Embla Kristínardóttir átti góðan leik og skoraði 20 stig gegn Grindavík. Ljósm glh

Sjöundi tapleikur Skallagríms

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Skallagrímur er enn að leita að sínum fyrsta sigri eftir tap gegn Grindavík syðra í Subway deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Skallagrímskonur skoruðu fyrstu tvö stigin í gær og var það í eina skiptið sem þær voru yfir í leiknum. Grindavík tók strax frumkvæðið, komst í 9:4 og staðan eftir fyrsta leikhlutann 19:10. Skallagrímur náði að halda aðeins í við Grindavík fyrstu mínútur annars leikhluta en síðan skoraði Grindavík ellefu stig í röð og kom sér í þægilega stöðu, staðan í hálfleik 46:30.\r\n\r\nMunurinn hélst svipaður í þriðja leikhluta, liðin hittu frekar lítið og staðan 65:46 þegar liðin tóku smá hvíld fyrir lokahlutann. Í honum bætti Grindavík aftur við forystuna, skoruðu 23 stig gegn 15 stigum gestanna og unnu að lokum öruggan sigur, 88:61.\r\n\r\nStigahæst hjá Skallagrími var landsliðskonan Embla Kristínardóttir með 20 stig, Nikola Nedorosiková með 13 stig og Maja Michalska var með 10 stig. Hjá Grindavík var Hulda Björk Ólafsdóttir með 20 stig, Robbi Ryan með 16 stig og Jenný Geirdal Kjartansdóttir með 15 stig.\r\n\r\nFram undan er landsleikjahlé og næsti leikur Skallagríms er því ekki fyrr en 21. nóvember þegar þær taka á móti liði Keflavíkur. Leikurinn fer fram í Fjósinu í Borgarnesi og hefst klukkan 19.15.",
  "innerBlocks": []
}
Sjöundi tapleikur Skallagríms - Skessuhorn