Íþróttir

true

Sölvi og Declan verða áfram þjálfarar Skallagríms

Nýverið var gengið frá endurráðningu Sölva Gylfasonar sem þjálfara hjá meistaraflokki Skallagríms í fótbolta, en hann hefur þjálfað liðið frá árinu 2020. Declan Redmond verður áfram aðstoðarþjálfari liðsins. „Undanfarin tvö ár hefur verið markvisst unnið að því að gefa ungum leikmönnum uppöldum hjá Skallagrími tækifæri og því er að verða til ágætur kjarni ungra leikmanna.…Lesa meira

true

Skallagrímur með ósigur gegn Fjölni

Skallagrímur gerði sér ferð í Grafarvoginn á föstudagskvöldið og lék gegn Fjölni í 1. deild karla í körfuknattleik. Jafnt var nánast á öllum tölum í fyrsta leikhluta en Skallagrímur var með fjögurra stiga forystu þegar honum lauk, 21:25. Fjölnismenn náðu að jafna um miðjan annan leikhluta og höfðu tveggja stiga forystu í hálfleik, 39:37. Fjölnismenn…Lesa meira

true

Skallagrímskonur töpuðu botnbaráttuslagnum

Skallagrímur heimsótti lið Breiðabliks í Kópavoginn í gærkvöldi í Subway deild kvenna í körfuknattleik. Fyrir leikinn voru liðin í tveimur neðstu sætum deildarinnar, Breiðablik í sjöunda sæti með einn sigurleik og Skallagrímur í neðsta sæti án sigurs. Breiðablik var sterkari í upphafi leiks og leiddi 7:2 eftir þriggja mínútna leik en Skallagrímur náði að koma…Lesa meira

true

Drífa er tvöfaldur heimsmeistari í badminton

Skagakonan Drífa Harðardóttir átti góðu gengi að fagna á heimsmeistaramóti öldunga í badminton sem fram fór á Spáni um helgina. Fyrst varð Drífa heimsmeistari í tvenndarleik í flokki 40-44 ára ásamt Jesper Thomsen frá Danmörku. Þau sigruðu par frá Englandi 21-19 og 21-10. En hún átti eftir að bæta enn betur við gullmedalíurnar. Ásamt Elsu…Lesa meira

true

Brynjar framlengir við Víking

Víkingur Ólafsvík skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Brynjar Vilhjálmsson 1. desember síðastliðinn. Brynjar er fæddur 2000 og uppalinn í Ólafsvík og getur leyst ýmsar stöður á vellinum. Hann lék 14 leiki fyrir Víking í Lengjudeildinni á síðasta tímabili.Lesa meira

true

Leikmenn af Vesturlandi í æfingahópi KKÍ

Fram undan í desember eru æfingar yngri landsliða hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Þjálfarar landsliða U15, U16 og U18 drengja og stúlkna hafa valið um 30 manna æfingahópa sína og boðað leikmenn til æfinga í desember. Um er að ræða fyrstu æfingahópa liðanna fyrir næsta sumar en þá er stefnt að þátttöku í mótum fyrir öll lið…Lesa meira

true

Grundfirðingurinn Adam Ingi sló í gegn með liði Gautaborgar

Hinn 19 ára gamli Adam Ingi Benediktsson, markvörður frá Grundarfirði, lék sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með stórliði IFK Gautaborgar á sunnudaginn og sló strax í gegn hjá stuðningsmönnum liðsins. Þetta kemur fram í grein Göteborgs-Posten um Adam Inga þar sem sagt er að sérstakur kollhnís Adams Inga fyrir leik að eigin…Lesa meira

true

Urðu Norðurlandameistarar í hópkata

Kristrún Bára Guðjónsdóttir hjá Karatefélagi Akraness varð Norðurlandameistari í hópkata um helgina ásamt þeim Móeyju Maríu Sigþórsdóttur McClure frá Breiðabliki og Freyju Stígsdóttur frá Þórshamri. Mótið var haldið í Stavanger í Noregi. Ísland hefur einu sinni áður unnið til Norðurlandameistaratitils í liðakeppni, en það var árið 2012.Lesa meira

true

ÍA tapaði stórt gegn toppliði Hauka

Skagamenn sóttu Hauka heim í Hafnarfjörðinn í fyrstu deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og urðu að sætta sig við stórtap, 108:66. Haukar byrjuðu af krafti og eftir aðeins tvær mínútur var staðan orðin 15:2 fyrir Hauka. Skagamenn náðu þó að bíta frá sér í kjölfarið og staðan eftir fyrsta leikhluta 30:19. Skagamenn náðu síðan…Lesa meira

true

ÍA tapaði gegn Fjölni

Fjölnir og ÍA mættust í Dalhúsum í Grafarvogi á föstudagskvöldið í 1. deild karla í körfuknattleik og lauk leiknum með öruggum sigri Fjölnis, 95:73. Það var rétt í byrjun fyrsta leikhluta sem ÍA náði að halda í við heimamenn en síðan skildu leiðir. Heimamenn voru komnir í 21:10 um miðjan fyrsta leikhluta og staðan var…Lesa meira