
Skagamenn enn á sigurbraut
Þór Akureyri og ÍA tókust á í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í Höllinni á Akureyri. Fyrir viðureignina var Þór í 7. sæti með 12 stig en Skagamenn í þriðja sæti með 20 stig og með fimm sigurleiki í röð. Gestirnir byrjuðu af krafti, skoruðu fyrstu sjö stigin í leiknum og leiddu 6:16 eftir tæpan fimm mínútna leik. Við lok fyrsta leikhluta voru Skagamenn í góðum málum, staðan 14:28 og ljóst að heimamenn þyrftu að bregðast fljótt við til að halda sér inni í leiknum. Það varð þó ekki raunin því fljótlega í byrjun annars leikhluta skoruðu gestirnir ellefu stig í röð og staðan 19:43 ÍA í vil eftir tæpar fjórar mínútur. Þórsarar náðu síðan að svara því með átta stigum í röð en það hafði lítil áhrif á leikmenn ÍA í framhaldinu og þeir fóru með gott forskot inn í hálfleikinn, staðan 37:56.