Fréttir

true

Rífandi uppbygging en efla þarf skipakost

Rætt við Samúel Þorsteinsson, formann Björgunarfélags Akraness Fjöldi sjálfboðaliða gefur vinnu sína og tíma til að sinna björgunarstörfum fyrir Björgunarfélag Akraness. Undanfarnar vikur hefur verið töluvert mikið um að vera hjá þeim í sjóbjörgun, því þó Akranes sé ekki lengur sami útgerðarbær og eitt sinn var, þá er fjöldi báta gerður þaðan út á strandveiðar.…Lesa meira

true

Ekki sjálfgefið að menn gefi svona af sér

Rætt við Viðar Pál Hafsteinsson umsjónarmann björgunarskipsins Bjargar og Halldór Kristinsson, einn skipstjóranna Nýtt björgunarskip kom til hafnar í Rifi við hátíðlega athöfn í október í fyrra. Vel var tekið á móti því, enda slær hjarta samfélagsins í Snæfellsbæ í takt við öldur hafsins. Fjöldi báta er gerður út af Snæfellsnesi og sjávarútvegur er beintengdur…Lesa meira

true

Slökkviliðið eignast utanvegatæki

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar fékk í síðustu viku afhent nýtt farartæki af gerðinni Can am Commander MAX XTP. Buggy bíll þessi verður sérstaklega útbúinn til að takast á við gróðurelda og önnur atvik þar sem hefðbundnum tækjum slökkviliðs verður ekki við komið. Bíllinn verður búinn litlu slökkvikerfi sem komið verður fyrir á palli hans auk…Lesa meira

true

Stór hópur útskrifaðist í dag frá Fjölbrautaskóla Vesturlands

Í dag voru 85 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi af sjö mismunandi námsbrautum. 18 luku burtfararprófi úr rafvirkjun, sex nemendur luku bæði burtfararprófi í rafvirkjun og viðbótarnámi til stúdentsprófs, sex luku burtfararprófi í vélvirkjun. 23 útskrifuðust úr meistaraskólanum, einn nemandi útskrifaðist af starfsbraut og 36 luku stúdentsprófi af þremur brautum. Tónlistarflutningur við athöfnina…Lesa meira

true

Það eru engir kábójar til sjós í dag

Rætt við Hilmar Snorrason, sem var skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna í rúm 30 ár Öryggi sjómanna og sæfarenda hefur verið Hilmari Snorrasyni hugleikið frá því að hann var mjög ungur að árum. Það er honum líklega í blóð borið, því faðir hans byrjaði að vera með hjálm við vinnu sína á sjó um 1970. Það þótti…Lesa meira

true

Fasteignamat á Vesturlandi hækkar um 9,2%

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur birt fasteignamat fyrir árið 2026, en stofnunin reiknar það árlega og birtir í lok maímánaðar. Hægt er að fletta upp fasteignamati einstakra fasteigna með því að smella hér. Fasteignamat næsta árs verður 9,2% hærra en núgildandi fasteignamat. Hækkunin á Vesturlandi er sú sama, eða 9,2% að meðaltali. Meðalhækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis…Lesa meira

true

Fengu að fræðast um búnað slökkviliðs og sjúkrabílinn – myndasyrpa

Það var líf og fjör á planinu við slökkvistöðina á Akranesi í morgun. Þá mættu nemendur úr útskriftarhópum leikskólanna á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit á árlega vorhátíð sem nefnist Logi og Glóð. Hver leikskóli fékk sinn klukkutíma. Starfsmenn Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar auk áhafnar á einum sjúkrabíl frá HVE sýndu börnunum tæki og tól viðbragðsaðila.…Lesa meira

true

Branddúfa á ferð á Snæfellsnesi

Af og til mæta hingað til lands sjaldséðir flækingsfuglar. Branddúfa er nú í Ólafsvík þar sem Eyjólfur Matthíasson fuglaljósmyndari náði mynd af henni í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem staðfest er að dúfa af þessari tegund komi hingað til lands, en hún sást fyrst í Ólafsvík 21. maí síðastliðinn. Dúfa þessi er í…Lesa meira

true

Bætist í bílaflotann hjá Reyni Jóhannssyni

Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar fengu í morgun afhenta nýja rútu í flotann, Bens Tourismo, 53 manna glæsilegan bíl málaðan og merktan í Reynislitnum þekkta. Það er Landfari, systurfélag Öskju, sem flytur bílinn inn og selur. Sigurður Einar Steinsson sölustjóri afhenti Reyni Jóhannssyni og fjölskyldu nýja bílinn við söluumboðið Öskju Vesturlandi. Rúta af þessari gerð kostar hingað…Lesa meira

true

„Við viljum alltaf mikið af mörkum og almennu fjöri“

Rætt við Aron Gauta Kristjánsson þjálfara Reynis Hellissands Reynir Hellissandi spilar þriðja árið í röð í 5. deild karla í knattspyrnu í sumar en í fyrra endaði liðið í 8. sæti af níu í B riðli með níu stig úr 16 leikjum. Aron Gauti Kristjánsson hefur tekið við keflinu sem þjálfari liðsins en Ólafur Helgi…Lesa meira