
Matt Treacy spilaði glimrandi vel í sínum fyrsta heimaleik fyrir Snæfell. Ljósm. Bæring Nói.
Sterkur sigur Snæfells í Hólminum
Snæfell tók á móti Selfossi í 1. deild karla í körfubolta á föstudaginn. Snæfell tapaði naumlega gegn Ármanni í umferðinni á undan á meðan Selfoss vann góðan sigur á Skallagrími. Því mátti búast við hörkuleik.