Íþróttir

true

Skallagrímskonur töpuðu stórt fyrir Keflavík

Skallagrímur fékk lið Keflavíkur í heimsókn í Borgarnes í gærkvöldi í Subway deild kvenna í körfuknattleik og varð að sætta sig við sitt áttunda tap í röð í deildinni. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og munurinn fimm stig við flautið, 19:24. Keflavík náði að auka muninn aðeins meira í öðrum leikhluta og staðan…Lesa meira

true

Snæfell tapaði naumlega gegn Ármanni

Snæfell tók á móti Ármanni á laugardaginn í fyrstu deild kvenna í körfuknattleik og varð að lokum að sætta sig við þriggja stiga tap, 76:79. Snæfellskonur voru sterkari í fyrsta leikhluta og staðan 20:14 þeim í vil. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt í öðrum leikhluta, Snæfell var ávallt yfir og náði mest ellefu stiga forskoti…Lesa meira

true

Skallagrímur lagði Sindra

Skallagrímsmenn lögðu í langferð austur á bóginn á föstudaginn þegar þeir léku gegn liði Sindra á Höfn í Hornafirði í 1. deild karla í körfuknattleik. Sindri var með tólf stig fyrir viðureignina og Skallagrímur sex þannig að þetta var mikilvægur leikur fyrir Skallagrím að koma sér í efri hluta deildarinnar. Mikil barátta var í byrjun…Lesa meira

true

Skallagrímur fór illa með ÍA í Vesturlandsslagnum

ÍA og Skallagrímur mættust í gærkvöldi í 1. deild karla í körfuknattleik og fór leikurinn fram á Akranesi. Leikurinn byrjaði rólega en um miðjan leikhlutann var Skallagrímur búinn að finna taktinn og staðan 7:15. Skallagrímsmenn héldu áfram að bæta við forskotið, hittu vel úr sínum skotum á meðan ekkert fór ofan í hjá heimamönnum og…Lesa meira

true

Sindri Snær genginn til liðs við Keflavík

Sindri Snær Magnússon, leikmaður ÍA, er genginn í raðir Keflavíkur og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Sindri Snær hefur leikið með Skagamönnum síðustu þrjú tímabil, lék 38 leiki og skoraði eitt mark. Sindri Snær lék með Keflvíkingum tímabilin 2014 og 2015, eftir það gekk hann til liðs við ÍBV og spilaði með…Lesa meira

true

Snæfellsstúlkur töpuðu naumlega gegn Vestra

Snæfellsstúlkur fóru í langferð um helgina til Ísafjarðar þegar þær léku gegn liði Vestra á laugardaginn í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Fyrir leikinn var Vestri án sigurs í deildinni eftir fimm leiki á meðan Snæfell hafði unnið tvo og tapað tveimur. Snæfell byrjaði leikinn af fullum krafti, leiddi 11:25 eftir fyrsta leikhluta og mestur…Lesa meira

true

Skagamenn töpuðu gegn Sindra – Vesturlandsslagur á morgun

Skagamenn leita enn að sínum fyrsta sigri í 1. deild karla í körfuknattleik en liðið lék gegn Sindra frá Höfn í Hornafirði síðasta föstudagskvöld. Leikurinn fór fram á Akranesi og gestirnir byrjuðu af krafti, komust í 5:13 en Skagamenn komu til baka síðar í leikhlutanum og munurinn aðeins þrjú stig þegar flautan gall, 17:20. Annar…Lesa meira

true

Á verðlaunapalli og slógu fjögur Akranesmet

Sundfélag Akraness sendi vaska sveit á Íslandsmeistaramótið í 25 metra laug í sundi sem fram fór í Ásvallalaug um helgina. Árangur unga fólksins frá Akranesi var góður, eða ein silfurverðlaun, fern bronsverðlaun, fjögur Akranesmet og lágmörk í unglingalandslið. Enrique Snær Llorenz vann silfur í 200m fjórsundi á tímanum 2.07.48 sem er sömuleiðis nýtt Akranesmet. Gamla…Lesa meira

true

Unnu til verðlauna á Íslandsmeistaramótinu í klifri

Skagastúlkur voru sigursælar á Íslandsmeistaramótinu í klifri sem fram fór um liðna helgi í Klifurhúsinu í Reykjavík. Keppt var í grjótglímu (e. bouldering) en mótið var fjórða og síðasta mót Íslandsmeistaramótaraðarinnar fyrir árið 2021. Skagamenn voru fjölmennir en tólf klifrarar mættu til leiks fyrir ÍA. Í C- flokki sigraði Þórkatla Þyrí Sturludóttir örugglega með því…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði naumlega fyrir Hetti

Skallagrímsmenn lögðu í langferð í gær þegar þeir léku gegn liði Hattar frá Egilsstöðum í 1. deild karla í körfuknattleik. Ferðaþreytan kom aðeins við sögu í byrjun fyrsta leikhluta því Hattarmenn komust mest ellefu stigum yfir, 20:9, en Skallagrímur náði þó að klóra vel í bakkann seinni hlutann og staðan 22:18 eftir fyrsta leikhluta. Annar…Lesa meira