Rebekka Rán Karlsdóttir var með 17 stig í leiknum gegn Vestra. Ljósm. sá

Snæfellsstúlkur töpuðu naumlega gegn Vestra

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Snæfellsstúlkur fóru í langferð um helgina til Ísafjarðar þegar þær léku gegn liði Vestra á laugardaginn í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Fyrir leikinn var Vestri án sigurs í deildinni eftir fimm leiki á meðan Snæfell hafði unnið tvo og tapað tveimur. Snæfell byrjaði leikinn af fullum krafti, leiddi 11:25 eftir fyrsta leikhluta og mestur var munurinn 17 stig, 13:30 í öðrum leikhluta. Fljótlega eftir það kviknaði loks á heimastúlkum, þær skoruðu tíu stig í röð og komu sér aftur inn í leikinn. Vestri vann annan leikhlutann 26:16 og staðan í hálfleik var 37:41 Snæfelli í vil.\r\n\r\nÍ þriðja leikhlutanum var Snæfell yfirleitt með yfirhöndina, var alltaf nokkrum stigum yfir og munurinn fimm stig, 50:55, þegar liðin fengu sér hressingu fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Í honum var allt á suðupunkti allan tímann og þar var Hera Magnea Kristjánsdóttir hetja heimastúlkna undir lok leiksins. Hún kom Vestra yfir í fyrsta skiptið í leiknum þegar sjö sekúndur voru eftir og fékk víti að auki sem hún setti ofan í. Lokasókn Snæfells fór út um þúfur og fyrsti sigur Vestra í vetur í höfn, lokatölur í þessum spennandi leik 75:72.\r\n\r\nStigahæstar hjá Snæfelli voru þær Sianni Martin sem var með 33 stig og 13 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir með 17 stig og Preslava Koleva með 10 stig og 23 fráköst. Hjá Vestra var Danielle Shafer með 22 stig, Hera Magnea með 17 stig og 11 fráköst og Sara Newman með 13 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Snæfells er gegn liði Ármanns laugardaginn 20. nóvember í Stykkishólmi og hefst hann klukkan 16.",
  "innerBlocks": []
}
Snæfellsstúlkur töpuðu naumlega gegn Vestra - Skessuhorn