
Nemendur úr Grunnskóla Grundarfjarðar sýna verk byggð á þjóðsögu um tröllskessu. Ljósm. ih
Hvað er með ásum – Bárður Snæfellsás og tröllskessan á Mýrarhyrnu
Föstudaginn 23. maí opnaði sýning í Eddu, húsnæði Árnastofnunar í Reykjavík, á verkum nemenda sem tóku þátt í verkefninu „Hvað er með ásum,“ skólaárið 2024-25. Nemendur úr 3. - 4. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar eiga verk á þeirri sýningu en þar sýna þau verk sem unnin voru um heimana níu úr norrænu goðafræðinni. Auk Grunnskóla Snæfellsbæjar voru Nesskóli á Neskaupstað, Grunnskóla Hólmavíkur, Finnbogastaðaskóla og Grunnskóla Drangsness einnig með verk á sýningunni. Sýningin er í safnkennslustofunni á 1. hæð og stendur yfir í sumar, eða fram til 1. ágúst og er opin alla daga nema mánudaga frá 10:00-17:00.