Adam Ingi í búningi IFK Gautaborg. Ljósm. IFK Goteborg

Grundfirðingurinn Adam Ingi sló í gegn með liði Gautaborgar

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Hinn 19 ára gamli Adam Ingi Benediktsson, markvörður frá Grundarfirði, lék sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með stórliði IFK Gautaborgar á sunnudaginn og sló strax í gegn hjá stuðningsmönnum liðsins. Þetta kemur fram í grein Göteborgs-Posten um Adam Inga þar sem sagt er að sérstakur kollhnís Adams Inga fyrir leik að eigin marki hafi vakið mikla athygli. Adam Ingi segir í viðtali við GP að hann geri þetta fyrir hvern leik en þess má geta að kollhnís er á sænsku kallaður því skemmtilega nafni „kullerbytta.“\r\n\r\nAdam Ingi heillaði stuðningsmenn Gautaborgar með frammistöðu sinni í leiknum og hélt markinu hreinu í 4-0 sigri gegn Östersund. „Þetta er eins og einhver draumur. Að vera hér fyrir framan 15 þúsund manns, frá smábæ á Íslandi,“ segir Adam Ingi. Hann er ættaður frá Grundarfirði en lék með 3. og 4. flokki FH á árunum 2015-2017 og með 3. flokki HK  árið 2018 þar til að hann fluttist til Svíþjóðar sumarið 2019 og hóf að leika með U-19 liði Gautaborgar. Þá hefur hann leikið fjóra landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Á dögunum skrifaði hann svo undir atvinnusamning við félagið sem gildir til lok ársins 2024. Aðalmarkvörður Gautaborgar er á förum frá félaginu og það gæti gefið Adam Inga fleiri tækifæri á næstu leiktíð en leiktíðinni í Svíþjóð lýkur um næstu helgi. Gautaborg er í áttunda sæti deildarinnar og er öruggt með sæti í deildinni að ári.\r\n\r\nAdam Ingi segir að hann hafi vitað það í nokkra daga að komið væri að hans fyrsta leik í úrvalsdeildinni: „Þjálfarinn tók mig til hliðar og sagði mér frá þessu. En ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en ég gekk inn á völlinn með öllu sem því tilheyrir. Þá kom adrenalínið,“ segir þessi ungi geðþekki Grundfirðingur í viðtali við Gautaborgarpóstinn.",
  "innerBlocks": []
}