
Jermaine Hamlin treður boltanum í leiknum gegn Sindra. Ljósm. hig
Sjö ósigrar í röð hjá Skallagrími
Skallagrímur tók á móti Sindra frá Höfn í Hornafirði á föstudag, í 1. deild karla í körfubolta. Skallagrímur lék sinn fyrsta leik með nýjum bandarískum leikmanni, Jermaine Hamlin, en liðið hefur misst leikmanninn Hilmi Hallgrímsson aftur til Hauka en hann var á venslasamningi fyrir áramót með Skallagrími.