
Nestor Saa skoraði 16 stig gegn Haukum. Ljósm. jho.
ÍA tapaði stórt gegn toppliði Hauka
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Skagamenn sóttu Hauka heim í Hafnarfjörðinn í fyrstu deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og urðu að sætta sig við stórtap, 108:66. Haukar byrjuðu af krafti og eftir aðeins tvær mínútur var staðan orðin 15:2 fyrir Hauka. Skagamenn náðu þó að bíta frá sér í kjölfarið og staðan eftir fyrsta leikhluta 30:19. Skagamenn náðu síðan með mikilli baráttu að minnka muninn í fjögur stig um rúmlega miðjan annan leikhluta en þá tóku heimamenn smá kipp og staðan í hálfleik 46:36.\r\n\r\nEn í þriðja leikhluta kaffærðu Haukar gestina algjörlega, skoruðu 38 stig gegn aðeins tíu stigum ÍA sem skoruðu ekki neitt stig síðustu sex mínútur leikhlutans og staðan við lok þriðja leikhluta 84:46. Í fjórða leikhlutanum slökuðu Haukar á klónni, stigaskorið var svipað á liðunum og lokatölur leiksins eins og áður sagði, stórsigur Hauka 108:66.\r\n\r\nStigahæstir hjá ÍA voru þeir Nestor Saa með 16 stig, Hendry Engelbrecht með 15 stig og Cristopher Clover með 14 stig. Hjá Haukum var Shemar Bute með 21 stig og 10 fráköst, Jose Aldana með 17 stig og Orri Gunnarsson með 12 stig.\r\n\r\nNæsti leikur ÍA er á heimavelli gegn Hrunamönnum þriðjudaginn 7. desember og hefst klukkan 19:15.",
"innerBlocks": []
}