Sindri Snær í búningi Keflavíkur. Ljósm. af fésbókarsíðu Keflavíkur.

Sindri Snær genginn til liðs við Keflavík

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Sindri Snær Magnússon, leikmaður ÍA, er genginn í raðir Keflavíkur og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Sindri Snær hefur leikið með Skagamönnum síðustu þrjú tímabil, lék 38 leiki og skoraði eitt mark. Sindri Snær lék með Keflvíkingum tímabilin 2014 og 2015, eftir það gekk hann til liðs við ÍBV og spilaði með þeim í næstum tvö og hálft ár en kom síðan til ÍA á miðju tímabili árið 2019. Samningur Sindra Snæs við ÍA var útrunninn og var honum því frjálst að semja við annað félag.\r\n\r\nSindri Snær er annar leikmaðurinn á stuttum tíma sem yfirgefur Skagamenn en fyrirliði Skagamanna í sumar, Óttar Bjarni Guðmundsson, gekk í fyrradag til liðs við sína gömlu félaga í Leikni Reykjavík.",
  "innerBlocks": []
}
Sindri Snær genginn til liðs við Keflavík - Skessuhorn