
Arnar Már Guðjónsson í leik. Ljósm. úr safni.
Kveður ÍA með söknuði og þakklæti
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Knattspyrnumaðurinn og fyrirliði ÍA til fjölda ára, Arnar Már Guðjónsson, hefur kvatt uppeldisfélag sitt eftir langan og farsælan knattspyrnuferil. Samningur Arnars Más við ÍA rann út um síðustu mánaðamót og var ekki endurnýjaður. Arnar Már varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum í leik gegn Val á Akranesvelli í júlí 2019 er hann sleit krossband og liðþófi rifnaði og hefur hann átt í þeim meiðslum síðan, en er þó búinn að ná sér nokkuð vel í dag og segist vera fullfær um að halda áfram að leika knattspyrnu.\r\n\r\n„Þetta er eins og að sjá á eftir nánum ástvini að hætta hjá ÍA. Félagið hefur alltaf verið mér afar kært og þar hef ég eignast mína bestu vini, en ég skil afstöðu félagsins,“ segir Arnar Már. „Þó að mínum tíma hjá ÍA sé lokið þá lít ég svo á að ég sé ekki hættur í knattspyrnu og mig langar til þess að halda áfram að spila. Meiðslin hafa gert það að verkum að ég get ekki æft af fullum krafti miðað við það sem áður var.“\r\n\r\nArnar Már segir að það sé margs að minnast á löngum ferli, sem hófst árið 2004 þegar hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki, og lék hann samfellt með ÍA til ársins 2008 en þá gekk hann til liðs við KA á Akureyri og lék fyrir norðan í tvö áður en hann gekk aftur til liðs við Skagamenn. Arnar Már lék upp alla yngri flokkana með ÍA og á þeim árum sagði hann að sínar fyrirmyndir hefðu verið Siggi Jóns og tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir. Alls lék Arnar Már samkvæmt skráningu KSÍ 257 leiki í meistaraflokki og skoraði í þeim 45 mörk. Auk þess lék hann níu landsleiki með ungmennaliðum Íslands. Er hann nú orðinn sjöundi markahæsti leikmaður ÍA frá upphafi.\r\n\r\nÞegar talið berst að hvað upp úr standi á löngum ferli, svarar Arnar Már: „Það voru engir titlar sem unnust á þessum árum en auðvitað voru margir eftirminnilegir leikir og minnisstæð mörk hjá mér. Mér eru ofarlega í huga tvö mörk sem ég skoraði frá miðju á Akranesvelli. Annars vegar gegn Þór frá Akureyri og síðan gegn Val. Ég held að ég sé sá eini sem hef skorað frá miðju bæði í vestur- og austurmarkið á vellinum,“ segir Arnar Már að lokum léttur í bragði.",
"innerBlocks": []
}