
Það verður Vesturlandsslagur á morgun þegar Skagamenn og Skallagrímur mætast. Myndin er úr leik liðanna í 1. deildinni árið 2018 en þarna eigast við reynsluboltarnir Darrell Flake og Jón Orri Kristjánsson undir körfunni. Ljósm. úr safni
Skagamenn töpuðu gegn Sindra – Vesturlandsslagur á morgun
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Skagamenn leita enn að sínum fyrsta sigri í 1. deild karla í körfuknattleik en liðið lék gegn Sindra frá Höfn í Hornafirði síðasta föstudagskvöld. Leikurinn fór fram á Akranesi og gestirnir byrjuðu af krafti, komust í 5:13 en Skagamenn komu til baka síðar í leikhlutanum og munurinn aðeins þrjú stig þegar flautan gall, 17:20. Annar leikhluti byrjaði á svipuðum nótum en síðan settu Sindramenn í lok lok og læs, ekkert gekk upp hjá heimamönnum og staðan í hálfleik 38:56.\r\n\r\nSindri slakaði ekkert á klónni í þriðja leikhluta, bætti enn við muninn og munurinn orðinn 26 stig fyrir lokaleikhlutann, 52:78. Skagamenn sýndu þó klærnar í fjórða leikhluta, skoruðu grimmt og unnu hann 37:26 en það dugði skammt og lokatölur leiksins 89:104 fyrir gestina.\r\n\r\nStigahæstir hjá Skagamönnum voru þeir Cristopher Clover með 23 stig, Nestor Saa með 18 stig og Daði Már Alfreðsson með 11 stig. Hjá Sindra var Detrek Browning með 28 stig, Patrick Simon með 27 stig og 12 fráköst og Anders Adersteg með 16 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Skagamanna er á morgun, þriðjudag, en þá mæta þeir nágrönnum sínum úr Borgarnesi í svokölluðum Vesturlandsslag og hefst leikurinn klukkan 19.15 í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi.",
"innerBlocks": []
}