
Nýjustu fréttir


Aðeins eitt tilboð í bílabjörgun í Hvalfjarðargöngum
Tilboð voru opnuð í dag hjá Vegagerðinni í bílabjörgun í Hvalfjarðargöngum fyrir árin 2026-2028. Í útboðslýsingu er gert ráð fyrir að bjarga þurfi um 300 minni bifreiðum með bílaflutningi úr göngunum á ári. Einnig að vinna þurfi 60 klukkustundir á ári við björgun stærri bifreiða, þá 20 klukkustundir með dráttarbifreið og 20 klukkustundir með kranabifreið.…

Austan steytingi spáð á morgun
Í dag er spáð breytilegri átt 3-10 m/s og víða verður bjart, en stöku él við ströndina. Frost yfirleitt 0 til 7 stig. Vaxandi austanátt sunnan- og vestantil í kvöld og hlýnandi veður. Austan 18-25 m/sek í fyrramálið og rigning, slydda eða snjókoma með köflum, en hægari um landið austanvert og talsverð úrkoma um tíma…

Styrkir veittir til fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til níu einkarekinna, staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins að því er kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins. Markmiðið með styrkveitingunum er að efla starfsemi staðbundinna fjölmiðla á landsbyggðinni; „en þeir gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum um menningar- og samfélagsmál og styðja með þeim…

Samkomulag um hlutdeild Íslands í makrílveiðum – SFS mótmæla harðlega
Í morgun var undirritað samkomulag milli Íslands, Noregs, Bretlands og Færeyja um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins. Er þetta í fyrsta skipti sem hlutdeild Íslands í makrílveiðum er viðurkennd formlega af þeim þjóðum sem að samkomulaginu standa auk Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Auk áðurnefndra fjögurra landa teljast Grænland og Evrópusambandið strandríki…

Lið Snæfells féll úr leik í VÍS bikarnum
Lið Snæfells hélt til höfuðborgarinnar á sunnudaginn þar sem það mætti liði KR í sextán liða úrslitum VÍS bikarkeppni kvenna. Leikið var á Meistaravöllum. Fyrir leikinn voru þær röndóttu mun sigurstranglegri enda sem stendur í þriðja sæti Bónus-deildar á sama tíma og lið Snæfells situr í sjötta sæti 1. deildar. Það fór enda svo að…

Innflytjendur 17,3 prósent íbúa Vesturlands
Innflytjendur á Vesturlandi voru 3.081 eða rúmlega 17,3% mannfjöldans 1. janúar 2025. Innflytjendum fækkaði lítilsháttar hlutfallslega á milli ára. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Með innflytjanda er átt við þann sem fæddur er erlendis og á foreldra, afa og ömmur sem öll eru fædd erlendis. Á landinu öllu var hlutfall innflytjenda…

Fimm vaxtalækkanir á einu ári
Arna Lára Jónsdóttir

Framfarir og áskoranir í velferðarþjónustu Borgarbyggðar
Guðveig Lind Eyglóardóttir

Göfug orkuskipti í orði – öfug orkuskipti í verki
Þrándur Sigurjón Ólafsson

Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir
Hannes S Jónsson

Heilsársstörfum fórnað í pólitískum leik
Ólafur Adolfsson




