Fréttir
Branddúfa á snúrustaur í Ólafsvík. Ljósm. Eyjólfur Matthíasson

Branddúfa á ferð á Snæfellsnesi

Af og til mæta hingað til lands sjaldséðir flækingsfuglar. Branddúfa er nú í Ólafsvík þar sem Eyjólfur Matthíasson fuglaljósmyndari náði mynd af henni í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem staðfest er að dúfa af þessari tegund komi hingað til lands, en hún sást fyrst í Ólafsvík 21. maí síðastliðinn.