
Nikola Nedororíková var með 11 stig í leiknum í gær. Ljósm. glh
Enn eitt tap Skallagríms og þjálfarinn farinn
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Skallagrímur tók á móti Njarðvík í Subway deild kvenna í körfuknattleik í Fjósinu í Borgarnesi í gærkvöldi. Skallagrímur komst yfir 4:2 í byrjun leiks en eftir fjórðu mínútu skoruðu þær ekki stig og staðan eftir fyrsta leikhluta 6:18 gestunum í vil. Vandræði Skallagríms héldu áfram í öðrum leikhluta, þær hittu nánast ekki neitt á meðan Njarðvíkurkonur skoruðu að vild. Staðan í hálfleik 15:44 og ljóst að topplið Njarðvíkinga var aðeins of stór biti fyrir Skallagrímskonur.\r\n\r\nÍ þriðja leikhluta komu fyrstu stig Skallagríms ekki fyrr en á áttundu mínútu þegar Victoría Lind Kolbrúnardóttir hitti úr tveimur vítaskotum og yfirburðir gestanna ótrúlegir, staðan 20:75 fyrir síðasta leikhlutann og aðeins spurning hve sigurinn yrði stór. Leikurinn var þó á jafnræðisnótunum í fjórða leikhluta þar sem liðin skoruðu jafnmörg stig eða ellefu hvort lið en stórsigur Njarðvíkinga í höfn, lokatölur 31:86 fyrir Njarðvíkurkonur.\r\n\r\nStigahæstar hjá Skallagrími voru þær Nikola Nedorosíková með 11 stig, Inga Rósa Jónsdóttir með 7 stig og Victoría Lind með 6 stig. Hjá Njarðvík voru þær Lavína De Silva með 16 stig, Kamilla Sól Viktorsdóttir með 11 stig og Aliyah Collier með 11 stig.\r\n\r\n<strong>Létu þjálfarann fara</strong>\r\n\r\nEftir leikinn tilkynnti stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms að deildin hafi komist að samkomulagi við þjálfara liðsins, Goran Miljevic að hann léti af störfum og þakkaði honum fyrir gott samstarf og sitt framlag til Skallagríms. Í millitíðinni mun aðstoðarþjálfarinn, Nebojsa Knezevic, sjá um þjálfun liðsins en hann er einnig leikmaður karlaliðs Skallagríms. Skallagrímur hefur tapað öllum sex leikjum sínum í Subway deildinni í vetur en næsti leikur liðsins er gegn Grindavík miðvikudaginn 3. nóvember í HS Orkuhöllinni í Grindavík og hefst klukkan 19.15.",
"innerBlocks": []
}