Nýjustu fréttir

Ný bók um berkla á Íslandi

Ný bók um berkla á Íslandi

Út er komin bókin Berklar á Íslandi eftir Erlu Dóris Halldórsdóttur. Í henni er fjallað um þennan skelfilega vágest sem berklarnir voru og hvernig tókst að lokum að vinna bug á þeim. Þar kemur saga Vífilsstaða mjög sterkt inn og er hún rakin í ritinu sem er sannkallað stórvirki. Berklaveikin lagðist einkum á ungt fólk…

Kjánar og gellur fóru á Víknaslóðir og Bræðsluna – myndskreytt ferðasaga

Einn af hápunktum hvers sumars hjá mér er árleg sumarferð vinagönguhópsins Kjánar og gellur. Uppistaðan í hópnum eru einstaklingar úr árgangi 1971 á Akranesi en svo fylgja makar og ýmis merkileg viðhengi með. Nú í sumar gengum við um Víknaslóðir á Austurlandi og komum aftur eftir fjögurra daga göngu á Borgarfjörð Eystri þar sem gangan…

„Ég veit að hún er á góðum stað“

Kristjana Halldórsdóttir er ein þeirra sem hefur þann hæfileika að finna fegurð í hversdeginum þrátt fyrir að lífið hafi ekki alltaf verið auðvelt. Hún missti 22 ára dóttur sína, Jönu Sif, vorið 2023. Jana lést í kjölfar hjartaaðgerðar í Svíþjóð, en hún fæddist með alvarlegan hjartagalla. Kristjana segist hafa einsett sér að lifa lífinu í…

Kvenfélagið gefur til búnaðarkaupa í nýja íþróttahúsið

Kvenfélagið Þorgerðar Egilsdóttir í Dölum kom í gær færandi hendi í nýja íþróttahúsið í Búðardal. Afhenti félagið Ísaki Sigfússyni, lýðheilsufulltrúa f.h. Dalabyggðar, höfðinglegan styrk frá félaginu til kaupa á búnaði í íþróttamannvirkin. „Það er ómetanlegt að finna þann stuðning sem uppbygging íþróttaaðstöðunnar nýtur í samfélaginu í Dölum eins og hér raungerist með stuðningi og fjárstyrk…

Breytingar vegna fæðingarorlofs

Alþingi samþykkti skömmu fyrir jól frumvarp Ingu Sæland, félag og húsnæðismálaráðherra, um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof og lögum um sorgarleyfi. Eftir gildistöku nýju laganna munu breytingar á fjárhæðum greiðslna til foreldra sem nýta rétt sinn innan fæðingarorlofskerfisins ekki lengur miða við fæðingardag barns, frumættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur, heldur skuli…

Af hverju ekki bara að ráða mig?

Rætt við Magndísi Alexandersdóttur frá Stakkhamri, sem man aðra tíma en fólk býr við í dag. Hún hefur þurft að rjúfa glerþakið allnokkrum sinnum á ævinni Það er falleg vetrarstilla í Stykkishólmi þegar blaðamaður kemur þangað til að spjalla við Magndísi Alexandersdóttur. Hún býður til stofu í fallegu húsi þar sem hún býr með manni…

Séra Ursula ráðin prestur í Borgarfjarðarprestakalli

Sr. Ursula Árnadóttir hefur verið ráðin prestur í hið sameinaða prestakalli í Borgarfirði með aðsetur í Stafholti. Frá þessu er greint á vef Þjóðkirkjunnar. Ursula er fædd 19. janúar árið 1957 á Akranesi. Hún vígðist til Skagastrandarprestakalls 14. desember árið 2008 en hefur m.a. starfað í Austur-Húnavatnssýslu, í Skagafirði og Vestmannaeyjum, en einnig sem prestur…

Nýjasta blaðið