
Snæfell fagnaði sigri í VÍS bikarnum gegn KR. Ljósm. sá
Snæfell vann KR í VÍS bikar kvenna
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Snæfell lék gegn liði KR í 16-liða úrslitum VÍS bikars kvenna í körfuknattleik í Stykkishólmi í gærkvöldi og náði sigri í hörkuleik, 79-73. Snæfell náði góðum kafla um rúman miðjan fyrsta leikhluta, komst í 20:9 en KR náði aðeins að minnka muninn og staðan 24:16 við flautið. Snæfell náði að halda þessu forskoti allan annan leikhlutann og staðan 42:36 í hálfleik.\r\n\r\nKR náði síðan að jafna fljótlega í þriðja leikhluta og munurinn aðeins eitt stig fyrir síðasta hluta leiksins, 55:54. Þar var jafnt nánast á öllum tölum og mikil spenna í leiknum. KR minnkaði muninn í þrjú stig þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum en Snæfell setti niður síðustu fjögur stigin af vítalínunni og tryggði sér sætan sex stiga sigur, 79:73.\r\n\r\nStigahæstar hjá Snæfelli voru þær Sianni Martin og Rebekka Rán Karlsdóttir með 20 stig hvor og Gunnhildur Gunnarsdóttir var með 18 stig og 14 fráköst. Hjá KR var Angelique Robinson með 27 stig, Fanney Ragnarsdóttir með 14 stig og Hulda Ósk Bergsteinsdóttir með 13 stig.\r\n\r\nLiðin sem verða í pottinum þegar dregið verður á morgun eru Snæfell, Haukar, Breiðablik, ÍR, Njarðvík, Stjarnan, Hamar/Þór og Fjölnir.",
"innerBlocks": []
}