
Hluti bílaflotans, en nú starfa ellefu manns hjá Jörfa ehf.
Jörfi ehf. á Akranesi fagnaði nýjum kafla
Á föstudaginn stóð hið unga en vaxandi fyrirtæki Jörfi ehf. á Akranesi fyrir opnunarhátíð í græna iðngarðahverfinu, að Nesflóa 1. Þar var kynnt til sögunnar ný og stækkuð aðstaða fyrirtækisins, bæði verslun og vélaverkstæði. Viðburðurinn var vel sóttur og stemningin glaðleg. Þrátt fyrir vætu fyrripart dags brá sólin á leik þegar líða tók á og skapaði veðrið skemmtilega og fjölskylduvæna stemningu. Hoppukastalarnir voru settir upp innandyra og vöktu mikla lukku hjá yngstu gestunum og Bæjarins bestu sáu um veitingar með pylsvagni á staðnum með öllu tilheyrandi í boði Jörfa.