Íþróttir

Leikmenn af Vesturlandi í æfingahópi KKÍ

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Fram undan í desember eru æfingar yngri landsliða hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Þjálfarar landsliða U15, U16 og U18 drengja og stúlkna hafa valið um 30 manna æfingahópa sína og boðað leikmenn til æfinga í desember. Um er að ræða fyrstu æfingahópa liðanna fyrir næsta sumar en þá er stefnt að þátttöku í mótum fyrir öll lið auk U20 liða karla og kvenna sem valin verða í vor. U18 ára liðin stefna á að æfa fyrir jól og svo eru æfingar U15 og U16 liða milli jóla- og nýárs.\r\n\r\nVesturlandið á fulltrúa í þessum æfingahópum og eru þeir eftirfarandi: Eiríkur Frímann Jónsson og Sævar Alexander Pálmason frá Skallagrími eru í U-15 drengja og Viktoría Sif Þráinsdóttir Norðdahl frá Snæfelli í U-15 stúlkna. Aðalheiður Ella Ásmundsdóttir, Kolfinna Dís Kristjánsdóttir og Victoria Lind Kolbrúnardóttir frá Skallagrími eru í U-16 stúlkna hópnum og einnig Díana Björg Guðmundsdóttir frá Aþenu en Díana er frá Borgarnesi. Í U-18 stúlkna er Ingigerður Sól Hjartardóttir frá Snæfelli og í U-18 drengja er Þórður Freyr Jónsson frá ÍA.",
  "innerBlocks": []
}
Leikmenn af Vesturlandi í æfingahópi KKÍ - Skessuhorn