
Nýjustu fréttir


Leggja til að loðnukvótinn verði aukinn í 197 þúsund tonn
Hafrannsóknastofnun hefur lokið við úrvinnslu niðurstaðna loðnumælinga sem fóru fram dagana 19.-25. janúar sl. Samkvæmt gildandi aflareglu strandríkja, sem byggir á niðurstöðum haustmælingar árið 2025 og þessarar vetrarmælingar, leggur Hafrannsóknastofnun til að afli á þessari vertíð verði allt að 197.474 tonn, en það er margfalt það magn sem stofnunin hafði áður mælt með veiðum á.…

Skrifstofa Hvalfjarðarsveitar lokuð í dag vegna útfarar
Í dag klukkan 13 fer fram frá Akraneskirkju útför Ómars Arnar Kristóferssonar, sveitarstjórnarfulltrúa í Hvalfjarðarsveit. Af þeim sökum verður skrifstofa Hvalfjarðarsveitar lokuð frá hádegi í dag. Ómar Örn Kristófersson var fæddur 1. júní 1982. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu Lambalæk í Hvalfjarðarsveit 17. janúar síðastliðinn. Sveitarstjórn og sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar minnast Ómars Arnar: „Hann sat…

Hættir sem hafnarstjóri eftir 31 ár starf
Rætt við Björn Arnaldsson hafnarstjóra um árin í Snæfellsbæ Björn Arnaldsson hefur verið hafnarstjóri Snæfellsbæjar undanfarin 31 ár, eða frá árinu 1994, en lætur af störfum nú um mánaðamótin. Þórður Stefánsson hefur verið ráðinn í starf hafnarstjóra og tekur við keflinu. Fréttaritari Skessuhorns hitti Björn að máli um helgina á hafnarskrifstofunni í Ólafsvík. Rætt var…

Stórhuga uppbygging bílasafns og afþreyingarmiðstöðvar
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að heimila landeiganda Fellsenda i Hvalfjarðarsveit að vinna að breytingu á aðalskipulagi svæðisins og landnotkun þess og gera honum þannig kleift að ráðast í mikla uppbyggingu á jörðinni. Jörðin, sem er 256,3 hektarar að stærð, liggur að norðanverðu Akrafjalli frá efstu brún og niður að Eiðisvatni. Breyting aðalskipulaginu felst í því…

Mun leiða vinnu við nýja búvörusamninga
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur í samráði við fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að ráða Jarþrúði Ásmundsdóttur til að leiða samningaviðræður við Bændasamtök Íslands vegna endurskoðunar stuðningskerfis landbúnaðarins. Núverandi búvörusamningar renna út í lok þessa árs. „Mikilvægt er að skýr stefna verði mörkuð um framhaldið og hafa stjórnvöld átt í undirbúningsviðræðum við Bændasamtökin á síðustu mánuðum.…

Fasteignagjöld hækka mun meira en laun
Í kjölfar mikillar hækkunar fasteignamats hafa fasteignagjöld hækkað víða um land. Þetta gerist þrátt fyrir að mörg sveitarfélög hafi lækkað álagningarprósentu til að koma til móts við hærra fasteignamat. Þetta kemur fram í nýrri útttekt Verðlagseftirlits ASÍ á fasteignagjöldum 53 sveitarfélaga. Gjöldin samanstanda af fasteignasköttum, vatnsgjöldum, fráveitugjöldum og lóðarleigu. Af 53 stærstu sveitarfélögunum lækkaði álagningarprósentan…

Sjöunda gr. laga. nr. 48/2011
Georg Magnússon

Fjárfestum í farsælli framtíð
Líf Lárusdóttir

Bréf til Lárusar
Jón Viðar Jónmundsson

Af mistökunum skulið þér læra það!
Finnbogi Rögnvaldsson

Lýsing í Borgarnesi – þörf á vandaðri umræðu
Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir




