Nýjustu fréttir

Starf briddsfélagsins hefst eftir hálfan mánuð

Starf briddsfélagsins hefst eftir hálfan mánuð

Hefð er fyrir því að forkólfar í Bridgefélagi Borgarfjarðar ákveði upphaf starfsveturs félagsins á örstuttum fundi undir réttarvegg. Ekki brást það nú og segja þeir Jón Eyjólfsson og Ingimundur Jónsson að komið verði saman við spilaborðið í Logalandi mánudagskvöldið 29. september klukkan 19:30 stundvíslega. Eins og fyrr eru allir áhugasamir spilarar velkomnir og starfssvæðið engan…

Oddur jöklafræðingur hlaut viðurkenningu Sigríðar í Brattholti

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, veitti í dag Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Afhendingin fór fram á Umhverfisþingi sem nú stendur yfir í Hörpu. Viðurkenninguna hlaut jarð- og jöklafræðingurinn Oddur Sigurðsson. Í tilkynningu segir að Oddur hefur helgað líf sitt rannsóknum og fræðslu varðandi íslenska jökla og breytingar á þeim vegna hlýnandi loftslags. „Það…

Opnað fyrir umsóknir í Nýsköpunarsjóðinn Kríu

Nýsköpunarsjóðurinn Kría (NSK) hefur opnað fyrir umsóknir í nýtt fjárfestingaátak sem miðar að því að fjárfesta í sprotafyrirtækjum snemma á þróunarferli þeirra. „Viðskiptahugmyndin sem félagið byggir á þarf að vera vænleg til vaxtar og útflutnings, félagið íslenskt og með starfsemi á Íslandi. Þá er það til framdráttar að lykilteymi félagsins skipi fjölbreyttur hópur með bakgrunn,…

Starfsárið að hefjast hjá Kalman tónlistarfélagi

Halli Guðmunds og Club Cubano verða á fyrstu tónleikum haustsins hjá Kalman – tónlistarfélagi Akraness og flytja lög af nýútkominni plötu „Live at Mengi.“  Tónleikarnir verða fimmtudagskvöldið 25. september. Haraldur Ægir Guðmundsson, eða Halli Guðmunds, er mörgum Skagamönnum kunnur en hann bjó á Akranesi um tíma og hóf sinn atvinnutónlistarferil þar. Halli hefur gefið út…

Stelpurnar í UMFG sigruðu í fyrsta leik

Blaktímabilið hófst sunnudaginn 14. september þegar kvennalið UMFG tók á móti b-liði HK í íþróttahúsinu í Grundarfirði. Leikurinn var fyrsti leikurinn í fyrstu deild kvenna þetta tímabilið og mættu heimakonur í UMFG ákveðnar til leiks. Þær höfðu töluverða yfirburði í fyrstu hrinunni og sigruðu hana 25-13 og komust í 1-0. Svipað var uppi á teningnum…

Ofið landslag í Akranesvita

Laugardaginn 20. september verður opnuð ný myndlistarsýning í Akranesvita og verður hún opin kl. 13.00 – 16.00 á opnunardaginn. Sýningin ber heitið Ofið landslag, og sýnendur eru Antonía Berg leirkerasmiður, Íris María Leifsdóttir málari og Sarah Frinkle veflistakona. Sýningin er styrkt af Akraneskaupstað. Í tilkynningu frá sýnendum segir að þær vefi í landslagið við rætur…

Umhverfisþing hefst í dag

Umhverfisþing hefst í dag í Silfurbergi í Hörpu og stendur í tvo daga. Meginþemu að þessu sinni verða líffræðileg fjölbreytni, loftslagsmál og hafið. Boðað er til þingsins af Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Þinginu verður að hluta til streymt og skráningu hefur verið öllum opin, en fullbókað var fyrir nokkru í vinnustofurnar Verndum líffræðilega…

Nýjasta blaðið