
Maja Michalska var með 10 stig gegn Njarðvík. Ljósm. glh
Skallagrímur tapaði stórt gegn Njarðvík í VÍS bikarnum
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Skallagrímkonur sóttu ekki gull í greipar Njarðvíkur í VÍS bikar kvenna í körfuknattleik í Fjósinu í Borgarnesi á laugardaginn. Gestirnir höfðu mikla yfirburði í leiknum, staðan eftir fyrsta leikhluta var 11:24 og í hálfleik var munurinn orðinn 20 stig, 22:42.\r\n\r\nÍ þriðja leikhluta skoruðu Skallagrímskonur aðeins fjögur stig gegn 25 stigum gestanna og staðan orðin 26:67. Í fjórða leikhlutanum var stigaskorið hins vegar svipað hjá liðunum og lokastaða leiksins 44:87. Það er því ljóst að Skallagrímur hefur lokið leik í bikarnum þennan veturinn.\r\n\r\nStigahæstar hjá Skallagrími voru þær Nikola Nedorosíková með 11 stig, Maja Michalska með 10 stig og Embla Kristínardóttir með 9 stig. Hjá Njarðvík var Diane Oumou með 26 stig, Aliyah Collier með 18 stig og Lavína De Silva með 15 stig.\r\n\r\nÁ föstudaginn var kynntur til leiks nýr þjálfari Skallagríms, Nebojsa Knezevic, sem áður var aðstoðarþjálfari liðsins og í dag var sagt frá því að samið hafi verið við bandaríska leikmanninn Breana Bay um að leika með Skallagrími í Subway deildinni í vetur. Breana er 26 ára framherji sem hefur leikið síðustu ár í Bretlandi, á Ítalíu og síðast í Albaníu.",
"innerBlocks": []
}