Fréttir
Hér má sjá hækkun fasteignamats milli ára. Heimild: HMS

Fasteignamat á Vesturlandi hækkar um 9,2%

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur birt fasteignamat fyrir árið 2026, en stofnunin reiknar það árlega og birtir í lok maímánaðar. Hægt er að fletta upp fasteignamati einstakra fasteigna með því að smella hér. Fasteignamat næsta árs verður 9,2% hærra en núgildandi fasteignamat. Hækkunin á Vesturlandi er sú sama, eða 9,2% að meðaltali. Meðalhækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis er 10,2% á meðan fasteignamat sumarhúsa hækkar um 11,5% og fasteignamat atvinnueigna hækkar um 4,8%. Fasteignamatið er sá grunnur sem sveitarfélög byggja á við útreikning og innheimtu fasteignagjalda. Í ljósi þess hversu mikil hækkun er á fasteignamati milli ára þurfa sveitarfélög því að lækka álagningarprósentu sína vilji þau koma í veg fyrir auknar álögur almennings og fyrirtækja.

Fasteignamat á Vesturlandi hækkar um 9,2% - Skessuhorn