Íþróttir

Unnu til verðlauna á Íslandsmeistaramótinu í klifri

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Skagastúlkur voru sigursælar á Íslandsmeistaramótinu í klifri sem fram fór um liðna helgi í Klifurhúsinu í Reykjavík. Keppt var í grjótglímu (e. bouldering) en mótið var fjórða og síðasta mót Íslandsmeistaramótaraðarinnar fyrir árið 2021. Skagamenn voru fjölmennir en tólf klifrarar mættu til leiks fyrir ÍA.\r\n\r\nÍ C- flokki sigraði Þórkatla Þyrí Sturludóttir örugglega með því að toppa sjö af átta leiðum og tryggði sér þar með samanlagðan Íslandsmeistaratitil fyrir árið 2021. Þórkatla Þyrí bar sigur úr býtum á þremur af fjórum mótum ársins 2021 auk þess sem hún landaði silfurverðlaunum á Íslandsmeistaramótinu í línuklifri sem fram fór fyrir tveimur vikum á Smiðjuloftinu á Akranesi. Í öðru sæti í samanlögðu varð Ester Guðrún Sigurðardóttir með tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun og landaði hún því flottum silfurverðlaunum fyrir ÍA í samanlögðu á sínu fyrsta ári í keppni.\r\n\r\nÍ B-flokki hafnaði Sylvía Þórðardóttir í öðru sæti á móti helgarinnar og tryggði sér þar með annað sæti í samanlögðu, með ein gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun að loknum fjórum mótum. Sylvía er nýkomin heim af Norðurlandamóti sem fram fór í Lillehammer í Noregi, þar sem landslið Íslands keppti við sterkustu klifrara Norðurlandanna í línuklifri. Þar hafnaði hún í þrettánda sæti af nítján sem er prýðilegur árangur á fyrsta línuklifurmóti og gefur góð fyrirheit um framhaldið.\r\n\r\n<img class=\"alignnone size-medium wp-image-48818\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2021/11/Unnu-til-verdlauna-a-Islandsmeistaramotinu-i-klifri_2-600x284.jpg\" alt=\"\" />",
  "innerBlocks": []
}
Unnu til verðlauna á Íslandsmeistaramótinu í klifri - Skessuhorn