
Arnar Smári Bjarnason var öflugur gegn Hrunamönnum. Ljósm. glh
Skallagrímur með sinn fyrsta sigur í vetur
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Skallagrímur tók í gærkvöldi á móti Hrunamönnum frá Flúðum í 1. deild karla í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Borgarnesi. Skallagrímur var fyrir leikinn án sigurs í deildinni á meðan Hrunamenn höfðu unnið tvo og tapað þremur. Heimamenn komu grimmir til leiks, komust í 7:0 og ljóst að þeir ætluðu að selja sig dýrt til að ná í sín fyrstu sig. Gestirnir náðu þó að halda í við Skallagrím það sem eftir var leikhlutans og staðan 29:22 við flautuna. Í næsta leikhluta var lítið skorað, 15 stig skoraði hvort lið og staðan í hálfleik 44:37 fyrir Skallagrím.\r\n\r\nSkallagrímur gerði svo nánast út um leikinn í þriðja leikhluta, skoraði fyrstu níu stigin á meðan Hrunamenn voru hálf ráðalausir. Skallagrímur náði 20 stiga forskoti fljótlega í leikhlutanum, hélt því út leiktímann og staðan orðin afar vænleg fyrir Skallagrím þegar flautan gall, 76:52. Í fjórða og síðasta leikhluta var þetta bara spurning um hjá heimamönnumum að halda forskotinu og það gerðu þeir án mikilla vandkvæða, lokastaðan 93:67.\r\n\r\nStigahæstir hjá Skallagrími í leiknum voru þeir Arnar Smári Bjarnason með 26 stig, Bryan Battle var með 16 stig og Simun Kovac með 13 stig og 13 fráköst. Hjá Hrunamönnum var Clayton Ladine með 15 stig, Kent Hanson með 14 stig og Karlo Levo með 12 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Skallagríms er gegn nágrönnum þeirra af Skaganum og ljóst að þar verður hart tekist á. Vesturlandsslagurinn verður á föstudaginn í Íþróttahúsinu við Vesturgötu og hefst klukkan 20.30.",
"innerBlocks": []
}