
Reynir Jóhannsson og fjölskylda tóku í morgun við nýja bílnum frá Sigurði Einari Steinssyni sölustjóra hjá Landfara. Ljósm. mm
Bætist í bílaflotann hjá Reyni Jóhannssyni
Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar fengu í morgun afhenta nýja rútu í flotann, Bens Tourismo, 53 manna glæsilegan bíl málaðan og merktan í Reynislitnum þekkta. Það er Landfari, systurfélag Öskju, sem flytur bílinn inn og selur. Sigurður Einar Steinsson sölustjóri afhenti Reyni Jóhannssyni og fjölskyldu nýja bílinn við söluumboðið Öskju Vesturlandi.