Íþróttir

true

Snæfellssigur á Hornafirði

Snæfell í Stykkishólmi gerði góða ferð austur á Höfn í Hornafirði á föstudaginn þegar liðið heimsótti heimamenn í Sindra. Sindri lagði Skallagrímsmenn í Borgarnesi í síðustu umferð á meðan Snæfell sigraði Selfoss í Stykkishólmi og var því töluverð spenna fyrir leikinn. Einhver hrollur var í gestunum frá Stykkishólmi í fyrsta leikhluta og náðu heimamenn í…Lesa meira

true

Skagamenn tóku Vesturlandsslaginn

ÍA og Skallagrímur mættust í nágrannaslag í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var viðureignin í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Um tvö hundruð manns mættu á leikinn og þar voru Skagamenn í miklum meirihluta. Stuðningsmenn Skallagríms komust ekki á leikinn vegna veðurhamsins þar sem vindhviður voru í kringum 60 m/sek við Hafnarfjallið…Lesa meira

true

Dregið í forkeppni Mjólkurbikars karla og kvenna

Á dögunum var dregið í forkeppni Mjólkurbikars karla og kvenna í knattspyrnu. Vesturlandsliðin Kári, Víkingur Ó. og Skallagrímur voru í pottinum karla megin og lið ÍA kvenna megin. Í fyrstu umferðinni sem verður í lok mars tekur Kári á móti liði KFS sem leikur í fjórðu deild næsta sumar en Kári í 2. deild. Sigri…Lesa meira

true

Skemmtun í Fjósinu og æsispennandi leikur

Strákarnir í 9. og 10. flokki Skallagríms skoruðu á Stjörnulið í körfubolta og fór leikurinn fram síðastliðinn fimmtudag í Fjósinu í Borgarnesi, að viðstöddum um 250 áhorfendum. Meðal gesta á pöllunum voru nokkrir hjúkrunarfræðingar sem voru til taks ef leikmenn Stjörnuliðsins þyrftu á aðstoð að halda. Sem betur fer reyndi ekki á það. Leikurinn var…Lesa meira

true

Sundfólk ÍA stóð sig vel á RIG

Sundmótið Reykjavík International Games, RIG, fór fram um helgina í Laugardalslaug í Reykjavík. Mótið var mjög sterkt með yfir 300 keppendum og þar af voru 100 erlendir sundmenn mættir til keppni. Sundfélag Akraness sendi átta keppendur til leiks og óhætt að segja að keppnistímabilið 2025 hafi byrjað vel hjá sundmönnum ÍA. Einar Margeir Ágústsson átti…Lesa meira

true

Sterkur sigur Snæfells í Hólminum

Snæfell tók á móti Selfossi í 1. deild karla í körfubolta á föstudaginn. Snæfell tapaði naumlega gegn Ármanni í umferðinni á undan á meðan Selfoss vann góðan sigur á Skallagrími. Því mátti búast við hörkuleik. Fyrsti leikhluti einkenndist reyndar af töpuðum boltum hjá báðum liðum og þar af leiðandi mjög lágu stigaskori. Staðan eftir fyrsta…Lesa meira

true

Skagamenn enn á sigurbraut

Þór Akureyri og ÍA tókust á í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í Höllinni á Akureyri. Fyrir viðureignina var Þór í 7. sæti með 12 stig en Skagamenn í þriðja sæti með 20 stig og með fimm sigurleiki í röð. Gestirnir byrjuðu af krafti, skoruðu fyrstu sjö stigin í leiknum…Lesa meira

true

Sjö ósigrar í röð hjá Skallagrími

Skallagrímur tók á móti Sindra frá Höfn í Hornafirði á föstudag, í 1. deild karla í körfubolta. Skallagrímur lék sinn fyrsta leik með nýjum bandarískum leikmanni, Jermaine Hamlin, en liðið hefur misst leikmanninn Hilmi Hallgrímsson aftur til Hauka en hann var á venslasamningi fyrir áramót með Skallagrími. Heimamenn byrjuðu leikinn mjög vel, spiluðu góða vörn…Lesa meira

true

Niðurröðun komin í 5. deild karla í knattspyrnu

KSÍ hefur gefið út riðlaskiptingu í 5. deild karla 2025 ásamt því að birta drög að niðurröðun leikja. Eftir riðlakeppni fer fram úrslitakeppni tveggja efstu liða í hvorum riðli um tvö sæti sem gefa þátttökurétt í 4. deild árið 2026. Vesturlandsliðin Skallagrímur úr Borgarnesi og Reynir Hellissandi leika í 5. deild næsta sumar og eru…Lesa meira

true

Af þjálfun og keppni í RINGÓ

Undanfarin nokkur ár hefur vaskur hópur Borgfirðinga stundað RINGÓ – afbrigði af blaki – en með gúmmíhringjum. Hópurinn hefur mætt til æfinga í Borgarnesi klukkan 9 á sunnudögum og æft í um klukkustund. Fjórum til fimm sinnum á ári höfum við tekið þátt í mótum og ætíð keppt undir merkjum UMSB, þó svo að sambandið…Lesa meira