Íþróttir
Marinó Þór Pálmason var með 11 stig gegn Fjölni. Hér í leik gegn Tindastól. Ljósm. glh

Skallagrímur með ósigur gegn Fjölni

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Skallagrímur gerði sér ferð í Grafarvoginn á föstudagskvöldið og lék gegn Fjölni í 1. deild karla í körfuknattleik. Jafnt var nánast á öllum tölum í fyrsta leikhluta en Skallagrímur var með fjögurra stiga forystu þegar honum lauk, 21:25. Fjölnismenn náðu að jafna um miðjan annan leikhluta og höfðu tveggja stiga forystu í hálfleik, 39:37.\r\n\r\nFjölnismenn voru sterkari í seinni hluta þriðja leikhlutans og komu sér í góða stöðu fyrir síðasta fjórðunginn, staðan 64:55. Skallagrímsmenn reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn í fjórða leikhluta en gekk lítið og Fjölnir sigldi sigrinum örugglega í höfn, lokastaðan í leiknum 98:86 fyrir Fjölni.\r\n\r\nStigahæstir hjá Skallagrími voru Bryan Battle með 27 stig, Simun Kovac var með 14 stig og 10 fráköst og Marinó Þór Pálmason með 11 stig. Hjá Fjölni var Dwayne Foreman Jr. með 34 stig og 11 fráköst, Daníel Ágúst Halldórsson með 19 stig og Ólafur Ingi Styrmisson með 18 stig og 11 fráköst.\r\n\r\nNæsti leikur Skallagríms er á morgun, þriðjudag, gegn Selfossi syðra og hefst klukkan 19.15.",
  "innerBlocks": []
}
Skallagrímur með ósigur gegn Fjölni - Skessuhorn