Nestor Saa var atkvæðamestur gegn Hetti með 27 stig. Ljósm. jho

Skagamenn töpuðu stórt gegn Hetti

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Skagamenn gerðu sér langa ferð til Egilsstaða á föstudagskvöldið og léku gegn liði Hattar í 1. deild karla í körfuknattleik. Fyrir leikinn var Höttur eina liðið í deildinni sem var taplaust en Skagamenn tapað öllum fimm leikjum sínum. Heimamenn tóku fljótt forystuna í leiknum og staðan eftir fyrsta leikhluta 29:13 Hetti í vil. Skagamenn komu þó til baka í öðrum leikhluta og minnkuðu muninn í fimm stig þegar þrjár mínútur voru eftir. En þá skelltu Hattarmenn í lás og skoruðu síðustu tólf stigin í leikhlutanum og hálfleiksstaðan 57:40.\r\n\r\nÍ þriðja leikhlutanum héldu heimamönnum engin bönd, Höttur skoraði fyrstu tólf stigin og gerði út um leikinn. Forysta Hattarmanna var orðin 32 stig þegar fjórði leikhluti hófst, 85:53 og aðeins spurning hve sigurinn yrði stór. Höttur hélt yfirhöndinni út leikinn, steig ekki af bensíngjöfinni og vann að lokum stórsigur, 114:74.\r\n\r\nStigahæstir hjá Skagamönnum voru þeir Nestor Saa með 27 stig, Cristopher Clover var með 22 stig og 13 fráköst og Aron Elvar Dagsson með 6 stig. Hjá Hetti var Timothy Guers með 25 stig, Arturo Rodriguez með 17 stig og David Ramos með 16 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Skagamanna í deildinni er gegn Skallagrími næsta föstudag og fer Vesturlandsslagurinn fram á Akranesi og hefst klukkan 20.30.",
  "innerBlocks": []
}
Skagamenn töpuðu stórt gegn Hetti - Skessuhorn