Snæfell tapaði gegn Tindastól fyrir norðan
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Snæfellskonur léku gegn Tindastól í 1. deild kvenna í körfuknattleik á laugardaginn og urðu að sætta sig við tíu stiga tap, 87:77. Heimakonur byrjuðu af krafti og komust í 8:0. Snæfell reyndi hvað þær gátu til að missa ekki leikinn úr höndum sér og náðu að halda mismuninum í átta stigum eftir fyrsta leikhluta, 23:15. Um miðjan annan leikhlutann var Tindastóll kominn með 20 stiga forystu, héldu því til loka fyrri hálfleiks og útlitið alls ekki gott fyrir Snæfell í leikhléinu, hálfleiksstaðan 51:31.\r\n\r\nFram að miðjum hluta þriðja leikhlutans voru Snæfellskonur að elta og gekk illa að minnka muninn. Þær náðu síðan frábæru áhlaupi með Sianni Martin í fararbroddi þegar þær skoruðu 19 stig gegn aðeins fjórum stigum Stólanna síðustu fimm mínúturnar og allt í einu var forskot Tindastóls aðeins þrjú stig þegar liðin hvíldu sig fyrir lokaátökin, 66:63. Eftir hálfan fjórða og síðasta leikhluta var staðan orðin 70:74 fyrir Snæfelli og staðan orðin ansi vænleg fyrir gestina. En þá setti Tindastóll í fluggírinn, settu 13 stig í röð á meðan Snæfell skoraði aðeins þrjú stig seinni hluta leikhlutans. Lokastaðan 87:77 Tindastólskonum í vil og liðin eru því jöfn í fimmta og sjötta sæti deildarinnar með fjögur stig eftir fjóra leiki.\r\n\r\nLangstigahæst í liði Snæfells var Sianni Martin með 51 stig, Rebekka Rán Karlsdóttir var með 10 stig og Preslava Koleva með 9 stig. Í liði Tindastóls var Madison Sutton stigahæst með 33 stig, Eva Rún Dagsdóttir var með 20 stig og Ksenja Hribljan með 12 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Snæfells er gegn Vestra laugardaginn 13. nóvember á Ísafirði og hefst klukkan 18.",
"innerBlocks": []
}