
Nýjustu fréttir


Fasteignamat eigna á Vesturlandi 870 milljarðar króna
Nýtt fasteignamat tók gildi um áramótin og urðu þar nokkrar breytingar eftir gerð og staðsetningu eigna. Að meðaltali hækkar fasteignamat á landinu öllu um 9,2% frá fyrra mati. Áætlað heildarvirði fasteigna á landinu öllu er 17.300 milljarðar króna eða með öðrum orðum 17,3 billjónir króna. Af sveitarfélögum á Vesturlandi er fasteignamatið hæst á Akranesi rúmir…

Vilja að Akraneskaupstaður hætti við samstarf um skammtímadvöl fatlaðra barna
Meirihluti velferðar- og mannréttindaráðs Akraneskaupstaðar hefur hafnað að skrifa undir viljayfirlýsingu um samstarf sveitarfélaga á Vesturlandi um rekstur skammtímadvalar fyrir fötluð börn sem hefur verið í undirbúningi undanfarna mánuði. Áður hafði ráðið lýst jákvæðni gagnvart samstarfi um málið. Formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og bæjarfulltrúi á Akranesi trúir því að bæjarstjórn snúi ákvörðun ráðsins…

Óku um Borgarnes og söfnuðu upp flugeldaleifum
Nokkrir félagar í Björgunarsveitinni Brák og Unglingadeildinni Glanna í Borgarnesi fóru í árlega hreinsunarferð um Borgarnes á nýársdag til að hreinsa upp leifarnar af skottertum og flugeldum kvöldsins áður. Þetta er í fimmta eða sjötta skiptið sem þetta er gert eftir hádegið á nýársdag. Að þessu sinni gekk hreinsunarstarfið vel enda veðrið með björgunarsveitarfólki í…

Íbúum í Hvalfjarðarsveit fjölgað mest á fjórum árum
Íbúum í Hvalfjarðarsveit hefur fjölgað hlutfallslega mest af sveitarfélögum á Vesturlandi á undanförnum fjórum árum eða frá 1. desember 2021 til 1. desember 2025. Fjölgunin á þessu tímabili í Hvalfjarðarsveit var 23,29%, eða úr 687 íbúum árið 2021 í 847 íbúa árið 2025. Næst mest var fjölgunin í Skorradalshreppi 21,67%, Í Eyja- og Miklaholtshreppi var…

Fiskur vegur mest í Snæfellsbæ en iðnaður sunnan Skarðsheiðar
Í nýjum Hagvísi, sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi gefa út, er vægi sex atvinnugreina í útsvarstekjum sveitarfélaga tekið til skoðunar. Með þeim hætti má sjá hvort hagsmunir einstakra sveitarfélaga séu miklir eða litlir gagnvart tilteknum atvinnugreinum og þá hvort þau séu mjög háð þeim. Til skoðunar voru sex atvinnugreinar sem segja má að séu landdreifðar…

Rósa Marinósdóttir er meðal orðuhafa
Forseti Íslands sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Meðal þeirra er Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur á Hvanneyri sem jafnframt er ötul baráttukona fyrir íþróttir almennings. Orður hljóta að þessu sinni í stafrófsröð: 1. Anna Júlíana Sveinsdóttir, söngkona og söngkennari, fyrir framlag til klassískrar tónlistarmenntunar. 2. Ásgeir Sigurvinsson, fyrrverandi…

Gleðilegt nýtt ár!
Haraldur Benediktsson

Nýártónleikar með Kór Akraneskirkju og Kalman tónlistarfélagi Akraness
Ingibjörg Ólafsdóttir

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025
Björn Snæbjörnsson

Dásamlegur aðalfundur – Látum verkin tala!
Katrín Oddsdóttir

Fimm vaxtalækkanir á einu ári
Arna Lára Jónsdóttir




