Fréttir
Útskriftarhópurinn vorið 2025 með skólameistara og aðstoðarskólameistara. Ljósm. fva

Stór hópur útskrifaðist í dag frá Fjölbrautaskóla Vesturlands

Í dag voru 85 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi af sjö mismunandi námsbrautum. 18 luku burtfararprófi úr rafvirkjun, sex nemendur luku bæði burtfararprófi í rafvirkjun og viðbótarnámi til stúdentsprófs, sex luku burtfararprófi í vélvirkjun. 23 útskrifuðust úr meistaraskólanum, einn nemandi útskrifaðist af starfsbraut og 36 luku stúdentsprófi af þremur brautum. Tónlistarflutningur við athöfnina var í höndum nemenda sem tóku í vetur þátt í uppsetningu Leiklistarklúbbsins Melló á Gauragangi. Anna María Sigurðardóttir söng lagið Er hann sá rétti og Gunnar Smári Sigurjónsson og Anna María sungu saman lagið Rómeó og Júlía. Fallegt og vel við hæfi.

Stór hópur útskrifaðist í dag frá Fjölbrautaskóla Vesturlands - Skessuhorn