Simun Kovac var öflugur í liði Skallagríms gegn Sindra. Ljósm. glh

Skallagrímur lagði Sindra

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Skallagrímsmenn lögðu í langferð austur á bóginn á föstudaginn þegar þeir léku gegn liði Sindra á Höfn í Hornafirði í 1. deild karla í körfuknattleik. Sindri var með tólf stig fyrir viðureignina og Skallagrímur sex þannig að þetta var mikilvægur leikur fyrir Skallagrím að koma sér í efri hluta deildarinnar. Mikil barátta var í byrjun fyrsta leikhluta, jafnt á flestum tölum en Skallagrímur náði þó góðum spretti og staðan 18:26 þeim í vil eftir fyrsta leikhlutann. Um miðjan annan leikhlutann var aftur orðið jafnt 41:41 og lítið var skorað það sem eftir lifði og staðan 44:45 í hálfleik fyrir Skallagrím.\r\n\r\nSpennan hélt áfram í þriðja leikhluta, Skallagrímur hafði þó yfirleitt yfirhöndina en Sindri kom síðan til baka og munurinn aðeins tvö stig þegar liðin gerðu sig reiðubúin fyrir lokaleikhlutann, 62:64. Skallagrímur gerði síðan út um leikinn í byrjun hans með hörku áhlaupi, skoruðu grimmt á meðan heimamenn áttu engin svör og náðu tíu stiga forskoti. Heimamenn reyndu að klóra í bakkann en Skallagrímsmenn héldu sínu og unnu öruggan sigur, 77:92.\r\n\r\nSimun Kovac var stigahæstur í liði Skallagríms með 23 stig og 22 fráköst, Bryan Battle var með 21 stig og Ólafur Þorri Sigurjónsson með 15 stig. Hjá Sindra var Detrek Browning með 32 stig, Anders Adersteg með 20 stig og Patrick Simon með 12 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Skallagríms er gegn Álftanesi í Fjósinu í Borgarnesi næsta föstudag og hefst klukkan 19.15.",
  "innerBlocks": []
}
Skallagrímur lagði Sindra - Skessuhorn