Alexandrea Rán varð Norðurlandameistari

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Alexandrea Rán Guðnýjardóttir úr Borgarnesi varð í gær Norðurlandameistari í lyftingum, þegar hún keppti í -63 kg flokki unglinga í klassískri bekkpressu. Lyfti hún 97,5 – 102,5 – 110 kg. Það er persónuleg bæting hennar um 12,5 kg og bæting á Íslandsmeti unglinga um 10 kg. Alexandrea hafði lengi haft í huga að slá gamalt met Fanneyjar Hauksdóttur sem hefur staðið frá 2015 og í gær tókst henni það með glæsibrag.",
  "innerBlocks": []
}
Alexandrea Rán varð Norðurlandameistari - Skessuhorn