
Mikil spenna var í lok leiks en þá voru allir leikmenn 9. og 10. flokks komnir inn á völlinn. Ljósm. hig
Skemmtun í Fjósinu og æsispennandi leikur
Strákarnir í 9. og 10. flokki Skallagríms skoruðu á Stjörnulið í körfubolta og fór leikurinn fram síðastliðinn fimmtudag í Fjósinu í Borgarnesi, að viðstöddum um 250 áhorfendum. Meðal gesta á pöllunum voru nokkrir hjúkrunarfræðingar sem voru til taks ef leikmenn Stjörnuliðsins þyrftu á aðstoð að halda. Sem betur fer reyndi ekki á það. Leikurinn var liður í fjáröflun fyrir 9. og 10. flokk karla en þeir stefna á körfuboltabúðir nú í sumar í Króatíu.