
Sundfólkið knáa frá Akranesi. Ljósm. SA.
Á verðlaunapalli og slógu fjögur Akranesmet
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Sundfélag Akraness sendi vaska sveit á Íslandsmeistaramótið í 25 metra laug í sundi sem fram fór í Ásvallalaug um helgina. Árangur unga fólksins frá Akranesi var góður, eða ein silfurverðlaun, fern bronsverðlaun, fjögur Akranesmet og lágmörk í unglingalandslið.\r\n\r\nEnrique Snær Llorenz vann silfur í 200m fjórsundi á tímanum 2.07.48 sem er sömuleiðis nýtt Akranesmet. Gamla metið átti Hrafn Traustason; 2.07.99 og var það sett 2009. Enrique vann einnig til bronsverðlauna í 200m flugsundi á timanum 2.10.62.\r\n\r\nRagnheiður Karen fékk brons í 100m bringusundi á tímanum 1.16.40 eftir mjög flott sund.\r\n\r\nGuðbjörg Bjartey synti af miklum krafti í 50m flugsundi og tók brons á tímanum 29.53.\r\n\r\nEinar Margeir Ágústsson setti Akranesmet í 50m bringusundi á tímanum 29.54 sem er einnig undir lágmarki fyrir unglingalandsliðið. Gamla metið átti Birgir Viktor Hannesson á 30.06 frá árinu 2011.\r\n\r\nÍ 4x100m skriðsundi vann strákasveitin brons á tímanum 3.35.08. Sveitina skipuðu þeir Einar Margeir, Sindri Andreas, Kristján og Enrique Snær.\r\n\r\nÍ 4x50m skriðsundi blandaðra sveita varð sveit nr. 1 í fimmta sæti á nýju Akranesmeti á tímanum 1.44.08. Sveitina skipuðu þau Enrique Snær, Sindri Andreas, Guðbjörg Bjartey og Ragnheiður Karen. Gamla metið var 1.45,47 og áttu það þau Atli Vikar Ingimundarson, Ágúst Júlíusson, Una Lára Lárusdóttir og Sólrún Sigþórsdóttir frá 2014.\r\n\r\nSveit 2 varð í sjöunda sæti á tímanum 1.48.66 sem er Akranesmet í 15-17 ára flokki. Sveitina skipuðu þau Einar Margeir, Kristján, Karen og Ingibjörg Svava. Gamla metið var 1.54.46 frá 2016 en það áttu þau Sindri Andreas Bjarnason, Erlendur Magnússon, Brynhildur Traustadóttir og Una Lára Lárusdóttir.\r\n\r\nÍ 4x100m skriðsundi kvenna urðu stelpurnar í fjórða sæti þar sem Guðbjörg Bjartey synti í fyrsta skipti undir einni mínútu á tímanum 59.08 sek. Ragnheiður, Karen og Ingibjörg syntu einnig á frábærum tímum.\r\n\r\nÖnnur úrslit urðu þau að í 50m baksundi varð Kristján fimmti á 29.14 og Guðbjarni áttundi á 30.66. Í 100 m. bringusundi varð Karen áttunda á tímanum 1.20.03. Í 50 m. bringusundi varð Einar Margeir fjórði á tímanum 29.53. Loks í 100 m. skriðsundi varð Sindri Andreas sjötti á tímanum 52.65.",
"innerBlocks": []
}