
Þórður Freyr Jónsson skoraði 11 stig gegn Hamri á föstudagskvöldið. Ljósm. jho
ÍA enn án sigurs eftir fimm leiki
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Skagamenn tóku á móti liði Hamars úr Hveragerði í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en undir lok fyrsta leikhluta náði Hamar góðum kafla og var með átta stiga forystu, 19:27. Í öðrum leikhluta gerðu þeir enn betur, hittu vel og unnu annan leikhlutann með 12 stigum og fóru með 20 stiga forystu inn í hálfleikinn, 31:51.\r\n\r\nSkagamenn stóðu sig mun betur í þriðja leikhluta, héldu vel í gestina og munurinn 21 stig þegar liðin fengu sér smá hvíld fyrir síðasta leikhlutann, 52:73. ÍA vann síðasta leikhlutann með einu stigi en slakur fyrri hálfleikur varð þeim að falli í þessum leik, lokatölur 79.99 fyrir Hamar.\r\n\r\nStigahæstir hjá ÍA í leiknum voru Cristopher Clover með 29 stig og 7 fráköst, Davíð Alexander Magnússon var með 12 stig og Þórður Freyr Jónsson með 11 stig. Hjá Hamri var Dareial Franklin langstigahæstur með 38 stig, Ragnar Magni Sigurjónsson með 19 stig og Kristijan Vladovic með 9 stig.\r\n\r\nSkagamenn eru því enn án stiga eftir fimm umferðir í deildinni eins og nágrannar þeirra, Skallagrímur úr Borgarnesi. Næsti leikur ÍA er gegn Hetti frá Egilsstöðum næsta föstudag fyrir austan og hefst klukkan 19.15.",
"innerBlocks": []
}