markaðsstofanna haldið í næstu viku

Mannamót markaðsstofa landshlutanna verður haldið í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 15. janúar frá klukkan 12:00 til 17:00. Mannamót eru fjölmennasti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu þar sem hátt í þúsund gestir hafa mætt og sýnendur verið um 250 talsins. Tilgangur Mannamóts er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustufólki sem staðsett er á höfuðborgarsvæðinu með áherslu á vetrarferðaþjónustu.…

Sjálfstæðismenn í Borgarfirði stilla upp og Sigurður undir feldi

Sjálfstæðismenn í Borgarfirði hafa ákveðið að bjóða fram undir merkjum Sjálfstæðisflokksins við sveitarstjórnarkosningarnar í sameinuðu sveitarfélagi Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í vor. Jafnframt hefur verið ákveðið að beita uppstillingu við röðun á lista flokksins. Þetta staðfestir Sigurður Guðmundsson oddviti flokksins í sveitarstjórn Borgarbyggðar í samtali við Skessuhorn. Hann segir að sjálfstæðisfélögin í Borgarfirði séu nú að…

Tíðindi af vettvangi lögreglu um hátíðirnar

Síðasta samantekt frá Lögreglunni á Vesturlandi til Skessuhorns var miðuð við 15. desember síðastliðinn. Hér á eftir er samantekt af því helsta sem gerst hefur síðan. Á þessum þremur vikum hafa 36 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur. Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um ölvun við akstur og sex handteknir grunaðir um akstur undir…

Ný reglugerð um riðuveiki í sauðfé

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um riðuveiki í fé. Markmið hennar er að útrýma riðuveiki í sauðfé á Íslandi og ná þeim markmiðum sem sett eru fram í landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu. Þau markmið felast í að litlar líkur séu á að upp komi riðuveiki á landinu frá og með árinu…

Nýjasta blaðið