Nýjustu fréttir

Aukin hætta á fuglainflúensu með komu farfuglanna

Farfuglatímabilið er nú í hápunkti. Farfuglar streyma til landsins, m.a. frá sýktum svæðum í norðurhluta Evrópu þar sem fuglainflúensa hefur valdið skaða í alifuglum. Óvissustig er í gildi og því skulu allir fuglaeigendur tryggja góðar sóttvarnir í sínum fuglahópum, til að koma í veg fyrir smit frá villtum fuglum. Matvælastofnun biður almenning um að tilkynna…

Glæsilegir tónleikar í Borgarneskirkju

Minningarsjóður sem stofnaður var til minningar okkar frábæra drengs Heimis Klemenzsonar hélt sl. sunnudag tónleika í Borgarneskirkju. Í upphafi kynnti Viðar Guðmundsson, einn þeirra er skipa stjórn sjóðsins, dagskrána og kynnti söngvara og undirleikara. Boðið var upp á söngdagskrá á heimsvísu. Söngdívan úr Mosfellsdal, Sigrún Hjálmtýsdóttir, og tenórinn og sveitapilturinn úr Skagarfirði, Óskar Pétursson, ásamt…

Akranesmótið í pílu um helgina

Sá skemmtilegi atburður átti sér stað í vikunni að öll þrjú liðin frá Pílufélagi Akraness (PFA) sem taka þátt í deildarkeppni Pílukastfélags Reykjavíkur (PFR) voru saman komin í aðstöðu PFR á Tangarhöfða í Reykjavík. Liðið Flóridaskaginn er i baráttu um verðlaunasæti í A deildinni, Skaginn er búinn að tryggja sér sigur í B deildinni og…

Vígreif í hefðbundnu karlastarfi

Þegar ein af sjálfrennireiðum Skessuhorns fékk viðeigandi fótabúnað í dag mætti blaðamanni ung kona sem slegist hefur í hóp strákanna á dekkjaverkstæði N1 á Akranesi. Fanney Friðjónsdóttir frá Hóli í Svínadal stendur þar vaktina, var reyndar ráðin á verkstæðið til að sjá um vörubíladekkin, en gengur í öll verk. Fanney mun vera eini kvenstarfsmaðurinn í…

Lóa Arianna sigraði í Stóru upplestrarkeppninni

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Dalabúð í Búðardal síðasta þriðjudag. Keppnin var lokahátið samstarfsskólanna fjögurra á Vesturlandi sem eru Auðarskóli í Búðardal, Grunnskóli Borgarfjarðar, Grunnskóli Borgarness og Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit. Keppendur lásu texta úr bók Bjarkar Jakobsdóttur, Hetju, og ljóð eftir Braga Valdimar Skúlason. Einnig lásu keppendur upp ljóð sem þau höfðu valið sjálfir. Dómarar…

Héraðsþing HSH var haldið á Lýsuhóli

Fimmtudaginn 11. apríl var héraðsþing Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu haldið á Lýsuhóli. Töluvert margar tillögur voru lagðar fyrir þingið og ný lög HSH voru samþykkt samhljóða með breytingartillögu, en fyrst og fremst var verið að uppfæra lögin miðað við tíð og tíma en fyrri lög voru síðan 2008. Þá voru tillögur um arðgreiðslu og lottóuppgjör…

Snæfell tapaði eftir framlengingu og féll í fyrstu deild

Fjórði leikur Tindastóls og Snæfells í undanúrslitum fyrstu deildar kvenna í körfuknattleik fór fram í gærkvöldi og var leikurinn á Sauðárkróki. Með sigri í leiknum gátu Tindastólskonur tryggt sér sæti í úrslitum á móti Aþenu eða KR en Snæfell fengið oddaleik á heimavelli færu þær með sigur af hólmi. Það var því ansi mikið undir…

Fréttir úr víðri veröld

Aðsendar greinar

1500 fræ

Sigríður Hrund Pétursdóttir

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið