
Cristopher Clover skoraði 24 stig gegn Fjölni. Ljósm. jho
ÍA tapaði gegn Fjölni
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Fjölnir og ÍA mættust í Dalhúsum í Grafarvogi á föstudagskvöldið í 1. deild karla í körfuknattleik og lauk leiknum með öruggum sigri Fjölnis, 95:73. Það var rétt í byrjun fyrsta leikhluta sem ÍA náði að halda í við heimamenn en síðan skildu leiðir. Heimamenn voru komnir í 21:10 um miðjan fyrsta leikhluta og staðan var orðin 28:14 þegar honum lauk. Í öðrum leikhluta voru Skagamenn þó sterkari og unnu hann með tveimur stigum en staðan í hálfleik 46:34 fyrir Fjölni.\r\n\r\nÞriðji leikhlutinn var á sömu lund, munurinn hélst svipaður og Fjölnir leiddi fyrir síðasta hlutann 69:54. Í fjórða og síðasta leikhlutanum bættu heimamenn enn við forystuna og unnu að lokum 22 stiga sigur eins og áður sagði, 95:73. Þetta var níundi tapleikur ÍA í röð í deildinni en næstu lið fyrir ofan þá eru lið Hamars sem er með fjögur stig og Fjölnir með sex stig.\r\n\r\nÞeir Cristopher Clover og Nestor Saa voru stigahæstir hjá ÍA í leiknum með 24 stig hvor og Hendry Engelbrecht var með 19 stig og 11 fráköst. Hjá Fjölni var Dwayne Foreman Jr. með 31 stig og 12 fráköst, Mirza Sarajlija var með 19 stig og Karl Ísak Birgisson með 11 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Skagamanna er gegn toppliði Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði næsta föstudag og hefst klukkan 20.",
"innerBlocks": []
}