
Minea Takala í leiknum gegn Ármanni. Ljósm. sá.
Snæfell tapaði naumlega gegn Ármanni
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Snæfell tók á móti Ármanni á laugardaginn í fyrstu deild kvenna í körfuknattleik og varð að lokum að sætta sig við þriggja stiga tap, 76:79. Snæfellskonur voru sterkari í fyrsta leikhluta og staðan 20:14 þeim í vil. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt í öðrum leikhluta, Snæfell var ávallt yfir og náði mest ellefu stiga forskoti en Ármann kom aðeins til baka og staðan í hálfleik 39:34 Snæfelli í vil.\r\n\r\nJafnt var nánast á öllum tölum í þriðja leikhluta og munurinn aðeins eitt stig þegar liðin tóku hlé fyrir lokahnykkinn, staðan 55:56 fyrir gestina. Þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum voru gestirnir með sex stiga forystu en Snæfell minnkaði muninn í fjögur stig þegar 58 sekúndur voru eftir af klukkunni. Þær náðu síðan að setja niður eitt víti, stela boltanum og fengu aftur víti sem Sianni Martin nýtti vel og munurinn allt í einu orðinn aðeins eitt stig. Eftir leikhlé var brotið á leikmanni Ármanns sem hitti úr báðum sínum skotum á vítalínunni, þriggja stiga forskot fyrir gestina og sex sekúndur eftir á klukkunni. Í lokasókninni fékk Rebekka Rán möguleikann á að jafna en boltinn skoppaði af hringnum og lokatölur 76:79 fyrir Ármann í hörkuskemmtilegum leik.\r\n\r\nAð venju var Sianni Martin stigahæst hjá Snæfelli með 29 stig, Rebekka Rán Karlsdóttir var með 15 stig og þær Minea Takala og Preslava Koleva með 7 stig hvor. Hjá Ármanni var Schekinah Bimpa með 28 stig, Jónína Þórdís Karlsdóttir með 19 stig og Kristín Alda Jörgensdóttir með 12 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Snæfells er gegn liði Aþenu-UMFK næsta föstudag á Akranesi og hefst klukkan 19.30.",
"innerBlocks": []
}