
Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri við nýja farartækið.
Slökkviliðið eignast utanvegatæki
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar fékk í síðustu viku afhent nýtt farartæki af gerðinni Can am Commander MAX XTP. Buggy bíll þessi verður sérstaklega útbúinn til að takast á við gróðurelda og önnur atvik þar sem hefðbundnum tækjum slökkviliðs verður ekki við komið. Bíllinn verður búinn litlu slökkvikerfi sem komið verður fyrir á palli hans auk annarra verkfæra til að fást við gróðurelda. Slökkvilið Borgarbyggðar á tvö svipuð tæki sem þegar hafa komið að góðum notum í baráttunni við gróðurelda.