
Skagamenn fagna eftir leik. Ljósm. vaks
Skagamenn tóku Vesturlandsslaginn
ÍA og Skallagrímur mættust í nágrannaslag í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var viðureignin í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Um tvö hundruð manns mættu á leikinn og þar voru Skagamenn í miklum meirihluta. Stuðningsmenn Skallagríms komust ekki á leikinn vegna veðurhamsins þar sem vindhviður voru í kringum 60 m/sek við Hafnarfjallið og horfðu líklegast á leikinn í beinni á ÍATV með popp og kók í sófanum.