
Bryan Battle skoraði 41 stig gegn Hetti. Ljósm. glh
Skallagrímur tapaði naumlega fyrir Hetti
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Skallagrímsmenn lögðu í langferð í gær þegar þeir léku gegn liði Hattar frá Egilsstöðum í 1. deild karla í körfuknattleik. Ferðaþreytan kom aðeins við sögu í byrjun fyrsta leikhluta því Hattarmenn komust mest ellefu stigum yfir, 20:9, en Skallagrímur náði þó að klóra vel í bakkann seinni hlutann og staðan 22:18 eftir fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var Skallagrími erfiður eins og oft í vetur, þeir voru alltaf skrefinu á eftir Hetti þó þeir gerðu ágætis áhlaup inn á milli en staðan í hálfleik 46:34 fyrir heimamenn.\r\n\r\nÞriðji leikhluti var ansi líflegur og eign Skallagrímsmanna. Bryan Battle bar nafn með rentu, barðist vel og skoraði 19 stig. Staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 67:62 og mikil spenna fram undan. Þrátt fyrir geysigóða baráttu þá náði Skallagrímur aldrei að komast yfir í leikhlutanum en komst næst því þegar ríflega tvær mínútur voru eftir. Þá náði Skallagrímur að minnka muninn í tvö stig en vantaði herslumuninn og leiknum lauk með sigri Hattar, 92:87.\r\n\r\nStigahæstir hjá Skallagrími voru þeir Bryan Battle sem var með 41 stig, Simun Kovac var með 12 stig og 14 fráköst og Bergþór Ægir Ríkharðsson með 10 stig. Hjá Hetti var Arturo Rodriguez með 25 stig, Timothy Guers með 17 stig og Matej Karlovic með 14 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Skallagríms er gegn Selfossi næsta föstudag í Borgarnesi og hefst leikurinn klukkan 19.15.",
"innerBlocks": []
}