Nýjustu fréttir

Þúfan opnuð þar sem La Colina var í Borgarnesi

Þúfan opnuð þar sem La Colina var í Borgarnesi

Nýr veitingastaður, kaffihús og viðburðarými mun opna á næstu vikum í Borgarnesi undir nafninu „Þúfan – pizzeria & espresso bar.“ Það eru fjórir vinir sem hafa tekið við rekstrinum á Hrafnakletti 1b þar sem pizzastaðurinn La Colina var. Þetta eru þau Agnes Hjaltalín Andradóttir, Jóel Darri Ólafsson, Rannveig Rögn Leifsdóttir og Páll Einarsson. Fyrirhugað er…

Góð byrjun á tímabilinu á Reykjavik International Games

Miklar bætingar voru hjá sundfólki frá Akranesi á Reykjavík International Games sem fram fór um helgina. Reykjavíkurleikarnir voru að þessu sinni haldnir í 19. skipti, hófust á fimmtudaginn en lauk í byrjun vikunnar. Eymar Ágúst Eymarsson bætti sig í öllum þremur greinum sem hann tók þátt í. Sunna Dís Skarphéðinsdóttir bætti sig í tveimur greinum…

Allt undir í leikjunum í dag og á morgun

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir í dag Sviss í þriðja og næstsíðasta leik í milliriðli 2 á EM í Svíþjóð. Hefst leikurinn klukkan 14:30. Á sama tíma á morgun mætir liðið svo Slóveníu. Vinni Ísland þessa tvo síðustu leiki í milliriðli fer það í undanúrslit mótsins sem hefst á föstudaginn. Ísland er sem stendur í…

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta

Fiskistofa hefur auglýst á vef sínum eftir umsóknum um byggðakvóta sem innviðaráðherra hefur úthlutað til Grundarfjarðar, Ólafsvíkur og Stykkishólms. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns var úthlutað 15 tonnum af byggðakvóta til Ólafsvíkur, 100 tonnum til Grundarfjarðar og 50 tonnum til Stykkishólms. Umsækjendur um byggðakvótann þurfa að uppfylla ýmis skilyrði til þess að…

Blaklið Grundarfjarðar spreytti sig gegn þeim bestu

Meistaraflokkur kvenna í blaki tók á móti toppliði efstu deildar í blaki í bikarkeppni BLÍ á laugardaginn. HK er langefst í Unbrokendeild kvenna og mætti 1. deildar liði UMFG í Grundarfirði. Stelpurnar í Grundarfirði eru í þriðja sæti í fyrstu deild og því var við ramman reip að draga. Gestirnir í HK byrjuðu af krafti…

Nýjar loftmyndir af þéttbýli komnar í kortasjá

Nýjar loftmyndir voru teknar á Vesturlandi síðastliðið sumar. Þær hafa nú verið birtar á kortasjám sveitarfélaganna sem hægt er að nálgast frá heimasíðum þeirra. Að þessu sinni voru nýjar loftmyndir teknar af Akranesi, Borgarnesi, Grundartanga og Melahverfi. Í kortasjánni er einnig hægt að finna upplýsingar um ýmsa þjónustu og afþreyingu eins og sundlaugar, örnefnaskrá og…

Vilja formlegar viðræður um þjóðarleikvang í golfi

Allir fulltrúar í skipulags- og umhverfisráði Akraneskaupstaðar samþykktu á síðasta fundi sínum áskoranir til Akraneskaupstaðar um að kanna möguleika á þjóðarleikvangi í golfi á Akranesi. Þar verði leitað eftir samningi við Golfsamband Íslands og Golfklúbbinn Leyni. Samþykktu bæði meiri- og minnihlutafulltrúar í ráðinu ályktanir þess efnis. Fulltrúar meirihlutans segjast hlynntir því að hafnar verði formlegar…

Nýjasta blaðið