Nýjustu fréttir

Vilja formlegar viðræður um þjóðarleikvang í golfi

Vilja formlegar viðræður um þjóðarleikvang í golfi

Allir fulltrúar í skipulags- og umhverfisráði Akraneskaupstaðar samþykktu á síðasta fundi sínum áskoranir til Akraneskaupstaðar um að kanna möguleika á þjóðarleikvangi í golfi á Akranesi. Þar verði leitað eftir samningi við Golfsamband Íslands og Golfklúbbinn Leyni. Samþykktu bæði meiri- og minnihlutafulltrúar í ráðinu ályktanir þess efnis. Fulltrúar meirihlutans segjast hlynntir því að hafnar verði formlegar…

Dalabyggð veitir styrki til menningarmála

Menningarmálanefnd Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum á dögunum að veita sjö styrki úr Menningarmálaverkefnasjóði vegna ársins 2026. Samkvæmt reglum sjóðsins skal úthlutað úr sjóðnum fyrir 1. febrúar ár hvert. Alls bárust að þessu sinni átta umsóknir en til úthlutunar voru 1.500.000 krónur. Eins og áður sagði samþykkti nefndin að veita sjö styrki að þessu sinni.…

Einn íbúi á Vesturlandi eldri en hundrað ára

Í dag eru 41 íbúi á Íslandi yfir eitt hundrað ára gamall. Af þeim eiga tveir þeirra maka á lífi. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá. Elsti núlifandi íbúi landsins er kona sem fædd er árið 1920 og er því 105 ára. Hún er búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þar búa líka flestir þeirra sem nú…

Sturla er íþróttamaður Snæfells 2025

Héraðssambandið Snæfell hefur útnefnt Sturlu Böðvarsson Íþróttamann Snæfells árið 2025. Þrátt fyrir ungan aldur er Sturla máttarstólpi meistaraflokks karla í körfubolta og hefur leikið á alls oddi að undanförnu. Auk þess að spila með heimaliði sínu er Sturla í landsliðshópi U-18 í körfu, ásamt Öddu Sigríði Ásmundsdóttur. Valdís Helga Alexandersdóttir er svo í U-16 landsliðshópnum.…

Skallagrímsmenn með góðan sigur á Hamri

Lið Skallagríms og Hamars í Hveragerði mættust í 1. deildinni í körfu karla í Borgarnesi á föstudagskvöld. Hamarsmenn hafa átt erfitt uppdráttar í deildinni í vetur og hafa setið við botn deildarinnar en liðsmenn Skallagríms hafa verið að þokast upp deildina. Sá stöðumunur endurspeglaðist nokkuð greinilega í leiknum. Strax í upphafi náðu heimamenn frumkvæðinu og…

Helgi Guðjónsson er íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2025 – myndasyrpa

Kjöri Íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2025 var lýst við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti í Borgarnesi í gær. Þar afhenti forsvarsfólk UMSB jafnframt ýmsar viðurkenningar fyrir góðan árangur á liðnu ári. Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2025 er Helgi Guðjónsson knattspyrnumaður úr UMFR. Helgi átti án efa sitt besta ár þar sem hann var einn besti leikmaður fyrnasterks liðs Víkings Reykjavíkur…

Snæfell tapaði gegn Selfossi

Snæfellskonur fengu lið Selfoss í heimsókn á föstudagskvöldið í 1. deildainni í körfu. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrsta leikhluta og í lok hans var staðan jöfn 19-19. Í öðrum leikhluta náðu gestirnir yfirhöndinni og í hálfleik var staðan 25-33 þeim í vil. Áfram jókst forskot gestanna í síðari hálfleik og þegar flautað var til…

Nýjasta blaðið