Íþróttir

true

Alexandrea Rán varð Norðurlandameistari

Alexandrea Rán Guðnýjardóttir úr Borgarnesi varð í gær Norðurlandameistari í lyftingum, þegar hún keppti í -63 kg flokki unglinga í klassískri bekkpressu. Lyfti hún 97,5 – 102,5 – 110 kg. Það er persónuleg bæting hennar um 12,5 kg og bæting á Íslandsmeti unglinga um 10 kg. Alexandrea hafði lengi haft í huga að slá gamalt…Lesa meira

true

Sjöundi tapleikur Skallagríms

Skallagrímur er enn að leita að sínum fyrsta sigri eftir tap gegn Grindavík syðra í Subway deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Skallagrímskonur skoruðu fyrstu tvö stigin í gær og var það í eina skiptið sem þær voru yfir í leiknum. Grindavík tók strax frumkvæðið, komst í 9:4 og staðan eftir fyrsta leikhlutann 19:10. Skallagrímur…Lesa meira

true

Skallagrímur með sinn fyrsta sigur í vetur

Skallagrímur tók í gærkvöldi á móti Hrunamönnum frá Flúðum í 1. deild karla í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Borgarnesi. Skallagrímur var fyrir leikinn án sigurs í deildinni á meðan Hrunamenn höfðu unnið tvo og tapað þremur. Heimamenn komu grimmir til leiks, komust í 7:0 og ljóst að þeir ætluðu að selja sig dýrt…Lesa meira

true

Skagamenn töpuðu stórt gegn Hetti

Skagamenn gerðu sér langa ferð til Egilsstaða á föstudagskvöldið og léku gegn liði Hattar í 1. deild karla í körfuknattleik. Fyrir leikinn var Höttur eina liðið í deildinni sem var taplaust en Skagamenn tapað öllum fimm leikjum sínum. Heimamenn tóku fljótt forystuna í leiknum og staðan eftir fyrsta leikhluta 29:13 Hetti í vil. Skagamenn komu…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði stórt gegn Njarðvík í VÍS bikarnum

Skallagrímkonur sóttu ekki gull í greipar Njarðvíkur í VÍS bikar kvenna í körfuknattleik í Fjósinu í Borgarnesi á laugardaginn. Gestirnir höfðu mikla yfirburði í leiknum, staðan eftir fyrsta leikhluta var 11:24 og í hálfleik var munurinn orðinn 20 stig, 22:42. Í þriðja leikhluta skoruðu Skallagrímskonur aðeins fjögur stig gegn 25 stigum gestanna og staðan orðin…Lesa meira

true

Snæfell vann KR í VÍS bikar kvenna

Snæfell lék gegn liði KR í 16-liða úrslitum VÍS bikars kvenna í körfuknattleik í Stykkishólmi í gærkvöldi og náði sigri í hörkuleik, 79-73. Snæfell náði góðum kafla um rúman miðjan fyrsta leikhluta, komst í 20:9 en KR náði aðeins að minnka muninn og staðan 24:16 við flautið. Snæfell náði að halda þessu forskoti allan annan…Lesa meira

true

Kveður ÍA með söknuði og þakklæti

Knattspyrnumaðurinn og fyrirliði ÍA til fjölda ára, Arnar Már Guðjónsson, hefur kvatt uppeldisfélag sitt eftir langan og farsælan knattspyrnuferil. Samningur Arnars Más við ÍA rann út um síðustu mánaðamót og var ekki endurnýjaður. Arnar Már varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum í leik gegn Val á Akranesvelli í júlí 2019 er hann sleit krossband og liðþófi rifnaði…Lesa meira

true

Enn eitt tap Skallagríms og þjálfarinn farinn

Skallagrímur tók á móti Njarðvík í Subway deild kvenna í körfuknattleik í Fjósinu í Borgarnesi í gærkvöldi. Skallagrímur komst yfir 4:2 í byrjun leiks en eftir fjórðu mínútu skoruðu þær ekki stig og staðan eftir fyrsta leikhluta 6:18 gestunum í vil. Vandræði Skallagríms héldu áfram í öðrum leikhluta, þær hittu nánast ekki neitt á meðan…Lesa meira

true

Snæfell tapaði gegn Tindastól fyrir norðan

Snæfellskonur léku gegn Tindastól í 1. deild kvenna í körfuknattleik á laugardaginn og urðu að sætta sig við tíu stiga tap, 87:77. Heimakonur byrjuðu af krafti og komust í 8:0. Snæfell reyndi hvað þær gátu til að missa ekki leikinn úr höndum sér og náðu að halda mismuninum í átta stigum eftir fyrsta leikhluta, 23:15.…Lesa meira

true

ÍA enn án sigurs eftir fimm leiki

Skagamenn tóku á móti liði Hamars úr Hveragerði í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en undir lok fyrsta leikhluta náði Hamar góðum kafla og var með átta stiga forystu, 19:27. Í öðrum leikhluta gerðu þeir enn betur, hittu vel og unnu annan leikhlutann með 12 stigum og…Lesa meira