
Sunna, Einar Margeir og Guðbjarni stóðu sig vel. Ljósm. SA
Sundfólk ÍA stóð sig vel á RIG
Sundmótið Reykjavík International Games, RIG, fór fram um helgina í Laugardalslaug í Reykjavík. Mótið var mjög sterkt með yfir 300 keppendum og þar af voru 100 erlendir sundmenn mættir til keppni. Sundfélag Akraness sendi átta keppendur til leiks og óhætt að segja að keppnistímabilið 2025 hafi byrjað vel hjá sundmönnum ÍA.