Fréttir

true

Örsögur af sjó

Þrír sjómenn rifjuðu upp sögur af sjónum Á dögunum var opinn dagur á Breið nýsköpunarsetri við Bárugötu á Akranesi og heppnaðist hann mjög vel. Einn af dagskrárliðunum var það sem hét „Örsögur af sjó“ en þar rifjuðu þrír sjómenn nokkrar sögur af sjónum áður fyrr og nokkuð merkilegar. Þetta voru þeir Þorvaldur Guðmundsson, Viðar Gunnarsson…Lesa meira

true

Bókunarstaðan frábær og spennandi sumar framundan

Rætt við forsvarsmenn Ocean Adventures í Stykkishólmi Árið 2016 stofnuðu þau Hreiðar Már Jóhannesson og Hulda Hildibrandsdóttir fyrirtækið Ocean Adventures. Bjóða þau nú upp á þrjár mismunandi ferðir með ferðafólk; Lunda-ferð, Sjóstanga-ferð og Flateyjar-ferð. Blaðamaður kemur sér niður að höfn í Stykkishólmi og sér þar að ferðafólk er komið niður að flotbryggjunni. Hjón frá Hollandi…Lesa meira

true

Hyggjast fjölga flugskýlum

Á afgreiðslufundi byggingafulltrúa Borgarbyggðar í dag var lögð fram umsókn frá Ferðaþjónustunni Húsafelli ehf. um að fá að byggja fjögur ný flugskýli í nágrenni við flugvöllinn. Stærð hvers og eins skýlis verður 300 fm. Áformað er að byggja stálgrindarhús og klæða þau með yleiningum. Hönnuður er Nýhönnun ehf. Byggingaráform voru samþykkt enda uppfylla þau ákvæði…Lesa meira

true

FVA gaf Taflfélagi Reykjavíkur skákbókasafn Hjálmars

Stefna Steinunnar Ingu Óttarsdóttur skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi er skýr: „Losum okkur við dót sem orðið er úrelt og ekki er verið að nota; best er að koma því annað í brúk.“ Þetta kemur fram í vikulegu fréttabréfi FVA, Skruddunni, sem kom út í vikunni. „Það var því sérlega gleðilegt að geta á dögunum…Lesa meira

true

Orkuveitan með myljandi hagnað

Orkuveitan (Orkuveita Reykjavíkur) skilaði 4,5 milljarða króna hagnaði fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt árshlutauppgjöri samstæðunnar. Á sama tímabili árið 2024 var hagnaðurinn 2,9 milljarðar króna. Innan samstæðunnar eru auk móðurfélagsins; Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Tekjur fyrirtækjanna í samstæðunni jukust á tímabilinu um 7% frá fyrra ári og gjöld lækkuðu um sama hlutfall. Þrátt…Lesa meira

true

Bláfánanum flaggað á Langasandi í þrettánda sinn

Í morgun var Bláfáninn dreginn að húni við Langasand á Akranesi, þrettánda árið í röð. Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjávarferðamennsku fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda lífríki haf- og strandsvæða, draga úr umhverfisáhrifum, bæta öryggi og efla umhverfisvitund. Bláfáninn er veittur þeim baðströndum…Lesa meira

true

Skipulagsstofnun gefur út álit sitt um Holtavörðuheiðarlínu 1

Hagsmunasamtök landeigenda telja sig sniðgengin af Landsneti Umsagnir bárust frá 13 stofnunum, auk Landsvirkjunar, og 13 landeigendum að auki þegar auglýst var eftir viðbrögðum við umhverfismatsskýrslu Holtavörðuheiðarlínu 1. Skipulagsstofnun fjallar í áliti sínu, sem birt er á heimasíðu stofnunarinnar, nokkuð um innsendar umsagnir annarra stofnana, en fjallar hins vegar nær ekkert um umsagnir sem bárust…Lesa meira

true

Skallagrímur með sigur á heimavelli

Skallagrímur tók á móti Létti frá Breiðholti í gær, í annarri umferð A-riðils 5. deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn fór fjörlega af stað en Viktor Ingi Jakobsson kom heimamönnum yfir á tíundu mínútu með laglegu skallamarki. Léttir fékk réttilega dæmda vítaspyrnu seint í fyrri hálfleik en Stefan Pavlovic varði vítið. Staðan því 1-0 í hálfleik.…Lesa meira

true

Hvað er með ásum – Bárður Snæfellsás og tröllskessan á Mýrarhyrnu

Föstudaginn 23. maí opnaði sýning í Eddu, húsnæði Árnastofnunar í Reykjavík, á verkum nemenda sem tóku þátt í verkefninu „Hvað er með ásum,“ skólaárið 2024-25. Nemendur úr 3. – 4. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar eiga verk á þeirri sýningu en þar sýna þau verk sem unnin voru um heimana níu úr norrænu goðafræðinni. Auk Grunnskóla Snæfellsbæjar…Lesa meira

true

Jörfi ehf. á Akranesi fagnaði nýjum kafla

Á föstudaginn stóð hið unga en vaxandi fyrirtæki Jörfi ehf. á Akranesi fyrir opnunarhátíð í græna iðngarðahverfinu, að Nesflóa 1. Þar var kynnt til sögunnar ný og stækkuð aðstaða fyrirtækisins, bæði verslun og vélaverkstæði. Viðburðurinn var vel sóttur og stemningin glaðleg. Þrátt fyrir vætu fyrripart dags brá sólin á leik þegar líða tók á og…Lesa meira