Skallagrímsmaðurinn Ólafur Þorri Sigurjónsson í baráttu við Skagamanninn Ásbjörn Baldvinsson í leiknum í gærkvöldi. Ljósm. Jónas H. Ottósson

Skallagrímur fór illa með ÍA í Vesturlandsslagnum

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "ÍA og Skallagrímur mættust í gærkvöldi í 1. deild karla í körfuknattleik og fór leikurinn fram á Akranesi. Leikurinn byrjaði rólega en um miðjan leikhlutann var Skallagrímur búinn að finna taktinn og staðan 7:15. Skallagrímsmenn héldu áfram að bæta við forskotið, hittu vel úr sínum skotum á meðan ekkert fór ofan í hjá heimamönnum og staðan 9:21 þegar fyrsta hluta lauk. Skallagrímur gerði svo út um leikinn í öðrum leikhluta. Það var nánast sama hver skaut á körfuna hjá gestunum, allt fór ofan í en á sama tíma virkuðu Skagamenn ráðalausir og engin barátta var í liðinu. Staðan í hálfleik 21:46 og ljóst að Skagamenn þyrftu kraftaverk til að fá eitthvað úr þessum leik.\r\n\r\nKraftaverk gerast sjaldan og þeim var alls ekki fyrir að fara í seinni hálfleiknum. Það er ljóst miðað við skotnýtingu Skagamanna í leiknum að þeirra fyrsta verk á næstu æfingu verður skotæfing og þær helst margar. Skallagrímur jók muninn án mikilla vandræða og þegar þriðja leikhluta lauk var munurinn orðinn 40 stig, 35:75. Í fjórða og síðasta leikhlutanum fengu minni spámenn að spreyta sig í báðum liðum enda úrslitin löngu ráðin. Skallagrímur hélt þó áfram að auka muninn og lokastaðan, 58:107.\r\n\r\nStigahæstir hjá ÍA voru þeir Aron Elvar Dagsson með 11 stig og þeir Davíð Alexander Magnússon og Ómar Örn Helgason voru með 10 stig hvor. Hjá Skallagrími var Davíð Guðmundsson stigahæstur með 19 stig, Marinó Þór Pálmason með 16 stig og Bryan Battle með 15 stig og 12 fráköst.\r\n\r\nSkagamenn hafa nú tapað átta fyrstu leikjum sínum í vetur í deildinni og miðað við frammistöðuna í leiknum virðist langt í fyrsta sigurinn. Cristopher Clover og Nestor Saa áttu ekki sinn besta dag og þá virkaði liðið oft ráðalaust í sóknarleiknum. Kannski var skrefið of stórt að taka sætið í 1. deildinni í vetur en það vakti athygli blaðamanns hve lítil stemning og barátta var í liðinu og það er ekki ávísun á góðan árangur. Helst var það Ómar Örn Helgason sem reyndi að rífa sína menn í gang með litlum árangri. Þá virðist eins og liðið sé ekki í nógu góðu formi, lítið er um hraðabreytingar og hraðaupphlaup teljandi á fingrum annarrar handar.\r\n\r\nSkallagrímur átti hins vegar fínan leik en reyndar gegn afar slökum andstæðingum. Útlendingurinn þeirra, Bryan Battle er hörkuleikmaður, bæði í vörn og sókn og þeir hafa góða breidd í liðinu. Mesta athygli vöktu þeir Marinó Þór Pálmason sem sýndi góða spretti sérstaklega í seinni hálfleik og þeir Davíð Guðmundsson sem hitti ansi vel og Almar Örn Björnsson sem var sterkur í fráköstunum. Þó vekur furðu að Skallagrímur sé aðeins með sex stig eftir átta umferðir, liðið er allt of vel mannað til að vera í neðri hluta deildarinnar.\r\n\r\nNæstu leikir liðanna eru á föstudagskvöldið næstkomandi, Skagamenn mæta Fjölni í Dalhúsum í Grafarvogi á meðan Skallagrímur sækir Sindra heim á Höfn í Hornafirði. Leikur Skagamanna hefst klukkan 18 en leikur Skallagríms klukkan 19:15.",
  "innerBlocks": []
}
Skallagrímur fór illa með ÍA í Vesturlandsslagnum - Skessuhorn